Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 6

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 6
138 AKRANES Sr. Þorsteinn Briem: Seg þakkir Guði góðum Sjö árum eftir að Lúther hóf siðbót sína, var 13 ára gamall latínuskólapiltur á ferð heim úr skóla. Drengurinn var sjúkur, svo að faðir hans hafði útvegað honum hest. En á leiðinni fældist hestur hans. Sveinninn hrökk af baki, en varð fastur í ístaði. Hesturinn dró hann þannig nær tveggja kílómetra veg, unz loks tókst að bjarga drengnum. En hann tók aldrei á heilum sér upp frá því, og varð alla ævi örkumlamaður. Tuttugu og einu ári síðar, er Lúther fann dauða sinn nálg- ast, treysti hann engum hinna yngri manna betur en ör- kumlamanni þessum. Lúther sagði við hann skömmu fyrir andlát sitt: „Þú heit- ir Páll. — Vertu þá eins og Páll. Far þú að dæmi hans og kappkosta að vernda og varðveita kenningu hans.“ Páll Eber var ekki orðinn kennimaður kirkjunnar, þegar Lúther dó. Hvað hafði þá drifið á daga hans? Tveim árum eftir áfallið var Páll Eber orðinn rólfær. Hóf hann þá nám sitt að nýju í latínuskólanum í Núrnberg. En nokkrum efnamönnum þar í borg runnu svo til rifja örlög hans, að þeir studdu hann til námsins. Með hjálp þeirra gat hann síðan stundað háskólanám í Wittemberg, og þar fengu þeir Lúther og Melankhton fljótt miklar mætur á honum. 1 þá daga þótti ungum menntamönnum ekki nóg að leggja stund á eina fræðigrein. Þá vildu afbragðsmennirnir verða sem fjölfróðastir. Páll Eber lagði, auk guðfræðinámsins, einkum stund á förntungurnar, sögu og eðlisfræði, sem þá var einna lengst komin af sérgreinum náttúruvísindanna. Þrítugur að aldri varð Páll Eber prófessor í latínu í Witt- andi anda, sem sífellt er að þroskazt, en þó sífellt að leita eftir meiri fullkomnun, bæði í list sinni og lífi. Lífi, þar sem hann trúir og veit, að honum er ætlað að vinna ákveðin verk. Ekki af einskærri hendingu, og ekki af handahófi, heldur sem lifandi verkfæri æðri veru. Til þess að vísa mönnum leið að æðra marki og innihaldsríkara lífi, til gagn- semdar og þroska. Ekki aðeins sér sjálfum, hsldur ótal öðr- um mönnum. Allar myndir Einars Jónssonar benda manni upp. Hærra upp, um leið og margar þeirra geta sjálfsagt fengið marga til að lúta höfði. En þar sem slíkt fer saman, kemst listin á hæst stig. Þar fellur allt í samræmra heild, diríska lista- mannsins, þrautseigja hans, gáfur hans og göfgi, þar sem allt og eitt myndar óumdeilanlegt listaverk á öllum öldurn. Ódauðlegt. Slíkir listamenn eru verkfæri Guðs, til þess á hverri tíð að bera sannleikanum vitni um ódauðleik manns- sálarinnar og almætti Guðs. Ég er nú kominn inn í hið allra helgasta að Hnitbjörgum. Heimili húsbóndans og „þessa óviðjafnanlega líísförunautar“, svo notuð séu hans eigin orð. Þar eru heldur engin dýrindis húsgögn, flos eða fyrirferð. Þess í stað er maður umvafirm hógværri glaðri góðvild beggja hjónanna, þar sem þau eru eitt; og maður gleymir öllu öðru en að verið er í návist göfgrar persónu, sem metur ekki neitt eða vegur nema það eitt, sem fylgir eða fer í bág við æðri sjónarmið, sem okkur er tíðum bent á, en þrjózkumst oít við að taka tillit til. „Konungurinn“ fylgir mér aftur, að góðum og gömlum ís- lenzkum sið út fyrir sína