Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 8
44
AKRANES
Gils Guðmundsson: íslenzkir athufnamenn /., 4.
Geir Zoega
Ævisaga
Framhald.
dæmum. Þá gátu menn (1831) komist svo að orði um álykt-
un, sem birt skyldi vera ,,af siðvanalegum stefnuvottum á
þann við dóma birtingar brúkanlegan hátt“. Þá þótti eftir-
farandi setning góð og gild: „Forordning dagsett 21. dezem-
ber, sem innleiðir í íslandi nokkur árið 1827 fyrir Danmörk
gefin lagaboð------.“ Annar eins maður og Hannes bisk-
up Finnsson, sem bæði var hálærður og óvenjulega gáfað-
ur, á það til að skrifa hið óskaplegasta hrognamál, einkum
í kunningjabréfum og öðrum plöggum, sem ekki áttu að
koma mörgum fyrir sjónir. Um Hannes er þó vitað, að
hann gat skrifað betra mál, þegar hann vandaði sig. (Sbr.
„Kvöldvökur" hans og ritgerðin „Um mannfækkun af hall-
ærum“.)
Sem dálítil sýnishorn koma hér smáglefsur úr bréfum
Hannesar. Hálfdáni skólameistara skrifar hann þetta:
„En svo forþénað sem þetta publici hrós er, svo er það
undir eins opfordring til yðar að sýna orbi literato enn
fleiri þénustur. Leyfið mér því, háttvirti vin, að proponera
yður eina, sem mér er innfallin og ég get ei annað en vin-
samlega recommenderað yður. Ég þykist vita fyrir víst, að
hr. profess. Erichsen muni í sumar hafa inviterað yður til
að taka del í hans periodiska skrifi.-Væri það ei hent-
ugt til að taka á móti einum eða öðrum antiquitetiskum
pieca, sem væri lítill, en þó curieux? Ég vil til dæmis nefna
Sæmundar-Eddu. Hún bestendur til dels af stuttum kvið-
um, sem þá þær væru af lærðum philologo með version og
stuttum notis útgefnar, væri hver fyrir sig hentug til
svoddan eins periodisks verks og gjörði því Zirath. Ég tvíla
nokkur hér á landi sé því verki vaxinn nema þið, faðir
minn1) og föðurbróðir2 3) sr. Gunnar') og þér. Þeir fyr-
nefndu eru gamlaðir og hafa dels annað fyrir stafni.“
Svona var lærðra manna mál á þessum tímum og ennþá
verra hjá sumum, einkum hinum lakar menntuðu, sem
helzt slettu illri Dönsku, af því að hún var þeim tiltækust.
Latínuslettur voru minna skaðræði; það var eins og ís-
lenzkan saurgaðist síður af þeim. En þegar málið kom allt
á afturfótum, orðaskipun var öll Dönsk og annaðhvort orð
hálfgert viðrini eða alger óskapnaður, mátti segja að skör-
in tæki að færast upp í bekkinn. Hvað finnst mönnum um
Islenzkuna þá arna: „Rector Thorlacius hefir verið svo ó-
forsvaranlega forsómunarsamur og í sannleika overhörig,
að einasta hans góðu orð og löfter hafa deigt mig í að taka
sökina á alvarlegan fót.“ Ekki er betri auglýsing frá Hóla-
prentsmiðju, svohljóðandi:
„Það er ásett, að her í Hoola Doom-Kirkiu Bookþryck-
eríe verðe prentaðar aðskilianlegar íslendinga Sögur, sem
kinnu vera til Skemmtunar og Frooðleiks, so vel innan
Lands sem utann; Enn so sem soddan bækur ecke kunna
Utannlands til að afsetiast, án þess þar með filgi Versio
Danica, því inviterast her með aller þeir her í Lande, sem
eru mektuger í því Danska Sproke, að þeir villdu fyri sig
taka hver fyri sig, að yfirsetia einhverja Eina af þeim
Gömlu Islendinga sögum, sem þeir þa geta fengeð Eitt gott
exemplar af, Og það sijðan hijngað sende með sinne ver-
sione þa ferðug er; Sömuleiðis að þeir villdu fyrir sig taka
að útleggja á Islendsku Danskar Lystugar og Nytsamlegar
Historíur, þa þeir við soddan Publique Þienustu, meiga
1) Finnur biskup Jónsson í Skálholti.
