Akranes - 01.01.1950, Síða 12

Akranes - 01.01.1950, Síða 12
r HJUIN GERÐU FRÆGAN GARÐINN I | j Þriðja og Það er nú orðið svo langt síðan að sið- asta grein mín um þetta efni kom í Akra- nesi, (7—8. tlb., 1948) að lesendur eru sjálfsagt búnir að tapa samhenginu. Ég tók siðast dæmi af vinnumanni, sem ég starfaði með part úr sumri, við heyskap. Þegar kvíærnar runnu framhjá okkur í hagann eftir morgunmjaltirnar, eygði hann í glæstri framsýn viðskipti sín við þær, þegar vetraði og lét það í ljós við mig með þessari ógleymanlegu setningu: „Mikil unun verður nú að gefa þessum blessuðu munnum tugguna í vetur.“ Hann lifir í tvöfaldri gleði starfsins, bæði af því að afla og miðla. Tíminn og starfið er frjó guðsblessun svona mönnum. — Ég mun hafa óskað eftir því, að ef ein- hverjir lesendur mínir vissu um sann- söguleg dæmi um fórnir hjúanna fyrir starfið og húsbændurna eða heimilin, að skrifa mér um það. Ekkert hefur komið, en Akranes myndi með þökkum þiggja, ef einhver hefði eitthvað fram að færa um það efni. Þessu næst ætla ég að segja frá atviki úr lífi 12 ára sveitadrengs laust eftir 1890 og ábyrgist að frásögnin er raunveruleg Og sönn. Drengur þessi hafði það starf, sem fjöl- margir íslenzkir sveitadrengir hafa feng- ist við, að smala kvíám til mjalta kvöld og morgna, eftir að-hætt var að sitja hjá, og tálma ánum burthlaupa á annan hátt, 2—3 vikum eftir fráfærurnar. Ánægju- legt var það að geta með hjálp seppa, kom- ið með allar ærnar með tölu á kvíarból á réttum tíma. Það er sönn sigurgleði, sem þá vaknar í hug unglingsins, ekki þýðing- arminni en við sigra í kappleikjum nú- timans. Hér er enginn, sem býður ósigur, ,er þarf að hafa meðkennd með. En það var nú ekki alltaf að svona vel gekk. Sumar ærnar vildu bora sér út úr og þá kostaði það nýja smalamennsku að leita þeirra, svo fljótt sem auðið var. En verstar voru tvævetlurnar fimm, sem fullorðna fólkið sagði að hefðu gengið í fjallinu árið áður, er þær voru gemlingar. Svo bar það við einn morguninn að vant var allra tvævetlanna. Tjáði nú ekki ann- að en bera sig karlmannlega og hefja fjall- gönguna. Drengurinn hafði aldrei farið í fjallið áður og bar því nokkurn kviðboga fyrir að glíma við þraut þessa. Eftir all erfiða göngu upp í 6—700 metra hæða fann drengurinn ærnar upp undir brún i svokölluðu Drottningargili. Þar eru hamrar háir og gil ægilega djúpt. Stórhrikaleiki þessarar fjallanáttúru yfir- _____síðasta grein j |björns guðmi ndssonar j fyrrverandi skólastjóra j um þetta efni. gekk allt, sem hann hafði áður séð. Hér stóð hann heillaður af tvennu: Mikilleik náttúrunnar og gleðinni yfir að hafa fundið það, sem hann leitaði að. Hann naut nú þessa um stund og hvildar eftir brattgengið í trausti þess að ærnar myndu rölta í hægðum sínum heim á leið. Þarna hagar svo til að fjallið lækkar eftir því, sem nær dregur bænum. „Gangarnir“, sem við kölluðum á mótum blágrýtislag- anna, enduðu því hver af öðrum við brún íjallsins eftir því, sem heimar dregur og svo var og um þann „brúnargang,“ sem drengurinn fann ærnar sínar i. Þegar hann kom á brúnina, sá hann, mót von sinni, ærnar hvergi. Hann hugsaði fyrst að þær væru komnar lengra og máske niður fyrir brúnina í áttina heim. Hljóp hann því eftir brúninni og skyggndist fram á hvert klettanef alla leið heim á Stóra-tind, en hvergi kom hann auga á ærnar né för eftir þær í aurnum. — Nú mátti með sanni segja, að yfir þyrmdi í sálu drengsins, í stað gleðinnar og hrifn- innar, sem áður ríkti þar. Var nú komin sárasta örvænting og skömm. Hvemig gat hann fyrirgefið sjálfum sér að tapa aftur ánum, sem hann var búinn að