Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 24
24 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004
Fókus XSV
DV Fókus
LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 25
■ I
I
Víman felst í
valdinu
„Ég var sjö ára þegar ég
misnotaði einstakling í fyrsta
skiptið. Ég lokkaði fimm ára
dreng inn í gamla skemmu um
mitt sumar. Það var hlýtt í veðri
og hann var ekki í neinu nema
stuttbuxum. Ég fékk hann til að
fara úr þeim þannig að hann stóð
nakinn íyrir framan mig. Þótt ég
hafi ekki átt líkamlega snertingu
við drenginn var það mikið kikk
þegar ég náði að brjóta hann
niður og láta hann fara að
mínum vilja - mér leið eins og ég
hefði fengið raflost. Ég naut þess
að láta hann standa þarna fyrir
ffarnan mig nakinn en það voru
smámunir samanborið við
tilfinninguna sem fór um mig
þegar ég fann að hann laut
mínum vilja," segir í viðtali við
bamaníðing í bókinni
Conversations With A Pedophile
eftir Dr. Amy Hammel-Zabin.
Umræddur níðingur varð ekki
sjálfúr fyrir misnotkun sem barn
en segist hafa haft þessar hvatir
allt frá því að hann man eftir sér.
Sfðar í samtalinu segir hinn
dæmdi barnaníðingur frá því
þegar hann var settur á lyfið
Lupron sem minnkar
testósterónframleiðslu í
líkamanum. „Fram að
lyfjagjöfinni man ég ekki eftir
neinum tímapunkti í lífi mínu
þar sem ég var ekki fastur f minni
brengluðu veröld þar sem alit
snérist um að skipuleggja
hvernig ég kæmist að næsta
fórnarlambi. Það var ekkert sem
að gat brotið þessa löngun mína
á bak aftur þangað til ég fór á
lyfið."
Galdurinn að
öðlast traust
foreldranna
Viðtal við dæmdan
bamaníðing, David Hernandez,
var sýnt í þætti dr. Phils ekki alls
fyrir löngu. David er nú í
fangelsi, en hann segir
fórnarlömb sín vera yfir
hundrað talsins. Hann notaði
háþróaðar aðferðir til að koma
sér í mjúkinn hjá foreldrum
barnanna. Hann var vinalegi
nágranninn, fjölskylduvinurinn
og góðhjartaði starfsmaðurinn í
kirkjunni sem gerði allt til að
hjálpa meðbræðrum sínum.
David kemur fyrir sem rólegur,
greindur og vinalegur maður.
„Tælingarferlið, það að
undirbúa barnið áður en ég
ræðst til atlögu, getur tekið
langan tíma. Ég nota ekki
peninga, eiturlyf eða annað.
Foreldrar gætu séð við mér með
því að taka eftir því að ég væri
að leggja mig of mikið ffarn við
að ná tengslum við þau og
barnið." David segist oft hafa
notfært sér vandamál í
fjölskyldum, til dæmis
hjónabandserfiðleika, eða að
bamið skorti föðurímynd. „Þá
kom ég inn í spilið, aðstoðaði
við að sækja bamið í skólann,
fara með það á fótboltaleiki og
annað slíkt. Ég bíð þangað til
foreldrarnir fara að treysta mér
fyrir barninu áður en ég fer að
misnota það.“ David segist ekki
líta á börnin sem fórnarlömb
heldur jafningja sína, en það er
ein af mörgum hugar-
brenglunum sem barnaníðingar
ala með sér.
Kynferðisleg misnotkun á bömum og barnakiám hafa verið mikið í umræðunni eftir að tveir þungir
dómar í þessum málaflokki féllu á fimmtudag. Þar var maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir vörsiu
á gríðarlegu magni afbarnaklámi og grófa misnotkun gagnvart sex drengjum. Annar maður var
sama dag dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nær daglega haft samræði við stjúpdóttur
sína í meira en áratug. Rannsóknir á barnaníðingum hafa leitt það í Ijós að hinn dæmigerði
barnaníðingur er ekki til og því er ómögulegt að segja til um hver hafi og hafi ekki kynferðislegar
hneigðir til barna. Níðingurinn geturþví verið hver sem er.
Fyrir helgi féllu tveir dómar í
kynferðisbrotamálum gegn börnum.
Ágúst Magnússon var dæmdur í
hérðasdómi í fimm ára fangelsi fyrir
gróf og ítrekuð kynferðisbrot gagnvart
6 drengjum og fyrir að hafa haft
gríðarlegt magn barnakláms í sinni
vörslu. Þá staðfesti Hæstiréttur fimm
og hálfs árs fangelsi yfir öðrum manni
fyrir að hafa nær daglega haft
samræði við stjúpdóttur sína frá því
hún var 5 ára fram til 18 ára aldurs.
