Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 15

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 15
AKRANES '14tf vönd af hvítum rósum á borðinu. Hann tók þær upp og bar þær að vitum sínum. í brjósti hans vaknaði glöð von: ef til vill voru þær frá greifynjunni? En þegar hann spurði Vínu um þetta næsta dag, kvaðst hún ekkert vita hvernig á þess- urn rósum stæði. Honum datt þá í hug, að vera kynni að grelfynja Alwara hefði sjálf látið blómin inn til hans og sú von veitti honum nokkura fróun. En því fór fjarri að greiíynjan sýndi honum nokkra þá til- látssemi, er gefið gæti í skyn, að hún bæri ást til hans. Hún lét sýna honum gestrisni, en virti hann ekki viðlits. Þó gat ókunni riddarinn ekki losnað undan áhrifum þeirra töfra, er bundu hann við kastalann. Hann dvaldi þar mán- uðum saman, en dirfðist aldrei að bera fram bónorð sitt. Eins og sakir stóðu fékk hann þó að vera nálægt henni og sjá hana álengdar öðru hvoru, en vafalaust myndi hún láta reka hann á brott ef hann tjáði henni ást sína með orðum. Á hverju kvöldi kom Vína inn til hans og spurði hvort hann þarfnaðist nokkurs. En hún var löngu hætt að sitja við fætur hans og tala við hann um húsmóður sína. Riddarinn spurði og einskis. En oft varð þeim litið hvoru til annars og hann dáðist mjög að fegurð hennar. Svo færðist haustið yfir og lauf skógarins bálaði í litadýrð eyðingarinnar. Þá var það kvöld eitt að riddarinn spurði ungfrú Vínu hvers vegna hún væri hætt að sitja hjá sér og tala við sig. „Af því að húsmóðir mín hefur bannað mér það.“ „Ertu þá hjá henni á hverju kvöldi?“ spurði hann. „Já, herra.“ „Og þú veizt ekki hver það er, sem fyllir herbergið mitt af blómum á hverjum degi?“ „Nei, herra.“ „Er það satt Vína, sem fólkið segir, að þú sért köld eins og húsmóðir þín og getir engum gefið ást þína?“ „Nei, herra, það er ekki satt. Einum hef ég gefið hjarta mitt, en hann elskar aðra konu.“ Þá brosti riddarinn ókunni og það birti yfir svip hans. „Ertu búin að gleyma óskablómunum, Vína? Ef þú næðir þeim, gætir þú eignazt allan hug vinar þíns.“ „Ég hef ekki gleymt því- herra,“ hvíslaði hún. Hún hikaði lítið eitt, og bætti svo við: „Ég skal reyna það.“ „Vína!“ hrópaði hann óttasleginn. „Þér er þó ekki alvara, barn!“ Hún horfði á hann eitt andartak og hann las í augum hennar þá ástúð og blíðu, er hugur hennar var fullur af. Svo draup húri höfði og fór. Um kvöldið sat riddarinn ungi í herbergi sínu og horfði út á ána. Það var tunglskin og stjörnubjart. Laust fyrir miðnætti var báti skotið frá landi. í bátnum sat kona. Þetta var það, sem ókunni riddarinn hafði verið að bíða eftir. Hann brá við skjótt, hljóp ofan að árbakkanum, leysti litla kænu, er hann hafði falið þar í sefinu áður um daginn og reri knálega yfir að Óskabjargi. En hann kom of seint. Þegar hann stökk á land í urðinni, var Vína komin hálfa leið upp bjargið. Hann þorði ekki að kalla á hana og gat ekkert aðhafst henni til bjargar. Han átti einskis annars úrkosta en bíða í ráðþrota angist unz hún að lokum komst alla leið upp á hnúkinn. Hann sá hana beygja sig þar niður, tína knippi af blómum og stinga þeim í belti sér. Augnabliki síðar var hún komin á leið niður aftur. Riddarinn ungi hafði aldrei á ævi sinni fundið óttann lama hverja taug eins og nú. Kaldur sviti spratt fram á enni hans og honum fannst tíminn vera óendanlega lengi að líða, með- an unga stúlkan fetaði sig hægt og hægt niður svarta, geig- vænlega hamrana. Steinar ultu undan fótum hennar og oft virtist hún vera að því komin að hrapa. En allt fór vel unz eftir var aðeins fjórði hluti bjargsins. Þá brotnaði allt í einu Hann r • o a um e Zgc ]aroir Sr. Friðrik FriSriksson Akranes lætur ekki hjá líða, að bjóða sr. Friðrik Friðriks- son velkominn heim, eftir margra ára útivist. Hann ætlaði ekki að vera svo lengi að heiman sem raun varð á. En á þessum árum voru fleiri en sr. Friðrik teptir, og réðu litlu um sinn næturstað eða nægtir yfirleitt. — Þótt sr. Friðrik sé barnlaus, má hiklaust fullyrða, að enginn íslendingur eigi fleiri börn en hann. Ekki aðeins á íslandi, heldur í mörgum löndum og a. m. k. í tveim heimsálfum. — Hann hefur heldur ekki verið iðjulaus þessi fjarvistarár. Hvar sem hann fer er hann að vinna verk sinnar köllunar. Að manna börnin sín, biðja fyrir þeim og benda þeim á föður og bróður allra manna. Ef mun fleiri menn gerðu það í fleiri löndum með slíkri alvöru, ást og einlægni, sem sr. Friðrik gerir með lífi sínu og starfi hvar sem hann fer, væri von um meiri mannúð og minni eymd og volæði en nú á sér stað um víða veröld. Ég vildi óska að ísland ætti a. m. k. á hverri öld svo frjáls- lyndan fullhuga sem þig. Svo sterkan, en um leið barnslega bljúgan. — Þín mun lengi minnzt, og það mun margur hafa gagn af lífi þínu og starfi, því þú munt lifa lengur en þú gistir landið, sem þú elskar mest. — Vertu velkominn heim, vinur, um leið og ég óska þér gleðilegra jóla og blessunar Guðs í bráð og lengd. — Þú verður að heimsækja oft börnin þín á Akranesi, og getur það, því mig minnir að þú verðir 132 ára og ert þá aðeins rúmlega á miðjum aldri. — Þinn Ó. B. B. steinnybba undan hendi hennar; hann heyrði lágt óp og sá hana steypast fram af mjórri klettasyllu! Honum fannst eins og brennandi eldur færi um sig allan, og hann stökk í dauð- ans ofboði upp í urðina, þar sem hún hlaut að falla til jarð- ar. Á næsta augnabliki féll hún í fang hans; þau slengdusc bæði niður í urðina og misstu meðvitundina. Riddarinn ungi kom fyrst til sjálfs sín. Hann var marinn og meiddur, en hvergi brotinn. Honum tókst að staulast á fætur og sækja vatn í hjálm sinn. Er hann hafði dreypt því á hana, vaknaði hún til meðvitundar. Hún var minna meidd en hann ,og hvergi alvarlega, því hann hafði tekið af henni íallið. Hún leit á hann augunum sínum fögru og mildu. Þau horfðu hvort á annað um stund. „Hvers óskaðir þú, Vína?“ „Ég óskaði,“ svaraði hún hljóðlega, „að greifynja Alwara gæfi þér ást sína og gæti engan annan elskað héðan í frá.“ Hann horfði á hana hugfanginn og gleymdi öllu öðru. „Þess hefðir þú ekki átt að óska,“ mælti hann að lokum. „Sú ósk getur ef til vill leitt ógæfu yfir hsúmóður þína. Því það ert þú, sem ég elska, Vína. Þú og engin önnur skal verða brúður mín.“

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.