Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 22
22 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004
Fókus DV
Ungt fólk er alltaf upptekið. Samt er
eins og það geri aldrei neitt. Allir vilja
eiga allt en enginn nennir að vinna
fyrir því. Samt virðist ungt fólk komast
yfir eyðslu og neyslu sem slær allt út.
Þetta er fólkið sem neitar að fullorðnast og taka á sig
ábyrgð. Það vill helst spila tölvuleiki allan daginn, fara á fyllirí hverja
helgi og eyða megninu afpeningunum sínum í föt. DV ræddi við nokkra
einstaklinga afþessari kynslóð og spurðist fyrir um letina, neysluna,
tímaskortinn og hvort allt væri raunverulega að fara til fjandans.
Kynslóðin sem nú og síðustu ár hefur verið
að skila sér út á vinnumarkaðinn hefur verið
kölluð alls kyns nöfnum. Ekki hefur þó tekist
að festa neitt ákveðið nafn á hana en rökréttast
væri að kalla hana Pan-kynslóðina. Það er
nefnilega einkennandi fyrir ungt fólk í dag að
það neitar að sæta sig við gang lífsins og hina
óhjákvæmilegu elli sem óðfluga nálgast. Þetta
fólk á það sameiginlegt með Pétri Pan að neita
að fullorðnast.
Festust í afþreyingunni
„Fólk af þessari kynslóð eignast börn miklu
seinna en aðrir og lifir meira í einhverjum
djamm- eða hobbítengdum heimi. Fyrir
nokkrum árum var t.d. ekki eins mikið af 30
ára gömlu fólki á djamminu. Mér finnst þess
vegna eins og að þessi
kynslóð sé dálítið að
fresta því að fara í fjöl-
skyldupakkann," segir
Pétur Yngvi Yamagata
í versluninni Nexus.
Margir hafa haldið því
fram að kynslóðin í
dag sé löt, neiti að
takast á við lífið og vilji
helst halda áfram að
vera unglingar með
litla sem enga ábyrgð.
Þetta á að sjálfsögu
ekki við um alla en
drjúgur hluti þessarar
svokölluðu Pankynslóðar virðist þó þjást af
þessum einkennum.
„í versluninni hjá mér er t.d. ekkert óal-
gengt að sjá pabba koma inn með strákana
sína og hafa alveg jafn mikinn, ef ekki meiri,
áhuga á því sem þeir eru að skoða en krakk-
arnir. Þetta kann að skýrast af því að afþreying
var af skornum skammti hérna áður fyrr og að
þeir sem ólust upp við að henda grjóti niðri í
fjöru hafi hreinlega fríkað út með tilkomu
tölvuleikja og vídeotækja," segir Pétur sem vill
meina að börn nútímans eigi ekki eftir að fest-
ast í afþreyingunni líkt og foreldrar þeirra eða
eldri systkini. „Það læðist að mér sá grunur að
krakkar á aldrinum 6-10 ára eigi bara eftir að
mettast af tölvuleikjum og þess háttar þegar
fram líður enda finnst mér ákveðin stöðnun
hafa orðið í þeim geira.“
Siðferðisklikk og skuldasúpa
Elísabet Ólafsdóttir háskólanemi og blogg-
ari tekur undir með Pétri Yngva og segir um-
rædda kynslóð vera einhvers konar umbreyt-
ingakynslóð sem hafi flækst á milli bóka og
tækninýjunga. Hún segir þetta fólk gera eins
lítið og mögulegt er og vanta ákveðið vinnu-
siðferði. „Þessi umbreyting frá bókum yfir í
tölvur - reglu yfir í óreglu - varð þegar við vor-
um unglingar og hefur
eflaust ruglað marga í
ríminu. Það er eins og
það hafi orðið eitt-
hvað siðferðisklikk hjá
þessari kynslóð. Fólk
gerir bara það sem
það þarf að gera og
ekkert meira. Mörg-
um finnst t.d. ekkert
sjálfsagðara en að
nýta sér sína tvo veik-
indadaga í mánuði
bara af því að þeir eiga
rétt á þeim,“ segir
Beta sem telur þó að
sín kynslóð muni leiða af sér margt gott fyrir
þá næstu. Hún bendir líka á rannsóknir sem
sýna fram á að kynslóðin á eftir, þ.e. börn sam-
tímans, eigi miklu auðveldara með einbeit-
ingu en ungafólkið í dag.
„Ég get líka alveg verið sammála því að
þessi kynslóð sé föst í unglingaímyndinni. Ef
við gefum okkur að það að vera fullorðin sé t.d.
að taka ábyrgð á sínum fjármálum þá sést vel
að fólk er enn upptekið af ungdómnum. Það
eiga allir allt en skulda miklu meira en þeir
hafa hugmynd um.“
Þessar fullyrðingar Elísabetar eiga við rök
að styðjast enda eru flestir á tvítugsaldrinum
með yfirdrátt upp á nokkur hunduð þúsund,
kreditkort, bílalán og alls kyns aðrar afborgan-
ir á bakinu. Allt er þetta gert til að tolla í tísk-
unni sem krefst gríðarlegra útgjalda og neyslu.
Ég skal - ég vil - ég verð
Bryndís Asmunds-
dóttir leikkona segir
kynslóðina sína vera
nokkuð fasta í því að
vera ung. Hún segir
sjónvarpið oft ráða
ferðinni og neyslu-
þörfina fyrst og ffemst
vera það afl sem fái
fólk til að fara út á
vinnumarkaðinn.
„Auðvitað er gam-
an að sleppa sér í
kaupum á tækjum og
tólum en ég set ákveð-
ið spurningamerki við
það og spyr mig stundum að því hvort við
kunnum að lifa líf-
inu á heilbrigðan
máta. Ég hef jafn-
vel staðið sjálfa
mig að því að
hlíða sjónvarp-
inu þegar það er
að segja mér að
gera eitthvað
ákveðið,“ segir
Bryndís sem
salmar þess
stundum að
hafa ekkert
sjónvarp á
fimmtudögum.
Hún segir
neysluna
stundum vera
yfirgengilega en
dáist jafnframt
af getu fólks til
þess að komast
yfir lífsgæðin.
„Við erum rosa-
lega upptekin af
neyslunni og
erum í stöðugum
samanburði. Mér
finnst okkar kyn-
slóð samt vera
duglega við að ná í
það sem hún vill.
Aðeins yngra fólk er
dáfítið fast í „þetta
reddast" hugsunar-
hættinum á meðan við
erum meira í „ég skal -
ég vil - ég verð“ hugsun-
arhættinum. Stundum er
eins og neysluþörfin sé það
eina sem hvetur fólk til að
fara út á vinnumarkaðinn.
Fólk þarf að komast yfir ótrú-
lega margt á stuttum tíma, er
alltaf upptekið og vantar samt
alltaf auka 20 tíma í sólarhring
inn.“
Þróuð sjónvarpskynslóð
Lúlli Palli í Rottweilerhundunum
telur kosti umræddrar kynslóðar vera
hversu fljót hún sé að tileinka sér nýjung
ar en segir helsta gallann vera letina.
,Allt er einhvern veginn miklu nær okk-
ur vegna tilkomu GSM-símanna og Netsins
og við emm fljót að tileinka okkur þessar nýj