Akranes - 01.12.1945, Page 12

Akranes - 01.12.1945, Page 12
144 AKRANES Ól. B. Björnsson: Vænlegt er í Vestmannaeyjum IV. grein A þjóðhátíö Vestmannaeyinga í Herjólfsdal Á 19. öldinni vaknaði þjóðin. Þá voru tíðir hinir frægu Þingvallafundir, er fulltrúar voru kosnir til úr flestum hér- uðum landsins. Á hinu söguríka minningaári 1874 var flest- um hátíð í hug, og glæstar vonir bundnar við framtíðina. Má það m. a. marka af því, að svo að segja um allt land voru haldnar veglegar hátíðir til að fagna „frelsisskránni“; betn og batnandi tímum. Slík hátíð var þá haldin í Vestmanna- eyjum með miklum undirbúningi, og við mikla rausn og myndarskap. Hátíðin var haldin í Herjólfsdal. Vestmannaey- ingum nægði ekki að halda veglega hátíð þetta eina ár, held- ur hafa þeir lengi haldið uppteknum hætti. Munu þeir vera eina hrepps- eða bæjarfélag á landinu, sem síðan um alda- mót hafa á hverju ári haft slík hátíðahöld. Ekki einn dag eða tvo, heldur oftast þriggja daga samfellda hátíð. Ætíð síðan hafa þeir haldið þessa miklu hátíð sína í Herj- ólfsdal. Ekki undrar mig, þótt slíkum hátíðahöldum væri valinn þessi staður. Því að sennilega er hann að öllu saman- lögðu yndislegasti og ákjósanlegasti staðurinn á öllu landinu til slíkra stórfelldra hátíða undir berum himni. Herjólfsdalur er í hálfhring, — eða vel það — luktur há- um fjöllum. Op eða mynni dalsins snýr mót suðri og sól. Dalurinn er allvíður, og því nokkurt undirlendi með lítilli tjörn í miðju. Sums staðar slétt, en öðrum þræði sett hæð- um og lautum, gjám og klettum, en fjöllin „draga“ víðast til sín grasigrónar hlíðar allt upp í eggjar. Frá mynni dalsins er skammt til sævar, og blasa þaðan við margar fagrar eyj- ar, sem stundum sýnast eins og á floti. Ég var undrandi yfir þessum yndislega stað. Þar getur verið ótakmarkað fjölmenni, og látið fara vel um sig (í góðu veðri). Þar er hægt með lítilli fyrirhöfn eða tilkostnaði að gera ákjósanlegustu og beztu íþróttasvæði, áhorfendasvæði, ræðustóla og sönghöll. Þetta er óviðjafnanlegur staður, sem Vestmannaeyingar eiga að sýna verðugan sóma. Þá skapazt staðnum með ári hverju og öld óviðjafnanleg og óafmáanleg helgi, meðan sær umlykur Eyjar og þær eru byggðar. Ætlunin var nú víst að minnast á hátíð Eyjamanna að þessu sinni. Áður varð ég þó að gefa ykkur litla hugmynd um umhverfið. (A. m. k. þeim lesendum, sem þarna hafa aldrei komið); og svo til að beina athygli Eyjamanna sjálfra að þessum dásamlega stað, og minna þá á skyldur þeirra við hann, og þann þátt, sem staðurinn getur átt í menningu og mótun manna þar, ekki aðeins í náinni, heldur langri framtíð. Hátíðin var sett föstudaginn 3. ágúst, og flutti Páll Þor- björnsson skipstjóri aðalræðuna þann dag. Fyrir og eftir söng Karlakór Vestmannaeyja undir stjórn Ragnars Jóns- sonar söngstjóra, sem jafnframt er kirkjuorganisti í Eyjum. Kórinn söng laglega, þótt ungur sé (stoínaður í sept. 1941). Virðist söngstjórinn vera áhugasamur og einlægur í starfi. Hátíðin stóð tvo daga að þessu sinni, og voru íþróttir sýndar báða dagana. Þarna spilaði við og við Lúðrasveit Vestmanna- eyja. Þótti mér það vel takast, og trúi ég ekki öðru en stjórn- andi hennar sé sérstaklega músíkalskur, sem Eyjamenn eigi að sjá um að geti eingöngu gefið sig að því að auka og þroska músíkhæfileika og smekk manna fyrir þeirri göfugu list. Þeim, sem í eylandi búa og við illar samgöngur, er þetta =,að sjálfsögðu enn auðsynlgera en flestum öðrum. Það tilheyrði vitanlega í Vestmannaeyjum að sýna bjarg- sig. Var sigið þarna rétt hjá — líka í dalnum — í þverhnípt bjarg á að gizka 80—90 m. hátt. Sigmaðurinn var Svavar Þórarinsson. Það þarf áreiðanlega mikla þjálfun og leikni til að vera góður sigmaður. Maðurinn svífur á kaðli — vað — algerlega í lausu lofti, og spyrnir sér sí og æ frá berginu, og kastast að því aftur. Ef manninn ber ekki alltaf rétt að berg- inu — þ. e. með fæturna — getur það orðið mannsins bráð- ur bani. Stundum eru sillur og ójöfnur í berginu, og verður sigmaðurinn margs að gæta í því sambandi, áður en í óefni er komið. Þetta er sjálfsagt hættulegt, og engum heiglum hent. Klukkan 11 um kvöldið sýndu skátar varðelda, sungu og léku. Fór það vel fram eins og þeirra var von og vísa, og var gaman að. Það er þarfur félagsskapur, mannbætandi og

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.