Akranes - 01.12.1945, Side 25

Akranes - 01.12.1945, Side 25
AKRANES 157 Gils Guðmundsson: íslenzkir athafnamenn I., 16. eir Aeega Ævisaga Framh. aS fara gætilega, og mun honum með aldrinum eins og gengur, hafa getizt betur og betur að íhaldsstefnu. Um eitt landsmál haíði Geir oft orð og var þar heitur. Það var að- flutningsbannið. Honum fannst vera verið að gera alla íslendinga að börnum með þeim lögum og var banninu mjög andvígur, en sjálfur mesti hófsmaður á vín og reglu- maður í þeim efnum sem öðrum alla ævi. Trúmaður mun Geir hafa verið heitur og kirkjuræknari flestum. Rausn hans er alkunn, sýna það stórgjafir þær, er hann og þau hjón hafa látið í té Heilsuhælinu á Vífilsstöðum og nú nýlega Landsspítalasjóðnum, auk annarra stofnana og fyrirtækja — og þarf það ekki upp að telja. Vinir Geirs bregða við tryggð hans, vinfestu og ræktar- semi og marga muna þeir ánægjusamverustundina. Því að Geir var gamansamur í sinn hóp og orðheppinn með ann- álum, svo að mörg meinyrði hans eru landfleyg orðin. í stuttri blaðagrein verður eigi lýst æviferli þessa látna, stórmerka manns, nærri eins ýtarlega og skyldi, en vafa- laust verður það gert á öðrum stað svo sem skyldugt er og verðugt minningu hans. En víst er um það, að við fráfall hans á höfuðstaður vor á bak að sjá einum sínum allra nýtasta borgara, sem verið hefur bænum sómi og skjöldur um tvo mannsaldra.“ *) Lögrétta, sem einnig skrifar vel og rækilega um Geir, heldur sér nær eingöngu við ákveðnar staðreyndir úr lííi hans, en minnist aðeins stuttlega á skapferli hans og lund- areinkenni að greinarlokum. Þar segir: „Geir Zoega skipti sér lítið eða ekki af opinberum mál- um, en gaf sig allan við atvinnustörfum sínum, og heima fyrir var hann hinn mesti rausnarmaður. ... Geir Zoega var ekki margmáll maður, en orðheppinn og fyndinn í til- svörum, og hafa hnyttiyrði hans mörg flogið manna á milli og borizt víða. ...“ **) Þjóðólfur komst svo að orði: „Með Geir Zoega missir Reykjavíkurbær og landið í heild sinni einn af sínum elztu og helztu borgurum. Er það mikið starf orðið, sem G. Z. hefur afkastað á sinni löngu ævi, og prýðisvel af hendi leyst. Sjávarútvegurinn íslenzki mun ekki gleyma nafni Geirs Zoega úr sögu sinni. ... ... Til þess var jafnað, hvað Geir Zoega var skemmti- legur í allri viðkynningu og fyndinn. Eru margar góðar skrítlur eftir honum hafðar, sem væri gaman að einhver vildi safna saman við tækifæri. Gat hann víst stundum verið meinlegur við þá menn, sem honum virtust sýna leti og ómennsku, því allt slíkt var honum meinilla við, eins og öllum dugnaðarmönnum.“ ***) Morgunblaðið lét þessi ummæli falla: „Geir heitinn var höfðinglegur á velli. Rausnarmaður var hann í lund og yrði oflangt upp að telja allar þær stórgjafir, sm þau hjón hafa gefið til ýmissa fyrirtækja og stofnana. Þeir menn, sem hann tók tryggð við, munu aldrei hafa fyrir hitt vinfastari og raunbetri mann. Hófs- maður var hann og reglusamur mjög, gekk ríkt eftir að menn ræktu vel það, sem þeim var trúað fyrir, en hatað- ist við leti og ónytjungshátt. Minnisgóður var hann með afbrigðum og manna fróðastur um sögu bæjarins. Orð- *) ísafold, 28. marz 1917. **) Lögrétta, 28. marz 1917. , <'*'#) Þjóðólfur, 30. marz 1917. heppni hans er við brugðið, og meinyrtur gat hann verið er svo bauð við að horfa. ... . .. Nafn Geirs Zoega mun lengi í minnum haft og geym- ast í sögu bæjarins. Því hann var brautryðjandi.