Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Síða 8
8 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004
Fréttir DV
Sá myndina,
játaði morð
Bíómyndin Píslarsaga
Krists hafði þau áhrif á Dan
Leach, 21 árs Texas-
búa, að hann snarað-
ist á næstu lögreglu-
stöð að sýningu lok-
inni og viðurkenndi
fyrir lögreglu að hafa
banað unnustu sinni.
Ashley Nicole Wilson,
19 ára, fannst látin á
heimili sínu í janúar síðast-
liðnum. „Píslarsagan fékk
manninn til að iðrast gjörða
sinna," sagði yfirmaður lög-
reglunnar í samtali við fjöl-
miðla vestra. Leach var þeg-
ar í stað hnepptur í varð-
hald en gengur nú laus gegn
tryggingu.
Spánverjar
ekki huglausir
Jose Luis Rodriguez
Zapatero, nýkjörinn forsæt-
isráðherra Spánar, hafnar
fullyrðingum um að
spænska þjóðin sé
huglaus þegar
hryðjuverk eru ann-
ars vegar. „Spánverj-
ar eru ekki huglaus-
ir,“ sagði Zapatero á
flokksþingi sósíalista
í gær og minnti
fundarmenn sem aðra á að
Spánverjar hafa búið við
hryðjuverkaógn í 30 ár. For-
sætisráðherra segir það firru
að halda því fram að kjós-
endur hafi sýnt hugleysi í
nýafstöðnum kosningum
eins og ýmsir málsmetandi
menn hafa haldið á lofti.
„Mér liggur ekkert á en ég er
mjög er sáttur viö þessa sölu,“
segir Kolbeinn Kristinsson eig-
andi og forstjóri Myllunnar -
Brauð en hann seldi fyrirtækið
I vikunni til fslensk Ameriska.
Kolbeinn segir alls óvlst hvað
17,
framtið- \ *
inni, hann sé til að mynda að
spila tennis í þessum töluðu
orðum.„Hvað sem verðurætla
ég að hafa það gott og og
byrja á að njóta lífsins með
fjölskyldunni. Annað verður
verður að bíða betri tíma."
Lýður Árnason læknir á Flateyri gæti verið í fæðingarorlofi með yfir milljón á
mánuði en ætlar ekki að taka það. Gæti ekki horft framan í nokkurn mann og
finnst með ólíkindum að 62 þingmenn skuli hafa samþykkt þessa vitleysu umyrða-
laust. Fæðingaorlofssjóði veitir ekki af, segir hann enda að verða gjaldþrota.
■ ^ \ ■■■ ■ ■ ■ f
Lyöur vill ekki i
íæðinnarorlof
„Ég gæti haft það drullufínt með tærnar upp í loft í fæðingaror-
lofi ef ég vildi, en ég ætla ekki að taka neitt orlof,“ segir Lýður
Árnason, læknir á Flateyri, sem eignaðist barn með konu sinni
seint á síðasta ári.
Lýður er ekki frá því að hann sé
bara svona vitlaus og kunni ekki að
notfæra sér þetta. „Því miður þvælist
bara heimskan íyrir manni, annars
myndi ég taka við peningum frá rík-
inu og gera ekki neitt. Það hlýtur að
vera skýringin," segir hann og hlær.
Honum finnst ósanngjarnt að
sumir séu á hærri launum en aðrir í
fæðingarorlofi. „Ég myndi ekki geta
horft framan í fólk ef ég væri heima
með tærnar upp í loft á svimandi
launum sem ég ekki ynni fyrir,“ segir
hann en kona hans tekur eitt ár á
hálfum launum. Hann segir fæðing-
arorlofssjóði ekkert veita af að spara,
hann geti lagt sitt af mörkum.
Lýður á börn fyrir en drengurinn
sem þau hjón eignuðust var þeirra
annað barn. „Kona mín sá um það
barn eins og þetta en á milli okkar er
gott samkomulag. Hún sér um bam-
ið en ég um hundinn. Við erum bæði
sátt við það. Ég hef ekki þessa tilfinn-
ingalegu þörf fyrir að vera mikið utan
í smábömum. Það er gaman að horfa
á þetta ef það er hljóðeinangrandi
gler á milli. Ég kem hins vegar sterkur
inn þegar þau em orðin svona 5 ára.
Kannski 4 ára ef þau em farin að
tala,“ segir hann hlæjandi.
Lýður segir ekki að undra að fæð-
ingarorlofssjóður skuli vera uppur-
inn. Fólk misnoti sjóðinn eins og best
þyki hverju sinni. Það segi sig sjálft að
auðvitað fer það foreldranna sem er
með hærri launin í orlof. „Ég skil ekk-
ert í því að 62 allsgáðir þingmenn
skuli hafa samþykkt þetta umyrða-
laust. Auðvitað ætti fæðingarorlof að
vera það sama fyrir alla, en ekki
tekjutengt. Þá væri þetta miklu sann-
gjarnara," segir hann.
