Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 18

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 18
54 AKRANES ANNÁLL AKPANESS Blaðið þakkar innilega eftirtaldar gjaf- ir og greiðslur: Frá Lúðvík Vilhjálmssyni skipstjóra 85 kr., Bjarna Jónssyni framkv.stj. Vestm.eyjum 50 kr. sr. Jónmundi Halldórssyni, greiðsla fyrir IV. árg. 20 kr., Friðjóni Sigurðssyni framkv.stj. Hólmavík fyrir I., II. og III. árg. 100 kr., frú Sólveigu Jónsdóttur, Nesi, fyrir tvo árg. 50 kr., Geir Zoéga útgm. Hafnarfirði fyrir I., II. og III. árg. 100 kr., Sigurði Valdimarssyni smið, Hafn- arfirði I., II. og III. árg. 50 kr. Til Bjarnalaugar. Kr. 100.00 frá óþekktum gefanda til minn- ingar um Guðríði Nikulásdóttur frá Brekku- koti Akranesi, er andaðist í Ameríku árið 1928. Innilegustu þakkir. — Ó. B. B. Til Bjarnalaugar. Frá Árna Sigurðssyni, Melstað, 50 kr. Frá Leifi Finssyni, 50 kr. — Þakkir. — Axel Svbj. Til Minningarsjóðs Bjarna Ólafssonar: Frá Elínu Ásmundsdóttur 500 kr. Áheit frá Sigurði Guðjónssyni 50 kr. Eftirstöðvar á hlaupareikningi frá Mjólkurfélagi Akraness. kr. 10,25. Þakkir. — Níels Kristm. Aheit á Akraneskirkju frá G. T. Reykjavík kr. 100.00, með þeim um- mælum, að hann hvetur alla til að heita á Akra- neskirkju, því það bregðist ekki. Áheit frá Kristjáni Erlendssyni Reykjavík kr. 25.00. — Þakkir. —V. B. Þakkarávarp. Við þökkum Akurnesingum innilega, ein- staklingum og félögum, sem hafa gefið okkur og glatt margvíslega í veikindum okkar, en al- veg sérstaklega fyrrv. héraðslækni Ólafi Fin- sen. Guð blessi ykkur öll. Guðný Jónsdóttir, Guðjón Guðmundsson. Sjúkraskýlissjóðurinn. í minningu um frú Halldóru Sigfúsdóttur Neskaupstað, er lézt 14. marz s. 1. gáfu móðirin, frú Ólöf Bjarnadóttir, hálfbr. Þórarinn Einars- son og frúrnar Ásta og Sigríður Sigfúsdætur kr. 500.00 — fimm hundruð krónur — í bygging- arsjóð sjúkraskýlis á Akranesi. Innilega þökk fyrir þessa rausnarlegu gjöf. Akranesi, 23. marz 1944. F. h. Sjúkraskýlissjóðsins Petrea G. Sveinsdóttir. Leiðrétting. í greininni „Frækileg björgun" í síðasta blaði hefur fallið niður nafn hins ágæta vélstjóra, Óskars Jónssonar á m.b. Fylkir. Þetta leiðrétt- ist hér með. Gjöf til húsmæðraekóla Akraness. 31. janúar síðastl. voru imér undirritaðri af- hentar kr. 1000.00, er leggjast skyldu í hús- mæðraskólasjóð Kvenfélags Akurnesinga. Gjöf þessi er frá afkomendum Ragnheiðar Þorgríms- dóttur á Grund á hundrað ára afmæli hennar, til minningar um hana. Er þessi rausnarlega gjöf hér með þökkuð þeim, er að henni stóðu. Jafnframt vil ég leyfa mér að benda öllum Akurnesingum, fjær og nær, á það, hve vel fer á að minnast mætra kvenna á þennan hátt. Hver verður næstur til að minnast eiginkonu sinnar, móður eða ömrnu á þennan hátt? Svaja Þórleifsdóttir. Hjúskapur. Hinn 11. marz voru gefin saman í hjónaband ungfrú Hulda Jónsdóttir og Helgi Júlíusson lög- regluþjónn frá Leirá. Dánardægur. Hinn 21. marz andaðist Björn Sveinsson skip- stjóri á Bakka, rúmlega 77 ára að aldri, fæddur að Lundum í Stafholtstungum 3. nóvember 1866. — Hann tók próf frá Stýriimannaskólanum í Reykjavík 1894. (Skólinn stofnaður 1891). Hann var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Anna Jakobsdóttir, og áttu þau fjögur börn. Aðeins eitt þeirra er á lífi, Aðalsteinn, 1. vélstjóri á Esju. Síðari kona var Guðrún Klemensdóttir, ættuð af Kjalarnesi. Þau áttu saman sex börn, en aðeins tvö þeirra eru á lífi. Anna, kona Guð- jóns Jónssonar frá Tjörn, og Ragnheiður, kona Júlíusar Einarssonar á Bakka. Björn var stilltur maður, en þó léttlyndur, og hinn bezti drengur. Afmæli. Kristján Daníelsson á Kirkjuvöllum varð 85 ára 4. april s. 1. Frú Guðrún Jónsdóttir Guðnabæ varð 80 ára 5. apríl s. 1. Frú Kristín Tómásdóttir frá Bjargi, nú í Reykjvik varð 70 ára 14. apríl sl.. Jón Ottason í Ármóti varð 65 ára 16 apríl. s. 1. Frú Petrína Jónsdóttir Sleipnisvegi 27 varð 50 ár 23. apríl s. 1. Frú Guðrún Einarsdóttir Neðri-Teig varð 50 ára 8. þ. m. Frú Guðný Jónsdóttir Suðurgötu 120 varð 75 ára 