*) Vísir minntist Geirs m. a. á þessa leið: „Geir sálugi var um langan aldur einn af helztu máttar- stólpum bæjarins og efnuðustu borgurum hans, en hann átti vini meðal allra stétta og sást það glöggt við jarðar- förina. Enda var hann sjálfur bæði alþýðumaður og höfð- ingi, í orðsins beztu merkingu. ... Hann var svo merkur maður, að vel ætti við að skrá ævisögu hans sérstaklega, enda líklegt að það verði gert. En hvort sem er, verður nafn hans uppi meðan saga Rykjavíkur síðari hluta 19. aldar verður sögð.“ **) Auk þeirra blaða, sem hér hefur verið vitnað til, var Geirs allvíða getið, og hvarvetna á svipaðan hátt. Tím- inn og Landið fluttu um hann minningarorð. Sveinbjörn Egilsson skrifaði æviágrip hans í Ægi, blað Fiskifélagsins, og minntst þar sérstaklega á þátt Gers í þróun fiskiveið- anna. Jarðarför Geirs Zoega fór fram mánudaginn 2. apríi. Hófst hún með húskveðju á heimili hins látna. Húskveðj- una flutti mágur Geirs, séra Halldór Jónsson prestur á Reynivöllum í Kjós. Að þeirri athöfn lokinni var líkið flutt í kirkju. Inn í kirkjuna var kistan borin af nánustu vandamönnum hins látna. Kistan var fagurlega skrýdd og á henni útskorið skip, akkeri og fleira vel viðeigandi. Sjálf var líkkistan smíðuð úr stórmastri kútters Mar- grétar, fyrsta stóra fiskiskipsins, er Geir eignaðist. Líkræður í lcirkjunni fluttu Jón Helgason biskup og Jó- hann Þorkelsson dómkirkjuprestur. Að þeim loknum báru Oddfellowar kistuna út í líkvagninn. Inn í kirkjugarðinn báru átta skipstjórar kistuna. Jarðarförin var ákaflega fjölmenn og sýndi glögglega hver ítök minning Geirs Zoöga átti meðal Reykvíkinga. 22. Drög að mannlýsingu Geir Zoéga hafði alizt upp í Reykjavík meðan hún var fyrst og fremst bær danskra kaupmanna og íslenzkra fiskimanna. Á æskuárum hans gætti enn stórlega þess mikla kyrkings með þjóðinni, sem liðnir eymdartímar höfðu af sér leitt. En um það leyti, sem Geir óx úr grasi, hófust þær voryrkjur í þjóðlífinu, sem áttu eftir að hafa gagngerðar breytingar í för með sér. Þótt Geir væri maður heilsteyptur og traustur, bar hann þess nokkur merki að hafa kynnzt tvennum viðhorfum, annars vegar tímum kyrkings og kyrrstöðu, á hinn bóginn tímum vaxtar og framfara. Að sjálfsögðu hafði framfara- aldan haft meiri áhrif á Geir til mótunar skapferlis hans, en þó virðist augljóst, að fátækt og kotungsbragur sá, sem einkenndi Reykjavík og alla þjóðhætti á uppvaxtarárum Geirs, hafi ekki farið sporlaust framhjá. Þegar gera skal grein fyrir lyndiseinkunn Geirs Zoega, er ekki óeðlilegt að fyrst sé minnzt á glettni hans og gam- ansemi. Geir var óvenjulega fyndinn maður og orðhepp- inn, svo að lengi hefur allfrægt verið. En eins og oft vill verða um þá menn, sem fá orð fyrir að vera orðheppnir, hafa myndazt um Geir ýmsar sögur, sem ógerningur er að vita hvort sannar eru eða ekki. Það er algengur hlutur, að menn heyra um eitthvert skoplegt tilsvar, gleyma nafni þess sem sagði eða hafa aldrei heyrt það, en fara svo — stundum sjálfrátt, stundum ósjálfrátt — að leita í hugan- um að þeim manni, sem heíði getað sagt hlutinn, og tengja *) Mgbl. 26. marz 1917. •*) Vísir, 3. apríl 1917.

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.