Fáa grunaði að umræddir menn
hefðu þessar hvatir enda sýna
rannsóknir á kynferðisbrotum gegn
börnum að hinn dæmigerði
barnaníðingur er ekki til. Hann getur
því verið hver sem er og leynst hvar
sem er.
Óhugur meðal almennings
Barnaníðingar og barnaklám eru
meðal þess sem vekur upp hvað
mestan óhug á meðal almennings. Á
síðasta ári handtók lögreglan Agúst
Magnússon sem hafði í fórum sínum
mesta magn af bamaklámi sem gert
hefur verið upptækt hér á landi.
Grunur vaknaði þá þegar um að Ágúst
hefði framleitt eitthvað af efninu
sjálfur og hefur það nú verið staðfest
með dómi. Á meðan Ágúst beið dóms
var hann handtekinn aftur grunaður
um að hafa reynt að tæla til sín unga
drengi á netinu. Hann var færður
„Hérlendar rannsóknir
synaaðum 17%
íslenskra barna, um
fimmta hver stúlka og
tíundi hver drengur,
verðurfyrir
kynferðislegri
misnotkun fyrir 18 ára
aldur."
niður á stöð og við yfirheyrslur gat
hann gefið upplýsingar sem leiddu til
þess að lögregla komst á snoðir um
séra Baldur Gaut Baldursson. Hann
hefur nú viðurkennt að hafa í tvígang
á síðasta ári haft mök við 15 ára pilt.
Þessi mál og mörg fleiri hafa vakið
mikla reiði í samfélaginu og ekki bætir
úr skák þegar dómstólar dæma slíka
einstaklinga til vægra refsinga líkt og
algengt er. Barnaníðingar hafa oftast
fengið nokkurra mánaða
fangelsisdóm fyrir brot sín sem jafnvel
hafa staðið ámm saman. Dómarnir
sem féllu fyrir helgi em því í þyngra
lagi enda um mjög gróf brot að ræða.
Hærri tíðni hér en í
samanburðarlöndum
Eins og áður sagði hafa rannsóknir
sýnt fram á að barnaníðingar geta
verið í öllum þrepum
þjóðfélagsstigans og á öllum aldri.
Hver sem er getur haft kynferðislegar
hneigðir til barna - bróðir, faðir,
frændi, afi, nágranni og jafnvel móðir.
Ómögulegt er að segja til um það en
oftast er þó um einhvern sem er
nákominn fjölskyldu fornarlambsins
að ræða og hafa nýlegar rannsóknir
Hrefnu Ólafsdóttur, klínfsks
félagsráðgjafa, m.a. sýnt fram á þetta.
Þar kemur einnig fram að 17%
íslenskra barna, um fimmta hver
stúlka og tíundi hver drengur, verður
fyrir kynferðislegri misnotkun fyrir 18
ára aldur. Þetta eru hærri tölur en
þekkjast í nágrannalöndum okkar s.s.
Danmörku (11%), Noregi (14%) og
Svíþjóð (6%).
Ennfremur sýndu rannsóknir
Hrefnu fram á að um grófa eða mjög
grófa misnotkun væri að ræða í mun
fleiri tilvikum en fólk gerir sér almennt
grein fyrir. Margir telja að oft sé aðeins
um áreiti eða káf að ræða en raunin er
sú að í 67% tilvika er um grófa
misnotkun að ræða. Með því er átt við
að fórnarlambið hafi annað hvort
verið látið snerta brotamanninn á
kynferðislegan hátt eða að
fórnarlambið hafi hreinlega verið látið
taka þátt í kynmökum. Þá kemur
einnig fram að misnotkun barna
hefjist yfirleitt þegar þau eru mjög ung
og geri sér enga grein fyrir hverju
þau séu að taka þátt í. Stúlkur
voru t.d. í 28% tilvika undir 6 ,
ára aldri þegar misnotkunin
hófst á meðan að misnotkun
á drengjum hófst yfirleitt síðar
en 21% þeirra voru á aldrinum
11-12 ára þegar misnotkun
hófst.
Felstir tengjast
fjölskyldunni
Þótt ómögulegt sé að reikna
út hvort einhver einn sé lfldegri til
að vera barnaníðingur en annar
sýna rannsóknir fram á að yfirleitt
eru níðingar einhverjir sem eru nijög
nákomnir fórnarlambinu líkt og áður
hefur verið minnst á. Ef aftur er vísað
til hérlendra rannsókna þá kemur í
ljós að í nærri 70% tilvika er sá sem
misnotar íjölskyldumeðlimur
eða vinur fjölsky'ldu
fórnarlambsins en aðilar
ókunnugir íjölskyldu
fórnarlambsins telja um
30%. Feður eða staðgenglar
þeirra eru gerendur í
rúmlega 10% tilvika á
meðan mæður eru
gerendur í 2% tilvika. Hin
brotin er flest framin af
frændum, öfum,
bræðrum eða
fjölskylduvinum
fórnarlambsins.
