Akranes - 01.12.1945, Side 26

Akranes - 01.12.1945, Side 26
158 AKRANES því næst söguna við nafn hans. Það mun algeng ra en margan grunar, að skopleg tilsvör hlaðist umhverfis nöfn þeirra manna, sem orð fer af fyrir fyndni, þótt aðeins fá ein hafi komið af þeirra vörum. Svo mun og vera um Geir, að honum eru eignuð tilsvör, sem hann hefur ekki látið sér um munn fara. Sögur þær, sem fylgja hér á eftir, munu allar vera retti- lega við Geir tengdar. Hitt er annað mál, að menn kunna ýmsar þeirra með mismunandi orðalagi, og er oft ógern- ingur að vita hvað réttast er í því efni. Skipstjóri nokkur hafði orðið fyrir því óhappi, að sigl;. skipi í strand. Varð strandið ekki allfjarri vita, og þótti skisptjóra eitthvað óhöndulega takast. Hætti hann því skip- stjórn um skeið og vann að ýmsum störfum í landi. Nokkru seinna var það, að einn af skipstjórum Geirs veiktist um hávertíð. Geir hittir kunningja sinn að máli og segir að sig vanti skipstjóra, en engan að fá. „Það má þó ævinlega fá hann N. N.,“ segir maðurinn. „Landið stenzt ekki við því,“ svaraði Geir. „Hann er vís til að sigla um einhvern vitann.“ Þess er áður getið, að skipið „Familien“, sem Geir átti, strandaði á Hvalsnesi syðra 4. marz 1905. Var skipið á leið suður fyrir land. Þegar Geir frétti um skipsstrandið, varð honum þetta að orði: „Þeir hafa ætlað stytztu leið!“ Þegar eftir að „Familien“ strandaði, tók Geir annað skip á leigu og var það tilbúið á veiðar að fáum dögum liðnum. Ekki hafði Geir látið eitt orð falla til ámælis skipstjóra vegna strandsins. En áður en skipshöfnin fór um borð I nýja skipið, mælti hann glettnislega: „Ég vona, að þið farið nú ekki á rjúpnaveiðar aftur.“ Útgerðarmaður nokkur fluttist frá Reykjavík og til Norð- urlands. Eitt skipa hans var harla gamalt og talið lélegt mjög. Geir hafði frétt að sigla ætti skipi þessu til Akur- eyrar. Litlu áður en af stað var haldið, kom hann að máli við skipstjóra þann, sem fara átti með skipið norður. Geir minnist á norðurförina og segir síðan: „Og ætlið þið nú fjöll eða byggðir? Ekki farið þið sjó- veg.“ Einn af skipstjórum Geirs þurfti einhverju sinni að taka skip sitt á þurrt land til eftirlits og viðgerðar. Setti hann það upp á Grandanum, sem svo var nefndur. Tókst svo til, að skipið lenti á eina steininum, sem var þar í fjörunni. Þegar Geir sá þetta, varð honum að orði: „Það þarf nákvæmni til að hitta á svona steinvölu.“ Skipstjóri nokkur var vertíð eina hjá Geir. Hann var stór og kraftamikill og þótti ágætur verkmaður meðar. hann var undir aðra gefinn. Skipstjórnin fór honum miður úr hendi. Fannst Geir maðurinn fákunnandi og heimskur og falaði hann ekki aftur. Áður en næsta vertíð hófst, kom útgerðarmaður einn að máli við Geir, og kvaðst hafa í hyggju að ráða mann þenn- an skipstjóra á skip sitt. Spurði hann um álit Geirs á manninum. Geir strýkur hægri hendinni allt frá hné og upp að höku. Þar nemur hann staðar með hendina og segir: „Hann er góður hingað.