Akranes - 01.12.1945, Side 19

Akranes - 01.12.1945, Side 19
AKRANES 151 Jóni Guðnasyni, ættuðum úr Reykjavík. Þau áttu saman 2 börn, sem bæði dóu ung. Jón á Breiðinni var sjómaður, og eitthvað formaður á opnu skipi. Síðar var hann pakkhúsmaður hjá Guðmundi kaupmanni Ottesen, og enn síðar hjá Edinborg hér, t. d. hjá síðasta verzlunarstjóra þeirrar verzlunar, Bjarna Jónssyni. Eftir að Bjarni fluttist til Vestmannaeyja, vann Jón um skeið hjá honum þar nokkurn hluta ársins. Jón andaðist á Breiðinni 12. sept. 1915. Næsta ár, 1916, fluttist Ingveldur svo til Eiríks sonar síns í Reykjavík og andaðist þar líklega það sama ár. Ingveldur var dugnaðarkona, vinnusöm, tápmikil og árris- ul. Þeirra hjóna er aðeins getið í jólablaði 1942. í sambandi við flóðahættuna skal þess getið, að Eiríkur skipstjóri mininst þess, þegar hann var lítill drengur, að tvisvar eða þrisvar fór allt heimilisfólk frá Breiðinni til að vera nætursakir í Bræðraparti af þessu tilefni, því ef mikið flóð gerði, var erfitt að komast burt, þar sem landinu hall- aði mikið inn frá báðum görðum, og tanginn mjór. Eftir Gunnhildi eignaðist Einar Ingjaldsson á Bakka jörð- ina, en 1916 kaupir Haraldur Böðvarsson af honum og lætur þá nokkru síðar steinsteypa mikla sjóvarnargarða í stað hinna gömlu. Voru þeir víða steyptir nokkru framar en hinir gömlu höfðu staðið. Haraldur reif öll hús á Breiðinni og gerði þar mikla fiskreiti. Efst á Breiðartúni byggði hann svo sumarbústað, er þau hjón dvöldu í á sumrum meðan þau bjuggu í Reykjavík. En eftir að þau fluttust hingað seldi hann húsið Hirti Bjarnasyni, sem bjó þar fyrst, en reif síðan °g byggði úr því að nokkru hús sitt á Suðurgötu 23. 8. Sandgerði — /Veðravíti. Sandgerði, öðru nafni kallað Neðravíti. Hjá Árna Magnús- syni stendur enn fremur: „. . . til eru þeir, sem segja að það hafi verið kallaður Þ ó r - arinspartur." Þar hefur verið eitt tómthús. Þetta býli hefur ekkert átt skylt við Sandgerði það sem nú er, og ekki verið þar nálægt, heldur einhvers staðar á „Pörtunum‘“, sem við köllum svo, sem nafnið Þórarinspartur bendir líka full- komlega til. En svo er langt síðan þetta býli lagðist í eyði, að enginn veit, hvar það hefur verið, og eru engar sagnir þar um, nema hvað ráða má af nafninu einu. Árið 1706 er þar ábúandi Rannveig Jónsdóttir, en eigand- inn er lögmaðurinn Sigurður Björnsson. 9. Tjarnarkot. — Tobbabœr. — Efravíti. Tjarnarkot, Tobbabær eða í þriðja lagi nefnt Efravíti. Ekki vita menn heldur, hvar þetta býli hefur staðið, né hvenær það hefur lagzt niður. En vafalaust hefur það líka verið á „Pörtunum“ og skammt frá Neðravíti. Hitt er víst, að bæði þessi býli hafa verið til, og öðrum þræði gengið undir þessum leiðinlegu nöfnum manna í milli. Það sýnir m. a. eftirfarandi vísa, sem eignuð er sr. Hallgrími Jónssyni í Görðum 1797— 1825, afa Hallbjarnar Oddssonar, en vísan er svona: Ferðina rýra fékk ég ei; firrtur gestakransi varð að skíra í Víti mey; von er á flesta stanzi. En það stangast dálítið á að sr. Hallgrímur geti hafa gert vís- una, því að Hallgrímur hreppstjóri, nafni hans, telur að 1789 hafi jarðirnar hér aðeins verið 10, og telur þær upp, og eru allar hinar sömu sem nefndar eru í jarðamatsbók Árna Magn- ússonar, nema þessar tvær, Efra- og Neðravíti. Þær hafa með öðrum orðum verið komnar í eyði eða lagðar undir aðrar jarðir áður en sr. Hallgrímur kemur að Görðum. En sé þetta rétt og vísan verið gerð af þessu tilefni, verður einhver for- veri Hallgríms í Görðum að hafa gert vísuna, og getur það vel hafa verið, þó hún sé honum eignuð. Enga sögu hef ég heyrt um hvers vegna þessir bæir hafi fengið þessi leiðinlegu auknefni. Hugsanlegasta skýringin er ef til vill sú, að þau hafi staðið þar, sem næstum að segja „dúaði undir“ eða var allt að þvi botnlaust eins og sagt er stundum um mýrlendi, en þarna var sums staðar ákaflega blautlent. í Tjarnarkoti var ein verbúð 1706. Þá er þar ábúandi Magn- ús Ólafsson, en eigandi Jón Sigurðsson sýslumaður í Einars- nesi. Árið 1785 er hvorugt þessara býla til samkv. manntalinu það ár, og aldrei getið eftir það. P'ramh.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.