Akranes - 01.12.1945, Síða 29

Akranes - 01.12.1945, Síða 29
AKRA.NES 161 HEIMA OG HEIMAN Lckun sölubúða. Hér mun vera til verzlunarmannafélag. Ekki mun það þó vera hávært, enda hefst ekki allt með hávaða einum og fyrirferð. En það, sem ég vildi finna að við þetta ágæta félag, er hve búðir eru hér opnar styttri tíma en annars stað- ar. Hér eru búðir ekki opnaðar fyr en kl. 9 að morgni, en í Reykjavík eru margar búðir opnar — allt árið — kl. 8 að morgni og aðrar kl. 8V2. Allir munu viðurkenna hve þægilegt það væri fyrir verkamenn — sem fara snemma til vinnu — að geta náð sér í tóbak, vettlinga og aðrar þarfir um leið og þeir ganga til vinnu sinnar. Sú verzlun, sem opnaði snemma á mrognana, yrði ekki verst úti með dagsverzlun sína. Þess- um „vöktum" gætu verzlanir skipt á milli sin ___ eins og apótek — t. d. tvær og tvær hverju sinni. Þá er annað, sem ég vildi kvarta um við þetta félag. Það er lokunartíminn, sérstaklega mat- vöruverzlana á laugardögum og fyrir stórhátíð- ir. Það hlýtur hver maður að sjá hve bagalegt þetta er og óþolandi, sérstaklega fyrir húsmæð- ur, að þurfa að kaupa mat fyrir stór heimili til þriggja eða fjögurra daga í einu. T. d. var ein slík tilkynning útgefin fyrir 1. des., að búðir yrðu lokaðar allan laugardaginn (nú er þó 1. des. aftur orðinn almennur vinnu- dagur. Vegna þess urðu húsmæður því að senda i allar áttir um miðjan föstudag, til þess að geta haft nægjanlegan mat til mánudags. Af þessu má sjá, að ekki má bresta mikið á minnið til að ekkert gleymist. Ekki má heldur væntá góðrar afgreiðslu á síðustu stundu, því oft kem- ur fyrir að búðirnar eru ekki opnar nema svo sem hálfa vikuna. Ef þá ekki eru jarðarfarir, sem stytta þetta enn, því hér virðist sá góði siður vera ríkjandi, að loka öllum sölubúðum vegna jarðarfara, hversu fjarskylt sem það er eigendunum eða þeim, sem þar vinna. Ég sé enga ástæðu til að Akurnesingar loki öllum verzlunum allan dagínn, þegar nærliggjandi þorp og bæir hafa opið til kl. 12 sömu daga. Mikið er nú ritað um \itamín og heilbrigðis- mál, cn ekki getur það slutt að heilbrigði að þurfa að kaupa mat, t. d. k.öt, og geyma svo lengi, sem hér þarf, sbr. það, sem sagt er að framan. Það er a. m. k. ekki hægt fyrr en hvert heimili á lcæliskáp. Hér á Akranesi mun ekkert heimili eiga slíkan kjörgiip. Eins og áður er sagt kemur þetta harðast niður á húsmæðrum, sem aldrei sjá út úr heimilisönnum, en búðar-, fólk heíur litlu öðru að sinna en búa sig út til skemmtana og annarra frístunda. Annars finnst mér að verzlunarmannafélagið hér ætti að reisa höfuðið frá koddanum, það gæti sjálfsagt — og þyrfti — að lagfæra margt í sinni staríscmi, og gæti fundið mörg nýt og góð verkefni til að berjast íyrir. S. H. Aðhald e'Sa agaleysi. Það var einu sinni á s.l. vori er ég var á ferð í Reykjavík, og þurfti að ná tali af einhverjum yfirmanni ákveðinnar stofnunar (nefndar), sem um allmörg ár hefur starfað. Þar munu daglega eiga að vera tveir eða þrír yfirmenn, auk skrif- stofustjóra og fulltrúa, og annars lægra