Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 18

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 18
150 AKRA N ES Ól. B. Björnsson: Þœttir úr sögu Akraness, V., 6. Hversu Akranes byggðist 1. kafli Fyrsta bygging og jarðir á Skaga fram á 18. öld Framh. Lengi fram eftir stundaði Jón jöfnum höndum sjósókn á opnum skipum samhliða búskapnum, og var þá formaður á sínum bát, en hin síðari ár hefur hann eingöngu sinnt bú- skapnum. Þessi eru börn Jóns og Guðlaugar: Gunnlaugur, áður kenn- ari hér, Jón og Ingunn, öll hér, Ólafur, útgerðarmaður í Sandgerði, og Elísabet, gift á Akureyri. Bærinn á Bræðraparti og húsið nú stendur spölkorn fyrir sunnan Breiðargötu, neðarlega (sjávarmegin), en hefur ekki enn hlotið neitt númer við götuna. 7. Breið. Einhvers staðar hef ég séð þetta býli nefnt Breiðan. En hér hefur þetta altlaf verið nefnt Breið, Breiðin, á Breið- inni. Þetta er neðsta býlið á Skaga, fremst á tánni, ofan við vitann, sem þar er nú. Árið 1703 býr á Breiðinni Magnús Pétursson 34 ára og kona hans Sigríður Guðmundsdóttir 41 árs. Þeirra börn eru Guðmundur og Jón. Þar er þá húsmaður Teitur Ólafsson 49 ára og Halldóra Halldórsdóttir kona hans 57 ára. Árið 1705 var á Breiðinni eitt tómthús og ein vermannabúð, en enginn urmull sést nú eftir af þessu lengur. Þá er eigandi jarðarinn- ar húsfrú Guðríður Þórðardóttir á Leirá (ekkja eftir Bauka- Jón biskup). Ábúandinn er þá Hinrik Bjarnason. Rétt fyrir aldamótin 1800 býr þar Ari Teitsson, en flutti sig þaðan eftir flóðið mikla milli 7.—8. jan. 1798, að ívars- húsum. Þetta áminnsta flóð var svo mikið, að „bátjœrt“ var upp um allar mýrar. Bærinn eyðilagðist þá svo til alveg og var jörðin í eyði eftir það til 1874. Þetta hefur verið alvarleg nótt fyrir heimafólk á Breið- inni, því af bænum stóð uppi að einhverju leyti 1—2 staf- gólf, en fólkið vaðandi í sjó á veggjunum. Þegar þetta var, var dóttir hjónanna Dýrfinna í vöggu, aðeins 12 vikna göm- ul. Hafði vaggan verið bundin upp í sperrunrar, og var það hið eina, sem eftir stóð af bænum. Eftir þetta mikla flóð feli- ur byggð algerlega niður á Breiðinni til 1874, eða í 76 ár. Á þessu tímabili munu þó vermenn hafa legið þar við í byrgj- um vor og sumar. Um þetta mikla flóð hefur aðeins ver'ð ritað áður í 6. tbl. 1942. Árið 1874 flytur að Breiðinni Eiríkur Tómasson frá Þern- ey. Þar voru þá engin hús uppistandandi, því þar hafði ekki byggð verið síðan í jan. 1798, er fyrrnefnt flóð lagði byggð þar niður. Þá átti jörðina Gunnhildur ljósmóðir, sem fengið hafði hana í arf eftir föður sinn, Halldór hreppstjóra Hall- dórsson, sem um skeið var ríkasti maður á Skaga. Eíríkur byggir traust og myndarlega eftir þeirrar tíðar mælikvarða, því það er steinhús, hlaðið og lagt í kalk. Báðir veggir alveg úr steini, en steingaflar aðeins upp að neðri gluggum, en timburgaflar þar fyrir ofan. Húsið var 11X5V2 al. að stærð, og var loft í því. Nokkru seinna byggði Eiríkur og timburhjall 7X5 al., svo og steinbyggða skemmu 7X5 al. Eiríki hefur sjálfsagt verið kunugt um hvers