Akranes - 01.12.1944, Blaðsíða 7
III. árgangur
Jólablað 1944
11.—12. tölublað
Jólin
eru ævarandi
boðskapur um
batnandi heim
Eftir hartnær tvö þúsund ára túlkun þessa
eilífa boðskapar, finnst mörgum sem yfir-
skriftin sé vafasöm staðhæfing, þegar litið
er yfir eymd þá og ógnir, sem þeir hafa
valdið, sem boðskapurinn er stílaður til.
Allar þær ógnir og eyðilegging á manns-
lífum og margvíslegum verðmætum er
vafalaust ein átakanlegasta sönnunin, sem
til er fyrir því, að menn noti ekki leiðsögn
þeirrar stjörnu, sem öllum stjörnum er
fegri. Þeirri stjörnu, sem ein hefur þann
eiginleika, að lýsa gegnum kafþykk ský,
sem skafheiðan himin. Það er og verður
sjálfsagt mannsins mesta mein, að vita ekki
eða vilja ekki viðurkenna ætt sína og ei-
lífan uppruna. Og á meðan svo er, þarf
engan að undra, þó menn leggist lágt, í
stað þess að hugsa hátt og sækja á bratt-
ann.
Það er sitt hvað að þyggja leiðbeiningar
eða góðar gjafir, og annað að notfæra sér
það í sambandi og í samræmi við það, sem
boðið er eða gefið. Þar þarf ekki að vitna
til yfirnáttúrlegs heilags boðskapar, sem
menn vilja í lengstu lög veigra sér við að
taka afstöðu til. — Vér skulum heldur halda oss við þennan
heim og heimili vor. Þar verðum vér þráfaldlega þess vör, að
ýms boð foreldranna, sem börnin þó hafa reynt að eru sann-
prófuð í eldi reynslunnar, eru ekki haldin.
Jólin eru tíðast túlkuð sem hátíð barnanna. Sú túlkun, og
sá boðskapur verður barninu vafalaust mikils virði, þegar
það er vaxinn maður.
Jólin eiga líka að vera hátíð hins „volduga“ manns. Þess
sem farinn er að fella af, og flýtir sér til grafar. Þau eiga að
vera sífelld endurnýjun, og orkulind til endurnæringar þess
guðlega neista í mannssálinni, sem ein gerir manninn að
mönnum, og lífið þess vert að því sé lifað. Það eitt gefur ein-
hverja von um að hver og einn hafi orkað einhverju í þá átt
á lífsleiðinni, hvort sem hún hefur verið löng eða skammvinn.
Sá, sem aldrei heyrir eða skilur boðskap jólanna eða er ami
að saklausu blíðlyndu barni, er ekki til fulls í smræmi við
lífsins æðsta takmark, eða samflota við þá hugsjón, sem mönn-
um er mikil nauðsyn að glæða hjá sér og viðhalda, til þess
að öðlast lífsfyllingu, og sjá heiminn vaxa til þi'oska og full-
komnunar meðan hann lifir og getur lagt sitt lóð í skálina til
blessunar en ekki böls.
Hver heilbrigður hugsandi maður hlýtur að finna sárt, hve
þessi volduga, gæðum fyllta veröld, er langt frá því að vera
varanlegur samastaður. Það hafa nú flestir fengið að reyna
meira eða minna síðastliðin fimm ár. í þeim efnum er engra
bóta að vænta, nema að mennirnir lítillækki sig. Nema að