Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 20
20 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 Fókus XJV Vits erþörfþeim er víða ratar segja Hávamál og orðunum virðist beint til okkar, íbúa alheimsvædds jarðarþorpsins, hundruðum ára síðar. Þau segja líka að óvitrum manni virðist allir viðhlæjendur vinir og að mannvitið sé auði betra, einkum í ókunnum stað. En hvað er vit, greind? Er hægt að ná tökum á fyrirbrigðinu, mæla það og skilgreina? Greindun greindari í greinda Orðabók Menningarsjóðs segir greind skýr- leika í hugsun, góða skilningsgáfu, dómgreind og hæfíleika til að greina sundur. Greindarvísi- tölu segir hún stuðul, tölu sem sýni hlutfalls- lega greind mannsins, þá sé lifuðum árafjölda deilt í greindaraldur! Sjálfsagt í endalausri við- leitni viti bornu vitsmunaverunnar, eins og við köllum okkur svo hógværlega, til að koma skikki og skipulagi á sjálfa sig og tilveru sína. Allt verður helst að vera línulaga, mælanlegt og tölvutækt. Og brúklegt til góðs eða ills, eftir inn- réttingu hvers og eins. Snemma á síðustu öld var franski sálfræð- ingurnn Alfred Binet beðinn um mælikvarða til að ákvarða greind barna, svo yfirvöld gætu raðað ungviðinu í þá skóla sem best hentuðu hverju og einu. Hann bjó til próf með sínum borgaralega 20. aldar hætti, það átti að mæla almenna greind með vísitölu ífá núllinu og Líkamsgreind Líkamsgreindirhafa góða tilfinningu fyrirlík- ama sínum, stöðu hans og hreyfingu. Þessir hugsa í hreyfingum og nota líkamann til að tjá sig. Öll handavinna er þeim leikur. Þessi greind mælist ekki á hefðbundnum greindar- þrófum. upp í tvöhundruð. Síðan hafa Binet-prófin verið notuð hér á jörð til að finna út greind einstaklinga í öllum aldurshópum. Og margir verið ófeimnir við að flíka háum tölum. En um miðja 20. öldina runnu nokkrar grímur á menn, hvað var verið að mæla? Er prófið ekki alfarið byggt á vestrænum menningarbak- grunni? Rökhugsandi bam með lesblindu, átti það möguleika á hárri tölu? Rökhugsunarhluti prófsins hlaut að vefjast íyrir því vegna les- blindunnar. Á níunda áratug liðinnar aldar kynnti Howard Gardner kennslufræðingur hugmynd- ir sínar um fjölgreind. Menn hafa meðfædda greind á a.m.k. sjö mismunandi sviðum og þær koma ekki allar fram í greindar- prófum að hætti Binet. Og öll höfum við góða greind á einu eða fleiri sviðum. En hverjir eru hvar? /,: w.. Tóngreind Tóngreindir hugsa í hljóðum, töktum og laglínum. Þeir eru einkar móttækilegir fyrir hljóðum og áherslum orða og setninga ekki síður en merk- ingunni. Eiga auðvelt með að greina samband tónlistar og tilfinninga. Þeir hlutar heilans sem vinna úr hljómi og tónum liggja að mestu á hægra heilahveli. Tóngreind er ekki metin i hefðbundnum greindarprófum. Hver er með hvaða greint Beckham Myndræn greind Þessir hugsa í myndum, sjá hlutina fyrir sér. Þeir eru ratvísir og kunna að nota kort, muna það sem þeir sjá og eru oftar en ekki góðir teiknarar. Menn með góða myndræna greind setja veröldina fram I myndum, hugsa íþrívídd. Blindir hafa oft mikla myndræna greind, þeir nota snertiskynið til að smíða myndir afhlutum. Greindin er ekki metin á hefðbundnum greindarprófum. Félagsleg greind Félagslega greinda menn einkennir innsæi og skiln- ingur á öðrum. Þeir eiga auðvelt með að greina ólíka bætti I fari annarra og sjá fyrir viðbrögð manna við Móðir Theresa áreiti. Og leggja ríka rækt við mannleg samskipti i fjölskyldunni, vinahópnum og á vinnustað. Félags- leg greind mælist ekki á hefðbundnum greindarprófum. Picasso Málgreind Óreglulegar sagnir, viðtengingarhættir og óhljóð fjarskyldra,jafnvel útdauðra tungu- mála vefjast ekki fyrir málgreindum. Þeim er leikureinn að tjá sig í töluðu máli og eins og þeir tóngreindu nema þeir nota áherslur orða og setninga öðrum fremur, jafnt og merkinguna. Eru meðal tindseta á hefðbundnum greindarprófum. Shakespeare Krummi í Mínus Lára Stefánsdóttir Rök- og stærðfræðigreind Gandhi Isaac Newton Fólk þessarar greindar er undurfljótt að leysa flókin vandamát, draga ályktanir og finna upp hluti. Er gagnrýnið í hugsun og vill skilja veröld- ina með orsök og afleiðingu að vopni. Þaðeru llka fljótt að leysa þrautir og er oftar en ekki skapandi I hugsun. Þessi greind gefur háa einkunn á hefðbundnum greindarprófum. Sjálfsþekkingargreind Sjálfsþekkingargreinda menn einkennir látlaus viðleitni þeirra til að botna ísjálfum sér. Þeir leitast við að þekkja sterkar hliðar sínar og veikar svo ekki sé talað um tilfinning- arnar. Þeir sem búa yfir þessari greind i ríkum mæli eru sjálfsöruggir en vilja skilja hvort og hvernig framkoma þeirra hefur áhrifá aðra. Sjálfsþekkingargreindin mælist ekki á hefð- bundum greindarprófum. Heimildir: Vísindavefur breska ríkisútvarpsins,BBC Vefur Menntaskólans við Sund

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.