Akranes - 01.01.1950, Side 20

Akranes - 01.01.1950, Side 20
Þegar komið var yfir um, var tekið vel á móti okkur hjá Birni Líndal, hinum mikla athafnamanni á Svalbarði, og sát- um við hjá honum í miklu yfirlæti og biðum eftir messufólki. Mig minnir að messa byrjaði ekki fyrr en kl. 9, var þá komið margt fólk. Það þótti mér vænt um að hitta þar gamlan og góð- an skólabróður minn og vin, séra Björn Björnsson á Laufási. Hann hafði messað á heimakirkju sinni og kom nú sjálfur til kirkju í annari sókn sinni, var það víst að undirlagi hans, að ég skyldi messa þar. Eftir messu sátum við séra Björn lengi sam- an og ræddum um margt og rifjuðust upp fyrir okkur margar minningar frá skóladögum okkar. Féll mæta vel með okkur, mér fannst hann vera hinn sami saklausi og vammlausi maður eins og hann var í skóla. Það var komið yfir miðnætti er við skildum. Björn Líndal skaut undir okkur Brynleif hestum og sendi mann með okkur fram að bæ einum, en ég þori ekki að fara með bæjamafhið. Þar vöktum við upp og skaut bóndinn fram litlum bát og flutti okkur yfir í tangann. Þaðan gengum við upp Oddeyri. Allt var svo kyrrt og hljótt, og ekki sást maður á ferli. Við litum á mæl- ir á leiðinni. Það var 18 gráðu hiti, og var þá kl. 2 um nótt. — Við svitnuðum drjúgum á göngunni upp brekkumar og urðum með valdi að fá okkur til að fara inn til að sofna. En aldrei gleymi ég þessum minningarríka degi í minningu Jóns Vídalíns. Daginn eftir kom inn á Akureyri ástvinur minn, Ámi læknir Helgason utan frá Kljáströnd. Urðu með okkur hinar mestu fagnaðarfundir, þvíaf öllum mínum gömlu lærisveinum, var hann mér vina kærastur. Á seinni ámm höfðum við sjaldan sézt og það var í mér fögnuður eins og í þyrstum manni, er fær svaladrykk. Það varð úr að ég fór með honum um daginn á móturbátnum heim til hans. Það var mér mikil gleði að sjá heimili hans og kynnast hinni ágætu konu hans, og fann ég að hún tók ekki síður á móti mér, en þótt ég hefði verið faðir manns hennar; mér fannst nú líka allt af að hann vera eins og sonur minn, og enginn somn- hefði getað verið innilegri en Árni var mér ávallt. Og ræktarsemin og tryggðin var alveg óslítandi. Við komum að aflíðandi nóni út eftir og leið dagurinn helzt of fljótt á heimili þeirra hjónanna. Um kvöldið var samkoma og var þar svo margt samankomið, sem mest var hægt að ætlast til í svona iitlu þorpi. Þar var ágætasta áheyrn. — Eftir samkomuna sátum við vin- imir lengi saman, og hjörtun lukust upp á báðar hliðar. — Næsta dag setti Árni hest undir mig og reið með mér út að Grenivík til séra Árna Jóhannessonar. Hann útskrifaðist af Latínuskólanum árið 1886, sama vorið og ég gekk í skóla um haustið. Ég kynntist honum tvo fyrstu vetur mína í skóla, en hann var þá í Presta- skólanum. Ég man ekki eftir að hafa séð hann frá þeim tíma, er hann varð prestur. En ég fann brátt að hann var hinn sami glað- væri og skemmtilegi maður og hann hafði verið er við kynnt- umst. — Hann tók okkur tveim höndum og skorti ekki skemmt- un og fjör í samtölunum, en bak við glaðværðina fann ég alvöru og hugsanir einlægs manns. — Eftir nokkra klukkutima dvöl í Grenivík riðum við Árni læknir heim á leið, en fórum aðra leið til baka og komum er tekið var að kvölda, laust eftir mið- aftan að höfðingssetrinu Höfða í Höfðahverfi. En því kalla ég það höfðingssetur að mér virtist þar allt svo höfðingslegt, bygg- ignarnar, túnið, búskapurinn og ekki sízt húsbóndinn sjálfur, Þórður Gunnarsson. ÍJtsjónin þótti mér sérlega fögur og stór- fengleg. Þar var fært frá og þótti mér nýstárlegt að sjá, að þar var ennþá fært frá; fénaðurinn var komirrn á kvíaból og baul- andi kýr gengu í röðum heim traðir. Það var auðséð rausn og þrifnaður á öllu. Það vakti hjá mér næstum sögualdar-kennd og voru þó ummerki og framfarír hins nýja tíma augljós á öllu. Við höfðum þar fremur skamma dvöl, en með rausnaríegum við- tökum. Síðan hefur staðurinn mótast inn í