Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 28

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 28
160 AKRANES Veita síðustu ógnir ekki þessari kynslóð nóg aðhald? Síðan stríðinu lauk, hef ég átt tal við nokkra menn, sem dvalið hafa um stund í Englandi. Þeir hafa frá mörgu merki- legu að segja um þessa seigu þjóð, sem heimsstríð hefur nú mest mætt á um sex langra ára skeið. Nýlega átti ég tal við Eirík raffræðing Hjartarson, sem dvaldi í Englandi um tveggja mánaða skeið síðla sumars. Þar er margt breytt frá því, sem áður var, segir Eiríkur, ekki um eitt heldur allt. Fólki hættir til að halda, að allt sé eftir fáa mánuði komið í eðlilegt horf, það er mikill misskilningur. En það er ekki hægt að skilja þetta fullkomlega nema vita það, að allt ríkið, og allt sem það átti, frá hæsta til þess lægsta, var ein hernaðarvél. Það er því ekki að undra þó nokkur tími líði þar til veruleg bót sé ráðin á ástandinu. Hvað þá að það sé komið í eðlilegt friðartíma horf. Á matsölustöðum þurfti nú venjulegast að bíða lengi eftir að fá mat — að vísu nokkuð mismunandi — nema þeir, sem fyrstir komu, sem gátu líka verið búnir að bíða lengi. Þannig beið Eiríkur stundum hátt á annan klt. eftir matnum. Ef ekki var pantaður kjötmatur, var biðin ekki eins lengi. Einu sinni beið Eiríkur um tvo tíma eftir matnum. En hvaða mat- ur var þá borinn á borð? Ofurlítil ögn af kjöti, sem engmn hefði hneykslast á þó aðeins hefði verið látið upp í sig í tveim munnbitum. Súrt kál, kartöílur og súpugutl. íslend- ing hitti Eiríkur, sem sagði er þeir áttu tal um matinn: Jú, ég fékk nú nóg, með því að fara á 2—3 staði. En ef biðin er alls staðar 1—2 tímar, þá verður nú ekki mikið úr verki. Umferðin er ákaflega erfið og tafsöm. Alls staðar eru flutningaerfiðleikar mjög miklir. Allur fatnaður er af mjög skornum skammti. Er því al- gengt að fólk gangi í óhreinum fötum. Fáir, sem hreinsa, og þar mikið að gera, og ekki allir, sem enn eiga til skipta. 1 ágúst virtist Eiríki sem flest kvenfólk gengi sokkalaust, og í september, eftir að haustið nálgaðist, virtist honum sem um 50% af kvenfólki aðeins væri farið að ganga í sokkum. Sérstaklega fannst honum áberandi hvað húsum væri illa haldið við utan og innan. Eins og ekkert hefði þar verið við gert í fleiri tugi ára. Ekki átti þetta sízt við um t. d. vagna í j árnbrautarlestum. iSvona er þetta nú enn í hinu mikla heimsveldi, mörgurn mánuðum eftir stríðslok. En Englendinga vantar ekki áhug- ann fyrir því að kippa hér fljótt og vel í lag. En við hér höf- um ekki nokkra hugmynd um þá erfiðleika, sem þeir eiga við að etja, eftir þessa löngu glímu þeirra upp á líf og dauða. Sjálfir verða þeir enn að fara margs á mis, og jafnvel herða „sultarólina“ eins og þeir orðuðu það. Þegar hann spurði um hráefni þeirra til framleiðslu sögðu þeir: „Við fáum ótak- markað hráefni til að vinna úr til útflutnings, en ákaflega takmarkað til innanlands framleiðslu. Viljinn til að fram- leiða og selja úr landi er mikill, og alls staðar allt gert til að ýta undir það, því það telja allir hina fyrstu og einu við- reisnarvon. Það var oft sagt frá því á stríðsárunum, að svo virtist sem öll þjóðin væri eins og eitt heimili, þar sem enginn ætti eitt fremur en annar. Að hætta, sigrar og allt, sem til var, væri sameiginlegt. Hvar sem menn leituðu skjóls í húsi, hvort sem kunnugir voru eða ókunnugir, var eins og um vini eða bræð- ur væri að ræða. Nú viðurkenndu Englendingar sjálfir að allt