finna? Hvernig gat hann sagt nokkrum manni frá þessum aumingjaskap, er átti sér stað svo að segja samtímis mestu gleði og stærsta sigri lífs hans. Hann hentist há- skælandi fram og aftur um fjallsbrúnina, gætandi fram á hvert klettanef en árang- urslaust. Loks er hann kominn aftur út á Stóra-tind, gjörsamlega ráðþrota og niður- brotinn. En þar tekur hann nú að ákalla guð, heitt og innilega um hjálp. Einhverju fannst honum að hann yrði að heita guði, ef hann hjálpaði sér nú að finna ærnar. Honum kom í hug gamla amma, hvað hún hefði verið honum góð og borið hann um túnið með sínum veiku burðum, mikið oftar en nauðsyn krafði. Honum var afar hlýtt til ömmu sinnar, en einhvern veg- inn fannst honum á þessari sáru neyðar- stund, að hér skorti eitthvað á við það sem vera ætti, svo hann lofar guði því, að hann skuli vera betri við ömmu, ef hann fyndi nú ærnar. Honum hægðist við bæn- ina. Hann þerraði augun og litaðist um og hvað sér hann? Fimm kindur með sama lit og ærnar hans á greiðri ferð fram Flatafjall hinum megin við Leynihvylft. Nú voru sporin ekki talin. Nú var drif- fjöðrin gleði og eftirvænting. Jú, þetta reyndist að veru ærnar drengsins, þær höfðu snúið við strax á brúninni í öfuga átt við það sem drengur hélt og verið horfnar niður í Leynihvylftina, þegar hann kom á brúnina. Dró nú drengur ekki af sér, svo ærnar urðu að anda opnurn munni, er nálgaðist hvíarnar. Hver er hugsunarhátturinn nú gagn- vart vinnu? Mér er það full ljóst, að nú hafa menn til brunns að bera þekkingu og leikni í ýmsum vinnubrögðum fram yfir það sem áður var, enda verkefnin orð- in miklu fjölbreyttari. Sérstaklega er það öll meðferð véla, sem heimtar mikla ná- kvæmni og samvizkusemi, enda mikil þekking og próf, sem útheimtast til þess- ara starfa. 1 þessum störfum öllum standa menn nú framar en var fyrir hálfri öld. En það eru hin algengu störf, hin almenna vinna, sem á sér nú orðið annan hljóm- grunn í hugum fólksins. Nú eru tveir rúmfrekir gjörendur komnir þar með í spilið, sem ekki gætti eins áður. Það eru krónan og klukkustundin. Auðvitað er sjálfsagt að hafður sé mæli- kvarði á vinnu sem öðru verðmæti, sem selt er, en gæta þarf varhuga við, að mínu áliti, að láta ekkert annað komast þar að. Það hefur þekkst til skamms tima í sveit- um og þekkist víða enn að innbyrðis hjálp bænda og búaliðs er ekki skráð til greiðslu öðru vísi en að hjálpa aftur, þegar á þarf að halda. Þar sem svona er háttað, leggst árlega nokkurt fé í þann varasjóð sem hvorki mölur né ryð fær grandað: Lif- andi bróðurkærleikur í starfi, sem börnin alast upp við og þykir sœlt að gerast þátt- takendur í. En því miður eru lika aðrar myndir til, sem fyrir augu og eyru bera. Meira kaup, styttri vinnutími, svik í vinnuafköstum, svo megn, að heyrt hef ég að dregið sé dár að þeim mönnum, sem vinna af kappi hverja stund meðan vinnu- tíminn stendur yfir. Hernámið og hernámsvinnan hefur stórspillt hugsun fjölda Islendinga gagn- vart vinnu og vinnubrögðum. Þær eru hræðilegar sögumar, sem gengið hafa um sviksemi og fjárdrátt í sambandi við þá vinnu á hemámstímabilinu. — Maður verður að vona að þetta hverfi, þegar hægii líkt og moldrokið, sem fylgir stór- viðri. Þjóðin verður aS eiga vinnutryggð og vinnuvirðingu. Það er sú kjölfesta, sem siðmenntuð þjóð getrn ekki án verið. Vert er að geta þess og ekki síður að gæta þess, að nú er flest vinna framkvæmd í félags- skipulögðu formi, eftir samþykktum og ákvörðunum hvað vinnulaun og verð vinnunnar snertir svo það, sem sérstak- lega snýr að hverjinn einstaklingi er það, 12 ARRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.