Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Qupperneq 30
30 LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 Fókus DV Börn drepa börn Strákamir hittu James I verslunarmiðstöð en James hafði týnt mömmu sinni. Árið 1993 myrtu tveir tíu ára drengir, Robert Thompson og Jon Venables, hinn tveggja ára James Bulger. Bretar og allur heimurinn var skelf- ingu lostin yflr at- burðinum en drengirnir rákust á Bulger í verslunarmið- stöð þar sem hann hafði týnt mömmu sinni. Þeir gengu með hann marga kílómetra á meðan þeir íhuguðu hvað gera skyldi við drenginn. Að lokum börðu þeir hann með grjóti og járnstöng og lögðu hann svo, nær dauða en lífi, á járn James Bulger Hinn tveggja ára James var ieiddur marga kilómetra þar sem hann var barinn og drepinn. brautarteinana. Lestin klippti líkamann í tvennt. Eftir 8 ár, 4 mánuði og 10 daga sluppu ungu morðingjarnir úr fangelsi sem fullorðnir menn. Til að tryggja öryggi þeirra fékk lög- reglan þeim ný persónuskilríki en yflrvöld á Nýja-Sjálandi hafa boðið mönnunum landvistar- leyfi svo þeir geti byrjað nýtt líf. Góðlegi strætó- bílstjórinn í Frakklandi er þessa dagana réttað yftr sjötug- um, fyrrum strætóbflstjóra, Emile Louis. Aðalvitn- in gegn honum eru eiginkona hans, dóttir og stjúpdóttir. Þær hefur hann kvalið reglulega síðasta áratug; nauðgað þeim, bundið, keflað, skorið og meitt. Dóttirin segist hafa lifað við þetta frá fimm ára aldri, því hún hafi aldrei horft í augu hans eða kallað hann föður. Hann sé ekkert annað en rán- dýr, velji fórnarlömb sín af kostgæfni, njóti þess að veita þeim eftirför og sé ekki eins geggjaður og hann láti. Þar vís- ar hún til annarra glæpa Emile Louis, réttarhöld vegna þeirra hefjast á hausti komanda. Þá svarar hann fyrir rán, nauðg- anir og morð á sjö ungum stúlkum í sinni heimasveit. Dóttir hans segir hann að auki líta á innbrot og þjófnaði sem hvert annað tómstundagaman. Emile Louis neitar staðfastlega öllum ásökunum. Lyric Benson var ung og myndarleg leikkona í New York. Líf hennar breyttist í martröö þegar hún vildi losna úr sambandi við kærastann sinn. Heitan eftirmiðdag í apríl 2003 gekk Lyric Benson ásamt móður sinni í neðra hverfi Broadway í New York-borg. Lyric stöðvaði göngu sína og leit upp á stórt auglýsingaskilti. „Sjáðu mig! Ég er stærri en lífið!“ Sagði hin 22 ára leikkona og fyrirsæta og benti á myndina af sjálfri sér. „Þetta var í fyrsta skiptið í marga mánuði sem ég heyrði hana hlæja," sagði móðir hennar Debra Jacicke lögreglunni nokkrum dögum seinna. Sérstæð sakamál „Hún hafði verið mjög annars hugar upp á síðkastið, alltaf með var- ann á sér ef Ambrosino lét sjá sig. Hann var að eyðileggja líf hennar." Robert Ambrosino var 33 ára al- ræmdur kvennamaður. Velklæddur, tungufimur sjarmör sem drakk að- eins besta viskflð og borgaði alltaf reikninginn. Hann var ávallt með seðlabúntin á sér og vinir hans ákváðu fljótt að forvitnast sem minnst um alla þessa peninga. Hann var hress og bókað mál var að ef Ambrosino mætti var alltaf mikið stuð enda þekktur djammari. Allir barþjónar og dyraverðir hverfisins þekktu hann og hann naut mikilla vinsælda. En vinir Lyric drógu aðra og dökkari mynd upp af fyrrverandi kærasta hennar. Síðan þau höfðu hætt saman íyrir fimm vikum hafði Lyric verið dauðhrædd við hann. Hann