þetta væri horfið í þeirri merkingu, sem þá var. Það er eins og mannskepnan geti ekki verið góð, eða eitt- hvað í líkingu við það, sem hún ætti eða er ætlað að vera, nema hún sé neydd til þess, í gegnum ógnir, þar sem engum er þyrmt. Um þetta leyti voru utanríkisráðherrarnir á fundum sín- um. Það þótti einkennilegt, að aðeins einn þeirra, Molotov, hafði um sig margra bifreiða og manna hervörð. Þá segir Eiríkur að lokum, að ekki hafi verið hægt að ganga þess dulinn, að almenningur í Englandi er þegar mjög áhyggjufullur út úr ástandi og horfum um heimsfrið. Ætli mannskepnan ætli nú að færa frekari rök að því en orðið er, að hún er mesta óargadýrið á jörðinni, þrátt fyrir öll gæði þau og göfgi, er hún býr yfir? Ó. B. B. Jón Gunnarsson verkfræðingur hefur skrifstofu fyrir félagið í New York, og Hálfdán Bjarnason aðalræðismaður mun ann- ast erindrekstur fyrir S. H. á Ítalíu. Yonandi verður eftir þörfum haldið áfram á þessari sjálfsögðu braut. Er þetta mikill þroska- og sjálfstæðisvottur, og má segja að þarna sé um mikla breytingu að ræða til bóta frá því er framleiðend- ur urðu að afhenda vörur sínar til danskra selstöðukaup- manna, og máttu jafnvel þola húðstrýkingu ef út af var brugðið. Vöruvöndun hefur verið höfuðmarkmið S. H., hefur hún t. d. haft mann til að ferðast milli frystihúsanna til að kenna og leiðbeina um meðferð fiskjarins, enda hefur hann notið vaxandi vinsælda hjá neytendum. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna er langsamlega stærsta út- flutningsfirma landsins. Má sjá það á því að frystihús þau, sem eru innan vébanda hennar, framleiddu vörur fyrir 56 milj. kr. 1944. Umbúðir og nauðsynjar til frystihúsanna seldi hún fyrir 5V2 millj. kr. Auk þess sem hér hefur verið talið um starfsemi S. H. og framtíðarhorfur hefur félagið ýmislegt fleira á prjónunum, og má þar til nefna þetta m. a.: Gísli Hermannsson verkfræðingur hefur verið ráðinn fast- ur starfsmaður hjá S. H. til að leiðbeina frystihúsunum um byggingar og vélafyrirkomulag, og má nærri geta að þetta sé mikilvægt atriði. Þá hefur frystihúseigendum verið útvegað- ar beinavinnsluvélar o. fl. Er þýðingarmikið atriði að koma upp slíkum vélom við fyrstihúsin, — þar sem þær eru ekki fyrir á staðnum, — og nýta þannig fullkomlega allt, sem til iellur. Þá hefur S. H. fest kaup á kryddsíld, og verður gerð til- raun með að leggja niður gaffalbita og útvega markað fyrir þá. Sænskur sérfræðingur hefur verið ráðinn til að kenna þetta, og er ætlast til að þessi iðnaður verði sérstaklega not- aður yfir „dauða tímann“ í frystihúsunum, til að skapa jafn- ari og öruggari atvinnu. Stjórn Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna skipa nú: Einar Sigurðsson, Vestmannaeyjum, formaður. Elías Þorsteinsson, Keflavík, varaformaður. Ólafur Þórðarson, frá Laugabóli, ritari. Eggert Jónsson, Njarðvík. Elías Ingimarsson, Hnífsdal. Framkvæmdastjóri er Guðmundur Albertsson. Margt fleira mætti sjálfsagt segja um þetta unga en þó stóra og merkilega fyrirtæki. Það hefur farið svo myndar- lega af stað um samheldni,, skipulegt starf og dugnað, að þess má vænta að fljótlega hafi gerzt stórtíðindi í framfara- átt innan vébanda þess, og að þá fái blaðið tækifæri að nýju til að kynna þær framfarir fyrir lesendum sínum. -Sölumiðstöðin er vafalaust fyrirtæki, sem ýms önnur fé- lagssamtök í landinu gætu um dugnað og starfsháttu tekið sér til fyrirmyndar. Ó. B. B.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.