Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 21

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 21
AKRANES 153 var. „Jú,“ svarar hann samstundis. „Þetta hamravígi nazist- anna var sundurtætt og að engu gert með sprengjum og tundurskeytum flugvéla bandamanna. Og þeir áttu fyrir því. Þessi litla eyja hefur alltof oft orðið Þjóðverjum að liði og vonandi verður hún það aldrei framar,“ og sigurgleði brá i'yrir í svip hans. Það er mörgum, sem líður illa í flugvél. En ég verð að játa það hreinskilnislega, að ég á dálítið bágt með að skilja það, því að mér finnst flugvélin vera hið dásamlegasta far- artæki, sem ég tresyti til hins ýtrasta. En flugvélin er auðvitað háð nátúruöflunum alveg eins og önnur farartæki af mannlegum höndum gjörð, og því verður ekki neitað, að stormsveipar og vindar kasta henni á stund- um heldur ónotalega til og frá í loftinu, og svo á hún það líka stundum til að „detta“ riokkra faðma. Og allt þetta veld- ur svipuðum óþægindum innvortis hjá sumum, eins og þeg- ar Ægisdætur vagga skipunum á ferðum þeirra um úthöf og innhöf. Þessar sveiflur hins risavaxna „fugls“ gerðu líka talsvert vart við sig, þegar flogið var meðfram strönd land- anna, þar sem haf og hauður mættust, þó að ekki fyndist hin minnsta hreyfing, þegar flogið var yfir hafið. Danskur kaupsýslumaður, hinn viðkunanlegasti, var far- þegi og áttum við alllangt tal saman um sjálfstæðismál okk- ar Islendinga og skilnað okkar við Dani. Kunni hann ill.a þeirri málsmeðferð okkar og hélt því fast fram, að við hefð- um sýnt dónaskap í því að bíða ekki þangað til Danir gátu við okkur rætt. Ég hélt aftur á móti fast fram okkar mál- stað og lét mig hvergi. Mér fannst hann þá smám saman dofna í deilunni, sem var orðin eðlilega heit, og áttaði mig ekki á því hver ástæðan var, fyrr en hann tsygði sig í bréf- pokann sinn og sendi frá sér eplið, appelsínuna og brauð- sneiðarnar, allt í einu kasti. Og ég gat þá ekki annað en vorkennt þessum „frænda“ mínum. En ekki tók betra við þegar flugvélin geystist allt í einu inn í grenjandi haglél, svo að glumdi í gluggunum, eins og blý væri sent úr byssu, því að þá fór morgunkaffi Danans veg allrar veraldar líka. Fyrr en varði flugum við út úr þessu ónotalega skýi, og þá blasti við okkur Jótland í allri sinni dýrð, baðað geislum sólarinnar. Ef til vill er einhver farþeganna mikið skáld, sem segir þjóð sinni 1 fögru kvæði frá hinum dásamlegu skýja- borgum, sem skreyttu himininn til austurs, og glitruðu í öll- um regnbogans litum við brot sólargeislanna. Ef til vill sem- ur skáldið ævintýri um kóngssoninn í þessum furðulegu borgum, sem bregður sér allt í einu til jarðarinnar og nem- ur á brott með sér józka bóndadóttur og gerir hana drottn- ingu í ríki sínu, eins og álfarnir áttu til að gera í þjóðsögun- um okkar. Og ég hlakka til, ef ég á eftir að lesa þá ferðasögu. Ég varð bæði undrandi og hrifinn að horfa niður á hina dönsku grund Jótlands úr 3000 feta hæð og sjá hvern blett landsins ræktaðan og nýttan, en hinir stórmyndarlegu dönsku búgarðar taka þar hver við af öðrum. Við getum úr flugvélinni fylgzt með fólkinu í görðunum, hestum og kúm á beit, hundunum, sem hlaupa um hlaðið og farartækjum, sem bruna eftir þráðbeinum vegunum. Og þarna fyrir neðan okkur er framleitt hið danska herragarðssmjör, lostætt og gott, svo að ekki sé minnst á öll eggin, sem ekki eru til í Englandi. „Já,“ segir danski kaupsýslumaðurinn, „við höf- um haft nóg að borða, þrátt fyrir allar hörmungarnar.