Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 11

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 11
akranes 47 trúi fyrir Langes verzlun í Borgarnesi °g kom þaðan í sept. 1894, eins og áður segir. Þá keypti hann hús þau, er Snæ- björn Þorvaldsson hafði verzlað í, en þar stendur nú Hofteigur. Thor hafði þarna fljótt umfangsmikla verzlun, seldi alls konar útlendar vörur, þ. á. m. timb- ur; keypti allar íslenzkar afurðir, enn- fremur fé á fæti, sem sent var lifandi til útlanda og einnig hross. Strax 1895 keypti Thor fiskiskip og gerði þau út frá Akranesi, hefur þess verið getið í öðrum þætti. Vegna út- gerðar sinnar byggði hann mikil hús og fiskreiti og hina fyrstu bryggju sem byggð var í Steinsvör, við Krossvík. Thor Jensen var geysilega mikill fjörmaður, fjölhæfur hugsjóna-, fram- fara- og athafnamaður hinn mesti og hvers manns hugljúfi í allri viðkynn- ingu, enda mátti hann ekkert „aumt sjá“. Sama árið sem Ólafur Finsen læknir kom hingað 1894, kenndi hann ungum mönnum leikfimi í litlu pakkhúsi er Böðvar Þorvaldsson átti við Steins- vör. En strax eftir að Thor reisti hið stóra fiskhús sitt, lánaði hann það end- urgjaldslaust til leikfimikennslunnar, og kenndu þeir síðan saman leikfimi í þessu húsi í nokkur ár, læknirinn og Thor. Minnist Finsen og margir nem- endur þeirra með gleði þessara daga enn í dag. í þessu sama húsi fóru og fram glímur um nokkur ár. Löngu áður var Th. Jensen hér heim- ilisfastur. Veturinn 1885—’86 bjó hann á Akri, í kvistherberginu uppi á lofti í húsi því, er enn stendur á Akri. Arið 1886—’87 er hann bóndi á Sýruparti. Veturinn sem hann var á Akri, mun hann eitthvað hafa fengist við að kenna ungu fólki tungumál. Árið 1884 fluttust hingað til Akraness tengdamóðir Jensens og dóttir hennar, Margrét Þorbjörg Kristjánsdóttir, kona hans. Þær dvöldust fyrst hjá Jóni í Há- koti, en síðar fluttu þær að Sýruparti. Hefur hann því sennilega aðallega kynnst konu sinni hér. Móðir frú Þor- bjargar hét Steinunn Jónsdóttir og var ættuð frá Hraunhöfn á Snæfellsnesi. Hinn 21. maí vorið 1886, giftu þau Thor sig í Krosshúsinu hjá Sveini Guð- mundssyni kaupmanni frá Búðum. Þau voru gift af þáverandi sóknarpresti, sr. Jóni Benediktssyni í Görðum, sem það sama vor fluttist að Saurbæ á Hval- fjarðarströnd. Hjónaband þeirra mun hafa verið hreinasta fyrirmynd. Þeir, sem koma á heimili þeirra nú, gætu hugsað, að þar væri „nýtrúlofað par“. Annað bendir og til að þau muni brúð- kaupsdag sinn enn og vilji muna hann. Þau eiga og geyma vandlega brúð- kaupsræðu sína, skrifaða með eigin hendi sr. Jóns. Ræðan er skrifuð á ó- strikaðan pappír, með fallegri og læsi- legri hönd, ákaflega þétt en þó línurétt. Ræðan er ágæt og má af henni sjá, að „Stóra pakkhúsið“ sem Thor Jensen hyggði 1895 (húsið sem stakkurinn her í. Lœgra húsið áfast, hyggði Har. Böðv. síðar. Húsin til vinstri er hús Lofts' Loftssonar og Þórðar Ásmundssonar). sr. Jón hefur verið góður ræðumaður. Frú Þorbjörg er hin mesta ágætiskona framúrskarandi myndarleg og dugleg, enda hefur hún þurft á því að halda á hinu umsvifamikla heimili alla tíð. Það hefur sagt kunnugur, að hjónaband þeirra hjóna hafi alla tíð verið sönn fyr- irmynd og alveg óvenjulega gott. Þau hjón fluttust til Borgarness 1886 en aftur til Akraness 1894 eins og fyr seg- ir. Þá áttu þau þessi börn: Camillu, Ric- hard, Kjartan og Ólaf, en á Akranesi fæddist þeim Haukur og Kristín, alls eignuðust þau 12 börn. Thor tók þegar mikinn