meðvitund mína, og allt sem mér bar fyrir augmn, sem eitt hið glæsilegasta, sem mér hefur mætt. Svo riðum við þaðan og náðum heim á Kljá- strönd um seinan háttatima. Næsta dag fór ég með mótorbát inn rennisléttan fjörðinn i glampandi sólskini og þóttist hafa farið góða för. Á bátnum sá ég dreng, sem mér leizt sérlega vel á. Það var dóttur-sonur séra Matthíasar þjóðskálds Jochumssonar. Við töluðum margt sam- an og nrðum mestu mátar. Nokkrum dögum eftir, er burtferð mín frá Akureyri nálgað- ist mjög, sátum við Brynleifur í sólskinu fyrir utan húsið, á litl- um bletti út að götunni, þá kemur gamla skáldið þar ríðandi framhjá og var sonar-sonur hans með honrnn, sonur Steingríms læknis. Við Brynleifur stóðmn upp og heilsuðum. Svo sagði Matthías við mig: „Er nú langt þangað til þú yfirgefur bæinn okkar?“ „Nei“, sagði ég, aðeins þrir eða fjórir dagar“. — „Held- ur þú ekki að þú gætir komið til mín á morgun, mér þætti vænt um það?“ Ég þakkaði og sagði, að mér hefði þótt það eitt skorta upp á hamingju á Akureyri, að hann hefði verið svo lasinn, að ég hefði ekki getað haft þann heiður að koma til hans.“ — Já,“ sagði hann, „ég á svo bágt með að sofa, og er þá svo oft illa fyrirkallaður á daginn. En ég vildi að það gæti nú heppnast. Hann Matti litli dóttur-sonur minn talar ekki um annað en þig síðan hann kom heim. Hann trúir hreint og beint á þig“. „Það er nú heldur slæmur átrúnaður,“ sagði ég hlæandi. Hann hló með og sagði: „Þú skilur, hvað ég meina“. „Já, ég tek það nú ekki svo bókstaflega,“ sagði ég, „en mér lizt líka mæta vel á drenginn og við urðum góðir vinir á leiðinni.“ — Svo var nú þetta afráðið og ákveðið með heimsóknina. Ég hlakkaði allan daginn til morgundagsins. Næsta dag kom ég stundvíslega á tilsettmn tíma. Matthías tók mér mjög alúðlega og töluðum við saman um heima og geyma. Svo eftir að ég hafði fengið beztu góðgerðir og leið að þeim tíma, að ég tók að sýna á mér fararsnið, því að ég var hræddur um að þreyta hann, þá sagði hann við mig: „Jæja, nú ætla ég að biðja þig að heilsa frá mér þínum ágætu ungum mönnum í fé- laginu þínu, þótt þeir nú sjálfsagt telji mig villutrúarmann!“ Ég greip fram í: „Séra Matthías, þetta máttu ekki segja! Hvað heldurðu að við séum að hugsa um það, sem bera kann á milli, þegar við erum að uppbyggja okkur með lofsöngvum þinum. Og það gjörum við oft, og þökkum Guði fyrir að hann hefur gefið oss þig. Nei, það verður áreiðanlega tekið móti kveðju þinni með mikilli gleði.“ Ég fann að honum þótti vænt um þetta. Við höfðum talað saman í mesta bróðerni um það, sem hann sagði um hneigingu sina til andatrúarinnar. Ég hafði blátt áfram sagt, að auðvitað væri ég henni algjörlega fráhverfur, en ég væri eng- inn dómari í þeim málum. — Við höfðum svo talað saman blátt áfram um þau efni á báðar hliðar. Ég hafði sagt, að ég vissi það, að hann byggði ekki sáluhjálparvon sína á öðru en því, sem hann með svo mikilli hrifningu hafði ort um, til blessunar fyrír hina íslenzku kirkju. Hann var mér samþykkur í þessu. I samræmi við samtal okkar voru þessi orðaskipti siðast milli okkar. — Svo að lokum sagði ég: „Mig langar til að segja eitt við þig að skilnaði. Hvað sem kynni okkur að bera á milli, mundi ég aldrei geta annað enn elskað þig og þakkað Guði fyrir allt það, sem þú hefur gefið mér sjálfum persónulega. Ég hef aldrei gleymt þvi né mun gleyma, hvernig þú tókst á móti mér vorið 1890 á 1000 ára þjóðhátíð Eyfirðinga, er ég var svo djarfur að heimsækja þjóðskáld vort, og þú tókst á móti mér, óþekktum skólapilti eins og ég væri eitthvað, veittir mér góðgjörðir, og talaðir við mig um skáldskap og bókmenntir, svo ég varð að stilla mig, er ég var kominn út frá þér, að hoppa ekki eins og drengur niður tröpp- urnar frá húsinu. Mér fannst þá að ég vera meiri maður eftir en áður. Það hafði þýðingu fyrir mig öll min komandi lærdómsár. 20 AKRANES

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.