Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Qupperneq 10
10 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004
Fréttir DV
Háskólinn
bakkar
Háskólaráð hefur
ákveðið að láta undan
kröfum stúdenta um að
fresta greiðslu
skráningargjalds. í stað
þess að greiðslufrestur nái
til 26. mars, eða byrjun
maí, eins og síðar varð,
gefst stúdentum nú kostur
á að greiða gjaldið fram til
4. júní. Hingað til hefur
fresturinn gilt til 20. ágúst.
Horið er hollt
Austurríski vísinda-
maðurinn Friedrich
Bischinger heldur því
fram að þeir
sem bori í
nefið séu
heilbrigðari,
hamingju-
samari og í
betra
sambandi
við eigin
líkama en
annað fólk.
Þeir sem
bora í nefið styrkja
ónæmiskerfið.
Sprengjumaður
fékk 1.600
14 ára gamall palestínskur
drengur, hlaðinn
sprengiefnum, var stöðvaður
af ísraelskum hermönnum
við öryggishlið nærri
borginni Nablus á
Vesturbakkanum á
miðvikudag. Drengurinn fékk
ígildi 1600 íslenskra króna,
eða hundrað sjekel, fyrir
viðvikið en móðir hans átti
að fá peninginn.
Forsjáll pólitískur
langhlaupari, sem setursér
markmið langt fram í tímann.
Einstaklega greiðvikinn og
hjálpsamur við fólk og gengur
undir högg fyrir vini sína
þegar að þeim er veist.
Gríðarlega vinnusamur og sér
um að öll verk séu
framkvæmd. Sífellt í símanum
að reka erindi og að setja sig
vel inn í mál.
Eigandi skammbyssunnar í Selfossmálinu segir byssuna hafa verið geymda í
læstum skúr. Sonur hans, fyrir áeggjan félaga síns á Selfossi, hafi platað móður
sína til að opna skúrinn. Byssan hafi verið í kassa í skúrnum eftir nýafstaðna
flutninga. Hann segir byssuáhuga sinn vera horfinn og muni aldrei vakna aftur.
Strákar lugu sig inn
í skammbyssuskúr
„Ég var búinn að segja við konuna að hleypa krökkunum alls
ekki inn í bílskúrinn,“ segir Hilmar Þór Karlsson, sjómaður og
fyrrverandi skammbyssueigcmdi í Hveragerði. Það var úr
Ruger-skammbyssu Hilmars Þórs sem skot hljóp í höfuð
Ásgeirs heitins Jónsteinssonar á Selfossi. Byssan var geymd í
bílskúr Hilmars.
Hilmar Þór Karlsson er sjómaður
á frystitogara. Hilmar kom af
sjónum á fimmtudag eftir fimmtán
daga úthald. Þá voru liðnir tíu dagar
frá voðaatburðinum á Selfossi.
Sögðust ætla að ná í
fjarstýrðan bíl
Hilmar segist hafa flust með
fjölskylduna frá Suðurnesjum til
Hveragerðis fyrir stuttu. Ruger-
skammbyssan hafi enn verið, ásamt
ótal öðrum hlutum úr búslóðinni, í
kössum út í bílskúr þegar hann fór á
sjóinn um daginn.
Hilmar segir byssuna í raun hafa
verið geymda á tryggilegan hátt. „Ég
er nýfluttur og það var allt meira og
minna ennþá ofan í pappakössum. í
þessum flutningum raskast mikið
hjá manni. Ég var með byssuna í
tösku og geymda ofan í kassa. Skotin
lenda á svipuðum stað og byssan.
Síðan var bílskúrinn læstur og ég
reiknaði ekki með að þeir kæmust í
þetta," segir Hilmar.
Áður en Hilmar fór á sjóinn segist
hann hafa gefið konu sinni
áðurnefnd fyrirmæli um að opna
ekki skúrinn fyrir börnunum.
„Ég vissi af byssunni og var búinn
að fara út í skúr að leita að henni en
fann hana ekki í öllu dótinu. En
sonur okkur og þessi drengur frá
Selfossi plata lykilinn út úr konunni
með því að segjast ætla að ná í
fjarstýrðan bíl sem þar var,“ segir
Hilmar.
Sonurinn æstur upp í að taka
byssuna
Hilmar segir son sinn hafa vitað
af byssunni og sagt vini sínum frá
henni. Þeir séu félagar frá því
fjölskyldur þeirra beggja bjuggu í
sama bæjarfélagi suður með sjó.
„Hinn æsir hann upp í að fá
lyklana, fara inni í bílskúrinn og taka
byssuna. Þeir fela byssuna og skila
lyklunum. Síðan fara þeir og leika
sér með byssuna fyrir utan bæinn,"
segir Hilmar Þór.