8. þ. m. Jóhann B. Guðnason verður 50 ára 12. þ. m. Frú Guðríður Stefánsdóttir Skálholti verður 60 ára 18. þ. im. Hjörtur Bjarnason verður 50 ára 19. þ. m. Frú Hallfríður Sigtryggsdóttir Bæjarstæði verður 70 ára 20. þ. m. Alit Atvinnumálanefndar Akraneskaupstaðar er nýkomið út, 32 síður í stóru broti. Ritið fæst í Bókabúðinni og kostar 5 kr. Vígsla Bjarnalaugar. fer að forfallalausu fram á Sjómannadaginn 4. júní n. k. Enn vantar allmikið fé til að geta lokið verkinu, er þess vænst, að bæjarbúar minnist laugarinnar rækilega til þessa dags, og á vígsludaginn. Blaðið út um byggðir Iandsins. Þar er kaupendum alltaf að fjölga, enda virð- ist sem hver kaupandi sé einlægur og áhuga- samur um útbreiðslu þess. Þetta er blaðinu mikill styrkur, og þakkar hann hjartanlega. í Hafnarfirði eru nú yfir 40 kaupendur. Þar hef- ur blaðið notið mikils stuðnings og áhuga En- oks Helgasonar rafvirkjameistara. Hann tekur á móti áskriftum og hefur ef til þarf að taka hvers konar milligöngu milli kaupendanna og blaðsins. Skemmtun skólaharna. Sunnudaginn 2. apríl héldu skólabörn hér skemmtun í Bíóhöllinni til ágóða fyrir ferða- sjóð sinn. Það voru eingöngu börnin, sem skemmtu. Með söng og sjónleikjum, leikfimi og upplestrum. Skemmtunin fór vel fram og var allvel sótt. Það er einkennilegt, hve miklu má „ná úr börnum", ef vel er á haldið. — Er þakkarvert, ef kennararnir leggja sig fram til að styðja börnin í þvílíkri viðleitni sem hér um ræðir. Út af allmikilli eftirspurn eftir I. árg. blaðsins, höfum við athugað frá öllum hlið- um möguleika á því að uppfylla þessar óskir manna. Niðurstaðan af þessum athugunum er sú, að sennilega megi áður mjög langt um líð- ur Ijósprenta þau eintök, sem vantar í I. og II. árg. blaðsins og þannig verða við þessum beiðn- um. Þetta mun verða reynt svo fljótt sem við verður komið. Er þess vegna óskað eftir að þeir sem vilja eignast blaðið frá upphafi, sendi pantanir sínar sem fyrst, og verða þær afgreidd- ar í þeirri röð sem þær berast, þegar það getur látið sig gerast samkvæmt framansögðu. Allt getur að gagni komið. Hér í blaðinu hefi ég nokkrum sinnum beðið fólk að lána mér um stund, eða láta í té gömul bréf, skjöl, myndir eða hvað annað, sem að haldi gæti komið við samningu þeirra þátta, sem ég er að semja og virðast vel þegnir. Það má undarlegt heita, hve fáir hafa uppfyllt þess- ar óskir, þrátt fyrir endurtekningu þeirra. Eg skora því enn og alvarlega á alla Akurnesinga, fjær og nær, að styðja þessa viðleitni með þvi að sinna þessari beiðni. Athugið vel, að það sem ykkur finnst ef til vill lítils eða einskis virði, getur gefið mikilsverðar upplýsingar, jafnvel í margar áttir. Leitið hjá ykkur og lofið mér að sjá það allt. Mér þætti t. d. mikils virði, að sjá gamlar líkræður, sem haldnar hafa verið yfir Akurnesingum eða fólki úr héraðinu inn að Skarðsheiði. — Ó. B. B. Bendið vinum yðar á þau kostakjör sem blaðið Akranes veitir kaupendum sínum. Blaðið á erindi til allra landsmanna. Greiðið götu þess með því að útvega því marga nýja kaupendur. Fyrstu verkamannabústaðirnir verða að forfallalausu byggðir á Akranesi á þessu sumri. Það verða tuttugu íbúðir í tíu hús- um. Húsin verða reist nálægt Melaleiti, Mel- koti og Torfustöðum. Verður nánar sagt frá þessum byggingum síðar. Munið, að meiri útbreiðsla blaðsins lengir líf þess, og eykur alla möguleika þess til meiri gagn- semdar. Munið, Minningarsjóð Bjarna Ólafssonar. Meginið' af fé sjóðsins fer nú til byggingar sundlaugar- innar. Allir eitt! Hver einasti íslendingur, sem á heiman gengt dagana 20.—23. maí, verður að muna að gera skyldu sína og fara á kjörstað og greiða þar jákvætt atkvæði með lýðveldisstjórnarskrá ís- lands. Minnist þess, að það verður okkur til sæmd- ar eða vansæmdar, hvernig kjörsóknin verður. Allir þeir utanbæjarmenn, sem hér eru staddir eru áminntir um að muna að greiða at- kvæði tíimanlega hjá bæjarfógeta, svo hægt sé að koma þeim nógu snemma til réttra aðila.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.