Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 16
52
AKRANES
Sveinn Gu&mundsson.
stjóri Stefánsson Guðmundssonar pró-
fasts á Staðastað Jónssonar hins lærða
og konu hans Önnu Sigurðardóttur.
Móður sína missti Sveinn 1862 og var
þá tæpra þriggja ára að aldri. Ólst hann
síðan upp á Elliða og á Borg í sömu
sveit hjá frændfólki sínu. Þá var prest-
ur á Staðastað séra Sveinn Níelsson,
hafði Sveinn ákafar mætur á sr. Sveini,
og taldi hann mikilmenni á marga lund.
Minntist Sveinn margs í því sambandi
alla æfi, og sannar það að mikil og góð
áhrif getur góður prestur haft á börn og
unglinga, jafnvel svo að þess sjái merki
langa æfi, og meira að segja lengur. —
Hann hafði og miklar mætur á alnafna
sínum kaupmanni á Búðum, þess er get-
ið er hér að framan. Var honum komið
í kennslu til hans einhvern tíma, og
héldu þeir nafnarnir vináttu upp frá
því, enda urðu þeir allmikið meira sam-
ferða síðar. Því nokkru síðar gerðist
nafni hans verzlunarfulltrúi á Borðeyri.
Þegar svo var komið, skrifaði hann ein-
mitt nafna sínum að norðan og bað hann
að koma til sín fyrir verzlunarmann,
varð það úr og fór Sveinn norður um
vorið. Kaupið skyldi vera 150 kr. um
árið og auk þess fæði og húsnæði. Enn-
fremur mátti hann, ef hann vildi, vera
frjáls að fara til sjóróðra á vetrarvertíð.
Þarna hitti Sveinn Guðmundsson Thor
Jensen í fyrsta skipti, og sváfu þeir sam-
an í herbergi meðan þeir voru saman á
Borðeyri.
Sveinn vann sér fljótt álit, og voru
falin ýms þau störf við verzlunina, er
öllum var ekki trúað fyrir. Þannig var
honum fljótt fengið það vandasama verk
að kaupa fé á fæti, og fékkst hann síðan
við það meira og minna í 35 ár fyrir
ýmsa bæði fyrir sunnan og norðan. —
Sveinn var vinnusamur, duglegur og
reglusamur og vildi áfram, hann var því
ákveðinn að nota vetrarvertíðar „orlof-
ið“ og fór til sjóróðra á Seltjarnarnes
1882. Það sama ætlaði hann sér að gera
árið 1883, en kom þá við á Akranesi í
suðurleiðinni, enda átti hann þar systur
búsetta. Var hún gift Erlendi Erlends-
syni í Teigakoti. (Þau fóru síðar til Am-
eríku). Þar gisti Sveinn. Daginn eftir
var „hauga“ landsynningur og ekki suð-
urferðarveður. Fór Sveinn því að hitta
kunningja sína að vestan, Pétur Hoff-
mann og systur hans, Mettu, en þau
bjuggu þá saman á Bakka.
Pétur segir Sveini, að hann eigi einn
mann óráðinn hjá sér í vetur og spyr,
hvort hann vilji ekki slá til. Það samd-
ist þegar svo um, að hann skyldi verða
útgerðarmaður hjá þeim systkinum báð-
um þessa vertíð. Vertíðin gekk það vel,
að þau töpuðu ekki á Sveini, og hinsveg-
ar svo vel, að um vorið voru þau Sveinn
og Metta trúlofuð, en þó vissi bróðir
hennar ekki af því, er Sveinn fór. Að
lokinni vertíð fór Sveinn aftur norður
og var þar veturinn 1883—4. Seinast í
janúar þennan vetur fær Sveinn bréf
frá Mettu, og segir það frá þeim feikna
mannskaða, sem þá hafði orðið 7. janú-
ar, en þá drukknaði Pétur Hoffmann,
bróðir hennar, ásamt völdu liði, alls 18
manns af Akranesi, af tveimur skipum.
Biður hún Svein að koma suður vegna
þessara atburða.
Pétur hafði miklar framkvæmdir í
huga, þegar hann féll frá. M. a. var þá
hið feikna stóra hús hans þá ekki full-
smíðað. Sveinn sagði því þegar upp
stöðu sinni hjá Bryde og jafnframt
Thor Jensen, og fóru þeir báðir suður
til Akraness og komu þangað í apríl ár-
ið 1884.
