Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 23

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 23
AKRANES 155 fyrir, að við vorum bæði fátækir og smáir í augum heims- ins, áttum við þó skip undir eigin fána — skip, sem sigldu um heimshöfin, færandi varninginn heirn. Um kvöldið var lagzt í herskipalægi á norðvesturströnd Skotlands. Myrkrið skellur hér fljótar á en heima. Fyrr en varði var orðið aldimmt. Aðeins vitarnir og leiðarljósin á ströndinni sáust. Kvöldgolan hlý og rök andaði af suðri. — Til allrar hamingju þurftum við ekki að liggja lengi við Skotland. í bítið næsta dag héldum við suður með Hebrids- eyjum í stórri skipalest. — Mörg herskip, stór og smá, fylgdu þessum mikla flota. Þetta voru tundurspillar, bryndrekar, „korvettur“ og tvö flugvélamóðurskip. Hvert sem augað eygði sáust skip. Ógerningur var að sjá öll skipin í lestinni. Þegar komið var suður fyrir Hebridseyjar, var stefna tekin beinustu leið vestur um hafið. — Flugvélar sveimuðu dag og nótt yfir lestinni í leit að óvinakafbátum. En ferðin gekk slysaalust alla leið. Engin stórtíðindi gerðust, hvorki af mannavöldum né náttúruafla. Á nítjánda degi frá því að við lögðum af stað heiman frá Islandi komum við að innsiglingunni í New-York. Þetta var 3. ágúst klukkan 3 eftir hádegi. Veður var gott, en hiti ákaf- lega mikill og óþægilegur. Innsiglingin var mjög fögur. Skógivaxnar eyjar með fögrum byggingum á báðar hendur. Á bakborða New Jersey, en á stjórnborða Long Island; þar var hemssýningin haldin, sú síðasta, sem haldin hefur verið í heiminum. — Manhattan blasti framundan með öllum sín- um stórhýsum og risamannvirkjum. Frelsisstyttan hélt blysi sínu hátt á lofti og baðaði sig í geislum sólarinnar. Allar mögulegar gerðir af skipum lágu á höfninni. Ferjur, pramm- ar og alls konar fljótabtáar ösluðu á milli eyjanna fram og aftur. — Skýjakljúfarnir báru við himin. Skin hnígandi sól- ar glampaði og glitraði í öllum regnbogans litum á hinum óteljandi gluggarúðum þeirra. Það var tilkomumikil sjón að sjá þessar risabyggingar. Það var ekki laust við, að minni- máttarkennd læddist um hugann við að horfa inn í þennan ævintýraheim tækninnar. Skipið lagðist á ytri höfnina. Eftir skamma stund kom dráttarbátur og dró það inn á þá innri. Læknir kom um borð og skoðaði allt fólkið lauslega. — Goðafoss var dreginn upp East River (Austurfljót). Við fórum undir tvær brýr á fljót- inu, Brooklyn Bridge og Manhattan Bridge. Skrítið var að sjá vagnana og bifreiðarnar þjóta eftir brúnum yfi-r höfði manns. Goðafoss var eins og smákæna, miðað við þau hrika- legu mannvirki, sem fyrir augað bar. Straumurinn var svo þungur á East River, að annar dráttarbátur var fanginn til að aðstoða þann, sem fyrir var, við að draga skipið að bryggju. Loks var lagzt að bryggju 37. — Fullt var af lög- reglumönnum á bryggjunni. Þeirra hlutverk var að athuga vegabréf og önnur skilríki farþeganna. Þetta tók nærri fjór- ar klukkustundir. Hver og einn af farþegum var spurður í þaula af fjórum mönnum. Iiinum ótrúlegustu og broslegustu spurningum var varpað fram. Menn urðu að gæta sín með að verða ekki tvísaga, því að oft komu sömu spurningarnar fyrir aftur og aftur. Næst á eftir þesu kom tollskoðunin, og stóð hún yfir tæpar tvær klukkustundir. Hér þurfti líka að svara mörgum spurningum. Um allt, smátt og stórt, sem í farangrinum var, þurftu tollverðirnir að spyrja. Fegin vor- um við því að losna frá tollvörðunum, eftir langt og mikið umstang. Þeir voru þó hinir alúðlegustu menn. Ekki var hægt að ásaka þá fyrir það að róta til og umhverfa öllu í far- angrinum. Þeir urðu að gæta skyldu sinnar sem embættis- menn stórþjóðar, er átti í styrjöld og höggi við skæða óvim. Takmarkinu er