Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 19

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 19
SERA FRIÐRIK FRIÐRIKSSON: STARFSÁRIN III. Séra Sveinn Bögh, sem þá var höí'uðframkvæmdarstióri K.F. U.M. í Kaupmaimah. kom til mín og bað mig um að koma aftur á skipið og segja sögur. Þar sat hópur af piltum og ungum mönn- um, ósjóveikum. Ég fór svo að segja þeim sögur, og reyndi að kynda vel. Eg sagði þeim sögur úr ferðalögum mínum, og stund- um allmergjaðar draugasögur, sumar tilbúnar þar á stundinni. — Það elfdi kætina og hélt að einhverju leiti sjóveikinni í skefj- mn. Annars var þetta fremur óþægileg nótt, þvi að á skipinu voru svo að segja engin þægindi fyrir svo marga. Skipið var nokkuð líkt á stærð — ég hygg ofurlitið stærra en „Suðurlandið“ gamla. — Kl. 7 um morguninn lentum vér svo í Sönderborg. Ég komst þar til gamallla kunningja. Það voru tvær eldri konur, sem meirihlutann af heimstyrjöldinni (1914—’i8) höfðu verið í Reykjavík, systur konu Sigurðar Jónsson fangavarðar, Augusta og Rósa. Eg get alls ekki munað, hvernig fundum okkar bar sam- an, líklega hefur Haraldur Sigurðsson gefið mér heimilisfang þeirra. En hvernig sem það nú var, þá var ég heima hjá þeim og var mér þar fagnað eins og óvæntiun gesti bezt má vera. Allan morguninn voru skip að koma og járnbrautarlestir yfir- fullar af ungu fólki. Kl. 11V2 áttu allir mótsmenn að safnast saman á vissu torgi í bænum. Þar var svo raðað upp í skrúðgöngu og fór hljóðfæraflokkur á undan. Tuttugu og fimm þúsundir voru í skrúðgöngunni. Það var mikilifenglegt að sjá þenna skara af ungu fólki, sem allt saman til heyrði hinni kristilegu æskulýðs- hreyfingu í Danmörku, ganga í fylkingu yfir hina löngu bátabrú og halda svo eftir bugðóttum vegi upp brekkuna á leiðinni til Dyböl. Eg hygg að vegalengdin sé eitthvað 3—4 kílóm. — Þegar fylkingin var komin upp þar sem hin fræga Dyböl-vindmylna gnæfir, fannst manni að hér væri komið á heilagan sögustað, þar sem stórfeldar orrustur höfðu farið fram og mörg hundruð vaskra manna höfðu fallið og látið lífið til vamar iföðurlandi sínu. — Nú þokaði mannfjöldinn sér saman í þéttan lnianp í kringum ræðustólinn. Sálmasöngurinn var stórkostlegur frá öll- um þessum þúsundum. — Það var sem brimgnýr að heyra. Svo talaði Ólfert Ricard. Það var ógleymanlegt að sjá 25000 ungmenna standa þétt saman í djúpri þögn og hlusta; þvi miður var nokkuð hvasst, svo að það varð erfiðara að heyra. Ræðla Ricards var ógleymanleg þeim sem á hlýddu. Mælskan fram úr skarandi, bæði að rómi og innihaldi, borin fram af gleði hrifn- ingarinnar og þakklæti fyrr sameininguna; öll dýrðin fyrir það var gefin Guði og sterk hvöt til liins unga kristna lýðs Dian- merkur að þekkja nú sinn vitjunartíma. — Það var lika auð- heyrt á söngnum á eftir að ræðan hafði náð til að vekja hrifn- inguna. „Vor Guð er borg á bjargi traust“, hljómaði út yfir hin gömlu virki á Dybölhæðunum, þar sem fyrir 56 árum stórskota- hríðin og orrustugnýrinn hafði geysað. Ég hitti þarna ótal gamla vini frá Danmörku og eignaðist nýja. Um kvöldið áður en lagt væri af stað, söfnuðust menn saman i hinum feiknastóra garði Sönderborgshallarinnar. Garðurinn gat þó ekki rúmað allan mannfjöldann. — Þar fóru fram ræðuhöld. Hinn ágæti aðalframkvæmdarstjóri Landssambands K.F.U.M. og K. i Danmörku, Olaf Jessen, náði í mig og fór með mig upp á hinn hóa tröppupall, þar sem ræðumennirnir stóðu og kynnti mig mannfjöldanum og var mér gefinn svo mikill fagnaðargnýr, að ég var hálf utan við mig. Svo bað hann mig að segja eitthvað AKRANES til Æskulýðs Danmerkur. Eg sagði svo eitthvað, en hvað það var, veit ég ekki. Eg býst við að ég hafi borið fram kveðju frá hinum kristna æskulýð á Islandi. Það er svo auðvelt að grípa til þess. Auðvitað var mér klappað lof í lófa. En ég tek nú ekki mikið mark á sliku kurteysisklappi. — Eg var að minnsta kosti óánægður með frammistöðu mína. En þvi meir varð ég undr- andi, er ég 20 áriun seinna var einu sinni kynntur lækni einum. Hann sagði við mig: „Munið þér hvað þér sögðuð í hallargarð- inum í Sönderborg 1921?