Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 2

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 2
Til fróöleiks og skemmtunar í Ijóðum og iausu máli Dr. Helgi Pjeturs var einn hinn fjölmenntaðasti íslendingur sinn- ar tíðar, spakvitur að eðlisfari og sá ritsnilling- ur, að hann átti fáa sina jafnoka á meðal samtið armanna. Um hreinleik, ljósleik og iátleysi má still hans lengi verða ungiim mönnum til fyrir- myndar. Það er iila íarið ef mikill dráttur verð- ur á þvi, að safna saman ritgerðum hans i heild og gefa þær út. Það safn mundi verða hin mesta gersemi. Þar ætti að réttu lagi fátt undan að felli, þvi jafnvel þorri hlaðagreina Helga er þess verður að geymast í ritsafni hans, og tímaritagreinar lík- lega án nokkurrar undantekningar. Það væri góð- um og athafnasömum forleggjara sómi, að láta þetta mál til sin taka. Dr. Helgi Pjeturs náði 77 ára aldri. Á 75 ára afmæli hans bárust honum margar kveðjur. Þessi er ein þeirra: Hafa árin engan þunga, er þú fislétt ber, glæsimennið ávalt-unga? Ætíð sýnist mér vorblær hrinda húmi og drunga hvar helzt sem þú fer. Og sjaldan átti íslenzk tunga ástvin líkan þér. Úr bréfi Jóns Sigurðssonar til Eggerst 0. Briems sýslumanns 1846. ,,Eg sendi Magnúsi Einarssyni til jarðabótafe- lagsins í önundarfirði ný verkfæri til að skera þúfur og skurði og til að taka upp úr skurðuin með. Sjáðu um að þau verði kunnug, ef ykkur þykir nokkuð til þeirra koma. 1 Félagsritunum kemur lýsing á þeim með uppdráttum". Matríalisminn. „Fjarskalegur doði og deyfð yfir óllu andlegu lifi. Eg er alveg ráðalaus í þvi, hvað gera skuli. Ef ekki væri annað en að skipta um presta, þá væri það ekki það versta, en hitt er enn þá lakara, nð ekki virðist svo mikið út á þá sett blessaða. — Hitt er lakara — vildi ég sagt hafa — að menn virðast blátt áfram talað ekki finna þörf hjá sér fyrir neina andlega næring. Drepandi matríalismi er að heltaka alþýðu. — Flestir í mesta basli, og ætla það hnossið eina, að fá eitthvað af skildingum handa i milli, og þeir, sem fé hafa til umráða sem færri eru, taka nú óðum að beita því eftir nýjustu tízku, þannig að brjóta undir sig og lifa fyrir gullið með líkama og sál. Þetta er sá matrínlismi sem ég tala um. Menn hafa ekki fyrir þvi, flest-allir að mynda sér fasta lifsskoðun, hverju nafni, sem liana mætti nefna“. (tJr bréfi aS norSan. Nýtt Kbl. 1910.) Enn um Símon Dalaskáld Simon Dalaskáld gisti eitt sinn i Austurhlið i Biskupstungum. Þar var á bænum roskin mey kona, er Vigdís hét. Einhverjir glaðsinna ungling- ar, eggjuðu Simon mjög að vitja kerlingar, þegar allir voru gengnir til náða og sofnaðir i borðstof- unni. Þegar Simon hyggur, að hin hentuga stund sé komin, fer hann á kreik, kemst að rúmi kerl- ingar og vill upp í hjá henni, en við það vaknar hún og rekur upp öskur mikið, svo að allir vakna. Þá kveður Simon viðstöðulaust þar sem hann stendur á nærklæðunum, við rúmstokkinn: Vigdis rak upp voða hljóð, hrakti fólk úr svefnadvala, þegar riakið faðma fljóð, fjörugt vildi skáldið Dala. Var á kodda varla hlý, vonsku öskri spúði úr munni. Viður þennan voða gný, vaknaði allt í baðstofunni. liftir sögn ÞórSar Magnúss. frá Hvitárh. S.H. Eitt sinn gisti Símon að Hvitárholti. Var þar á bæ gömul vinnukona, er .lórun hét. Var Símoni ráðlagt að heimsækja hana um nóttina, sem liann gerði lika er fólk var sofnað, en hún ýtti honum frá sér með liægð og gerði cngan hávaða. Hefði enginn vitað um þetta árangurslausa ferðalag ef Simon hefði ekki sjálfur sagt frá því daginn eftir. Um Jórunni kvað Simon þetta. Dugleg hetja, dyggða fctar veginn, Jóni gctin Jórunn kær, jómfrú metin ofan í tær. Eftir sögn ÞórSar Magnúss. frá Hvítárh. S.H. Notið DDT varlega. Til þess að eyða flugum þeim er bera sóttkveikju þá, er veldur mýrarköldu (malaríu), tóku Bretar og Ameríkumenn i notkun í siðari heimstyrjöld- inni skordýraeitur það, sem almennt gengur und- ir nafninu DDT, en það er skammstöfun á kem- isku formúlunni um samsetningu þessa eiturs. Með þessu björguðu þeir óteljandi mannslifum. Siðan hefur eitrið sem er duft, verið notað i geysistórum stil til þess að útrýma alls konar flugum og öðrum skorkvikindum, bæði i húsum inni