landareign. Ég þakka fyrir yndis- lega kvöldstund, og er boðið að tefja listamanninn öðru sinni þegar ástæður leyfa. Ó. B. B. embergháskóla, og því embætti gegndi hann, þegar Lúther féll irá. ý Hvernig gat siðbótamaðurinn og trúarhetjan vænzt svo mikils af þessum latínuprófessor? Lúther þekkti trúarþrek hans og mannkosti. Hann þekkti og kunnáttu hans í frummálum Heilagrar ritnmgar, grísku og hebresku. Það hafði lagzt í Lúther, að eldraun siðbótarinnar væri framundan. Og þá treysti hann andlegu vopnunum: staðgóðri þekkingu á orði Guðs, traustri trú og bænrækni. Skömmu fyrir dauða sinn kallaði hann saman nánustu vini sína og samverkamenn og sagði þá meðal annars: „Vér mun- um með Guðs hjálp njóta friðar meðan ég er á lífi. En börn vor fá að kenna á vopnavaldinu. Verið því stöðugir í bæn- inni, þegar ég er dáinn.“ Rúmum 14 mánuðum eftir dauða Lúthers áttu Wittemberg- búar órólega nótt. í myrkrinu utan við borgarmúrinn heyrð- ust hófadynir, háreysti og vopnaglamur. Varðmennirmr bjuggust við óvinaárás og borgarbúar voru kallaðir til varn- ar. Þegar dagur rann kom í ljós, að þessir riddaraflokkar utan við borgarhliðin voru leifar herfylkinga Lúthersmanna, er lagt höfðu undir forustu kjörfursta Saxlands á móti ofurefii keisarans og bandamanna hans. Borgarbúum féllust hendur, er þessir riddarar komu ör- magna og blóði stokknir inn í borgina og sögðu kjörfurstann tekinn höndum og allar vonir þrotnar um hernaðarforustu. VHttemberg var ekki mikil borg í þá daga. Borgarbúar sjálfir voru þá ekki íleiri en nú á Akranesi. En þangað sóttu að jaínaði álíka margir stúdentar, víðsvegar að úr álfunni, til náms í hinum unga háskóla, er vaxið hafði upp við fótskör þeirra Lúthers og Melankthons. Nú flúðu flestir háskólamenn heim til sín, eða leituðu ör- uggara hælis. Fjöldi borgara flúoi einnig frá eignum sínum og heimili. Af kennurum háskólans voru tveir einir eftir í borgmní, og var annar þeirra Páll Eber. Kona hans var sjúk, börn þeirra hvert öðru yngra og borg- arumsátur yfirvofandi. En Pál Eber brast eigi kjarkinn. Hann kvaddi saman til bænar og biblíulestrar þá stúdenta, er eftir voru innan bæjar, og hélt kennslu sinni áfram. Hann sagði: „Til þess hefur kirkjan nú verið svift allri veraldlegri vörn, að hún fái komist að raun um, að hjálpin kemur frá Drottni og honum einum.“ Fám dögum síðar var óvinaherinn kominn að borgarhlið- unum. Wittemberg var allvel víggirt, en þar var enginn til varn- aiforustu. Höfuðprestur þeirra siðbótarmanna, Jóhannes Bugenhag- en, lét hringja til bæna í hallarkirkjunni og fórust honura orð á sömu lund sem Páli Eber: „Eitt sinn áttum vér allt, sem menn treysta helzt á. Nú hefur þú Drottinn svift oss veraldlegum forustumönnum, til þess að vér treystum hvorki á menn né mannaverk, heldur á þig. Vér þökkum þér að þú hefur þannig kennt oss fyrsta boðorð þitt.“ Fólk gekk með öruggum huga heim úr kirkjunni, þótt ekki væri annars kostur fyrir borgina en að gefast upp. Keisarinn reyndist og Witternbergbúum betur en við mátti búast eftir framkomu grimmdarseggjanna, hershöfðingja hans. í hallarkirkjunni nam hann staðar við gröf Lúthers undir predikunarstólnum. Plertoginn frá Alba gekk þá til

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.