Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 15

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 15
akranes 51 Reykjavíkur, fyrst á opnum bátum og síðar á mótorbátum, oft fram og til baka sama dagnn. Var hann þá að selja þar egg, fugla, kartöflur, smjör o. fl. Vilhjálmur átti verulega í togara með Elíasi heitnum Stefánssyni. Það er sagt, að honum hafi verið „komið í skilning um það“ í byrjun síðasta stríðs, að þetta gæti orðið vafasöm eign og áhættusöm. En hvað sem um það er, samdist svo um með þeim Elíasi, að Vilhjálmur fengi húsið á Laugaveg 44 í Reykjavík fyrir hluti sína ' togurunum. Þann veg komst hús þetta í eigu Vilhjálms. Hygg ég, að einmitt þetta hafi fyrst og fremst losað um Vilhjálm hér. Því slíkur snyrti- og þrifamaður gat vitanlega ekki átt svo stóra eign án eftirlits og umhirðu af sinni hendi. Um vorið 1917 seldi hann Hoffmanns- hús þeim Ólafi B. Björnssyni og Bjarna Ólafssyni, en flutti þá til Reykjavíkur; keypti hann þar húsið á Laugaveg 44, eins og áður segir, og dvaldi þar til dauðadags, 1926. Hljóta margir Reykvíkingar að minn- ast snyrtimennsku hans og þrifnaðar, ekki síður en vér Akurnesingar. — Vil- hjálmur var fæddur 29. sept. 1862 á Stað í Grindavík. Verslun Lofts Loflssonur og Þórðar Asmundssonur. Loftur Loftsson er fæddur í Götu (þar sem nú eru Grímsstaðir) 15. febr. 1884. Foreldrar hans voru Loftur Jóns- son, er drukknaði með Pétri Hoffmann janúar þetta sama ár, sem Loftur fæddist, og kona hans Valgerður Eyj- ólfsdóttir, sem síðar átti Jón Benedikts- son í Aðalbóli. Loftur stundaði aldrei sjó, heldur fór hann ungur til Thom- sensverzlunar og gerðist verzlunarmað- ur, en var þar ekki nema 2 ár. Árið 1900 fór hann til Vilhjálms Þorvaldssonar og var þar til 1907, er hann tók sjálfur að hugsa til verzlunar. Þórður Ásmundsson er fæddur á Há- úúg 7. júní 1884, sonur Ásmundar Þórð- arsonar, sem nýlega er látinn, og konu hans Ólínar Bjarnadóttur. Hann var líka sem unglingur við Thomsensverzl- un nokkurn tíma, en stundaði nokkuð sjó sern ungur maður eins og hér hefur áður verið sagt frá. Árið 1908 stofnsettu svo þessir jafn- aldrar verzlun og byggðu hús fyrir verzlunina við Vesturgötu, þar sem nú stendur verzlunarhús Þórðar. Stofnfé þeirra félaga til þessa verzlunarreksturs voru kr. 4000.00 og voru þær fengnar að láni hjá Gísla Daníelssyni í Kárabæ. — Þessi ákvörðun þeirra félaga var Vil- hjálmi Þorvaldssyni mjög á móti skapi, °g gerði hann þeim svo örðugt fyrir sem hann gat. Hóf hann og hélt um stund uppi harðvítugum „konkurance“, en ekki varð þeim það að meini. Verzlun þeirra varð fljótt mjög vinsæl og jókst hröðum skrefum, ekki sízt við bændur upp um allt hér. Enda fluttu þeir um mörg ár vörur til þeirra á Seleyri í Borg- arfirði og á marga staði í Hvalfirði. Þeir keyptu allar innlendar afurðir. — Þessi verzlun þeirra við héraðsmenn Hið nýja verzlunarhús Þórðar Ásmunds- sonar h. f., sem hyggt var árið 1941. minnkaði mjög eftir að kaupfélögin komu til sögunnar, er samgöngur bötn- uðu við Borgarnes og farið var að flytja allar vörur í Hvalfjörð af kaupfélaginu þar. Árið 1919 skiptu þeir Þórður og Loft- ur eignum með sér. Nokkru þar á eftir hætti Þórður beinum verzlunarrekstri um mörg ár, en leigði ýmsum verzlun- arhúsin. 1938 hóf hann verzlun á ný 1 sömu húsum. 