Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 4

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 4
40 AKRANES HEIMA OG HEIMAN Ómar sönglist unaðsrík“. Sunnudaginn 16. apríl sl. kom Barna- kór Borgarness hingað og söng hér í Bíó- höllinni. Atburður þessi mun af fæstum talinn meðal stórtíðinda, en á mig hafði þessi skamma ánægjustund þau áhrif, að ég get ekki stillt mig um að minnast á þetta örfáum orðum opinberlega í þakk- lætisskyni við hina ungu gesti og söng- stjórann, enda þótt ég viti að þakkar- gjörðin verði fátæklegri en ég hefði ósk- að að hún gæti orðið. Eg er lítt söngfróður og þessi fáu orð eiga því ekki að verða listrænn dómur um glæsilega meðferð kórsins á við- fangsefnum sínum. í því sambandi vil ég aðeins geta þess, að mér heyrðist kór- inn í engu standa að baki hinum beztu barnakórum, sem ég hefi heyrt til í út- varpinu. Það sem kom mér til að skrifa þessar línur er umhugsunin um það, hve mikla menningarstarfsemi herra Björg- vin Jörgensson leysir af hendi fyrir Borgfirðinga með því að samræma hugi barnanna og einbeita þeim að sameigin- legu markmiði. Sameina hina tiltölulega veiku skerfi þessara ungu einstaklinga til þess að þeir myndi svo sterka heild, sem þeir gerðu með fullkominni örygg- istilfinningu án nokkurrar þvingunar og oft með svífandi léttleika. Það er unaðs- legt að heyra söng líða og óma af vör- um ungra barna frjálsan eins og vorblæ fjallanna. Finna, að þau sjálf elska söng- inn og sjá að þau syngja vegna söngsins og fyrir þann mann, sem hefur kennt þeim að syngja. Það er sagt að lengi búi hver að fyrstu gerð, og ég trúi ekki öðru en að áhrif- anna af þessari starfsemi barnanna eigi eftir að gæta í lífi þeirra, þegar þau komast á þroskaaldur. Sálir barna eru eins og ung, veik blóm. Blómin dafna og verða fögur, þegar ylur og birta leika um þau, og þeir menn, sem í starfi sínu kenna börnunum að þekkja og skilja og bera virðingu fyrir einhverri hinni feg- urstu fegurð, sem til er, eiga skilið mik- ið þakklæti samtíðarmanna sinna fyrir það framtíðargagn, sem af starfi þeirra leiðir. Þess vegna samgleðst ég hinum ungu meðlimum Barnakórs Borgarness vegna lánssemi þeirra, að hafa fengið stjórn- anda, sem gerir miklar kröfur og veit hverjar leiðir hann á að fara til þess að fá þær uppfylltar eftir óskum sínum. Eg óska söngstjóranum til hamingju með glæsilegan árangur af starfi, sem mér skilst að hafi krafist geysimikils tíma og mikillar þolinmæði af hans hálfu, og mér er sérstök ánægja að geta þess, að ég hefi ennþá ekki heyrt neinn minnast á þessa söngskemmtun án þess að lýsa hrifningu sinni á henni. Vonandi líður ekki mjög langt þang- að til þessir ungu og kurteislegu söng- gestir láta aftur til sín heyra hér, og það er einnig vonandi, að einhver ann- ar Akurnesingur en Björgvin geti áður en langt líður reynst æskulýð Akranes- kaupstaðar svo drjúgur liðsmaður í- göfgandi og þroskandi starfsemi á þessu sviði, sem hann hefur reynst Borgfirð- ingum. Guðm. Jónsson. Talslöð og miðunarstöð ú Akranesi. I hinu eftirminnilega ofviðri þann 12. febrúar s. 1. var skipshöfninni af m.b. Björn II. og fjórum mönnum af m.b. Ægir frá Gerðum bjargað frá druknun. Það má m. a. þakka því að talstöðvar bátanna voru í góðu lagi og þá ekki síð- ur því að bátarnir sigldu í samfloti. — Sjómenn ættu vel að muna eftir að hag- nýta sér þá reynslu er þessi dagur færði mönnum. Hér við flóann vantar þrennt tilfinn- anlega: Talstöð og miðunarstöð, bæði á Akranes og Garðskaga, og að skjótt sé brugðið við úr landi — af þeim sem slysavörnum stjórna — þegar slík ofsa- veður eru fyrirsjáanleg. Að send séu út stór