Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 10
46
AKRANES
ÓL. B. BJÖRNSSON: Þœttir úr sötfu Akruness IV., 4.
VERZLUNIN
Framhald.
Þorlákur Ó. Johnson.
Það er ekki hægt að ganga fram hjá
því að minnast á Þorlák Ó. Johnson,
enda þótt hann hafi ekki verið hér lengi
né haft hér fasta verzlun. Það liggur
ekki ljóst fyirir hvers konar verzlun
hann hefur hér né hve umfangsmikil
hún er. En hitt er alveg víst, að hann
hefur verzlað hér í Hoffmannshúsi í 2
Þorlákur Ó. Johnson.
ár, 1887—8 og 1888—9, því bæði þessi
ár ber hann hér 16 kr. útsvar. Útsvars-
gerðin virðist bera það með sér að hann
sé ekki talinn heimilismaður. Þar stend-
ur: „Þorlákur Ó. Johnson Reykjavík pr.
verzlun 16 kr.“ Hefur þetta sennilega
verið eins konar útibú frá Reykjavík,
og líklega ekki starfrækt nema að sumr-
inu til.
Hér verður ekki mikið ritað um hr.
Þorlák Ó. Johnson, en vísað til ágætrar
ritgerðar um þennan merkilega mann,
sem birtist í ágúst- og septemberblaði
„Frjálsrar verzlunar“ 1940, en sú rit-
gerð er eftir próf. Guðbr. Jónsson.
Þorlákur hefur á marga lund verið
merkilegur maður, þjóðhollur í mesta
máta, og langt á undan sínum tíma, er
ágætur sölumaður og hygginn kaupmað-
ur. Akurnesingur nokkur, sem kom í
búðina til hans í Reykjavík segir að
þannig hafi hann talað fyrir hinum
ensku ljáblöðum: „Þessi þjóðfrægu ljá-
blöð eru helvítis fok (hörð). Á þeim
stendur ekki nokkur þjöl, nema ensku
þjalirnar mínar.“ Hann var hinn liðleg-
asti maður, síglaður, prúður og kurteis
við viðskiptavinina, enda varð verzlun
hans fljótt mjög vinsæl.
Áður en Þorlákur hóf verzlun í
Reykjavík var hann eitthvað við verzl-
unarstörf hjá öðrum í Reykjavík. Fór
m. a. í spekúlantstúra fyrir hinar dönsku
verzlanir. Verður hér sagt frá einni
slíkri ferð hans til Akraness.
Sennilega hefur þetta átt sér stað á
árunum milli 1870 og 80, er Ficshers-
verzlun í Reykjavík sendi skip í „speku-
lantstúr“ til Akraness, en þá hafði for-
stöðu verzlunarinnar Jón Steffensen.
Verzlunarstjóri í ferðinni var Þorlákur
Ó. Johnson, sem þá mun hafa verið ný-
kominn frá Englandi, en hjálparmaður
hans var Jón Gunnarsson, síðar Sam-
ábyrgðarforstj óri, er þá var unglingur.
Þeir sigldu skipi sínu til Akraness, og
var það fullt af vörum, en er þangað
kom, var þar annar „spekulant“ fyrir,
og var búinn að liggja þar í 2—3 daga.
Þorlákur fór nú í land til þess að segja
til sín og útvega sér viðskiptavini, en
það gekk ekki eins vel og hann hefði
óskað, sem nokkuð stafaði af því að hin-
ir voru komnir á undan. Eftir 2—3 daga
höfðu þeir því lítið selt, og sá Þorlákur,
að ekki mátti við svo búið standa leng-
ur. Þótti honum illt að hafa farið al-
,gera „fýluferð". En hvernig mátti hann
rétta hlut sinn úr því sem komið var?
Hann kallar á sína menn og segir við
þá: „í kvöld förum við allir í land og
biðjum „kokkinn“ að hafa með sér har-
monikuna, ætla ég að biðja hann að spila
á hana í landi. Mun hún hæna fólkið að,
svo ég geti fengið tækifæri til að tala
við það og kynna því vörur þær, er við
höfum á boðstólum.“ Þetta var gert, og
þeir sungu og spiluðu, og kom brátt til
þeirra hópur af fólki. Þá kveður Þorlák-
ur sér hljóðs og ávarpar fólkið. Hann
segir þeim til hvers þeir séu komnir
hér, með fullt skip af alls konar varn-
ingi og ódýrum, þar á meðal ýmislegt,
sem ekki muni hafa sést hér áður. Hann
yoni, að fólk láti svo lítið daginn eftir
að skoða þessar vörur þeirra, hann hafi
hér ekkert meðferðis nema lítilsháttar
af rúsínum, fínabrauði og brjóstsykri,
sem það geti fengið að bragða. En ann-
;að kvöld skuli hann biðja þennan ágæta
spilara, „kokkinn“, að nota harmónik-
una um borð og geti það þá dansað á
dekkinu eftir að hafa kynnt sér verð og
gæði varanna í skipinu.
Þetta gekk allt eftir „áætlun“, eins
og hjá Hitler!! Þorlákur seldi allar vör-
urnar úr skipinu á fáum dögum, og
keypti í það aftur íslenzkar afurðir. —
Síðan sigldu þeir til Reykjavíkur hinir
ánægðustu og fóru þar strax í land.
Þegar að bryggjunni kom stendur þar
Steffensen verzlunarstjóri og virðist
vera heldur þungbúinn, og segir: „Já,
það fór eins og mig grunaði, að þið
selduð lítið, sem var nú von, þar sem
hinir voru komnir á undan. Ekki hefur
skipið létzt mikið.“ „Nú, ég læt það
vera,“ segir Þorlákur. „Nei, hann er lít-
ið léttari, ég er ekki svo óánægður, við
höfum selt allar vörurnar og keypt í það
vörur í staðinn, svo við getum vel við
unað.“ Þá lyftist heldur brúnin á Stef-
fensen, sem sagðist nú halda, að þeir
yrðu að koma heim og þiggja góðgerðir
fyrir svona frammistöðu.
Thor Jensen.
Þorlákur Ó. Johnson var eins og
kunnugt er einn af brautryðjendum
hinnar innlendu verzlunar, hygginn og
snjall verzlunarmaður. Hann flutti hing-
að til lands ýmsar nýungar í verzlun og
viðskiptum, m. a. at notfæra sér meira
en áður var mátt og gildi auglýsinga,
eins og þessi saga sýnir glögglega.
Þorlákur var faðir hins kunna og á-
gæta kaupsýslumanns Ólafs Johnson og
þeirra systkina.
Thor Jensen.
Svo sem sagt er frá í öðrum þætti,
fluttist hingað í september 1894 ungur
maður, sem nú er fyrir löngu orðinn
þjóðkunnur, Thor Jensen að nafni. Hann
er danskur að ætt, kom hingað til lands
aðeins 14 ára gamall, til þess að vera
hér við verzlunarstörf eins og þá var al-
títt, meðan danskir menn áttu hér flest-
ar verzlanir. Hann kom fyrst til Borð-
eyrar og var þar í nokkur ár. Þar kynnt-
ist Thor ungum manni, Sveini Guð-
mundssyni, sem síðar varð nafnkunnur
Akurnesingur, og héldu þeir mikilli vin-
áttu upp frá því.
Thor gerist vorið 1887 verzlunarfull-
Frú Þorhjörg Jensen.