Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 10

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 10
142 AKRANES í samfleytt tíu ár fór ég frá Húsafelli í þessar rjúpnaferðir til Reykjavíkur. Get ég sagt áraskipunum það til verðugs lofs, að þau voru að mínum dómi skemmtilegustu farartæki, sem ég hef.prófað á sjó, þegar þeim var stýrt af snilld. Til sjóveiki fann ég ekki, svo að heitið gæti á áraskipi, og með- an ekki skóf úr báru, gat maður verið á þeim hlífðarfatalaus án þess að blotna. Ég þori varla að segja frá því, að þessi tíu ár, sem ég var í rjúpnaferðum, legaðist mér ekki, hvorki á Skaga né í Reykjavík, nema aðeins einn dag. En þó var þetta svo. Um snarræði, stundvísi og lipurð Skagabúa bæði fyrr og síðar hefði ég margt að segja, sem yrði oflangt mál í þennan þátt. Þó vil ég bæta hér við litlu broti úr einni ferðasögu frá þessum árum. Það er margt í fari rjúpunnar, sem ekki er gott að átta sig á. Sum ár sýnist hún hafa þorrið að mestu. En líka hefur hitt borið við, að af henni hafi verið mikil mergð. Minnist ég einkum þriggja hausta, sem báru svo frá því, sem eðli- legt mátti kallast í sambandi við rjúpuna. Það var 1880, 1917 og 1919. Eftir öll þessi haust komu harðir vetur, þót't yfir tæki veturinn 1880. Það mátti segja, að sumarið 1880 byrjaði á góu. Þá byrj- uðu þíður, sem héldust það, sem eftir var af vetri og með þeim hlýviðrum, sem voru einsdæmi. Tún við sunnanverðan Faxaflóa voru þá skrúðgræn um sumarmál. Fiskur var þá bæði djúpt og grunnt í öllum syðri veiðistöðvum. Mátti þetta heita veltiár eitt hið mesta. Grasár var með fádæmum og heyskapartíð hagstæð. Þegar nokkuð kom fram á haustið, tók mjög að kólna í veðri og því meir, er veturinn gekk í garð. Var það þá fyrsta kastið svo, þótt jörð væri snjólaus, að frostið ætlaði alt að nísta. En fyrir alla snjóa var komin í byggðir sú mergð af músum og rjúpum, að furðu sætti. Þá voru meiri mannaráð í sveitum þessa héraðs en nú á dög- um. Á öllum fjallabæjum voru byssur. Voru þær dregnar fram, þegar veður leyfðu, og var rjúpnaveiði nærtæk og mikil. Um miðjan nóvember fóru menn að búa sig í Reykjavík- urferð með þá rjúpu, sem taldist fyrsta flokks vara. A Húsafelli urðu það sex hestburðir eða sjö hundruð og tutt- ugu rjúpur. Rjúpan var öll flutt í skinnvörðum koffortum, sem tóku sextíu rjúpur hvert. Þegar vetrarharðindin dundu yfir, var einum manni ofviða að ganga með sex áburðarhesta í togi. Hestarnir voru stirðir og tálmanir í ýmsum myndum á allri þeirri löngu leið til Reykjavíkur frá Húsafelli. Varð það því að ráði, að í þessa ferð færum við bræður báðir, Snorri, sem var mér nokkrum árum eldri, og ég. Að kvöldi þriðja dags náðum við slysalaust til Skipaskaga. Þá var tungl í fyllingu, logn og heiður himinn. Tveir menn slógust i fylgd með okkur, Björn Gíslason, frændi okkar, frá Auga- stöðum í Hálsasveit, og Jakob, bróðir okkar, frá Bæ í Bæj- arsveit. Þeir voru líka í rjúpnaferð til Reykjavíkur. Til þess að missa ekki af þessu yndislega sjóveðri, réðum við það af að reyna sem oftar á hjálpsemi Skagabúa og fá þá til þess að flytja okkur til Reýkjavíkur þessa himinbjörtu haustnótt. Þá bjó í Sjóbúð Árni, sonur Magnúsar Einarsscnar á Hrafna- björgum. Til hans leituðum við fyrst. Varð það úr, að hann flytti okkur til Reykjavíkur. Þetta var fyrsti skipsíarmurinn af rjúpu, sem fluttur var til Reykjavíkur það haust. Þótti Reykvíkingum það nýjung, að Borgfirðingar væru að ferðast að næturlagi á áraskipum milli Akraness og Reykjavíkur. Um aðrar fleytur var þá ekki að ræða. Ekki gátu slíkir ferðamenn sem við mikið notað tímann til þess að litast um í höfuðstað landsins, sem þá var fá- mennur miðað við það, sem hann er nú. Húsið, þar sem rjúpa okkar var talin og metin, var helzti viðkomustaður okkar. Og loks, þegar dagur var að kvöldi kominn, vorum við búnir að Ijúka bráðnauðsynlegustu erindum. Sama logn- ið og sama birtan var óbreytt. Slíku blíðviðri þorðum við ekki að sleppa, heldur