Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 14

Akranes - 01.12.1945, Blaðsíða 14
Í4ö AKEANES Kristmann Guðmundsson: __ r Ævintýrið um Oskabjarg Einu sinni bjó ung og fögur greifynja í stórri riddarahöll við Dóná. Hún hét Alwara og var víðfræg fyrir fegurð sína og glæsileika. Allir ungir riddarar í landinu þráðu að vinna ástir hennar, en hún var kaldhuga kona og einræn, hún virt- ist fyrirlíta alla karlmenn. Margir urðu til að biðja hennar, en hún rak þá alla frá sér með hörðum og háðulegum orðum. Við þjónustufólk sitt var hún einnig hörð og köld, svo lífið í höllinni var fremur dauflegt. Eæði þjónar og þernur óttuðust greifynjuna og höfðu beyg af henni, — allir nema herbergismær hennar, ungfrú Vína. Hún var eina manneskj- an, sem elskaði þessa undarlegu konu, er var fögur eins og gyðja, en virtist hafa ísmola í hjarta stað. Ungfrú Vína var einnig fríð sýnum; til voru þeir er héldu því fram að hún væri eins fögur ef ekki fegri en húsmóðir hennar. Þær voru jafnöldrur og höfðu verið leiksystur í æsku. Greifynja Alwara var ljóshærð og hávaxin, en Vína var dökk á brún og brá, grannleit og full af yndisþokka, blíð- lynd og draumlynd. En fáskiptin var hún við aðra, eins og húsmóðir hennar. Eitt hið mesta yndi hennar var að sitja í gluggakarminum á herbergi sínu á kvöldin, er kyrð var fall- in á, og horfa yfir Dóná og landið í kring. Einkum í tungls- skini, þegar vatnsflöturinn glitraði eins og fljótandi flök af silfri og hinir geigvænlegu hamrar Óskabjargs endurspegl- uðust í ánni. Óskabjarg var snarbrattur hamrahnúkur, hinum megin við Dóná, ókleifur talinn með urðum allt í kring. En efst uppi á honum var lítil flöt, þar sem uxu undurfögur hvít blóm: Óskablómin. Það var gömul trú, að hver sá, er klifrað gæti upp á hnjúkinn og sótt þessi blóm, fengi eina ósk uppfyllta. Aðeins eina ósk, en hún rættist hver svo sem hún var, jafn- vel þótt beðið væri um konungdóm. Margir voru þeir, er freistað höfðu að komast upp á bjargið, en flestir fundust þeir með brotin bein í urðunum. Fáum var áskapað að ná óskablómunum hvítu. Einnig á dögum ungu greifynjunnar höfðu ýmsir reynt að klífa Óskabjarg, og nokkrir af biðlum hennar höfðu endað líf sitt þar undir hömrunum. Alwara hin stolta lét sig það engu skipta. — En gamalt fólk sagði sögur um unga menn, er brotizt höfu alla leið upp á hnjúk- inn, lesið óskablómin og komizt heilu og höldnu niður aftur. Einn þeirra varð konungur í framandi landi, annar giftist prinsessu, en hinn þriðji tileinkaði sér alla vizku veraldar- innar. Óskabjarg freistaði ekki ungfrú Vínu. Hún átti sér engar aðrar óskir en þær að fá að lifa í friði með húsmóður sinni í riddaraborginni hljóðu og að sitja og dreyma í glugga- karminum sínum, er kvöldið sveipaði ána í rökkur og þögn. Hjarta Vínu var ósnortið af ástarþrá. Hún unni aðeins hús- móður sinni, blómum merkurinnar, mánaglitinu á Dóná og reikulum skýjum himinsins. Þá skeði það dag einn að gest bar að garði, einmana ridd- ara á svörtum hesti. Hann var mikill vexti og fríður sýnum, hárið ljóslitað og gullband um enni. Vopn og klæði hafði hann góð. Hann kvaddi sér dyra í höllinni og baðst gistingar. En það undur skeði, að greifynja Alwara brá vana sínum og tók þessum einmana unga riddara vel, veitti honum við borð sitt og ræddi við hann með kurteisi. Ungfrú Vína þjónaði við borðið, en þess á milli stóð hún fyrir aftan stól húsmóður sinnar og hlustaði á viðræðurnar. Riddarinn með bjarta hárið kunni margar undarlegar sög- ur af ferðum