Hálfpartinn hafði þeim Thor komið
til hugar að kaupa Hoffmannshús og
taka upp starfið, þar sem Pétur skyldi
við. En þegar allir reikningar voru upp-
gerðir í þessu sambandi, þótti þeim það
hvorki ráðlegt né mögulegt að hugsa til
verzlunar. Eitthvað var útistandandi, er
lítið varð úr, en húsið kostaði ca. 12
þúsund krónur, og þóttu það miklir
peningar þá.
Þau Metta og Sveinn giftu sig 28. ág-
úst 1884 og voru í Hoffmannshúsi þang-
að til 16. maí 1889. Það ár keypti Sveinn
Merkurlóðina, sem svo er nefnd, rösk-
lega hálfan ha. að stærð. Þetta sama ár
byggði hann þar lítið hús, 7x9 álnir að
stærð og fluttust þau þangað. Allt var
húsið í skuld, en lóðina átti hann skuld-
lausa.
Aðalatvinna Sveins um skeið verður
nú sjómennska, er hann oft formaður.
Hann eignast skip móti Magnúsi Ólafs-
syni og er formaður á því. Árið 1893 er
gott fiskiár, þá fékk Sveinn 700 í hlut í-
25 róðrum á vertíðinni. Hafði hann
sjálfur þrjá hluti og fékk alls 650 kr.,
þótti það mikið. Þetta vor og sumar
fiskaðist líka vel. Þá voru hér milli 70
og 80 fleytur og kom því allmikill fisk-
ur á lana.
Á þessu ári byrjaði Sveinn að taka að
sér „akkorð“ í upp og útskipun, sérstak-
Metta S. Hansdóttir, kona Sveins.
lega á salti og fiski. Gerði hann þetta í
nokkur ár ásamt tíu völdum dugnaðar-
mönnum, er hann tók með sér í þetta.
Greiðslan var 30 aurar fyrir tunnu af
salti (150 kg.) Taka það í lest og skila
því í pakkhús. Fyrir fiskinn 60 aurar á
skpd., taka hann á vigt og skila honum
um borð í skip. Leiðin var úr sundinu
á Krossvík. Sveinn hafði til þessa tvö
skip. Hann var sjálfur formaður á öðru,
en Ásbjörn heitinn í Melshúsum á hinu.
Skip Sveins bar 65 tunnur af salti eða
50 skpd. af saltfiski. í akkorðunum unnu
þeir 12—16 tíma í sólarhring. Þegar þeir
reiknuðu út daglaunin eftir sumarið,
urðu þau sem svaraði, minnst hálfum
sekk af rúgmjöli, en mest hálfur sekk-
ur af grjónum.
Nokkur ár fór Sveinn í „spekulants-
túra“ um alla Vestfirði fyrir Th. Jensen.
Þegar Vídalínsútgerðin var hér, réðist
Sveinn verkstjóri þangað 15. maí 1899.
Skipaði hann upp og út vörum, sá um
verkun á fiski félagsins o. fl. Þegar Thor
Jensen tók að sér stjórn félagsins og
fór til Hafnarfjarðar fór Sveinn með
honum til að halda áfram verkstjórn-
inni. Þá var ekki gert ráð fyrir að félag-
ið yrði lengur á Akranesi, þó því yrði
lengra lífs auðið.
Veturinn 1899'—1900 var því Sveinn
sérstaklega við ístöku í Vatnagörðum
fyrir innan Reykjavík. Hinn 13. febrú-
ar voru þeir búnir að taka í húsið 800
tonn af ís, og kostaði tonnið sem svar-
aði kr. 1.25. Hinn 25. marz árið 1900 fékk
Sveinn uppsögn hjá félaginu, þar sem
þá var séð fyrir að félagið yrði lagt nið-
ur, og fór hann því þá þegar heim.
Þetta sama ár, 29. nóvember, réðist
hann sem verzlunarstjóri fyrir Thom-
sensverzlun á Akranesi frá næstu ára-
mótum að telja. En svo stóð á, að þá var
Magnús Ólafsson á förum til Reykjavík-
ur. Kaupið var ákveðið 900 krónur um
árið. Thomsen líkaði mjög vel við Svein
og hækkaði laun hans fljótlega óumbeð-