2) Vigfús Jónsson prófastur í Hítardal.
3) Gunnar Pálsson prófastur í Hjarðarholti.
Móöir Geirs, Ingigerður lngimundardóttir.
vænta sier að verða með tilbærelegum Doceur og Virðingu
af-lagder. Þesse Invitation er látenn Alþingesbookenne
filgia, öllum gooðum Patrioter til billegrar Efterþeynk-
ingar.“
Svona mætti halda áfram endalaust. Af nógu er að taka.
Hvort sem litið er í sendibréf lærðra manna, opinberar til-
kynningar eða önnur plögg, ber að sama brunni. Málið var
á hraðfara glötunarleið á síðari hluta 18. aldar. Hve óþjóð-
legir margir embættismenn voru orðnir um það leyti, sýna
tillögur ekki ómerkari manns en Bjarna skólameistara
Jónssonar, er hann leggur til að íslenzkan sé hreint og
brotalaust lögð niður. Telur hann það stórskaðlegt og bein-
línis til athlægis að halda í slíkt skrifli. Eigi þjóðin heldur
að fara að dæmi Norðmanna og taka upp Dönskuna. Er
hann í þessu efni ennþá róttækari en Sveinn lögmaður
Sölvason, sem oft er til vitnað. Hann lét svo ummælt í
riti, að rétt væri og sjálfsagt að nota dönsk orð og orða-
tiltæki jafnframt hinum íslenzku. Það væri ekki meira að
apa það eftir Dönum heldur en allt annað1).
Þótt dæmi þau um málfarið, sem hér hafa verið til tínd,
séu frá síðari hluta 18. aldar, gefa þau nokkra hugmynd
um mál lærðra manna og dansklundaðra allt fram yfir
miðja 19. öld. Þarf ekki annað en að benda á, hvernig
Reykjavík kom Jóni Thoroddsen fyrir sjónir í þessu efni.
Lýsir hann því greinilega í Pilti og stúlku. Það var held-
ur ekkert furðulegt, þótt alþýða manna í Reykjavík drægi
nokkurn dám af þeim tveimur stéttum bæjarins, sem einna
mest bar á og flestir litu upp til, þar sem voru kaupmenn
og embættismenn. Má raunar furðulegt heita, hve ósnort-
inn almenningur var af hinni dönsku málsýki, jafnvel í
þorpi eins og Reykjavík. Kann það að stafa eitthvað af
því, að það lítið sem fólkið las auk guðsorðabóka, voru
uppskriftir eða útgáfur fornra rita.
Það væri synd að segja, að Reykjavíkurbær hafi boðið
æskulýðnum mikil eða margþætt menningarskilyrði á
fyrra helmingi 19. aldar, eða um þær mundir sem Geir
Zoega óx úr grasi. Latínuskólinn hafði verið í mestu eymd
og lægingu meðan hann átti aðsetur á Hólavöllum. Ollu
því að einhverju leyti húsakynnin, en hitt þó miklu frem-
ur, að allt andrúmsloft skólans var þungt og spillt. Gripu
stjórnarvöldin til þess heillaráðs að flýja með hann til
Bessastaða, þar sem hinum ágætustu kennurum tókst
smám saman að gera úr honum heilladrýgri menntastofn-
un en íslendingar hafa líklega nokkru sinni eignast, fyrr
né síðar. En áhrifa frá lærisveinum Bessastaðaskóla tekur
lítt að gæta fyrr en kemur fram um miðja öldina.
1) Tyro juris (barn í lögum). „So sam vor Efne í flestum Grein-
um dependera af þeim Dönsku, því má þá ecke einnen vort Tungu-
mál vera sömu Forlögum underorped?"
J