Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 12
48
AKRANES
legur til stórræða. 4. apr. þetta ár kom
svo sýslumaðurinn til að skrifa upp, en
að uppskrift lokinni skeði það einkenni-
lega, að eignir og skuldir stóðust á eftir
mati uppskriftarmanna.
Allir sem til þekkja, geta gert sér í
hugarlund hvað nauðungarsala hafi
gert á þeim tímum. Árið 1902 var þetta
endanlega uppgert, námu þá allar
skuldir innlendar og erlendar 91470 kr.,
en andvirði eignanna á móti 47560 kr.
Ber í þessu sambandi að athuga, að ekk-
ert var gert til að gera fullvirði úr eign-
unum. Þannig voru t. d. 2 dekkskip seld
fyrir 5 þús. kr. bæði. Allar fasteignirnar
á Akranesi voru seldar fyrir 10 þúsund
kr., þar í var hið nýbyggða fiskhús, sem
eitt kostaði fyrir utan lóð 8 þús. kr. Af
þessu má sjá, hve „nauðsynlegt þetta
gjaldþrot hefur verið“.
Þetta varð Akranesi til mikils tjóns,
ekki einasta hvernig í bili var tekið fyr-
ir „kverkar“ Thors, að þeim fannst að
ástæðulausu, og með því missa úr þorp-
inu þennan athafnasama ágætismann.
Hann fór héðan alfarinn til Hafnar-
fjarðar 4. okt. 1899 og var mikið saknað
úr opinberu lífi og atvinnurekstri.
Thor sýndi enn hvað í honum bjó,
hann komst fljótt yfir þennan „farar-
tálma“, og „reif sig upp“ sjálfum sér til
gagns og almenningi til heilla. Thor var
aldrei samansaumaður „búra eða okur-
karl“, hann hefur áreiðanlega aldrei
verið „þræll auranna“, til marks um
það má minna á það, sem sannar þetta
fullkomlega, enda mun það vera mjög
óalgengt.
Eins og á stóð, gat ekki hjá því farið,
að ýmsir ættu inneignir nokkrar hjá
Jensen, þar sem hann lét vinna mikið
og keypti allar íslenzkar afurðir. En það
sýnir Ijóslega mannkosti hans og dreng-
lund, að hann gleymdi ekki Akurnes-
ingum þegar honum fór að vegna betur
aftur. Hann sendi sem sé sýslumannin-
um í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu fulla
greiðslu á öllum inneignum manna (þar
og annars staðar) og bað hann að koma
því til réttra hlutaðeigenda. Þetta mun
vera svo til einsdæmi og sýnir vel yfir-
burði Thors og drenglund í hvívetna.
Og þessu líkt mun honum hafa farist
í viðskiftum sínum við flesta menn fyr
og síðar. Væru íslendingar menn að
meiri ef þeir tækju sér hann til fyrir-
myndar í þessum efnum og mörgum
öðrum.
Um þennan ágæta mann hefur vinur
hans, Sveinn Guðmundsson skrifað svo
í endurminningum sínum: „Fátækastur
maður hér á landi. Ríkastur maður hér
á landi. Athafnamestur hér á landi.
Gjafmildastur og bezti drengur, enda
sína verkin merkin1. Undir þessi orð er
tekið og þess óskað, að stórhugur, gifta
og drengskapur megi æfinlega fylgja
þeim stóra ættboga, sem frá þessum
merkishjónum mun koma.
Edinborgarverzlun.
Um haustið 1899 byrjar Edinborgar-
verzlun í Reykjavík (Ásgeir Sigurðs-
son) að verzla hér í Krosshúsinu. Ás-
geir Sigurðsson hafði verið mörg ár við
verzlun í Edinborg í Skotlandi. Þar
kynntist hann tveimur enskum mönn-
um, sem báðir nokkuð, og þó sérstak-
lega annar, kemur mikið við íslenzka
verzlunarsögu. Annar þeirra hét Geo
Copeland og giftist síðar íslenzkri konu.
Þau bjuggu hér á landi mörg ár. Hinn
hét Norman M. Berrie og hefur alltaf
haft mikil viðskifti við íslendinga síð-
an. Hann er nú dáinn. Báðir þessir Eng-
lendingar gengu í félag við Ásgeir og
stofnuðu þeir verzlunina Edinborg í
Reykjavík árið 1895. Þessi verzlun gerð-
ist fljótt umsvifamikil á vorn mæli-
kvarða, og setti á fót útibú hvert af
öðru hingað og þangað allt í kringum
landið. M. a. á Akranesi, eins og að
framan er sagt.
I Krosshúsinu hafði þá um mörg ár
verzlað Guðmundur Ottesen, föður-
bróðir Péturs Ottesen. En þegar hann
hætti, keypti húsið Björn augnlæknir
Ólafsson, en hann leigði Edinborg það
fyrir verzlunina og fyrir íbúð verzlun-
arstjóranna. (í 5. tölubl. I. árg. var sagt,
að Jón Guðmundsson hafi byggt Kross-
húsið, en það átti að vera Guðnason.
Sömuleiðis var þar sagt, að Edinborg
hafi keypt húsið. Þetta leiðréttist því
íip
hér með). Edinborg var hér mjög vin-
sæl verzlun og ber margt til þess. Að-
aieigandi verzlunarinnar, Ásgeir Sig-
urðsson var öðlingsmaður, og verzlun-
arstjórar hans hver öðrum prúðari, geð-
ugir menn og afbragðsdrengir. Þetta
var því ein stærsta verzlun hér á þess-
um árum, með erlendar og innlendar
vörur.
Skömmu eftir aldamótin samdi Edin-
borg við togarafélag eitt í Aberdeen
um að kaupa allan fisk fjögurra skipa
félagsins er þau fiskuðu hér við land.
Var upphaflega svo ráð fyrir gert, að
eitt þessara skipa skyldi leggja aflann
upp á Akranesi en hin 3 í Reykjavík.
Þetta breyttist þó fljótt þannig, að fleiri
skipin lögðu hér upp, og alveg sitt á
hvað. Af þessu leiddi það, að hér kom
mikill fiskur á land sem allur var verk-
aður hér og skapaði mikla atvinnu.
Leigði Edinborg í þessu skyni fiskhús
þau og reiti er Thor Jensen hafði látið
gera er hann kom hingað skömmu fyrir
aldamótin, en þessar eignir átti nú
Böðvar Þorvaldsson. Af þessum afla
skipanna tók Edinborg aðeins þorsk og
þyrskling ofan í 12". En svo samdist um,
að allan smærri fisk og annan ruslfisk
keypti Magnús Magnússon (síðar kaup-
maður á ísafirði, nú í Reykjavík), sem
þá var verzlunarmaður hjá Edinborg.
Hann verkaði þennan smáfisk í Ward,
og seldi hann til útlanda, en annan rusl-