1941 byggði Þórður svo sitt stóra verzlunarhús á sama stað sem hið gamla hús, en það var fært fjær og stendur sem viðbygging sunnanvert við hið nýja hús. Þetta er langstærsta og veglegasta verzlunarhús, sem enn hefur verið byggt á Akranesi. í sambandi við verzlunina er rekin kjólasaumastofa, auk þess sem verzlað er með flestar algeng- ar vörur. Þegar er húsið var tilbúið setti Þórð- ur á fót mjólkurbúð í norðvesturhorni hússins. Þórður Ásmundsson andaðist 3. maí 1943, en fjölskyldan heldur rekstrinum áfram í svipuðu formi og áður var. — Þórður var hinn ágætasti drengur, en ekki atkvæðamaður til átaka, enda var hann mjög hlédrægur alla tíð. Ef í odda skarst, þar sem hann var viðriðinn, var hann fyrsti maður til að ganga á milli og sætta. Alltaf var hann boðinn og bú- inn til að leggja eitthvað af mörkum til framfara-, mannúðar- eða menningar- mála, og mætti sama segja um konu hans, Emilíu Þorsteinsdóttur, sem í hví- vetna er hin mesta rausnar- og gæða- kona. Um Þórð má nánar lesa í 5. og 6. tbl. Akraness 1943. — Hans mun og síð- ar verða getið í þessum þáttum. Björn Jónsson kaupmnður. Björn var fæddur 3. ágúst árið 1857 í Tröllatungu í Strandasýslu. Þaðan ílutt- ist hann ungur með foreldrum sínum að næsta bæ, Hlíðarseli, þar sem hann ólst upp og dvaldi þroskaár sín. Á þeim ár- um stundaði hann störf jöfnum höndum við landbúnað og sjóróðra. Reri hann t. d. nokkrar vertíðir til hákarla á Gjögri, sem eins og kunnugt er, er gömul há- karlaveiðistöð. Er sagt að einmitt það- an hafi lengst verið stundaðar slíkar veiðar á opnum skipum. Líka reri Björn við ísafjarðardjúp, lengst af hjá Jóni bónda á Garðsstöðum, sem var mikill sjósóknari. Hann var faðir Kristjáns frá Garðsstöðum, Jóns Auðuns og Ólafs í Elliðaey. Björn fór ungur í Ólafsdalsskóla og lauk þar prófi. En að námi loknu reisti hann bú á Eyjum í Kjós, þar sem hann bjó í nokkur ár. Þá bjó hann að Þránda- stöðum í Brynjudal, Heynesi í Innri- Akraneshreppi og Vestri-Leirárgörðum í Leirársveit. Hafa kunnugir sagt, að hann hafi verið snyrtimenni í búskap sínum og setið jarðirnar vel. Kemur það líka vel heim við það, sem kunnugir geta hugsað sér. Frá Leirárgörðum fluttist Björn til Akraness, líklega vorið 1903. Hann gerð- ist starfsmaður verzlunarinnar Edin- borg og var hér síðasti starfsmaður verzlunarinnar, er hún lagðist niður síðast á árinu 1909. Björn keypti þá eitt- hvað af vöruleyfum verzlunarinnar, sérstaklega vefnaðarvörur. Keypti hann húsið Sunnuhvol og byggði áfast við það skúr, sem hann verzlaði í síðan, eingöngu með vefnaðarvörur. Samhliða eigin verzlun hafði hann um sinn inn- heimtu á skuldum fyrir verzlunina Ed- inborg og aðrar útréttingar í sambandi við niðurlagningu verzlunarinnar. Þessi verzlun Björns var fyrst og fremst hugs- uð til þess að skapa fullorðnum manni starf og eitthvað lítilsháttar lifibrauð handa manni, sem ekki gerði miklar kröfur. Björn hafði marga góða kosti til að bera, sem góðan kaupmann prýða. — Hann var stilltur, prúður og vandaður maður svo að af bar. Hann var yfirleitt léttur í skapi, án þess nokkurntíman að nálgast gáska. Hann var óvenju ábyggi- iegur og mátti reiða sig á hans orð sem skrifað væri. Hreinlegur, reglusamur og nákvæmur um alla hluti. Hann skrifaði ágæta hönd. Björn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Pálína Gísladóttir. Þau slitu samvistum eftir nokkurra ára sambúð. Sonur þeirra er Sigurður fiskimatsmað- ur á Sigurhæð hér í bænum. Síðari kona hans var Þórunn Magnúsdóttir frá Hró- bjargarstöðum í Kolbeinsstaðahreppi. Þegar hún missti mann sinn höfðu þau búið saman í 34 ár. Þau áttu engin börn saman. Björn andaðist 18. júní 1933. — Hans verður nánar getið í öðrum þætti. Sveitm Guðmuiidsson. Hann byrjaði hér ekki sjálfstæða verzlun fyrr en 1. apríl 1914, en hann var þrátt fyrir það enginn viðvanTngur í verzlunarsökum eða viðskiptum. Hann hafði í þeim efnum aflað sér víðtækrar reynslu og þekkingar allt frá. unglings- árum. Sveinn Guðmundsson er fæddur á Elliða í Staðarsveit 5. sept. 1859. For- eldrar hans voru Guðmundur hrepp-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.