“ Og svo fljúgum við yfir Esbjærg, borginni, sem flytur út danska smjörið, eggin og fleskið til Englands, og sendir báta sína með glænýjan fisk á Bretlandsmarkað til þess að keppa þar við fiskinn okkar, sem fluttur er mörgum sinnum lengri leið á markaðinn og er því hættara við skemmdum. Því verður ekki neitað, að við íslendingar eigum við margs konar örðugleika að etja í samkeppninni við aðra, svona „langt frá öðrum þjóðum“. En ferðin gengur greitt og brátt er flogið yfir Álaborg, sem stendur við Limafjörðinn, er teygir sig eins og áll í gegnum norðurtanga Jótlands. Hér sjáum við hlaðna fiskibáta á leið til borgarinnar, og litlar Blaðið óskar öllum lesendum sínurn gleðilegra jóla og farsœls komandi árs, um leið og það þakkar innilega óviðjajnanlegan stuðning og skilning á starfi þess og áhugamálum. Sá hljómgrunnur, sem það hefur fengið, bendir til þess að stefnt sé í rétta átt, og að með góðri sumvinnu sem flestra, i— og sem víðast á landinu, — megi ýmislegt fœra til þetri vegar í þjóðlífi voru og menningu yfirleitt. Vinsamlegast. Ó l. B . Björnsson. snekkjur með hvítum seglum sigla á firðinum. Það er ein- hver yndisleg ró og friður, sem hvílir yfir allri náttúrunni, enda er nú komið bláhvíta logn og framundan blasir við auganu Skagerak spegilslétt og skilur á milli Danmerkur og Noregs. Flugstjórinn kemur nú enn á ný til okkar farþeg- anna og tilkynnir okkur að við munum lenda á Fornebo- ílugvellinum klukkan 4. Ég botna ekkert i þessu, því að klukkan mín er 2.30, og ég hélt að héðan væri aðeins stutt stund til áfangastaðar. En þá man ég allt í einu eftir þvi, að norska klukkan er klukkutíma á undan þeirri ensku. Guði sé lof, því að þetta er nú orðið alllangt ferðalag og sætin ekki þægileg, enda er ekki enn búið að ganga fullkomlega frá þessari flugvél til farþegaflutninga. Þegar við nálgumst Oslofjörðinn er dýrðlegt til Noregs að líta. Degi er nú tekið að halla og síðdegisólin sendir rauð- gullna geisla sína beint inn fjörðinn og inn yfir þetta undur- fagra og svipmikla land. Klappir eyjanna í firðium gljá eins og rauðagull og dimmbláir skuggar barrtrjánna teygja sig um hlíðar fjallanna og allt út á voga og víkur fjarðarins. Norsku farþegarnir eru sem heillaðir og horfa til lands, því að þetta er fyrirheitna landið, eina landið í víðri veröld. Við getum séð til Sönderfjarðar, þar sem hinar miklu hvallýsis- stöðvar eru. Þá fljúgum við rétt yfir hinn sögufræga bæ Tunsberg með allar skipasmíðastöðvarnar, og þar sem einu sinni var smíðaður togari, sem seldur var til íslands. Næst blasa við okkur Larvík og Moss og loks Oscars-vígið, en frá virkjum þess var þýzka beitiskipinu Blíicher sökkt, þegar Þjóðverjar gerðu innrásina í Noreg, og drukknaði þar mest- allur flokkur hinna þýzku gestapo-lögreglumanna, ásamt skjölum og gögnum, en lögreglumenn þessir áttu að fara til Osló-borgar og taka forvígismenn þjóðarinnar fasta. Þessi at- burður varð meðal annars til þess, að hinn ástsæli konungur Norðmnna, Hákcn 7. komst úr landi með ríkisstjórn sína og föruneyti. Og svo blasir við okur Osló, tignarleg og fögur með hinu dásamlega umhverfi sínu, skógivöxnum hálsunum og svip- miklum fjöllunum í baksýn. Ferðinni er nú senn lokið. Flug- ið er lækkað og klukkan á mínútunni 4 lendir flugvélin á Fornebo-flugvellinum. Það er frjáls Noregur, sem heilsar okkur í allri sinni dýrð. Ótal hugsanir ásækja mann. Fréttirnar um allar þær hörm- ungar, sem þessi þjóð hefur orðið að þola síðustu 5 árin. En þjóðin er einhuga og dugmikil. Fólkið er glatt og ánægt og skilur í innilegri þökk og heitu hjarta hve ómetanleg verð- mæti það hefur endurheimt með frelsi síns ástkæra lands og alheimsfriði. Jakob Hhfstein.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.