“ „Nei“, sagði ég og hló við. Hann sagði: „Eg hef aldrei getað gleymt þvi síðan það hefur oft verið broddur í samvizku minni. Þér sögðuð- Ef hinar 25 þúsundii' kristinnar æsku gjöra ekki stórt skref áfram til að vinna æsku- lýð Danmerkur fyrir Krist, megið þér skammast yðar fyrir þessa stóru sýningargöngu til Dyböl í dag“. Eftir samkomuna í hallargarðinum töluðu þeir við mig bræð- urnir Olaf og Harald Jessen og spurðu mig, hvort ég vildi ekki i ágústmánuði vera á sumarmóti fyrir „Álnavöruverzlunarlærl- inga“ (Manufacturlærlinge), sem halda ætti í Rönde i Molsveit. — Það fór svo að ég lofaði því. Svo 'fór ég landveg til baka, af þvi að ég ætlaði á leiðinni að heimsækja einn minn kærasta vin í Danmörku, læknirinn Ed- vard Christian Wichmann Matthiesen i Fridericia. Það var nú mikill fagnaðarfundur milli okkar. Ég hef minnst á hann áður (í Starfsárin I. bls. 167), þá hét hann bara Edvard Ghristian Matthiesen. Nú hafði hann löglega tekið inn í ættarnafn sitt Wichmann, ættarnafn móður sinnar. Ég var þar einn dag og fór siðan til Kaupmh. — Þar lá fynir mér símskeyti frá Stórstúku Islands í I.O.G.T., að mæta sein fulltrúi fyrir Goodtemplararegluna á skandinavisku bindindis- niannaþingi, sem halda átti á Christiansborgarhöllinni snemma í júlimánuði. Eg mátti til að gjöra það, þótt ég ætti erfitt með það, því bæði fyrir Suður-Jótlandsför mína og eftir að ég var kominn til baka til Kaupmh. hafði stjórn K.F.U.M. lagt mjög að mér að takast á hendur starf nokkurt fyrir þá. Það var að vera sumarbústaðaforingi með flokki, sem átti að vera í ellefu daga sumarlegu á Fuglsang-sumarbúðum á Lálandi. -— Saga þessara sumarbúða er svo merkileg, að ég verð að gefa stutt yfirlit yfir hana. Stórbýli eitt á norðaustur-Lálandi heitir Fuglsang. Það er höfuðgarðurinn Fuglsang, falleg lítil höll, sem stendur i yndis- legum og fögrum grassléttum og höfuðbyggingin umgirt af síkj- um á alla vegu. — Eigandi þessa stóreignar heitir frú Bodil Neer- gaard, hin mesta merkiskona. Hún er sonardóttir hins fræga danska komponista, Hartmanns. — Á hinni víðlendu landareign stóð rammbyggð kornhlaða, tvilyft og rúmgóð við Guldbergs- sund, en það er sundið milli Lálands og Falstins. Frú Neergaard varð ekkja árið 1915 og hefur síðan haft allan hug á, að láta gott leiða af auði sínum. 1917 lét hún útbúa þessa hlöðu fyrir sumarbúðir, allt á sinn kostnað, — og gaf stjóm K.F.U.M. i Kaupmh. allan rétt til að starfrækja staðinn. Nú á K.F.U.M. í Kaupmh. stóran og fagran sumarbústað í Jægerspris, en tók svo til að nota komhlöðuna fyrir sumarbúðir, fyrir fátæka drengi í Kaupmli., og drengi úr hinum lakari hverfum borgarinnar. — Sumarið 1921 átti þar fyrst að vera ellefu-daga-flokkur, frá 2. júlí til hins 12. — Þeir höfðu 4 unga menn til að vera foringja, en þeir vildu fá einn aðalforingja, sem væri húsfaðir þar. Svo lögðu þeir fast að mér að takast þetta á hendur. Eg var dálítið tregur til þess, því að ég var þá svo ókunnugur sumarbústaða- starfinu. En ég lét þó undan. Svo var safnast saman á jám- brautarstöðinni laugardaginn 2. -júlí. Mér leizt nú ekki á blik- una er ég sá hópinn: 54 drengi 11—14 ára með fjórum undir- foringjum og 4 matreiðslukonum. Drengimir vom æði óstýr- látir að sjá, og kæti og fjör var þar nóg. Nú var stigið upp í lest- ina og haldið af stað suður Sjáland. Eg hélt að að söngurinn og óhljóð úr drengjunum mundi heyrast að minnsta kosti yfir hálft Sjáland. Samt gekk nú ferðin slysalaust og vér komum til Ný- kaupangs á Falstri. Svo var gengið í skrúðgöngu gegnum bæinn 67

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.