Þrátt fyrir allar
þessar
tölfræðistaðreynir
hefur ekki tekist að
finná út sérstakan
próffl af hinum |
dæmigerða
barnaníðingi.
Þessir aðilar geta
verið hvaðan
sem er úr
þjóðfélaginu
og á hvaða
aldri sem er. Þess vegna er
atvinnulausi dópistinn ekkert lfldegri
en bankastjórinn
^ þess að
misnota börn
þótt svo að
fordómar
fólks telji
því
trú um
annað.
Margir telja að oft sé
aðeins um áreiti eða káf
að ræða en raunin er sú að í
67% tilvika er um grófa
misnotkun að ræða."
Líklega algengara en tölur
segja til um
Fjöldi kærðra
kynferðísbrota hefur farið
vaxandi á undanförnum
árum en það er þó ekki
talið vera til merkis um
fjölgun slflaa brota.
Opin umræða og breytt
úrræði fyrir þolendur
hefur skilað því að fleiri
þora að koma ffarn og
kæra en áður. Þrátt fyrir
það er talið að
meirihluti
kynferðisbrota eigi sér
stað án þess að nokkuð
sé aðhafst í málinu. Sum
komast aldrei upp á
meðan önnur eru of
viðkvæm fyrir þá sem
hlut eiga að máli -
sérstaklega þegar
fjölskyldumeðlimir eiga í
hlut. Sumir ganga jafnvel
það langt að segja það
ekki taka því að kæra
brotin þar sem dómar séu
of vægir og að sá tími sem
fari í yfirheyrslur og
rannsóknir á málinu sé
fórnarlambinu og
fjölskyldu þess einfaldlega ofviða.
Þannig má gera ráð fyrir því að
tölurnar sem fjallað er um í sambandi
við kynferðisbrotamenn séu í raun
öllu hærri en rannsóknir gefa til
kynna.
Skortur á úrræðum
Það er vel þekkt að þótt
barnaníðingar séu handteknir,
dæmdir og sendir í fangelsi eða
meðferð breyti það litlu um
kynhneigð þeirra. Auðvelt er að
fordæma misnotkunina og láta svo
þar við sitja en í raun gerir það ekkert
nema að halda hlutunum leyndum
áffarn. Það er ljóst að
kynferðisglæpamenn af þessum toga
þurfa á sérstökum úrræðum að halda
því annars halda þeir uppteknum
hætti áfram. Nærtækt dæmi er
Steingrímur Njálsson sem hefur
hlotið á fjórða tug dóma, þar af nokkra
fyrir kynferðisbrot gagnvart ungum
drengjum. Þrátt fyrir marga dóma og
endurtekna veru í fangelsum hefur
hann haldið uppteknum hætti og
síðast kom upp mál tengt honum á
síðasta ári. Þá hefur Steingrímur þurft
að sæta ofsóknum, m.a. hefur verið
kveikt í heimili hans, hann laminn og
hrakinn á brott.
„Atvinnulausl
dópistinn ekkert
Hklegri en banka-
stjórinn tilþess að
misnota börn þótt svo
að fordómar fólks telji
þvioft trú úm annað."
Með þessu móti er einungis verið
að fordæma barnaníðinga og þeirra
hneigðir en það breytir ekki hvötum
einstaklingsins sem á í hlut.
Barnaníðingar eru augljóslega mjög
sjúkt fólk sem þarf á hjálp að halda
en sú aðstoð er ekki til staðar. Þá þarf
að sjálfsögðu ýmis úrræði fyrir
fórnarlömb kynferðisbrotamanna og
hefur þeim fjölgað á síðustu árum.
En betur má ef duga skal og þótt
boðið sé upp á ágætis úrræði og hjálp
fyrir börn sem hafa lent í misnotkun
þarf öflugri aðstoð við þá sem eldri
eru. Fórnarlömb kynferðisofbeldis
eru oft alla ævi að vinna úr sínum
málum og því þarf betri stuðning á
síðari ævistigum fyrir þá sem það
þurfa.
Steinqrímur Niálsson
sibnotamaour a pinni
Flestir kannast við nafn
Steingríms Njálssonar. Hann
hefur á löngum glæpaferli
margsinnis verið dæmdur fyrir
ýmiss konar afbrot. Alvarlegustu
brot hans eru án efa kynferðisbrot
sem hann framkvæmdi gagnvart
ungum drengjum. Steingrímur
hefur í það heila hlotið á fjórða
tug dóma, flesta fyrir þjófnað og
ölvunarakstur en af þessum mikla
flölda dóma eru sex vegna
kynferðisbrota gagnvart bömum
og unglingum.