setts starfsliðs. Tvo daga hringdi ég, og gerði tilraun til að ná tali af einhverjum þeirra þriggja eða fjögurra yfirmanna þessarar virðulegu stofnunar. Fyrri daginn hringdi ég milli 10 og 20 sinnum, ng spurði ávallt eftir einhvcrjum þessara háttsettu manna, en fékk ávallt þessu lik svör: Hann er ókominn. Hann heíur skroppið eitthvað frá. Hann er nýlega farinn. Hann kemur ekki í dag. Gjafir og greiðclur til blaðcins, scm þa'ð þakkar innilega. Jón A. Jónsson, ísaf. 50 kr. Sig. B. Sigurðsson, Köldukinn, III. og IV. árg. 53 kr. Helgi Bene- diktsson, Vestmannaeyjum, I.—V. 100 kr. Guö- jón Rögnvaldsson oddviti fyrir 4 eintök 100 kr. Friðþjófur Jóhannesson, Patreksfirði, III., IV. og V. árg. 60 kr. Hjónaefni. Björn Viktorsson og ungfrú Sigríður Péturs- dótíir hafa nýlega opinberað trúlofun sína. Einn- ig Sóley M. B. Þórhallsdóttir, Bergstaðastræti 5ö, Rvík, og Hörður Hjartarson, Suðurgötu 23, Akranesi. Dánarfregn. Sigríður Sígriksdóttir írá ívarshúsum andaðist á Vífilsstaðahæli hinn 1. des. Jóhanna Jónsdóttir frá Garðhúsum andaðist 25. nóvember s.l. Minningarsjóður GuBjóns Tómassonar og Mav- grétar Helgadóttur konu hans. Gamall Akurnseingur, Guðjón Tómasson, Bergþórugötu 9 í Reykjavík, hafði áður en hann andaðist 12. ágúst s.l. lagt svo fyrir, að af eftir- látnum eignum sínum skylöi stofna sjóð til þess að fegra og prýða kirkjugarðinn í Görðum á Akranesi með blóma- og trjárækt eða á annan hátt eftir því sem bezt þykir við eiga. Kona Guðjóns sáluga, frú Margrét Helgadótt- ir, hefur nú stofnað sjóð þenna með 2000 krón- um, er hún hefur lagt inn í Söínunarsjóð íslands með þeim skilmálum, að jafnan þá er ártal stendur á heilum tug eða hálfum greiðist 9/10 vaxta til kirkjunefndar Akraneskirkju, er ráð- stafar vöxtunum í samráði við sóknarprest í íyrrgreindu skyni. Við undirrituð leyfum okkur hér með að þakka þessa höfðinglegu og fögru gjöf. Kirkjunefnd og sóknarprestur Akraneskirkju, 9. nóv. 1945. Ingunn Sveinsdóttir. Valdís Böðvarsdóttir. Friðmey Jónsdóttir. Margrét Jónsdóttir. Björnfríður Björnsdóttir. Emilía R. B. Briem. Emilía Þorsteinsdóttir. Valgerður Halldórsd. Þorsteinn Briem. Akurnesingar, nemendur mínir og aðrir samstarfsmenn og vinir! Um leið og ég minnist og þakka liðinn tíma, er ég dvaldi meðal ykkar, sendi ég ykkur öllum innilegar óskir um gleðirík jól og gott og farsælt nýtt ár. Svafa Þórleifsdóttir. Hann tekur ekki á móti í dag. Hann er á fundi. Hann er upptekinn. Hann hlýtur að koma þá og þegar. Hann ætlaði að koma aftur. Hann kom aðeins snöggvast, en er farinn aftur.“ Þennan dag bar öll þessi viðleitni engan árangur. Næsta dag byrjaði ég á sama leik, og náði tali af ein- um þessara „stóru" kl. 11% um daginn. Þcssu líkt er þetta því miður alltof almennt á skrifstofum í Reykjavík, einnig í einkarekstri scm opinberum. Þá er það víst ekki óalgengt að menn láti (er spurt er eftir þeim í s:ma) segja að þeir séu ekki heima, þó þcir sau það. Þetta er held ég mikið á annan veg hér hjá okkur heldur en almennt hjá öðrum þjóðum. Þessi