“ Sæmundur hét maður, er starfaði lengi hjá Geir. Eitt af störfum hans var það, að verka beitu þá, sem nota skyldi á hákarlaskipunum. Sæmundur var drykkfelldur, og hafði Geir staðið hann að því að drekka rommið, sem nota átti til að gera sela- kjötið lyktarbetra. Hugðist hann nú koma í veg fyrir að slíkt skeði oftar, og fékk því til liðs við Sæmund mann nokkurn, Björn að nafni, sem nýlega var orðinn góðtempl- ari. Til enn frekari fullvissu, svo að ekkert þyrfti að óttast, lét hann karlana hafa rommið í náttkoppi. Þegar Geir fór að lengja eftir þeim félögum gekk hann til þeirra og sá að beitan var ósnert að mestu, en kumpán- ar lágu báðir dauðadrukknir með tóman koppinn á milli sín. Varð honum þá að orði: „Búið úr koppnum og báðir liggja. Fari Björn bölvaður. Sæmund læt ég vera.“ Kaupmaður nokkur í Reykjavík reisti stórt og veglegt verzlunarhús, og var ekkert til sparað að það yrði sem glæsilegast. Ætlaði hann að komast rækilega fram úr keppinautum sínum, sem flestir voru með þröngar og litl- ar búðir, og hugðist auka viðskiptin stórlega. Ekki kom sú aukv.ing þó svo skjótt og ríkulega sem hann hugði. Einhverju sinni var Geir spurður, hvort hann ætlaði að sætta sig lengi við gömlu búðina, þar sem hvorki væri hátt til lofts né vítt til veggja. Hann hlyti að reisa bráðlega stórhýsi, eins og keppinauturinn. Geir svaraði: „Ég kann nú betur við að græða í lítilli búð, en tapa i stórri.“ Öðru sinni kom Geir inn í verzlunarhús það hið stóra, sem áður er nefnt. Var það skömmu eftir að verzlunin tók til starfa í hinum nýju salarkynnum. Svo hittist á, er Geir kom inn, að enginn viðskiptamaður var í búðinni og studdist verzlunarþjónninn fram á búðar- borðið. Geir skimar í allar áttir, eins og hann leiti einhvers gaumgæfilega. Síðan snýr hann sér að afgreiðslumönnun- um og segir: „Komizt hefðu þessir fyrir í gömlu búðinni, þótt líti’ væri!“ Maður nokkur, mjög smávaxinn og rýrðarlegur, gekk fram hjá húsi Geirs, og var ölvaður. Einhver viðstaddur lítur út um gluggann, sér manninn og segir: „Skelfing er hann N. N. fullur núna.“ „Hvað ætli hann sé fullur,“ segir Geir. — Og svo tekur þetta ekkert!“ Annar maður, einnig mjög lítill vexti, var einhverju sinni með háan pípuhatt. Geir sér þetta og segir við kunn- ingja sinn, sem með honum var: „Ósköp eru að sjá manninn. Munnurinn er á miðjunni.“ Eftrfarandi atvik gerðist, þegar Geir var gamall orðinn, kominn yfir áttrætt. Einn af kunningjum hans hafði efnt til veizlu, er stóð langt á nótt fram. Vínföng voru mikil á borðum og veitt rausnarlega, en þó var allt við hóf. Maður nokkur, gamall drykkjusvoli, sem oft hafði verið ofstopafullur við vín, sat veizlu þessa, en vildi ekkert þiggja utan kaffi og gosdrykki. Kvaðst hann vera kominn í ævarandi bindindi. Svo hafði skipazt, að Geir sat næstur hinum nýja bind- indismanni. Geir drakk nokkur full, eins og háttur hans var við slík tækifæri, og var þó laust við að á honum sæi. Þegar enn var hellt í staup Geirs, án þess að hann færðist undan að þreyta drykkinn, rnælti sessunauturinn: „Þolir þú að drekka svona, gamall maðurinn?11 Geir svaraði tafarlaust: „Mér er óhætt. Ég veit hvað ég er „jústeraður“ fyrir.“ Framh.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.