Lýður segist alls ekki hafa á móti
því að einhverjir aðrir taki fæðingar-
orlof ef þeir hafa löngun í sér til þess,
sjálfur vilji hann ekki taka það þrátt
fýrir að hann gæti notfært sér launin
og gert ekki neitt og haft það gott.
bergljot@dv.is
Lýður Árnason með dóttur sinn Hann segist ekki vera sérlega mikið fyrir smábörn og vill
helst bara horfa á þau.
Allir fá 80% af tekjum
í fæðingarorlofi
Fæðingarorlof er greitt út af
Tryggingastofnun ríkisins og nem-
ur allt að 80% af launum. Tekjuhá-
ir einstaklingar fá því mun hærri
greiðslur en þeir sem lægri hafa
tekjurnar. Lögin veita bæði föður
og móður sjálfstæðan rétt til fæð-
ingarorlofs í allt að þrjá mánuði
hvort um sig og er ekki framseljan-
legt á milli foreldra. í lögum um
fæðingarorlof segir að tilgangur
þess sé að hvetja karla til að gegná
skyldum sínum gagnvart börnum
sínum og fjölskyldulífi til jafns á
við konur. Auk þess eiga foreldrar
sameiginlegan rétt á þremur mán-
uðum til viðbótar sem annað for-
eldrið getur tekið í heild eða for-
eldrar skipt með sér. Fæðingaror-
lofssjóður er fjármagnaður með
hluta af tryggingagjaldi sem greitt
er af atvinnurekendum og er
ákveðið hlutfall af heildar-
upphæð staðgreiðslu
skyldra launa. Kostn-
aður af rekstri sjóðs-
ins greiðist af tekj-
um hans. Björg
Óskarsdóttir hjá
Tryggingastofn-
un rikisins segir
að heimilt sé búta
fæðingaorlof
niður í minnst
sjö daga í einu
en það eru karl-
menn
HÆSTU GREIÐSLUR 2001
Karlar: Konur:
839.085.- 657.274.-
811.970,- 560.934,-
799.506.- 494.894,-
494.857,- 462.851,-
HÆSTU GREIÐSLUR 2003
Karlar: Konur:
1.428.058,- 968.213-
1.146.699,- 775.758.-
1.076.894- 723.747,-
1.039.589.- 612.056-
sem helst notfæra sér það. Fæð-
ingarorlof verður hins vegar að
taka innan átján mánaða. Hún
segir aðspurð hvort karlmenn not-
færi sér að taka þrjá
mánuði í viðbót í
stað kvenna að
það séu helst
sjómenn
sem það
geri en er
ekki kunn-
ugt um
hvers vegna
þeir velji
það í meiri
mæli en aðrir.
Bol pumn^ tamaðurinn fíutturi!
J#ŒDOm Verslunin Boltamaðurinn er fluttur
Rcebok áLaugaveg 42
SKEMMTILEG 0PNUNARTILB0ÐI!
aác^s Komið og Iftið við í nýja og skemmtilega verslun
Boltamannsins
Kári svarar ekki spurningum um Biotek
FBA fjármagnaði Kára
og Hannes
Kári Stefánsson forstjóri fslenskr-
ar erfðagreiningar sagði í yfirlýsingu í
gær að Fjárfestingarbanki atvinnu-
lífsins hefði fjármagnað 800 milljóna
kaup hans og Hannesar Smárasonar
aðstoðarforstjóra íslenskrar erfða-
greiningar í FBA haustið 1999. Það
gerðu þeir í nafni eignarhaldsfélags í
Lúxemborg, Lisfield Holding. DV
hefur fengið staðfest að þetta er rétt
og þar af leiðandi er það ekki rétt sem
fullyrt var á forsíðu að Kári hefði sótt
peninga til Panama til að kaupa í
FBA. Lisfield Holding var hinsvegar
upprunnið I Panáma, stofriað af
tveimur fyrirtækjum sem skráð eru
þar í landi.
Kári hefúr í engu svarað hvað varð
Kári Stefánsson FBA fjármagnaði 800
milljón króna hlutafjárkaup Kára Stefáns-
sonar en þeir peningar komu ekki frá
Panama.
um þá þóknun sem eignarhaldsfé-
lagið Biotek Invest fékk fyrir að miðla
hlutabréfum í deCODE til íslenskra
fjárfesta. Fjölmörgum spurningum í
sambandi við það er enn ósvarað.
Kári vildi ekki tala við blaðamann
sem náði sambandi við hann í gær.