Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 13

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 13
akranes 49 Krosshúsið. Fólkið á myndinni: Á tröppum utast: Sigurður Sveinsson frá Akri, þá verzl- unarstjóri Bjarni Jónsson og kona hans, en hún heldur á syni þeirra. Fyrir neðan tröppurnar: Björn Jónsson búfrœðing- ur og kaupm., þá Jón Guðnason á Breið- inni. Litla stúlkan, sem hjá honum stendur er Guðlaug Ólafsdóttir frá Deild og síðast Ragnheiður Þórðardóttir frá Vegamótum. Maðurinn við hornið þekkist ekki. fisk seldi hann sveitamönnum um allt Borgarfjarðarhérað og víðar. Vætt af söltuðum steinbít, seldi Magnús t. d. á 3.60. Það þætti nú ekki dýr matarkaup. Magnús var stiltur maður og prúður og kom sér hér mjög vel. Rétt eftir aldamótin var stofnað hér all mannmargt félag sjómanna, svokall- að Bárufélag. Höfðu félagsmenn samtök um sameginleg innkaup nauðsynja. Þá var ekki keypt í matinn frá degi til dags, heldur hálfs eða heils árs í einu, til þess m. a. að komast að hagkvæmari kaupum. Edinborg tók strax að sér þessa pöntunarstarfsemi félagsins og hafði hana á hendi í nokkur ár. Þótti báðum aðilum að þessum viðskiftum nokkur hagkvæmd. Það jók að mun um- setningu verzlunarinnar, en lækkaði hinsvegar ofurlítið verð varanna hjá fé- lagsmönnum, þar sem þeir nutu betri kjara fyrir samkaupin, enda þessi vara alltaf greidd strax, hvað sem öðrum við- skiftum leið. Það er langt síðan þetta var, og allir hlutir svo úr lagi færðir, að báðum aðilum mundi nú fátt til finn- ast um gróðann af þessum viðskiftum, þó þá væri vel við unað. Hvar sem grip- ið er niður, er munurinn hjá þessari þjóð mikill 1902 og 1944. í Edinborg sáum við krakkarnir mik- ið og nýstárlegt „galdraverk“. Það var spjald (auglýsing) um Shunlight-sáp- una. Hvort sem staðið var fyrir framan spjaldið eða á hlið, mátti sjá letur á því, sem var mismunandi að stærð, gerð og lit, eftir því, hvernig á það var litið. Sérstaklega þótti okkur spjaldið fallegt, þegar blessuð sólin kom líka til hjálpar „furðuverkinu“. Annars var lítið til skrauts í búðum í þá daga, en víðast hvar var þrifalega um gengið og reglusemi á öllum hlut- um, þó eitthvað væri það misjafnt. Edinborg hjálpaðli Akurnesingum á ýmsa vegu og örvaði þá til framtaks. Lánaði þeim veiðarfæri til útgerðar, hjálpaði þeim til að byggja tvo mótor- báta, Hegrann og Stíganda. Lánaði þeim mikið í þeim, sem þeir máttu borga sér hægt á nokkrum árum. Síðar Jiafði Ásgeir Sigurðsson mikla fiskverzíun við Akurnesinga meðan fiskverzlunin var frjáls og líkaði báðum þau viðskifti vel. Þá hafði Edinborg hér og mikla timb- urverzlun. Á þeim árum var Veðdeildin nýtekin til starfa og var því hægara um vik fyrir fátæka menn að byggja þak yfir höfuð sér. Sýndi verzlunin þess- um mönnum mikil liðlegheit, því fæstir gátu greitt efnið að fullu með því sem Veðdeildin lánaði út á húsin, því þá voru efnin óvíða mikil. En fyrir þessa greiðasemi Edinborgar byggðu margir hér á þessum árum. Þeir í’eistu sér ekki „hurðarás um öxl“, heldur mjög við hæfi og eftir getu, en „slóu heldur út og borðhækkuðu“ seinna, og voru því hin- ir forsjálu menn í þessum efnum, enda búa margir að þeim hyggindum sínum enn í dag. Edinborg verzlaði hér þar til í árslok 1909 og voru þessir verzlunarstjórar: Ivar Helgason var hinn fyrsti, og var hér til 1904. Hann var mjög samvisku- samur maður og góður drengur, enda kom hann sér hér mjög vel. ívar var vel gefinn, ágætlega hagmæltur, og hef- ur margt af því birzt á prenti, sérstak- lega í norðanblöðum. Hann sigldi til Noregs nokkru fyrir aldamót og dvaldi þar nokkuð. Eftir það skrifaði hann margar greinar í ísafold um