bar alltaf með byssu á sér og elti hana hvert sem hún fór og neit- aði að skilja að hún vildi ekkert með hann hafa. Skrautleg fortíð Þau hittust fyrst þegar Lyric hafði fengið skólastyrk í Yale fýrir leik- listarhæfileika sína. Eitt haustkvöld árið 2000 hafði hún tekið upp sím- ann á skólavistinni og hringdi í út- varpið til að biðja um óskalag. Lagið var „All by Myself' en Lyric hafði ný- lega hætt með kærastanum sínum og flutt langt fr á fjölskyldu sinni til að einbeita sér að náminu og leiklistar- ferlinum. Þetta kvöld var Ambrosino að vinna í útvarpinu og sagði lagið líka uppáhaldið sitt og hversu fallega rödd hún hefði. Þau ákváðu að hitt- ast og byrjuðu fjótt saman. Vinir Lyr- ic höfðu efasemdir um þennan eldri mann með dularfullu fortíðina en Lyric lét sér ekki segjast. Vinkona Hæfileikarík Lyric hafði fengið litið hlutverk í Law and Order. hennar, Paloma Nuntzia, minntist Ambrosino sem hermannaklæddum manni sem ávailt bar á sér byssu og dreifði myndum af sjálfum sér. Hann sagðist meðlimur í leynilegum hern- aðarhóp og hafa tekið þátt í hernað- araðgerðum um allan heim. Annarri vinkonu sagðist hann vera í CLA. Sannleikurinn var fjarri lagi. Hann hafði verið í hernum en var rekinn eftir tvö ár og þar eftir unnið á út- varpsstöð. Hann hafði lokið nám- skeiði fyrir verðandi slökkviliðsmenn og beið eftir að komast að hjá New York-borg. Hann var á sakaskrá fyrir ólöglega byssueign og lítið magn af kannabis. Eftir útskrift dreif Lyric sig til New York og fékk vinnu á veitingastað á milli þess sem hún mætti í pmfur. I maí 2002 ákvað hún að flytja inn til Ambrosino og fékk vinnu á Balthaz- ar, bar sem var í nágrenninu. Ambrosino leit við öll kvöld og fljót- lega höfðu allir heyrt hans útgáhi á afrekum hans. „Hann kom hingað nær öll kvöld," sagði Jimmy Holt, barþjónn á Balthazar. „Vinir mínir sögðu mér að hann væri dópsali en í hvert skipti sem ég spurði hann um staríið skipti hann um umræðuefni. Ailir hér þekktu hann undir nafninu .„Fast Bobby" og honum líkaði það nafn enda passaði það vel við hann. Fyrir ca. mánuði gekk ég inn á hann þar sem hann var að sjúga kók í nef- ið. Þegar hann klæddi sig í jakkann sá ég glitra í byssuna og spurði hvað í andskotanum hann væri að gera með byssu." Ambrosino sagð- ist þurfa á henni að halda því í hans bissness yrði maður að hafa varann á. Lyric gekk alltaf betur og betur í bransan- um, þrátt fyrir að Ambrosino gerði allt sem hann gæti til að draga úr sjálfstrausti hennar. Fyrsta breikið kom þegar hún fékk lítið hlutverk í lögregludramanu „Law and Order: Criminal Intent", og eins kaldhæðið og það er þá fjallaði þátturinn um mann sem elti fyrrverandi kærustu sína hvert sem hún fór. Robert Ambrosino Eiskaði Lyric svo mik- ið að hann gat ekki lifað án hennar. Lyric Benson Ung og upprennandi leikkona og fyrirsæta sem átti framtíðina fyrir sér. Hvert sem ég lít sé ég hana Um svipað leyti sneri Lyric sér aftur að trúnni. Hún hafði verið alin upp í kristinni trú og ákvað að mæta aftur í messur en fannst óþægileg að búa ógift með manni og var orðin þreytt á stjórnseminni f Ambrosino. I febrúar 2003 flutti hún út og fann sér litla íbúð í Kínahverfmu. „Við báðum hann að hætta að elta hana," sagði Holt. „En ég sá hann bíða eftir henni þegar hún kláraði vaktir og hann