og úti á viðavangi, og eiiinig lil þess að drepa lús á búfénaði, því öll slik kvikindi strá- drepur það. Frá öndverðu lá það i augum uppi, að þetta lilaut að vera varbugavert, en fyrir þessu lokuðti menn augunum. En nú er reynslan að knýja inenn til að opna þau. 1 ameriska timaritinu Awake! (Vaknið!), liefti því er út kom 22. ágúst i9tg, er grein með fyrirsögninni Dangerous DDT, og er þvi lýst þar, sem hvílikur óguarvoði stafi af hinni stjórnlausu notkun eitursins, sem er svo sterkt, að ein teskeið af duftinu látin i 100 tonn af vatni nægir til þess að drepa livaða fisk sem i það vatn er látinn. Ef eitrinu er sprautað eða dreift yfir garða eða akra, drepur það ekki aðeins þau skaðlegu skor- kvikindi, sem þar eru, heldur og hin, sem gagn leg eru, t. d. býflugur og allar þær flugur, er bera frjóduft á milli jurta og halda þannig við jurtagi'óðrinum. Af fluguin eru lil um 25.000 teg- undir, en þar af eru aðeins goo tegundir, sem vinna tjón. Fuglalif hefur sýnt sig að rýrna um 50—6g% á þeim svæðum,. sem DDT hefur verið stráð yfir, en víða eru það fuglamir, sem mest vinna að þvi, að útrýma skaðlegum skorkvikind- um. Þannig er það að fluga cin, sem vinnur mikið tjón' á kartöflúm, iverpir aðeins uin go eggjurn i sonn, en svo er hún fljótþroska, að þrettán ætt- liðir geta orðið á einu sumri, og getur þá tala þrett- ánda ættliðs numið 10,000,000,000,000,000,000 (lesi þeir úr tölunni sem það geta). En það eru vissir smáfuglar, sem mest eyða lirfum þessarar flugu og lifa þannig á henni. Sé duftinu (þurru eða uppleystu i vatni) spraut- að eða dreift yfir jurtir og ávexti, situr það svo fast á þeim, að jafnvel ekki með sápuvatni verður það þvegið af. Og þannig berst það ofan í menn og skepnur. Maðurinn getur fengið það ofan í sig eftir krókaleiðum. T. d. ef kýr éta það, berst það í mjólkinni og smjörinu. Fjarri fer þvi, að áðursagt tímarit leggi á móti þvi að DDT sé notað, telur það meira að segja ákaflega mikilsvirði rétt meðhöndlað. En það vill láta takmarka notkunina stórlega og leggur ríkt á, að hitinar itrustu varúðar sé gætt; telur þannig ótækt að dreifa þvi yfir matjurtir, livort heldur er grænmeti, ber eða ávextir. Og sé það notað inn- anhúss til þess að útrýma skorkvikindum eða öðr- uin ófögnuði, er lagt rikt á, að hvorki menn né skepnur séu inni í herberginu fyrr en eftir að duftið eða úðinn hefur haft tiina til að setjast og er ekki lengur i loftinu. í slikum tilfellum ætti sá, er úðunina framkvæmir, að anda að sér gegn- um votan klút á meðan hann cr inni. Gaman og alvara Ilún vissi hver gat huggáÖ sig. Presturinn: „Eg skil það vel, kæra frú, að sorg yðar sé mikil, þar sem þér haíið misst yðar kæra mann eftir stutta samveru. En látið þér ekki hugfullast. Þér vitið bezt sjálfar til hvers þér eigið að snúa yður. Hann einn getur liuggað yður.“ Ekkjan: „Já, ég veit það. Hann hefur ininnst. á það við mig, en liann er eins og eðlilegt er, hikaiidi við að ráðast í það að giptast ekkju með fimm böm“. ★ Varð að finna seðilirtn. Biskup, sem var venjulega talsvert út á þekju, gat með engu móti fundið farseðil sinn, þegar jánibrautarþjónninn gekk eftir honum. „Það gerir ekkert til“, sagði lestar- þjónninn. „Jú, jú“, sagði biskup. „Eg verð að finna seðilinn, þvi að ég þarf að athuga, livert ég er að fara“. ★ EinhennUcgt bónorð. Þau ganga saman i kirkjugarði. Hann segir: „Þarna er grafreiturinn, sem ég hef keypt handa mér og konunni minni. Lízt yður, ungfrú, ckki vel á að nota hann með mér, þegar þér gangið lil hinnstu hvíldar?" Hann gerir það Hka. Dómarinn: „Framburður yðuar ber ekki saman við það, sem meSákærði yðar segir.“ AkœrSi: „Þessu get ég trúað, liann lýgúr sjálfsagt lika“. ★ Vildi ckki kornast í tæri við lögregluna. Dómarinn: Þú ert ákærður fyrir að liafa lient félaga þiiium niður af snúðapall inum. Sá ákœrSi: — Já, fyrirgefið, herra dóm ari. Þetta orsakaðist þannig, að við Karl urðum ósáttir, og þá tók ég hann og lét hann hanga utan við pallinn, og jiá sagði liann: - Ef jui sleppir mér ekki, kalla ég á lögregluna. Nú þá sleppti ég honum, jivi að ég kærði mig ekki um að komast í tæri við lögregluna. 50 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.