Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.2004, Page 45
DV Fókus
LAUGARDAGUR 27. MARS 2004 4Jm
„Ég er búin að vera lengi
með þessa bók í smíöum,"
segir Andrea Jónsdóttir
rokkfræðingur og kímir, „ég er
nefnilega ein af þeim sem fæ
fullt af hugmyndum en tek
mér óratíma í
fr amkvæmdina. “
Andrea Jónsdóttir kemur
frá Selfossi, „og þegar ég var
barn fannst mér Presley alveg
frábær, alltaf eitthvað sorglegt
við hann en hann náði mér
alveg þegar ég var krakki. Þá
var bara ein útvarpsstöð til en
hún var alltaf í gangi og eitt og
eitt lag fór að setjast að í
manni. Strákarnir í
hljómsveitinni Mánum frá
Selfossi voru vinir mínir og ég
skrifaði stundum texta frægra
erlendra laga niður fyrir þá,
textar bárust ekki til landsins í
fljótheitum í þá daga. í kjallara
sundlaugarinnar á Selfossi var
opnað diskótek, sennilega var
ég þá að nálgast tvítugt, og þar
byrjaði ég ferilinn sem
plötusnúður, spilaði vínyl í
sundlaugarkjallaranum."
Rokk í Reykjavík
Andrea fór í enskudeild
Háskóla fslands árið 1970, „en
ég varð óskaplega fegin þegar
Svavar Gestsson, blaðamaður,
hringdi í mig og bauð mér að
verða prófarkalesari á
Þjóðviljanum. Þar tók Elías
Mar við mér og kenndi mér
starfið. Okkur varð vel til vina
og vináttan hefur haldist allar
götur síðan. Hann fræddi mig
um borgina og íbúa hennar,
ekki síst bókmenntir,
listamenn og þeirra líf. Með
honum hef ég stundum
hlustað á klassíska tónlist og
saman stúderum við fólk og
líf. Áður en ég vissi var ég svo
farin að skrifa um rokk í
Þjóðviljann." í kjölfarið fylgdu
afleysingar í rokkþáttum
Ríkisútvarpsins, fyrst með
Pétri Steingrímssyni í
þættinum „Á nótum
æskunnar", seinna leysti hún
Ástu Ragnheiði
Jóhannesdóttur af, en hún sá
um dægurlagaþátt, „Syrpu“, einn dag í viku. „Svo
var ég einn af fyrstu dagskrárgerðarmönnunum á
Rás 2 þegar hún hóf starfsemi í desember 1983.
Með þessu var ég svo plötusnúður á
veitingahúsum á helgarkvöldum af og til, hef
verið viðloðandi á báðum rásum RÚV síðan í
þáttagerð og pistíum, - og hef sífellt meira að gera
sem plötusnúður."
Andrea segir rokkið einfaldlega hluta af sínu
lífí, „stundum nenni ég ekki af stað kl. 11 á
kvöldin en um leið og maður er kominn á
staðinn fer allt í gang.“ Andrea segir töluvert
sukk geta fylgt þessu starfl, „en ef maður er í
þessu af alvöru, þýðir ekkert að vera fullur enda
mundi maður ekki endast. Plötusnúðurinn týnir
þá bara plötum og diskum, finnur ekki lögin sem
hann ætlar að spila og salurinn verður
hundóánægður, mér hefur tekist að flnna mér í
þessu meðalhófið gullvæga."