hringdi stöðugt í hana, jafnvel tíu sinnum í röð. Hann var farinn að hringja í mig, grátbiðj- andi um að tala við hana." Lyric var orðin svo hrædd að hún bað móður sína að koma til sín. Við komu Debru slakaði hann aðeins á og vin- ir hennar sáu Lyric brosa aftur í fyrsta skiptið í langan tíma. En ró- legheitin stóðu ekki lengi yfir. Ambrosino fann sér nýja íbúð í ná- lægð við Baltazar. Þegar hann sá veggspjöldin af henni brjálaðist hann. „Hvert sem ég lít sé ég hana. Hún er alltaf í andlitinu á mér. Ég get ekki haldið áfram að lifa svona," sagði hann leigusala sínum. Kvöld eitt seint í aprfl gengu þær mæðgur í rólegheitum heim úr kirkju og tóku ekki eftir Ambrosino hangandi í skugganum. Þegar Lyric snéri lyklinum í skránni stökk hann úr myrkrinu og skaut hana af stuttu færi í andlitið. Móðir hennar æpti upp yfir sig í örvæntingu um leið og Ambrosino skaut sjálfan sig í haus- inn. Lyric náði aldrei meðvitund og lést eftir að móðir hennar hafði heimilað líffæragjöf. Enginn sakn- aði Ambrosino og enginn nálgaðist eigur hans. Hann hafði skilið eftir bréf til ættingja sinna en enginn sýndi því áhuga. „Þetta er eins og í Rómeo og Júlíu," sagði fyrrverandi leigufélagi Ambrosino. „Hann elskaði hana svo mikið að hann gat ekki lifað án hennar." Vinir Lyric litu öðrum augum á atburðinn. Þegar Paloma vinkona hennar kom heim daginn eftir beið hennar bréf frá Lyric. í bréfinu var útklippt auglýs- ing af vinkonu hennar og texti með. „Nú þegar ég er stjarna gleymi ég ekki vinum mínum." „Þvflík sóun," sagði Paloma. „Lyric var virkilega að slá í gegn." Drap börnin í von um að ná kærastanum aftur Nokkrum dögum eftir hvarf barna sinna viðurkenndi Susan Smith að saga hennar um atburðarásina væri lygi. Susan hafði drekkt börnum sín- um með því að láta bfl sinn renna ofan í á, í von um að kærastinn tæki hana aftur nú þegar börnin voru úr sögunni. Mörg hundmð leitar- menn og sjálfboðaliðar tóku þátt í leit að manni sem Susan sagði hafa brotist inn á heimilið og tekið börnin og bflinn. Susan fór í beina útsendingu í sjónvarpinu þar sem hún grátbað um börnin og fékk samúð frá millj- ónum manna sem trúðu sögu hennar. Á þeim tveimur vikum sem rannsóknin stóð yfir áætlaði lögreglan að um 40 börn hefðu verið drepin af mæðmm sínum í Bandaríkjunum. Susan slapp við raf- magnsstólinn en mun sitja inni ævilangt án möguleika á áfrýjun. hættulegustu glæpa- ■ mennirnir á lista FBI. § 50 þúsund dollumm er JL heitið íyrir upplýsingar sem leiða til handtöku þeirra. Þeir em allir taldir vopnaðir og gríðalega hættulegir. Osama Bin Laden: Tengist ýmsum hryðjuverkaárás- um sem dregið hafa fjölda manns til dauða. Michael Alfonso: Sat fyrir og drap tvær fyrrverandi kæmstur sínar. Hopeton Eric Brown: Morð, eitur- lyfjasala, morðtilraun á vitni. James J. Bulgen Morð, peninga- þvætti, eiturlyfjasala. Victor Manuel Gerena: w ^ Rændi 7 milljónum doll- Genero Espinosa Dorantes: Pyntaði fjögurra ára stjúpson sinn til dauða. Glen Stewart Godwin: Braust út úr fangelsi eftir að hafa framið nokkur morð. Donald Eugene Webb: Skaut lögregluþjón til bana eftir að hafa barið hann með járnröri. Robert William Fishen Drap konu sína og tvö böm. Richard Steve Goldberg: Sekur um að misnota fjöldann allan af börnum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.