Mál Steingríms komu fyrst inn
á borð lögreglunnar árið 1963
þegar Steingrímur var 21 árs. Þá
var hann dæmdur til refsingar
fyrir kynferðislega misnotkun á
tveimur 11 ára gömlum piltum.
Síðan liðu mörg ár án þess að
hann væri kærður fyrir samskonar
brot en árið 1977 var hann aftur
kærður - nú fyrir að nauðga nfu
ára dreng. Ári síðar réðst hann á
12 ára pilt og fyrir þessi tvö brot
hlaut hann tveggja ára
fangelsisdóm.
Árið 1985 lokkaði Steingrímur
svo blaðburðardreng inn í íbúð
sína, hélt honum þar í nokkurn
tíma og kom síðan fram vilja
sínum við hann. í viðtali við DV
lýsti faðir fórnarlambsins
viðbrögðum sínum þegar
drengurinn skilaði sér ekki heim.
„Þetta var allt skipulagt... Fyrst
byrjaði hann að bíða eftir syni
mínum við garðshliðið heima hjá
sér og kaupa af honum blaðið. Svo
gerðist hann áskrifandi. Tveimur
mánuðum síðar lokkaði hann
drenginn okkar inn til sín þegar
hann var að rukka, skellti í lás og
kom fram óeðli sínu ... Ég hafði
það sterklega á tilfinningunni að
þessi maður væri á einhvern hátt
viðriðinn hvarf drengsins...
Skömmu síðar komumst við að
því að grunur minn hafði reynst
réttur, drengurinn okkar hafði
verið inni í húsinu og þolað
kynferðislegar misþyrmingar
meðan við stóðum á tröppunum
fyrir utan. Ef ég hefði farið inn
væri þessi maður ekki í tölu
lifenda."
Árið 1998 var Steingrímur svo
dæmdur í 9 mánaða fangeisi fyrir
brot gegn þremur ungum piltum
og að því loknu skyldi hann
vistaður á „viðeigandi hæli“ í 15
mánuði. Það hæli var þó ekki til
og er ekki enn. Steingrímur fékk
því ekki viðeigandi vistun og að
sjálfsögðu átti hann eftir að brjóta
af sér aftur. Síðan hefúr hann sætt
ofsóknum almennings og
margsinnis verið hrakinn á brott
úr þeim hverfum eða bæjum þar
sem hann hefur sest að.
Steingrímur hefur verið barinn til
óbóta og híbýli hans brennd.
Allt þetta sýnir að úrræði
vantar fyrir barnaníðinga sem eru
greinilega fársjúkir einstaklingar.
Þótt menn hljóti dóma slekkur
það ekki á hvötum þeirra og
ofsóknir almennings breyta ekki
neinu heldur.
Hvernig er best aö
varast harnaníðinga?
• Foreldrar eiga að vera á verði
gagnvart hugsanlegum
barnaníðingum. Vísbending um
slflct er þegar menn bjóða of mikla
hjálp varðandi fjölskylduna og
börnin, eða vita of mikið um
börnin þín eða börn yfirleitt,
sérstaklega ef þeir eiga engin börn
sjálfir.
• Foreldrar eiga að ræða við
börnin sín um barnaníðinga strax
og þau hafa aldur til. Við þriggja
til fimm ára aldur eru þau orðin
nógu gömul til að geta orðið
fórnarlömb barnaníðings.
• Foreldrar þurfa ekki að
vera hræddir um að þeir
skelfi börnin með slikum
umræðum, en verða um
leið að kunna að ræða
við þau þannig að
þau skilji.
Bömin verða
ömggari ef
þau vita
hvernig
þau
eiga að
verja
sig.
• Börn
þurfa að vita að
þau hafa rétt til að
segja nei, öskra
eða biðja um hjálp. Þetta gæti
verið andstætt því sem þeim hefur
verið kennt um að hlýða
fullorðnum. Segið þeim að ef
þeim er ógnað hafa þau leyfi til að
öskra eða hlaupa í burtu, og að
þau verði ekki skömmuð þó þau
hafi kannski rangt fyrir sér.
• Tryggið að börnin viti hvað er
viðeigandi snerting og hvað ekki,
og hvaða hluta líkamans enginn
má snerta.
• Æfið það sem börnin eiga að
gera lendi þau í hættu. Að
segja barninu einfaldlega að
öskra á hjálp er ekki nóg, ef
þau ekki æfa viðbrögðin
vita þau ekki nákvæmlega
hvað þau eiga að gera.
• Minnið börnin á
að barnaníðingar
ekki
ljótir í
ffamar.
Hættuleg
manneskja
getur litið
ósköp venjulega út.