vegna byggð lagðist niður á Breiðinni, og má ef til vill þangað rekja áform hans um steinbyggingu. Ef til vill líka hið nærtæka efni til hleðslunnar, þar sem grjótið var nægjanlegt við hendina. Þá fyrir 10 árum hafði verið byggður steinbær á Bræðra- parti, sem líklega hefur verið talinn gefa góða raun. Þetta sama ár, 1874, voru fleiri steinhús byggð á Akranesi á svip- aðan hátt. 1 Föðurætt Eiríks mun vera vestan af Mýrum, en ekki hef Hjónin á Breiðinni, Ingveldur Einarsdóttir og Jón Guðnason. ég neitt grafizt fyrir um ætt hans eða forfeður. Foreldrar hans munu eitthvað hafa búið í Þerney, og þar mun Eiríkur hai'a verið fæddur. Eiríkur var tvígiftur. Fyrri kona hans hét Alíífa, en ókunn- ugt er mér um ætterni hennar. Þau munu hafa búið hér ein- hvers staðar syðra og átt þessi börn: 1. Alfífu, sem margir Akurnesingar kannast við, móður Ágústu Hákonardótu:: og þeirra systkina. 2. Ingimagn í Lykkju, föður Tómasar á Læk og þeirar systkina. 3. Þorkell, bjó fyrst í Reykjavík og síðar í Vestmannaeyjum. Sonur hans er Kristmann Þorkels- son, fyr fiskimatsmaður í Eyjum, nú búsettur í Reykjavík. Eiríkur missti konu sína eftir ekki langa sambúð. Einn son átti hann milli kvenna, Eirík að nafni, með Guðrúnu Torfa- dóttur frá Hákoti í Reykjavík. Áður en Eiríkur Tómasson flytur að Breiðinni var hann um nokkur ár formaður hjá Pétri Sigurðssyni í Hrólfskála. í síðara sinn giftist hann — mjög í sama mund og hann flytur uppeftir — Ingveldi Einarsdóttur. Foreldrar hennar bjuggu í Sjávarhólum á Kjalarnesi, en fluttu þangað frá Flóagafli í Flóa, þar sem þau bjuggu áður. Þar var Ingveld- ur íædd. Eiríkur var harðduglegur sjómaður og ágætur formaður. Á Breiðinni voru grjótgarðar miklir, ekki aðeins sem sjó- varnagarðar um allt túnið, heldur og um kálgarða, sem voru fyrir neðan húsið. Alla þessa aðalgarða mun Halldór hrepp- stjóri Halldórsson hafa byggt, en Eiríkur endurbætti þá og hélt þeim við. Líklega hefur hann og hlaðið eitthvað af görðum umhverfis kálgarðana. Nokkuð mun hann og hafa gert að því, að treysta hina fyrri sjóvarnargarða með því að gera þá enn þykkari en þeir voru. Þessi voru börn Eiríks og Ingveldar: 1. Agnes, átti Jón smið Ásmundsson í Miðengi. Þeirra sonur er m. a. Eiríkur Jónsson í Suðurgötu 2. Einfríður, gift Ólafi Jónssyni frá Seli í Reykjavík. Þeirra börn, Sigríður og Aðalsteinn, bæði í Reykjavík. 3. Eiríkur, skipstjóri á Ránargötu 51 í Reykjavík. Hann byrjaði að róa á 14. ári, og var 47 ár til sjós, á opnuin skipum, skútum og togurum. Kona hans er Sigurlína Guðrún Eiríksdóttir, ættuð úr Reykjavík. Þeirra börn eru: 1. Gunnar trésmiður. 2. Soffía, gift Oddi Magnússyni, trésmið í Borgarnesi. 3. Sigurbjörg, ógift. Eiríkur er fæddur á Akranesi 30. apríl 1879, en fluttist það'- an alfarinn 1902. Hann útskrifaðist úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík. Eiríkur Tómasson á Breiðinni drukknaði í fiskiróðri 27. i'ebi'7 1879. Líklega er það 1882, sem Ingveldur giftist í annað sinn

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.