Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 1

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 1
111. árgangur Apríl — Maí 1944 4.—5. tölublað HEIM Arineldur -- Heilög vé i. Allt er í heiminum hverfult, alt nema vissan um að þurfa að hverfa héðan aftur. Þetta hafa allar kynslóðir á öll- um tímum viðurkennt að meira eða minna leyti. En menp hafa tekið mis- jafna afstöðu til þessa mikilvæga sann- leika, og sú afstaða hefur að ýmsu leyti mótað líf þeirra hvors fyrir sig. Og ef að er gáð, ekki aðeins hvors fyrir sig, heldur smærri og stærri hópa, heimili og „hálfar þjóðir“. Sumir undirstrika þetta hverfleik- ans tal á þennan veg: Að þar sem hann verði ekki umflúinn, og áð þar sem þær persónur sem nú eru á „leiksviðinu“ komi þar aldrei, eða annars staðar fram aftur, þá sé „að lifa stutt, og lifa vel, og láta bara fljúga“. Hinsvegar líta aðrir svo á, að þetta hverfleikans tal sé ekki nema hálfur sannleikur. í fyrsta lagi af því, að hér séu þeir aðeins „gestir“, og í öðru lagi af því, að jafnvel meðan hér sé dvalið, þurfi líf og margvíslegt ör- yggi mannanna ekki að svífa í eins lausu lofti eins og það raunverulega gerir á ýmsum stöðum og tímum. Þrár mannanna eru margvíslegar. Einn þráir það eitt, að „lifa og láta“ ó- bundinn af öllum og öllu. Annar auð og völd, og undirgefni annara, undir sinn sterka vilja. Þriðji, að lifa kyrrlátu lífi, eða athafnasömu, öðrum til gagns og gleði, og sjálfum sér um leið. Aldrei hafa menn komist hjá því, að hafa samneyti hver við annan. Sambýl- ið skapar margar þarfir, og við það ILIÐ koma í ljós margir agnúar, því yfirleitt eru mennirnir vankantaðir eins og ótil- höggnir steinar. Þetta samfélagshugtak er víðast, þegar vér tölum um álfur, eða heim allan. í öðru lagi þjóðir, og síðan heimilin, hvert fyrir sig. Það hefur lengst af verið viðurkennt á öllum öldum, að það sé rétt og sjálf- sögð skylda, að leggja rækt við heimil- ið. Það sé rétt, bæði vegna einstaklings- ins og heildarsamfélagsins. Yfirleitt við- urkenna menn, að keppa beri að méiri þroska og manngöfgi, og sníða beri af á- gallana á því skipulagi sem menn búa við. Skipulagi með ýmsum nöfnum, eða „formum“, sem „há“- í heild sinni. Aldrei hefur þessi þrá virzt eiga örð- ugra uppdráttar. Og þó hefur hún aldrei verið eins öflug og sterk sem nú. Aldrei virðist þetta takmark vera lengra undan en einmitt nú. Aldrei hafa þó auðlindirnar verið meiri. Aldrei hefur maðurinn komist lengra í því að gera þær sér undirgefnar. Og enn er þetta svo nálægt því, að vera öfugmæli. Að einn segir að aldrei hafi mannslífin verið lægra metin. En annar segir, að nú berjist milljónir manna fyrir því dýrmætasta, sem mánnsandinn þekkir. Milljóna þjóðir segja, að land vort sé allt i einu orðið athvarf og hið bezta vígi til að verja heiminn fyrir ofstopa og yfirtroðslum. Á skammri stund skipast veður í lofti, því ekki er langt síðan skáldið góða kvað:' ' „Um þess kjör óg qldarfar, aðrir hœgt sér láta, sykki það í myrkan mar, mundu fáir gráta“. Hin óvænta „umhyggja“ í þessari inynd var ekki vor heitasta ósk. Her- námið hefur skapað oss hættur, innan- frá og út á við. Aldrei hefur nokkru sinni reynt meir á menning vora, þrótt vorn og þor og „fornar dyggðir“. Ef hér eru til „heilög vé“, þá þarf ekki einungis vegna „innrásarhersins“, heldur vegna sjálfra vor og þjóðarinn- ar, að verja þau og treysta þau sem ó- vinnandi „vígi“ menningar, siðgæðis og þroska. í þessu . landi þekkjum vér engin „heilagri vé“, en heimili vor. Ef þéim er eitthvað áfátt, eða ekki óhætt fyrir innlendri eða erlendri upplausn, þá verðum vér að verja þau sem einn maður. Og það er ekki nóg, að einstak- lingurinn geri það. Ríkið verður að skilja þessa þörf. Stjórnmálaflokkarnir verða að skilja hana. Alþingi verður að vaka yfir velferð þess félagsskapar vor á meðal, sem veitir mest skjól og ör- yggi, mestan þroska og manndáð, mest gildi fyrir þetta líf og hið komanda, en það eru heimili í eiginlegustu merkingu talað. Hvar sem þú ferð, hljómar þetta gullna orð, heim, heim. Þú heyrir það allt í kring um þig, og þú heyrir það inn úr þínum eigin hugarfylgsnum. En hvað er það þá, sem dregur þig heim? Það er eitthvað sem þú hefur lifað. Það er eitthvað sem þú getur ekki án ver- ið. Það er heimili þitt, „heilög jörð“. Og hver hefur svo helgað þennan reit? Eng- inn nema mamma. Það er enginn til nema mamma. Hvernig getur þú verið að heiman, án þess að hugsa heim? Þú getur ekki umflúið þann, sem þig og þú elskar. Hver hefur gert þig að manni nema hún mamma? Það er allt hennar og þess vegna verður þú að halda verk- inu áfram. Þú verður að skapa nýtt heimili. (Fyrirmyndarheimili, sem er arftaki þess bezta frá henni mömmu. Ef þér tekst það, hefur þú ekki aðeins aukið á þína eigin hamingju, heldur og þjóðar þinnar. Og þú munt verða lang- lífur í landinu. Þó um margt sé deilt, viðurkenna sennilega flestir, að gott heimili sé flestu meira virði, og eitt lúð öruggasta meðal til þess að skapa mönnum ham- ingjusamt líf, og þjóðfélaginu nýta borgara. Hér í blaðinu mun, eftir því sem við verður komið, birtir smdkaflar um þetta efni undir ofanritaðri fyrirsögn. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.