fiskveiðar Norðmanna .Hann var giftur ágætri konu, Þóru Bjarnadóttur. Þau áttu 5 börn er upp komust. Bjarna, sem drukknaði hér á Suðurflös, ásamt mörgu fólki 1905. Helga fiskimats- mann í Reykjavík. Jón, áður bókara hjá Landsímanum í Reykjavík, en rekur nú eigin verslun. Önnu konu Þórarins Guðmundssonar fiðluleikara (Þórarinn er fæddur hér á Bjargi á Akranesi). ívar fluttist til Reykjavíkur, en það- an til Akureyrar 1906, þar sem hann dvaldi til 1919. Þá fluttist hann aftur til Reykjavíkur, og andaðist þar 16. september 1933. Lúðvík Hafliðason. Hann kom næst eftir ívar og var hér til 1907. Lúðvík var ágætismaður, sem ekkert aumt mátti sjá, gjafmildur og góður drengur. Fastur fyrir, trygglyndur, en nokkur funi. Kona hans var Jóhanna Bjarna- dóttir, ein af hinum mörgu Reykhóla- systkinum. Hún var hin mesta myndar- og ágætiskona. Þeirra börn eru: Frið- rik, starfsmaður hjá fasteignamatinu í Reykjavík. Lovísa, gift Sveini Ás- mundssyni bílasmið í Reykjavík og Olga Ellen, gift Einari Björnssyni, sem vinnur á Vinnumiðlunarskrifstofu Reykjavíkur. Lúðvík fluttist til Reykjavíkur og starfaði þar í nokkur ár við Edinborg, en setti síðan á fót eigin verzlun á Vest- urgötu 11, sem hann rak þar í mörg ár. í þeim húsum býr nú Friðrik sonur þeirra. Bjarni Jónsson. Hann var hér þar til í janúar 1910, er verzlunin hætti hér starfsemi sinni. Þá keypti Bjarni húsið af frú Sigrúnu, ekkju Bjarnar augn- læknis. Mun það þá hafa verið ásetn- ingur hans að setjast hér að og hefja þarna verzlun fyrir eigin reikning. Af því varð þó ekki, heldur seldi hann húsið þeim Lofti Loftssyni og Þórði Ás- mundssyni (sbr. 5. tbl. I. árg., eins og áður segir). Bjarni fór þá til Vest- mannaeyja og starfaði þar við Edin- borgarverzlun til 1915 eða 1916. Þá starfaði hann við hina stóru verzlun G. J. Johnsen allt til 1929. Um Bjarna seg- ir G. J. J. „Hann var einn af þeim ör- fáu ágætu mönnum, sem svo að segja geta allt, og gerði allt vel. Ágætur pakk- húsmaður, verkstjóri sem öllum þótti vænt um. Ekki var hann síður liðtækur skrifstofumaður, alls staðar trúr og samviskusamur svo að af bar“. Allt þetta kemur vel heim við reynslu manna hér. Um mörg ár hefur Bjarni verið skrif- stofustjóri hjá Bátaábyrgðarfélagi Vest- mannaeyja og gjaldkeri Lifrarsamlags- ins þar. Bjarni er ákaflega samvisku- samur maður og hinn bezti drengur í hvívetna. Hann er kvæntur afbragðs- konu, Önnu Tómásdóttur. Þau eiga tvo sonu. Ágúst bæjargjaldkera í Vest- mannaeyjum og Harald. Ég átti þess kost, að kynnast þeim valinkunna ágætismanni Ásgeir Sig- urðssyni. Af þeim kynnum furðaði mig ekki þó Edinborg væri fyr og síðar vin- sæl verzlun, því prúðari, sanngjarnari, áreiðanlegri og drenglundaðri mann getur vart. Slíkir menn velja sér venju- lega starfsfólk í samræmi við sitt eigið eðli, og styður þá hvað annað, því, „eft- ir höfðinu dansa limirnir“. Edinborg mun ekki hætt við falli meðan ráða- menn hennar virða og viðhalda eigin- leikum Ásgeirs Sigurðssonar. Edinborg lengi lifi. Vilhjálmur Þorvaldsson. Hann var bróðir Böðvars og Snæ- bjarnar, þeirra, er hér eru nefndir á undan, og byrjaði verzlun fyrir eigin reikning í Hoffmannshúsi árið 1900 Og keypti þá húsið af Snæbirni bróður sín- um, sem átti það þá. Þessari verzlun sinni hélt Vilhjálmur áfram síðan á sama stað, þar til 1917, er hann flutti til Reykjavíkur og seldi Hoffmanns- hús. Vilhjálmur hagaði verzlun sinni all- mikið á annan veg en þá gerðist. Hann lagði mikla áherzlu á að selja ódýrt, en aðeins gegn staðgreiðslu, engin lán og forðaðist allan óþarfa kostnað í sam- bandi við verzlunina. Hann keypti ull,

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.