lögðum frá landi nokkru eftir dag- setur. Þessar sjóferðir um stjörnubjartar nætur urðu mér minnilegar. Eitt var þó einkum, sem vakti athygli okkar í þessari sjóferð. í hinu dýrlega veðri var sjókuldi svo mikili, að allt varð húðað af klaka, bæði árar og borðstokkar. Var það fyrirboði þeirra fádæma harðinda, sem þá fóru í hönd. Árni Magnússon var ekki eins tröllaukinn og faðir hans hafði verið. Hann var þó maður í stærra lagi, greindur og gætinn og í alla staði hinn skemmtlegasti. Björn Gíslason, sem hér er nefndur meðal okkar, sem vorum í rjúpnaferð- inni, var albróðir hins kynsæla og mikla sjóvíkings, Þor- steins Gíslasonar á Meiðastöðum í Garði og síðar í Reykja- vík. Björn hafði, eins og við flestir sveitapiltar á þeim árum, lítillar fræðslu notið. Hann var einnig gersneyddur öllum siðareglum í látbragði og framkomu, og myndu því sumir, að óathuguðu máli, hafa kallað hann fjallafífl. En hann var þaullesinn í biblíunni og sterkur í hugarreikningi. Við fleira vildi hann fást, þar á meðal ljóðagerð, en skortur á hag- mælsku varð honum þar að fótakefli. Björn var sá eini af okkur, sem gaf sér dálítinn tíma til að skyggnast víðar um í Reykjavík en á þeim eina stað, þar sem tekið var á móti rjúpu okkar. Meðal annars skoðaði hann Alþingishúsið, sem þá var í smíðum. Á sjóleiðinni stytti Björn okkur stundir með því að lýsa einu og öðru, sem fyrir hann hafði borið um daginn. Þótti Árna gaman að ala á honum, því að Björn var fljótur til svars og lét það ætíð eitthvað heita. „Hvernig leizt þér á Alþingishúsið, Björn?“ sagði Árni. Björn var ekki seinn að svara: „Mér leizt nú svo á það, að þar gætu margir grasasnar gengið út og inn fullum fetum klyfjaðir af vit- leysu.“ Fleiri þessu lík svör hafði Björn á hraðbergi. Gátu þau vakið hlátur í bili. Það var því líkast, sem rjúpan hefði í þetta sinn elt okkur ofan úr dölum Borgarfjarðar og út fyrir Skarðsheiði, meira að segja út í Akrafjall. Og í stað þess að stunda smíðar eða róðra voru nokkrir Skagabúar farnir að ganga á rjúpnaveið- ar, meðal þeirra var Halldór trésmiður á Bakka. Hann var maður Guðnýjar Einarsdóttur, er síðar átti Einar Ingjalds- son, nafnkenndan formann. Þau hjón, Halldór og Guðný, áttu þá tvo syni unga. Halldór var ættaður frá Straumi í Hraun- um. Systkini hans voru Guðmundur Tjörvi, nafnkenndur fjármaður, og Dagbjört, kona síra Skafta Jónssonar á Siglu- firði. Halldór var bæði smiður, skytta og sundmaður góður. Þegar við vorum að leggja af stað heim á leið, fundum við þennan unga og álitlega mann, sem þá gekk með byssu sína á rjúpnaveiðar upp á Akrafjall. Ekki haíði ég séð hann fyrr, en þó varð hann mér einkennilega minnisstæður, að líkind- um vegna þeirra atburða, er gerðust fáum dögum síðar. í þetta sinn gistum við hjá Ólafi Jónssyni, bónda í Leir- árgörðum og konu hans, Ásgerði Sigurðardóttur frá Fells- öxl. Þau voru foreldrar Sigurðar rakara í Reykjavík og þeirra mörgu bræðra. Hjá þeim hjónum gisti ég oft á þeim árum. Tóku þau á móti gestum, er að garði bar, með risnu og alúð. Ekki var þó lítill átroðningur af lestamönnum í vetrarharðindum með hestahóp í eftirdragi. Vel sóttum við að Ólafi, því að hann skaut áttatíu rjúpur daginn, sem við komum þar að kvöldi. Þar var þá líka unglingsmsður, Jón að nafni, sem kom einnig með stóra byrði rjúpna. Naumast vorum við komnir heim úr þessari ferð, þegar stórt sjóslys varð á Skipaskaga. Verð ég að geta þess hér, því að það stóð í beinu sambandi við þær rjúpnaveiðar, sem ég hef látið hugann snúast um, meðan ég er að rita þessar línur. Verður frásögn mín, það sem hún pær, að byggjast á þeim heim- ildum, sem ég fékk með viðtali þeirra manna, sem bezt vissu um þessa atburði. Þennan slysadag voru tvö skip af Skaga í rjúpnaferð ti.l Reykjavíkur. Öðru skipinu stýrði að mig minnir Ingjaldur í Nýlendu. Með honum voru ýmsir sveitamenn, þar á meðal Jón Guðmundsson, bóndi á Múlastöðum í Flókadal. Jón var

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.