Akranes - 01.01.1950, Síða 14
ist í þeim efnum, þótt ekki hefðu allir á
því mikla trú. Meðan Finnbogi R. Þor-
valdsson var hafnarverkfræðingur og hafði
með þetta verk að gera, þótti mér vinna
þar ganga mun bezt, þar til síðasta sumar,
sem mér hefur alla vega þótt slá öll met
við hafnargerðina.
1 sambandi við útgerðina hefur mikið
verið byggt, hraðfrystihús, fiski- og sildar-
mjölsverksmiðja og niðursuða, netaverk-
stæði o. fl. Skipin hafa stækkað og batnað
o. fl. o. fl. Þó hefði þetta allt sjálfsagt
tekið meiri framförum, ef ekki hefði við
misst fjölda dugnaðarmanna, útgerðar-
manna, skipstjóra og valinna skipverja.
Hvert stórslysið hefur rekið annað. Kveld-
úlfsslysið með unga menn sem fóru mynd-
arlega af stað með framkvæmdir. Kjartan
Ólafsson og hið sorgarlega slys hér í Teiga-
vörinni, þar sem Akranes missti í báðum
tilfellum sveit valinkunnra manna sem
búnir voru að vinna hér mikil afrek, og
þó væntanlega mikið eftir. Fleiri dugandi
menn hefur Akranes og misst á þessu
tímabili á miðjum aldri, sem miklar vonir
stóðu til að eitthvað hefðu aðhafst til
nytja.
Ýmsar framkvæmdir. —
tJtlit og umhirða.
Miðað við ýmsa aðra útgerðarstaði býst
ég við að hér hafi yfirleitt verið betri um-
gengni um lendur og hús og minni ó-
þrifnaður. Þó þyrfti þetta enn að batna.
T. d. eru hér nokkur gömul fiskhús í all-
mikilli niðumíðslu. En ég tel að blaðið
Akranes eigi nökkum þátt í bættri um-
gengni á húsum og mnhverfi þeirra, með
viðvarandi hógværum hyggilegum bend-
ingiun í þessa átt. Þá hefur sett ótrúlegan
svip á bæinn hinar vaxandi gangstéttir.
Vonandi miðar þessu enn meira en orðið
er í rétta átt til þrifnaðar- og fegurðar-
auka. Auk hinna stórvirku hafnarfram-
kvæmda undanfarin ár, og auk gangstétta-
gerðarinnar, hefur bærinn haft ýmsar
fleiri framkvæmdir með höndum. Vil ég
í því sambandi sérstaklega minnast á hin
myndarlegu hús er hann byggði á Götu-
húsa-kampi, við hina alþekktu sorpbraut,
sem fræg er orðin. En þessi hús tel ég ein
af hinum þörfustu húsum bæjarins, og
honum í alla staði til mikils sóma, þótt
þau á sinum tíma hafi af hótfyndni einni
verið kölluð „kafbátabyrgi." Hinir póli-
tízku angurgapar skjóta nú stundum fram
hjá marki og sá dómur sem þeir dæma
verður stundum þeirra eigin dauðadómur.
Og ef bærinn — eða aðrir — byggja á-
framhaldandi inn eftir kampinum slík hús
sem þessi, er engin hætta á að sjávargang-
ur eyði mýrinni. En neðan við Presthúsa-
tún horfir illa um landbrot, þar sem stöð-
ugt er haldið áfram sand- og malamámi.
Það á bærinn alls ekki að leyfa. Þegar
ég minnist á þetta landbrot, dettur mér
enn í hug að minna bæjarstjórnina á þá
nauðsyn, að koma í veg fyrir að vamar-
garðurinn á Langasandi eyðileggist meira
en orðið er, eða landið á bak við hann.
Það er ekki nóg að byggja, það þarf engu
síður að halda því við.
Mér þykir vænt um að ég sé kallaður
nöldrari, því það eru allir þeir menn kall-
aðir nú á timum, er finna að því sem
miður fer, en oft má mark taka á því sem
þeir segja, því séu þeir eldri menn, hafa
þeir tiðum mikla lifsreynslu fram yfir þá
sem yngri eru.
Þá er hið stóra nýja bamaskólahús
mjög myndarlegt, enda sjálfsagt orðið
nokkuð dýrt, eins og allt nú á tímum.
Emnig hið fallega mikla sjúkrahús, sem
nú kvað hafa verið afhent bæmun til allr-
ar ábyrgðar, en það er eins og kunnugt er
byggt af samskotafé, minningargjöfum
imi látna vini og vandamenn og af arði
Bíóhallarinnar, er Haraldur Böðvarsson
og frú Ingunn gáfu bænum í því skyni,
og segja má því að sé mikið þeirra forsjón
að þakka. Sjúkrahús þetta mun vera eitt
myndarlegasta hús sinnar tegundar, borið
saman við stærð bæjarins.