Drengurinn af Selfossi náði í
vopnið á felustaðinn mánudaginn
15. mars. Ásgeir Jónsteinsson varð
fyrir skoti úr byssunni um klukkan
hálfátta að kvöldi þess dags.
Hilmar segir skotvopn ekki vera
hættuleg í höndum manna sem
kunni með þau að fara. „En um leið
og þau eru komin f hendurnar á
þeim sem kunna ekki með þau að
fara eru þau orðin stórhættuleg,"
útskýrir hann.
„Það er bara vitleysa.
Þessi byssa hefur
aldrei verið biluð. Það
er eitthvað annað en
byssan sem er bilað."
Ekkert mál að kaupa byssur
Að þvf er Hilmar segir keypti
hann skammbyssuna fyrir sjö árum.
Það segist hann hafa gert þegar
hann var í fríi í Evrópu en vill ekki
segja til um í hvaða landi það var né
hvernig hannn flutti byssuna til
landsins. „Það er alls staðar hægt að
kaupa byssur á svarta markaðnum,"
segir hann.
Lögregla hefur . rannsakað þá
kenningu að skammbyssan hafi
verið biluð; hafi staðið á sér og ekki
alltaf hleypt af skotum þegar tekið
var í gikkinn. Þessu hafnar Hilmar:
„Það er bara vitleysa. Þessi byssa
hefur aldrei verið biluð. Það er
eitthvað annað en byssan sem er
biluð."
Ég framdi ekki verknaðinn
Hilmar hefur verið yfirheyrður hjá
lögreglu. Hann segist eiga von á
einhverjum eftirmálum hvað sig
snerti.
„Byssan er óskráð og þar af
leiðandi er ég brotlegur. En ég
framdi ekki verknaðinn. Minn feill
er að ég á þetta vopn. Þetta endaði
með skelfingu. Það er svakalegt að
verða fyrir þessu. Öll fjölskyldan er
miður sín,“ segir Hilmar.
Sjálfur segist Hilmar aðeins hafa
verið á að giska tíu ára strákur í sveit
þegar hann fyrst meðhöndlaði
skotvopn.
„Þetta var áhugamál hjá mér en ég
er búinn að losa mig við mín vopn að
mestu," segir Hilmar aðspurður
hvort hann sé með fleiri byssur.
„Byssuáhuginn var farinn að minnka
- og nú er hann horfinn. Byssur verða
aldrei aftur mitt áhugamál," segir
Hilmar Þór Karlsson. gar@dv.is
Landsbankinn stelur aðallögfræöingi frá Fjármálaeftirlitinu
Fylgdist með Landsbankanum, ráðinn til hans
Landsbankinn hefur ráðið
Hannes Hafstein einn af
aðallögfræðingum Fjármála-
eftirlitsins sem lögfræðing á
verðbréfasviði. Hann er hættur en
tekur ekki til starfa hjá
Landsbankanum fyrr en eftir
mánuð.
Fyrir fáeinum mánuðum var
Hannes lykilmaður í því að setja
eigendum Landsbankans skilyrði til
að þeir gætu eignast ráðandi hlut í
bankanum og hann hefur einnig
tekið þátt í rannsókn eftirlitsins á
viðskiptunum' 18. september þegar
fjölmörg fyrirtæki skiptu um
hendur. Þar lék Landsbankinn
lykilhlutverk í umbreytingunum og í
þeim dansi, stofnuðu eigendur
ráðandi hlutar í Landsbankanum
félagið Samson Global Holding sem
þátttakanda í atburðarásinni.
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, segir að
Hannesar verði vissulega saknað en
þetta sé veruleikinn sem
Fjármálaeftirlitið búi við; það sé í
samkeppni við fjármálafyrirtæki um
gott starfsfólk. „Starfsfólk okkar
hefur byggt upp þekkingu sem nýtist
fjármálafyrirtækjum þannig að það
er í sjálfu sér ekki óeðlilegt að
bankar sækist eftir þeirra
starfskröftum," segir Páll Gunnar.
Hann tekur fram að þau verk sem
Hannes hafi tekið þátt í hafi verið
hópvinna.
Ársæll Hafsteinsson fram-
kvæmdastjóri lögfræðisviðs Lands-
bankans segir að ákvörðun hafi
verið tekin um að styrkja
lögfræðihliðina á verðbréfasviðinu.
„Við leituðum að góðum manni sem
hefði þekkingu á verðbréfa-
viðskiptum og bankalögum og
teljum okkur hafa fundið hann í
Hannesi," sagði hann. Ársæll aftekur
með öllu að ráðning Hannesar
tengist nokkuð því að hann hafi
verið að vinna í málum
Landsbankans hjá Fjármála-
eftirlitinu. „Þetta er ótengt hans fyrri
vinnu," segir hann.
kgb@dv.is
Páll Gunnar Pálsson Forstjóri
Fjármálaeftirlitsins sér á eftir
lykilstarfsmanni til Landsbankans.