Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 7

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 7
AKRANES l3ð hans og sagði: „Gröfum upp lík villumanns þessa og brenn- um á báli.“ Keisarinn leit við honum með þóttasvip og mælti: „Ég fer ekki með ófriði á hendur látnum, heldur liföndum.“ Síra Jóhannesi Bugenhagen var ekki bannað að predika. En það var Wittembergbúum fyrir mestu að eigi væri bönnuð boðun orðsins. Þó komst ekki á friður fyrr en fimm árum síðar. Frumherjar siðbótarinnar tóku nú fast að eldast. Melank- thon treysti þá Páli Eber bezt, eins og Lúther. Hann fékk hann því til að taka prestsvígslu og gerði hann að nánasta trúnaðarmanni sínum, og loks kom Melankthon því til leið- ar, að Páll var skipaður yfirbiskup Saxlands. Enginn maður var sárari harmi lostinn við fráfall Melank- thons en Páil Eber. Kemur það m. a. í ljós í biffi hans til kjörfurstans um það leyti. Þar segir svo: „Melankthon lofaði mér vernd sinni og aðstoð, er hann svo að segja dró mig fram í fremstu víglínu. Nú var hann kallaður burt. En ég stend eftir einmana, óreyndur og ódugandi í baráttunni fyrir mái- efni Drottins við óvini hans. Þótt Páll Eber vær óvenjulegum dugnaði og gáfum gædd- ur, var hann auðmýktin sjálf. Hann var að eðlisfari hlédræg- ur maður og friðsamur. „Sannleikurinn fullkomnast í kær- leikanum," sagði hann. Þó urðu efri ár hans stöðug barátta. Hann vildi fá miklu meiru orkað, og ábyrgð embættisins lá honum þungt á herðum. „Ég er sem óttasleginn fanginn fugl, er sleppur ekki úr búri sínu fyrr en hann hefur sungið sig í hel. Orð Krists ein veita mér kraft,“ sagði hann. En söngvar Páls Ebers hafa ómað innan kristninnar í fjór- ar aldir. Kröftugustu sálmar hans hafa einkum verið sungn- ir á sorgarstundum eða á hörmunga- og hættutímum í lút- herskum löndum. Þeim sálmum var útskúfað úr íslenzkum sálmabókum, er Leirárgarðabókin kom út 1801 og hafa þeír ekki verið teknir upp síðan. Hins vegar er elzti áramótasálm- ur vor eftir Pál Eber. Það er 481. sálmurinn: Seg þakkir Guði góöum. í nær þrjár aldir sungu forfeður vorir þann sálm (í annarri þýðingu að vísu) eftir prédikun á nýjársdag og við húslestra á gamlaárskvöld. Og þá var það föst venja að tví- eða þrítaka til áherzlu fjórar síðustu hendingar sálmsins.*) Þýðing sú, er vér nú notum er allnákvæm, nema í 1. versi og í upphafi 3. erindis. Ef 1. versinu er snúið í óstuðlað mál samkvæmt frumtext- anum verður það á þessa leið: „Elskuðu börnin litlu! Hjálpið mér að vegsama gæzku Guðs með söng og vera honum á aðra vegu síþákklátur, einkum nú undir árslokin, þegar sól tekur að hækka og nýjárið er skammt undan.“ Frumtextinn sýnir hvernig sálmurinn hefur orðið til. Hann er ekki í fyrstu ortur til þess að syngjast í kirkju, heldur á heimili höfundar sjálfs. Þar sjáum vér unga sem eldri sam- einast í lofgjörð. Þar skín og í gegn auðmýkt biskupsins er hann biður börn sín að hjálpa sér til þess að lofa Guð. Börn Páls Ebers og konu hans urðu alls fjórtán. Frumsálmurinn varðveitir nafn eins þeirra. Ef upphafsstafir versanna sex eru lesnir saman kemur fram nafnið Elene, en svo hét eigin- kona skáldsins og dóttir. Má lesa um hjónaástina og föður- ástina að baki þeim skáldaleik höfundarins. En sú ást fékk mörg sár. Á tveim mánuðum missti Páll Eber þrjá ástvini, konu sína og tvö börn. Loks átti hann aðeins fjögur börn eftir á lífi af fjórtán. En sjálfsagt hefur sálmurinn aldrei verið sunginn af meiri innileik á heimili höfundar, en þau árin, sem eitt eða fleiri systkini höfðu horfið úr hópnum. *) Sbr. t. d. Grallarann 1779 bls. 44—46, sálmabókina 1801 nr. 249 og bókina „Gamlar glæður" bls. 127—128. Seg þakkir Guði góðum Seg þakkir guði góðum hans gjörvöll barnahjörð; syng hátt meö helgum ljóðum þcim herra lof á jörð, sem nú um árið eitt lét enn þá elsku sína svo ástúðlega skína og hefur hjálp oss veitt. Ó, gefum allar gætur að gæzku þeirri’ og náð, scm dásöm daga’ og nætur frá drottni skein á láð; ó, munum miskunn þá, sem að oss öllum gætti og allra þarfir bætti cn böli bægði frá. Vor lýður, land og kirkja fékk liknar blessað ár; sinn víngarð enn lét yrkja lijá oss vor drottinn hár, og vorri veiku þjóð lians náðarnægta brunnur, af náðarorði kunnur scm áður opinn stóð. I*ótt að oss stundum styrmdi, oss studdi drottins hönd og oss í þjáning þyrmdi og þrauta leysti bönd; þótt sekir séum vér, lét Guð oss glatast eigi, en gaf oss frest að megi hver villtur sjá að sér. I myrkri syndar svarta, cr sífellt á oss lá sitt lieiiagt föðurhjarta lét hæstur Guð oss sjá, og gaf oss vægðar von, með' iðrun ef vér snúum frá illu brátt og trúum á Krist, hans kæra son. I*ú, drottinn, gott allt gefur, þig göfgi rödd og mál; þú, drottinn, hjálpað hcfur, þig hciðri líf og sál, í Jesú nafni nú vér biðjum; fjarlæg fáriö og farsælt gef livert árið, sem enn oss ætlar þú. Enginn áramótasálmur hefur orðið endingarbetri né vin- sælli í heimalandi sínu en þessi sálmur Páls Ebers. Kristin kirkja reyndist hið eina, sem ofbeldið fékk ekki yfirbugað í heimalandi hans. Og inni í kjallararústum hálfhruninna húsa mun þessi sálmur víða verða sunginn af sama klökkva og innileik nú um áramótin sem þá er flest ungu systkinin voru nýhorfin af heimili höfundar sjálfs. Þegar mest á reynir verð-

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.