Þá er enn eitt gott sem þakka má fyrr-
verandi bæjarstjórn. Það er hinn merki-
iegi vinnuskóli unglinga í GÖrðum, sem
starfræktur var siðastliðið sumar. I sam-
bandi við þann rekstur á Magnús Jónsson
kennari mikinn heiður og þökk fyrir sitt
mikla og þjóðholla starf í sambandi við
þann skóla, sem hann veitti forstöðu með
framúrskarandi árvekni og umhyggju og
einnig aðstoðarmaður hans Guðmundur
Jónsson garðyrkjumaður. Tel ég þetta ó-
efað eina mestu þarfa framkvæmd, sem
gerð hefur verið hér á Akranesi í seinni
tíð.
Börnin og uppeldið.
Ég hefi minnst hér á hinn ágæta vinnu-
skóla. Þetta, með bömin og vinnua gefur
tilefni til margvíslegra hugsana fyrir
gamlan mann, sem frá fyrstu bernsku
til fullorðins ára minnist ékki að börnum
yfirleitt, — til sjós og sveita — hafi
nokkru sinni fallið verk úr hendi. Eins
og allir vita, er það bamsins mesta yndi
að vera eitthvað að bjástra, allt frá því
það fær minnsta vit og getur hreyft legg
eða lið. Það virðist því sannast að segja
eitthvað bogið við það uppeldi, ef fjöldinn
allur af bömum, er þegar um eða eftir
fermingaraldur orðinn frábitinn allri
vinnu og starfsgleði. Og að þess vegna
þurfi í einhverri mynd að stofna og starf-
rækja vinnuskóla, til þess að þau gangi
ekki iðjulaus um allar götur. Það er bein-
línis eitthvað bogið við það þjóðfélag, sem
ekki getur séð æsku sinni og unglingum
fyrir ótæmandi vinnu við hágnýt fram-
leiðslustörf. Það er óeðlilegt að stofnsetja
þurfi vinnuskóla til að kenna unglingum
venjuleg framleiðslustörf. En þetta er
nauðsynlegt ef það lærist þeim ekki á
annan veg.
1 ungdæmi mínu fékk ég ekki að fara
í vinnuskóla, til þess að þykjast vinna og
læra að vinna. Ég var ekki sendur í
neinn gerfiskóla til að leika mér og fá þar
ákveðið mikið kaup. Nei, ég var sendur
15 ára gamall út í sker eitt — Oddbjarnar-
sker — tveim mílum utar en Flatey á
Breiðafirði, — og reri þar mína fyrstu ver-
tið hjá Birni Jónssyni, föður Péturs
Björnssonar skipstjóra. Þar var þá stund-
uð sprökuveiði af mörgum sex rónum bát-
um úr vestureyjum og nærliggjandi land-
sveitum. Þetta var gert á hverju hausti
eftir leitir, því fyrri var ekki hægt að fara
í útver vegna búsanna. Sérstakt mannval
fannst mér vera þarna saman komið, um
eða yfir 20 skipshafnir landsfrægra sjó-
manna. Og fáar munu þær skipshafnir
hafa verið, sem ekki höfðu á skipi ungling
á aldur við mig, til að kenna þeim veiði-
aðferðir og öll venjuleg vinnubrögð. Þarna
voru og með „fanggæzlur“ matráðskonur,
ein fyrir hver tvö skip. Þær voru 18—20
ára og fóru á sjóinn eins og karlmennirnir
í veikindatilfellum eða öðrum forföllum
sjómanna. Enda voru breiðfirzkar konur
annálaðar fyrir sjómennsku og voru marg-
ar þeirra frábærir stjórnarar á hinum
breiðfirzku skektum í þá daga. Hér sunn-
anlands hafa formennirnir hins vegar
vanið unglingana frá sér, og oft fyrir það
beinlínis hneygst að öðrum störfum og
gert þá fyrir fullt og allt fráhverfa sjón-
um. Með því að vilja ekki í skiprúm nema
fullgilda menn. Hygg ég að þetta sé þegar
orðið sjvarútveginum dýrt, og geti þó
orðið það betur síðar.
Mjólkurmálin.
Það getur tæpast verið vansalaust leng-
ur fyrir Akranes að lifa á bónbjörgum
með mjólkurafganga frá Reykjavik og
Borgarnesi, frá bæjum sem sífellt hafa
þörf fyrir aukna mjólk, en ekki hið gagn-
stæða. A þessu er nú að verða auðsæ
breyting, því að kaupfélagið er nú að
reisa mjólkurstöð rétt innan við bæinn.
Er ætlast til að þangað verði flutt öll
mjólk af svæðinu utan Skarðsheiðar. Fyrr
hefði þetta átt að vera, því nóg er akur-
lendið á þessu svæði, ef félagsandann
vantar ekki til að standa saman um hin
þörfustu mál.
Ýmislegt. — Lokaorð.
Mikil breyting er orðin á Akranesi á
þeim 22 árum, sem liðin eru siðan ég
fluttist hingað. Mörg myndarleg íbúðar-
hús og aðrar byggingar hafa risið hér á
þessu timabili. Fer þetta mjög saman við
þann tíma er útgerðin fluttist hingað heim
alfarið. Allar þessar miklu framfarir eru
að þakka dryft og dyggð þeirra, sem til
14
AKRANES