sínum um fjarlæg lönd og hann sagði svo vel frá, að jafnvel greifynjan stolta hlustaði hugfangin. Hann hafði dimmblá, þunglyndisleg augu og í drengilegum svip hans var mild alvara þess manns, er þekkt hefur sorgir. Ungfrú Vína horfði á hann öllum stundum; aldrei hafði hún séð þvílíkan mann. í fyrsta sinn raskaðist ró hjarta hennar og hún fann óþekktan, óttablandinn fögnuð fara um sig. En í hugsun hennar var aðeins það eitt, að hér væri loksins maður kominn, er væri þess verður að eignast hönd og hjarta húsmóður hennar. Greifynja Alwara sat stolt og kyrrlát á hinum gulli prýdda stóli sínum og hlýddi á orð gestsins. Hár hennar var ljósbjart eins og hans, augu beggja voru blá og bæði líktust þau guða- styttum, gerðum af einhverjum meistara fornaldarinnar. Bæði virtust sköpuð til drottinvalds og dýrkunar. Og þau virtust einnig sköpuð hvort fyrir annað. — Þau sátu á tali lengi nætur. Riddarinn ókunni fór ekki á brott næsta dag. Honum dvaldist lengi í kastalanum og kvöld hvert sat hann við gluggann í herbergi sínu, meðan húmið færðist yfir landið og ána. En nú sat hann ávallt einn og starði þunglyndisleg- um augum út í tómið. Því greifynja Alwara, er hafði tekið honum svo vel í fyrstu, sýndi honum nú aðeins kulda og kæruleysi. Þó leyfði hún honum að dvelja í kasalanum eins lengi og hann óskaði, veitti honum vel og lét sjá um hest hans. En einungis fyrsta kvöldið heiðraði hún hann með nærveru sinni. Eftir það sá hann henni aðeins bregða fyrir á stígum trjágarðsins, en hún leit aldrei við honum. Hann horfði á eftir henni, heillaður af fegurð hennar og tiginleika, en hann dirfðist aldrei að ávarpa hana. Einmana sat hann kvöld hvert. Ungfrú Vína kom öðru hvoru inn til hans til þess að gá að hvort hann þarfnaðist nokkurs. Þá bað hann hana stundum að doka við og segja sér eitthvað af húsmóður hennar. Það gerði Vína með glöðu geði. Hún settist á gólfið við fætur riddarans og sagði honum allt það fegursta, sem hún vissi um greifynjuna. Aldrei þreyttist hún á að lýsa fyrir honum hversu höfðing- lynd og tiginborin hún væri, hve elskuð hún væri af öllum þegnum sínum og hversu margir hraustir og mikilr menn hefðu tilbeðið hana. Engin var henni lík; aldrei hafði áður iæðst þvílík kona. „En hver ert þú, Vína?“ spurði riddarinn einhverju sinni. Hann hafði horft á hana langa stund meðan hún talaði með leiftrandi augum um húsmóður sína. „Faðir minn var vopnasveinn greifans, hertekinn í fjar- lægu landi fyrir löngu síðan.“ „Hefur enginn elskað þig, Vína? Hefur enginn biðlað til þín?“ „Til mín —!“ Hún lauk ekki við setninguna, horfði aðeins forviða á hann. — Og hann starði á andlit hennar eins og hann sæi það 1 fyrsta sinn; það var ungt og fagurt, barnslega þýtt, með draumkenndum svip; varir hennar rauðar eins og; blómbrum vorsins, augun myrk og mild; hárið liðaðist í dökkum bylgjum að beltisstað. Ósjálfrátt líkti hann þeim saman, greifynjunni köldu og stoltu og þessari yfirlætislausu stúlku, sem guðirnir höfðu einnig gefið heillandi fegurð. Þetta sama kvöd sagð hún honum söguna um Óskabjarg og blómin hvítu, er uxu þar uppi. Hann hlustaði þegjandi á hana, svo beygði hann sig allt í einu niður að henni, horfði í augu hennar og spurði: „Ef þú næðir í þessi blóm, Vína, hvers myndir þú þá óska þér?“ „Ég hef einskis að óska,“ hóf hún máls, en svo þagnaði hún allt í einu og varð litverp. Rétt á eftir kvaddi hún og fór. Þegar hann kom inn í svefnstofu sína fann hann stóran

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.