Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 3

Akranes - 01.04.1944, Blaðsíða 3
akranes 39 Útgefandi, ritstjóri og ábyrgðarmaður: Ólafur B. Björnsson. Gjaldkeri: Óöinn Geirdal. Afgreiösla á XJnnarstíg 2, Akranesi. Keimur út mánaðarlega 12 síður. Árg. 20 kr. ekta hugsjónir og sel gervihugsjónir. Viltu kaupa?“ „Já,“ sag'ði ég, „hvað kostar hún?“ „Hún kostar ekki neitt,“ segir þá Sig- valdi. „Þú mátt eiga hana.“ „Gjörðu svo vel og fáðu þér meira kaffi,“ sagði ég. Ég var að íhuga þessi skrítnu við- skipti og sagði: „Það er einkennileg verzlunaraðferð, að gefa hluti.“ „Óklókur ert þú í verzlun,11 sagði hann, „ef þú kannt ekki þá aðferð, að gefa. Maður græðir ekki eins mikið á neinu og því. Þegar þú ferð úr þessum skúr, þá gefur þú skúrinn.“ ,,Ég flutti í þennan skúr í leyfis- leysi,“ sagði ég, „ég á ekkert með að gefa hann.“ Þá sagði hann: „Maður gefur ekki helzt það, sem maður á með. Maður gef- ur helzt það, sem maður hefur stolið. Maður stelur húsi frá manni og gefur sama manninum aftur húsið, svo að hann elski mann.“ „En hvernig má það verða?“ sagði ég. „Það er einmitt leyndardómur verzl- unarinnar,“ sagði hann. Mig var farið að gruna, að ekki væri allt með feldu og hér ætti að ginna mig út í tvísýnt fyrirtæki. Ég stóð því upp °g gekk nokkra hringi á gólfinu, leit út um gluggann og sá snjókornin hnappast niður fyrir utan. Þá sneri ég mér að hinu ófrýnilega andliti, sem brosti af kassanum hreint ekki svo afleitu brosi. Ég sagði: „Þú kemur æfinlega með einhverja djöfuls útúrdúra. Var það tóm lygi um þennan sjálfblekung?“ „Vertu ekki svona hortugur og tor- trygginn,“ sagði hann og ég sá undir eins eftir að hafa vænt hann um lygi, enda stóð ég í þakklætisskuld við hann fyrir að hafa gefið mér hugsjón. „Nú, jæja,“ sagði ég, afsakandi. Þá sagði hann: „Með sjálfblekung þessum geturðu skrifað á víxil hvaða nafn, sem er.“ „Þú átt við að falsa víxil,“ sagði ég. „Vitanlega,“ sagði hann. Þá sagði ég: „Auðvitað er prýðilegt að geta falsað víxla. Hvað kostar sjálf- blekungurinn?“ „Hann hefur aðra náttúru,1 sagði Sig- valdi. „Hver er sú?“ spurði ég. Hann sagði, og þá gaut hann augun- nm upp á mig: „Það, sem skrifað er með honum, verkar sannfærandi á lesand- ann. 65 ára afmæli Ólafur J. Hvanndal. Ólafur Hvanndal prentmyndasmiður varð 65 ára hinn 14. mars s.l. Faðir hans var Jón Ólafsson, síðar bóndi í Galtarvík, en móðir hans, og fyrri kona Jóns, var Sesselja Þórðardóttir (systir Bjarna á Reykhólum). Um leið og blaðið færir Ólafi sínar beztu afmæliskveðjur, sem óefað marg- ir Akurnesingar vildu taka undir, skal hér þess aðeins getið, að hann er fyrsti prentmyndasmiður á íslandi og skapaði hér inhlenda iðn í þessari grein og starfar hann enn, sem ungur væri að iðn sinni. Prentmyndagerð hans verður 25 ára í haust og þá mun nánar verða sagt frá störfum Ólafs hér í blaðinu Þá verður og að geta þess, í hvert sinn sem minnst er á Ólaf Hvanndal, að þar sem hann fer er góður dreng- ur. „Ég vil kaupa þennan sjálíblekung,“ sagði ég. „Engin læti,“ sagði hann. „Þú færð ekki þennan sjálfblekung nema með því skilyrði að þú verðir ráðherra.“ „Hvernig á ég að fara að því,“ spurði ég, „ég kann ekekrt í pólitík.“ „Skilurðu þá ekki, mannfjandi,“ sagði hann, „að þú getur sannfært fólkið með því að skrifa, þú getur falsað víxla og aflað mikilla peninga til mútustarfsemi. Auk þess er þriðja náttúra sjálfblek- ungsins sú, að ef þú hefur hann í brjóst- vasanum, verka orð þín sannfærandi, er þú talar, og þar að auki er ég búinn að gefa þér hugsjón, eða hvað viltu hafa þetta meira, skræfan?“ Ég var órðlaus í bili. Aldrei á æfi minni hafði ég komist í tæri við neitt þessu líkt. Ég skálmaði um gólfið, þvert og endilangt í mikilli æsingu unz ég að lokum nam staðar á miðju gólfi sannfærður um, að ég væri af guði kjörinn til merkilegra hluta. Þá sagði ég: „Ekki skal standa upp á mig í þessum viðskiftum, eða hvað viltu fá í stað- inn?“ „Ég vil fá skækilinn,“ sagði hann. „Hvaða skækil?“ spurði ég. „Skækilinn, mannfjandi, þennan skækil, sem þú hefur undir löppunum.“ Ég leit niður fyrir fætur mér og spurði enn á ný, skilningsvana, óstyrk- um rómi: „Hvaða skækill er það?“ „Það er sá skækill, sem þú kallaf Is- land,“ sagði hann. Mig setti hljóðan andartak, en það var ekki sérlega langt andartak, því að guð hafði sýnilega kjörið mig til merki- legra stórræða og ég sagði: „Það er ekki nema sjálfsagt, að þú fáir skækilinn." „Þú skrifar þá undir þetta,“ sagði hann og rétti mér skjal. Ég skrifaði und- ir mótmælalaust. Síðan brosti maðurinn ákaflega, smokkaði sér í skóna sína og fór út, en um leið óskaði hann þess, að ég mætti halda skemmtileg jól. Síðan er ég hinn friðlausi göngumað- ur, og þó ekki sé liðið ár frá því ég undirritaði skjalið, verð ég þegar að viðurkenna, að ég er ekki maður til þessara hluta, síljúgandi, sífalsandi, sí- friðlaus, án þess að geta neitt flúið, og það hefði sjálfsagt verið hægt að finna heppilegri mann en mig, til þessa. Ymislegt dularfullt kemur fyrir mig þegar nátta tekur og dagsljósið er burtu. Svipir framliðinna koma til mín og segja: „Gott kvöld, gleðileg jól!“ þó að engin jól séu nálæg. Eðlilega verð ég nokkuð uppstökkur við slíkar kveðjur. „Þegið þið,“ segi ég. „Hví gerist þú svo skapbráður," segja þeir þá. „Þegið þið,“ segi ég einungis. Þá segir rödd íramliðinna og raunar líka lifandi fólks: „Ekki vænti ég þú hafir selt ísland?“ Og nú á ég aðeins eina ósk: Að mola þjóðina. Jón Óskar. Lesendur blaðsins eru beðnir að af- saka hve þáttur Geirs Zoega er stuttur í þessu blaði. Það er gert til þess hægt sé að ljúka verzlunarþættinum í næsta blaði. Þetta verður jafnað í næstu blöð- um þar á eftir. Atliygli skal vakin á auglýsingu frá Lýðveldiskosninganefndinn á bls. 55 í þessu blaði.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.