náð. Það er hægt að segja, að við séum á leiðarenda að þessu sinni. Kveðjur og árnaðaróskir. Síðan höldum við í smáhópum út í heimsborgina, Babylon nútím- ans. Ekið er til gistihalla, sem bera annarleg nöfn — Mar- tinique — New-Yorker — Kenmore Hall — Ahbey. Þorgeir Ibsen. Frá bæj arstj órninni Framh. I síðustu grein minni voru taldir þeir stórir bátar, sem bætzt hafa við skipastól bæjarbúa. í greininni voru aðeins taldir tveir bátar, en þriðji báturinn, Keilir, féll niður í prentuninni. Við þessa þrjá báta bætast væntanlega sex bátar á þessu ári, tveir Svíþjóðarbátar, bátur sá, sem smíð- aður er hér í bæ á vegum bæjarstjórnarinnar og þrír bátar, sem verið er að smíða í Danmörku. Eigendur þessara þriggja báta eru þeir Ástvaldur og Guðmundur Bjarnasynir, Harald- ur Böðvarsson og Siguður Hallbjarnarson. Hafnarmálin. Þegar fyrri grein mín var skrifuð var einungis hafin bygg- ing á tveimur kerum, sem setja átti við nýju bryggjuna við Síldarverksmiðjuna, og þótti mér því varlegra að gera ekki ráð fyrir því, að fleiri ker yrðu byggð. Vinnan við höfnina hefur þó sótzt svo vel, að byggð hafa verið þrjú ker, sem sett haía verið við bryggju þessa. Nú er vinnu við höfnina lokið að þessu sinni. Hafnargarð- urinn hefur verið lengdur um 30 metra, en bátabryggjan við Síldarverksmiðjuna um 24 metra. Það fer ekki mikið fyrir þessum framkvæmdum þegar ókunnir menn skoða þau full- byggð, en þeir, sem til þekkja, vita að mikil vinna liggur bak við þetta verk. Það hefur verið mörgum örðugleikum bundið að afla efnis til hafnargerðarinnar, tækja og annars, sem með þarf, og því miður hefur mikið skort á að næg tæki hafi fengist Allir þeir mörgu verkamen og iðnaðarmenn, sem unnið hafa að verkinu, hafa lagt fram mikið og óeigingjarnt starf. Sérstakar þakkir eiga skilið þeir tveir verkstjórar, sem unnið hafa að hafnargerðinni, Finnur Árnason og Ingólfur Sigurðsson. Fyrir nokkrum mánuðum reyndi bæjarstjórnin að afla upplýsinga um það, hvort ekki væri hægt að fá keypt tii bæjarins steinsteypukör, sem nota átti til þess að búa til inn- rásarhöfn í Frakklandi, og hvort hagkvæmt væri eða mögu- legt að byggja úr þeim höfn hér á Akranesi. Nú liggja fyrir upplýsingar um það, að nokkrar líkur eru til þess að kör þessi fáist keypt. Hins vegar vantar enn upplýsingar um verð karanna, svo og um möguleika á því að flytja þau til bæjarins. Bæjarstjórnin hefur farið þess á leit við vitamála- stjórnina, að sérfróðir menn færu til Englands til þess að at- huga mál þetta nánar, auk þess sem bæjarstjóra var falið'að fara þangað einnig. Það hefur orðið úr að vitamálastjóri fari til Englands af hálfu vitamálastjórnrinnar. Enn er með öllu óvíst hvað úr þessu máli verður, og varlegast að spá sem minnstu um það, en hit er víst, að mál þetta er svo mikil- vægt, að íull ástæða er til þess að það verði athugað eftir því sem tök eru á, því ef körin fást hingað til bæjarins með hagkvæmu verði, getur það gjörbreytt öllum hafnarskilyrð- um bæjarins á skömmum tíma. Rafmagnsmálin. Nú hefur bærinn yfirtekið eignir og skuldir Rafveitu Akraness, á þeim grundvelli, sem greint var frá í síðustu grein, þ. e. að stofngjöld þau, sem húseigendur hafa greitt, gangi upp í væntanleg heimtaugagjöld, eins og þau verða ákveðin á sínum tíma. Stjórn rafveitunnar hefur bæjarstjórn falið sömu mönnum og áður önnuðust hana, þ. e. Jóni Sig- • mundsyni, Sigurði Hallbjarnarsyni og Þorgeiri Jósefssyni. Eitt er það, sem sérstök ástæða er að taka fram í sambandi við hafnargerðina, en það er það, af hvaða ástæðum grjót- námið í Kjalardal var keypt, sökum þess, að mörgum virðist eðlilegra að sprengja grjót en að ná því úr skriðum. (Framhald.) A. G.

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.