kæruleysislegu, lélegu vinnubrögð geta orðið þjóðhættulegur löstur, ef hann nær að festa rætur. Yfirmenn stofnana og eigendur einkafyr- irtækja verða að láta menn hafa hóflegt aðhald í þessum efnúm. Þess óviðurkvæmilegra er svcna atferli, sem vinnutími á skrifstofum er yfirleitt ekki langur. Víða víst ekki nema frá 10—12 og 1—4. Þrátt fyrir þennan stutta vinnutíma nv.n það koma fyrir að sumir reyni að korna til starfsins all- mörgum mín. eftir 10, og fara svo mörgum mín. seih íært þykir fyrir 12, og á sama hátt eftir 1 og fyrir 4 aftur. Ef svo er má ekki búast við nviklum afköstum. Það er dýr ríkisrekstur!! Mjög er þetta þó misjafnt eftir samvizkusemi manna. Get ég ekki stillt mig um að nafngreina hér nokkra menn, sem mér fannct skara fram úr, mótsett við það, sem ég hef hér minnzt á. Það voru prestarnir SJcúli Skúlason og Þórður Ólafsson, svo og Pétur Hjaltested stjórnarráðs- ritari. Þeir munu sjaldan hafa farið frá verki fyrr en klukkan var búin að slá 12 eða 4, og sjaldan munu þeir hafa verið utan dyra ‘ stjórnarráðinu á rúmhelgum dögum, þegar klukkan sló 10 að morgni eða 1 á daginn. Þessir menn voru af „gamla skólanu m“, hársamvizkusamir menn, sem í engu máttu vamm sitt vita. Þá menn, sem enn í dag eru þeirra líkar á að virða vel, en hina á að víta, og láta þá vinna þennan stutta tilsetta tíma. Rikisrekstur á Akranesi. Því hefur löngum verið haldið fram, að fátt væri til fyrirmyndar í ríkisrekstri. Ef litið er t.il þess eina, er ríkið rekur hér á Akranesi, stað- festir það fullkomlega þessa kenningu. Um nokkur ár hefur hér verið sameiginlegur rekstur pósts og síma, eða frá 1934. Einmitt það sama ár var byggt hús yfir þessa sameinuðu starfsemi. Mátti þvi gera ráð fyrir að þar stæðu að menn, sem hugsuðu nokkur ár fram í tím- ann. Reyndin varð nú öðru nær. Þar var byggð- ur lítill timburkumbaldi, þá þegar með alger- lega óhæfri aðstöðu til afgreiðslu. Til eru lög um skipulag kauptúna. Ræður rík- ið mestu um það skipulag, og ekki alltaf af hyggindum — a. m. k. ekki alltaf sem í hag koma viðkomandi bæjarfélagi. — Einasta bygg- ingin, sem hið opinbera hefur byggt hér var þetta umtalaða póst- og símahús, og það lét sér sæma að byggja það ólöglegt samkv. skipulagi og byggingarsamþykkt bæjarins. Það vita allir, að í póst- og símahúsi í allstór- um bæ er venjulegast varðveitt mikið verðmæti frá ríki og einstaklingum, og því algcrlega ófor- svaranlegt að byggja yfir slika starfsemi léleg- an timburkofa. Ofan á lofti þessa húss er t. d. þykkt lag af sagi, til hlýinda. En ekki mun það minnka eldhættuna. — í þessum húsakynnum er svo lítið peningaskápskríli, að hann rúmar aðeins lítinn peningakassa og frímerkjabirgðir á hverjum tíma. Sennilegast er skápurinn alis ekki eldtryggur, a. m. k. I timburhúsi. í þessu húsi eru léleg starfsskilyrði, hvað þá að þar sé minnsta íbúð fyrir póst- og símastjóra staðarins, þó einhleypur væri. Svona er nú útgerð ríkisins á þessum stað. Hvað á þstta ástand að vara lengi?

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.