og sjóhæf skip til aðstoðar. Talstöð og miðunarstöð á Akranesi væri mikið öryggistæki fyrir alla sjófar- endur við Faxaflóa. Hér skal aðeins nefnt dæmi. Umgetinn óveðursdag voru fjórir bátar (sá fimmti sökk) villtir fram undir myrkur og gátu ekki hreyft sig vegna grunnbrots, og hættunnar af Hraununum annars vegar og skerjagarð- inum á Mýrum hins vegar. Við, sem í landi vorum fylgdumst eftir mætti með því sem fram fór. Báðum við Slysa- varnafélagið að útvega þeim miðun, sem ekki var fáanleg, sökum þess að tæki voru ekki fyrir hendi. Allt fór vel í þetta sinn, að því er þessa menn snerti. Skip, sem sigla fyrir Snæfellsnes á leið til Reykjavíkur mundu hafa mikil not og öryggi af miðunarstöð á Akra- nesi, þar sem leiðin milli Hrauna og Mýra, í stefnu fyrir Akranes, er að dómi sjómanna dýpsta og bezta leiðin, ef rétt er farin. Það er ekki ósjaldan, sém síminn er bilaður héðan til Reykjavíkur. í slíkum veðrum geta bátar sjaldan lagst hér að bryggju vegna hafnleysis, og er þá ekki hægt um vik með tilkynn- ingar. Það virðist því allmikið kæru- leysi að hafa hér ekki talstöð til öryggis sjófarendum, þó að eki væri til notkun- ar nema undir slíkum kringumstæðum. Úti um víða veröld eru þessi tæki nú notuð til tortímingar mannslífa og sóun- ar hvers konar verðmæta. Við þyrftum að afla okkur slíkra tækja til öryggis og aðstoðar mönnum við hættuleg störf í þágu alþjóðar. Gamli vitinnn hér væri tilvalinn stað- ur fyrir slík tæki sem þessi. Einnig mætti hafa þar sterkan ljóskastara og önnur öryggistæki, t. d. björgunartæki og öndunartæki, — sem hér ætti einnig að vera til. — Þannig gæti gamli vitinn ekki einasta verið minnisvarði Akranes- sjómanna fyrr og síðar, heldur einnig á þennan hátt eins konar björgunarstöð. Þótt sjómenn gleymi fljótt fárviðrun- um og séu oft um of kærulausir um sinn og hvers annars hag, ættum vér, sem í landi erum, að muna eftir skyldum vor- um, og nú m. a. með því að stuðla að því að slík tæki sem hér hefur verið minnst á komi strax í sumar. J. Þ. Kvenjélug Akurnesinga hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 30. marz s. 1. Á fundinum voru birtir reikn- ingar félagsins, ásamt reikningum sjóða þeirra, er félagið hefur safnað til á liðn- um árum og vinnur enn að að auka, en það er sjúkraskýlissjóður og húsmæðra- skólasjóður. Um síðustu áramót nam sjúkraskýlis- sjóður félagsins kr. 51.880.93. Er þar með talin fasteign sjóðsins, sem mun þó lágt reiknuð. Um sama leyti var húsmæðraskóla- sjóður kr. 21.701.52. Eru þar með taldar kr. 3000,00 úr hrepps og bæjarsjóði. En á sínum tíma hét hreppsnefnd Ytri- Akraneshrepps kr. 10.000.00, er greidd- ar yrðu á 10 árum til skólabyggingar hér. Frá því um síðustu áramót hefur sjóðnum bætzt nokkurt fé. Auk þess fékk alþingismaður Pétur Ottesen því framgengt á síðasta alþingi, að á þessu ári mun ríkissjóður leggja fram krónur 110.000.00 til væntanlegs húsmæðra- skóla hér. Virðist því auðsætt, að kaup- staðarbúar sjálfir megi eigi láta á sér standa með að safna fé í þessu skyni. Á fundi kvenfélagsins var áformað að stofna til hlutaveltu fyrir sjúkraskýlis- sjóð mjög bráðlega. Væntir félagið þess, að Akurnesingar stuðli að því að hluta- velta þessi gefi hinn bezta arð, svo og aðrar þær framkvæmdir, er félagið kann að hafa með höndum til eflingar sjóðn- um. Mun félagið og beita sér fyrir ýmsu til eflingar fyrir húsmæðraskólasjóð, auk þess sem það væntir þess, að ýmsir góðir Akurnesingar minnist mætra kvenna með minningargjöfum í sjóðinn. Eru þær allar jafn velkomnar, hvort sem þær eru stórar eða smáar. S. Þ.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.