var 6 ára útskýrði Andrea
samkynhneigð sfna fyrir
henni, „og ég veit ekki til að
hún hafl átt í vandræðum
með það, hvorki hún sjálf
né þurft að svara fyrir mig
yfirleitt. Ef svo er hefur hún
þagað vandlega yfir því.“
Amma Andrea
Fyrir rúmum tíu árum
hleypti Laufey
heimdraganum, bjó og
starfaði í Lundúnum um
hríð. Eignaðist barn, en kom
aftur til íslands í lok árs
1999, hún vildi ala dóttur
sína upp á íslandi. „Mér
finnst æðislegt að vera
amma,“ heldur Andrea
áfram, „þegar ég var
unglingur vorum við
stelpurnar oft að passa börn,
en mér þótti það aldrei neitt
sérstakt. En nú nýt ég
barnabarnanna minna,
yngri dótturdóttirin er
tveggja ára. Ég reyni að hitta
þær á hverjum degi, er svo
heppin að Laufey á ekki bíl,
svo ég endasendist með þær
alla daga, í og úr skóla og
leikskóla." Stelpurnar eru
auðsjáanlega hændar að
ömmu sinni og hún vefst
ekki fyrir þeim, „fyrir
tveimur árum voru
mægurnar í Gay Pride
göngunni og Maja spurði
mömmu sína út á hvað hún
gengi. Laufey útskýrði fyrir
henni að til væru konur sem
elskuðu konur og karlar sem
elskuðu karla. So?!! svaraði
Maja á nútímamáli, henni
var fyrirmunað að skilja
fyrirganginn út af jafn
sjálfsögðum hlut.“
Ekki trúboði í rokki
„Ég er ánægð og vinna
mín er skemmtileg og
lifandi," segir Andrea," þó
mér finnist alltaf að ég gæti
verið duglegri, það er þetta
með hugmyndirnar og
framkvæmdina. Þegar ég
þarf að skrifa um músíkk,
verð ég að hlusta öðru vísi á
hana en ella og það er hollt. Ég hlusta bæði á nýtt
og gamalt rokk og popp, hef verið að stúdera
Pink Floyd undanfarið upp á nýtt, Stones, EÚu
Fitzgerald, Janis Joplin, Joni Mitchel. Trúbrot,
Hljómar og Mánar eru mínar
unglingahljómsveitir en gróskan er svo mikil
núna; náttúrlega Sykurmolarnir, Björk, Sigur
Rós, Mínus, Quarashi og allt þetta iðandi líf. Mér
finnst þetta í raun eins og fréttir; ný plata, ný
pæling, nýr hljómur. Ég geri mér grein fyrir að
ekki hlusta allir á tónlist á sama hátt og ég en það
er líka allt í lagi. Ég er enginn trúboði í rokki og
poppi, en mér finnst þetta jafn mikilvæg list og
sú klassíska, ég geri ekki greinarmun á
svokallaðri lágmenningu og hámenningu, mér
finnst ánægjulegast þegar allt blandast saman,"
segir Andrea Jónsdóttir og rýkur á eftir
ömmustelpunum sínurn út í sólina.
rgj@dv.is
Aldrei verið í skápnum
Eftir á að hyggja segir Andrea samkynhneigð
sína aldrei hafa vafist fyrir sér. Hún hafi ekki
liðið fyrir hana eða orðið fyrir fordómum,
„maður var svo sem ekkert að auglýsa hana, það
tekur tíma að átta sig á þessu. En ég hef aldrei
þurft að sveifla upp neinni skáphurð, það eru
sjaldan læti í mér, ég hef bara lifað mínu lífi. Ég
og barnsfaðir minn vorum góðir vinir, Laufey
dóttir okkar verður þrítug í haust.
Ástarsambönd mín skipta mig miklu máli
meðan á þeim stendur, en ég á líka mjög gott
með að vera ein. Mér líður þess vegna líka
ágætlega þegar ég er ekki í föstu sambandi.
Raunveruleg sambönd mín hafa hvorki verið
mörg né mjög löng nema maður taki slúðrið
með, þá eru þau óteljandi. En ég læt það ekki
angra mig, mér finnst fátt hallærislegra en að
reyna að leiðrétta svona slúður." Þegar Laufey
Stjörnuspá
Gunnar Oddsson, fyrrum
knattspyrnumaður, er 39 ára í dag. „Um
þessar mundir er honum ráðlagt aö
temja sér að vera fús til
að leggja svolítið á sig
með því að aðhafast
sem minnst. Hann
hefur sent frá sér eigin
langanirog má búast
við að draumar
hans lifni við fyrir
árslok," segir í
stjörnuspá
hans.
Gunnar Oddsson______________________
Vatnsberinn (20.jan.-1s. febr.)