þátt í félags- lífi Akurnesinga og lá ekki á liði sínu fremur en annars staðar. Vorið 1897 er Thor kosinn í hreppsnefnd og oddviti hennar 27. júní sama ár og er það til ársloka 1898, hann var og í skólanefnd og þótti lipur og samvinnuþýður. Á þessum tíma var hér starfandi merki- legt félag, sem nefndist „Æfingarfé- lagið“, gekk Thor þegar 1 það og var þar sem annars staðar liðtækur. Þetta fé- lag barðist fyrir ýmsum umbóta- og framfaramálum, þannig var fyrir þess atbeina settur upp „viti“ á Akranesi um áramótin 1890—’91. Thor þótti þetta ljósker ekki nógu stórt og gott, og einu sinni er hann var á ferð í Grimsby, keypti hann eitt hið bezta ljósker, sem þá var þar fáanlegt og gaf í vitann. Þótti kaupmanninum undarlegt, hve Thor gerði miklar kröfur í þessu efni. í ísafold 18. febr. 1895 er fréttapist- ill þessi frá Akranesi (dags. 21. jan. 1895): „Hér kom í haust nýr kaupmað- ur, Thor Jensen. Með hans komu hér brá til batnaðar með verðlag á mörgu. Ég skal aðeins nefna eina vörutegund, færi og netagarn, sem hjá honum er talsvert lægra en það venjul. hefur ver- ið hjá hinum kaupm. hér, en þó jafn- gott. Verðmunur á garni 480 kr. og á færum 175 kr., alls 655 miðað við und- anfarið magn. (Ekki veit ég hve mikið magn er hér átt við). En Th. J. er eins og flestir kaupmenn, ljúfir á að lána, en það skoða ég frem- ur sem löst en kost á þeim. Þar af leið- ir, að menn gæta sín ekki fyr en skulda- súpan er gengin þeím yfir höfuð þeirra. Skuldbinding komin á vörur þeirra og jafnvel veðbönd á eignir þeirra.----- Því vil ég helst kjósa þann kaupmann, sem er stirður að lána, en selur jafngóð- ar vörur með lægsta verði“. Thor hafði, eins og allar verzlanir á þessum tímum, náið samband aðallega við eitt erlent verzlunarfélag (enskt). Milli þessara íslenzku og erlendu verzl- unarfélaga mátti segja að fram færi vöruskiptaverzlun í stórum stíl, þar sem þessi erlendu verzlunarhús tóku allar íslenzkar afurðir til sölumeðferð- ar á móti. Á þessum tímum var eins og öllum er kunnugt, allt svo að segja lánsverzlun hér innanlands, og valt vit- anlega á ýmsu um getu manna til greiðslu. Alls staðar höfðu menn úr litlu að spila, í sveitunum valt þetta á árferði og skepnuhöldum, en við sjóinn á afla og gæftum. Árið 1898 keypti Thor eins og venju- lega, mikið af fé á fæti, sem ætlað var til útflutnings. Hafði hinn enski við- skiptavinur hans lofað að senda hon- um fjárflutningaskip, en það strandaði við Austfir'ði og kom því aldrei. Út af þessu sköpuðust miklir erfiðleikar, fénu var haldið í fleiri vikur í hálfgerðu eða algeru svelti á Geitabergi, og þegar það svo loksins komst í skip, hafði það rýrn- að mjög í vigt, og lenti í verðfalli þeg- ar það komst til Englands. Má nærri geta, hvert feiknatjón þetta hefur ver- ið fyrir Thor og sár vonbrigði fyrir hinn unga áhugasama mann. Eitthvað mun hann og hafa tapað á útgerð sumra skipanna. EÉtt þeirra strandaði og steðjuðu þannig að margs- konar erfiðleikar. Þá var hér ekki fjár- velta í líkingu við það sem nú er. Þá voru lægri tölur meira virði í hugum manna en þær hærri nú. Þá voru tím- arnir miklu líkari krepputímunum 1936. Alla þessa erfiðleika notaði hið erlenda verzlunarhús til að gera Thor gjald- rþota 1899. Fréttist þetta 21. marz og urðu Akurnesingar sárir og reiðir yfir þessari meðferð, því Thor hafði kynnt sig vel, rak hér stórútgerð, byggði mik- ið og veitti mikla atvinnu og þótti lík-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.