Ekki dreifa kröftum þínum
með of mörgum áhugamálum eða of
mörgum ástarævintýrum. Þú munt ná
þínu fram fyrr en varir. Þú ættir að
byggja upp sjálfsálit þitt og æfa þig í að
taka frumkvæði og framkvæma.
Fiskarnir (i9.febr.-20.mars)
Þú býrð yfir mikilli sköpunar-
þörf og þarft án efa að finna útrásarleið
fyrir þann hæfileika með einhverjum
hætti. Opnaðu hjarta þitt, minnkaðu
væntingar þínar og framkvæmdu
áhugamál þín. Eftir páska hefst annatími
sem færir þér mjög mikla gleði.
H
T
HrÚWm(21.mars-19.april)
Þú laðar fólk til þln ómeðvitað*!
þessa dagana og eflaust munt þú finna
fyrir miklu áreiti frá vinum þínum og
fjölskyldu yfir helgina. Þú tengir þig við
aðra með einlægum tilfinningum og
hugar vel að þeim sem efla þig og elska.
NaUtíð (20. apríl-20. mai)
Ö
Hafðu hugfast að þegar þú átt
von á atburðum sem tengjast dýpstu
óskum þínum, birtast draumar þínir
óvænt og án erfiða af þinni hálfu.
Hvettu aðra til að láta drauma sína
rætast en ekki gleyma að opna augu
þín fyrir ónýttum tækifærum.
Tvíburarnirpi.maí-ji.júnð
Gleði og góðvilji einkennir þig
vissulega og þú ert hér minnt/ur á að
vera trú/r hugsjónum þínum. Þú ættir
ekki að hika við að láta skynsemina ráð#-
þegar verkefni sem þú hefur lengi vel
unniðaðá íhlut.
Kiabbm(22.júní-22.júio
Qr --------------------------------
Hjarta þitt syngur af gleði og
spennu yfir því sem er að gerast I lífi
þínu þessa dagana. Njóttu
samverunnar með manneskjunni sem á
skilið ástaratlot þín.
LjÓnÍð (23.júli- 22. ágúít)
Þú virðist, á þessum árstíma
sér í lagi, sjá gróðaleið sem færir þér
það sem þú sækist eftir viðskiptalega
séð. Ef breytingar verða að veruleika hjá
stjörnu Ijónsíns gerast þær fyrir *
aprílbyrjUn.
Meyjan (23. ágmt-22. septj
Þú vilt vera elskaður/elskuð
en ættir alls ekki að taka á þig
ábyrgðina af ástvinum fýrri hluta ársins.
Þú leitar uppi einhverskonar drama í
tilveru þinni og jafnvel árekstra hérna.
Þú birtist hér góð/ur þegar á reynir
varðandi mál fjölskyldu þinnar.
Q Vogin (23. sept.-23.okt.)
Hér birtist vogin þolinmóð og
það sem hún vill, fær hún. Þú kemur
hérna skemmtilega á óvart en notar
reyndar oft orð sem eru sögð í *
fljótfærni af einhverjum ástæðum.
Sporðdrekinn (24.okt.-21.n6vj
Hér birtist tilfinningaleysi af
einhverjum ástæðum. Þú veist stöðugt
hvaða áhrif þú hefur á aðra og ert oft
hálfspennt/ur af þægilegri
eftirvæntingu þegar ástin er annars
vegar og á það vel við þig yfir helgina. >
Þú ert fædd/ur til að njóta lífsins.
/
Bogmaðurinní7j.nw.-2i.*5j
Gefðu þér tóm þessa dagana
til að kynna þér allar aðstæður sem
tengjast nýju starfi eða heimili
gaumgæfilega eftir helgina. Fólk nýtur
þess að starfa með þér og þér verður
vel ágengt næstu mánuði. Fólk eins og
þú nýtur leiðsagnar í lífinu.
yr Steingeitinpzfc-i9./fln.j
^ ' Erfiðar uppákomur kunna að
birtast þér en þar er án efa dulbúið
tækifæri til að skapa nýjar hugmyndir
og efla gleði þína og náungans. Búðu
þig undir stórt stökk í átt að velgengni
með vorkomu.
SPÁMAÐUR.IS>