Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 3

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 3
Bjarrti Þórðarson bóndi á Reykhólum og Þórey kona hans. DAGLEGTLIF Á STORBYLI FYRIR 50 ÁRUM Eftir Gunnar St. Guimarsson. Fáorð lýsing á umhverfi, starfs- háttum og húsum. Reykhólar í Reykhólasveit í Barða- strandarsýslu er víðkunnugt höfuðból allt fra fornöld. Hitt er ekki eins kunnugt, hve skilyrði eru þar mörg og góð til þess að geta lifað góðum og fjölbreyttum lifnaðar-' háttum, en þau skilyrði hafa eflaust stuðl- að að því, að koma Reykhólum í tölu helztu stórbýla Islands að fomu og nýju, með nær óþrjótandi búskaparmöguleikum á flestum sviðum. Stórbýlin í fornöld risu upp þar sem skilyrðin voru bezt til þess að geta fram- fleytt þeim mannfjölda, er hændahöfð- ingjar þeirra tíma álitu nauðsyn að hafa hjá sér, til halds og trausts á hvaða tíma sem var. I flestum hémðum landsins voru eitt eða fleiri stórbýli fram eftir öldum. Að líkindum hafa — eftir að biskupsstólarnir i Skálholti og Hólum vom settir á stofn — mannflestu heimilin verið þar, einkum að vetrinum, ásamt menntasetrunum Odda og Haukadal og klaustrunum, en eigi að síður hafa hin almennu hændabýli verið mjög fjölmenn, ekki sízt á hlunnindajörð- um til lands og sjávar eins og Reykhólum, þar sem flestar tegundir matar var hægt að fá, ef hlunnindi jarðarinnar voru notuð til fullnustu. Stóru, mannmörgu býlin eru nú ekki lengur til og rifja ég því upp til gamans og skýri frá tveggja ára dvöl minni, 1897 og ’g8, á Reykhólum. Þessi stutta og ófull- komna frásögn min af húnaðarháttum á tveimur síðustu búskaparárum Bjama.r r------------------------------------------'j UM BJARNA Á REYKHÖLUM Bjarni var meSalmaSur á vöxt; lipurmenni til verka, vel hagur og vann flest verk létti- lega; draumspakur og skyggn og gœddur mörg- um dulramum hœfileikum. Nœrfœrinn og hjálpaSi oft samgurkonum. Sagt er, og mun rétt vera, aS eitt sinn hafi Bjarni smiSaS sér áhald og tekiS barn frá konu, þar sem lœknir var frá genginn. Bjarni var mikill málafylgjumaSur, kapp- samur og bar oftast hœrri hlut. Þoldi illa ágang annarra, og mátti vart til þess vita, aS bera skarSan hlut frá borSi. Bjarni var smiSur mikill og hagur vel, og verkstjóri góSur. SkipáSi jafnan saman i verk þeim, sem líkastir voru, svo aS hvcr keppti viS annan. Dagsverkin á Reykhólum voru því .oft drjúg; ekki sizt um sláttinn. Vinsæll af hjúum sínum og studdi sum þeirra til framdrátlar. Sat vel jörS sína og hafSi marga kosti stórbœnda. Þórey Pálsdóttir, kona Bjarna, var fremur lítil vexti, en fastlynd og einörS, ef því var áS skipta. Búkona og góS húsmóSir. Hög á hendur og stjórnaSi vel verkum. Var oft leynt kapp milli hjónanna um afköstin, þegar Þórey stjórn- aSi slætti í úteyjum samtímis því, sem Bjarni stjórnaSi heima á Reykhólum, og er svo sagt, áS ekki hafi oft hlutur Þóreyjar viS brunniS. Þórey var væn kona bónda sínum. Var hjóna- band þeirra hiS farsœlasta í hvivetna. Amgr. Þórðarsonar og Þóreyjar Pálsdóttur, en þar höfðu þau búið um 30 ára skeið og alltaf stórbúi áður þau fluttu til Reykja- víkur; en ég var hjá þeim vinnumaður rúmlega tvítugur. Búnaðarhættir eru nú orðnir svo breyttir frá því sem var fyrir aldamót, og hefir sú breyting orðið örust fcá síðustu ámm. AKRANES IX. árg. Maí — júní 1950 — 5.—6. tbl. Útgefandi, ritstjóri og ábyrgSarmaSur: ÖLAFUR B. BJÖRNSSON AfgreiSsla: MiSteig 2, Akranesi. PRENTAÐ 1 PRENTVERKI AKRANESS H.F. Það var algengt að umhverfis tún stór- býlanna risu upp smábýli eða kot, sem nutu hlunninda þeirra og mola er féllu frá stórbýlinu, urðu kotin eðlilega þeim háð á ýmsan hátt, en smá lögðust svo í eyði og urðu að síðustu aðeins rústirnar eftir og nöfnin. Reykhólar vom engin undantekning að þessu leyti. Þegar ég var þar voru kotin öll lögst í eyði nema eitt, Runkhús, en það hvarf síðar, en nöfnin geymdust. Reykhólabærinn stendur efst á stórum — nokkuð háum — hól, rúman einn kíló- metra suður frá Reykjanesfjalli. Mýrar og flóar eru þar allt í kring, nema frá hólnum og upp að fjallinu, er sléttur melur nokkur hundruð metrar á breidd og lengd, Skeiðið. Undan hólnum vestan og sunnan koma hverir og laugar og sjást reykirnir langt að á lognkvöldum; en einnig niðri í mýr- unum eru laugar á stöku stað. Á háhóln- um standa auk bæjarins kirkjan, og nokk- ur skepnuhús suðvestur af bænum, en fjárhús standa bæði suður og vestur af bænum neðarlega í hólniun. Túnið er umhverfis allan hólinn og upp að Skeiði, slétt og stórt og fallegt. Utsýni frá Reykhólum er bæði mikið og fagurt; bærinn stendur mátulega langt frá fjallinu til þess að það njóti sin, og út- sýni inn til Gilsfjarðar, Saurbæjar, yfir eyjarnar á firðinum og út um Breiða- fjarðareyjar er hið fegursta, og f jallahring- urinn frá Skor og hringinn í kring að hvítri keilu Snæfellsjökuls sunnan Breiða- fjarðar ógleymanleg öllum, er séð hafa í björtu og góðu skyggni. Mýrar og flóar með tjörnum og vötnum, marflatt út frá túninu á alla vegu, og bæjaröð inn og út með fjallinu á hlíða- mótum, en til fjallsins fyrst nes og vogar, og svo eyjafjöldinn fyrir framan tangana, og berst þaðan á sumrin sifellt fuglakvak og selagól. Ég vil lýsa húsbændunum, sem voru komnir á efri ár, Þórey 50 ára en Bjami 60 ára. Bjarni var fullkominn meðalmaður á hæð og þrekvaxin, en enn léttur í spori og i hreyfingum öllum,, þrátt fyrir kvið- slit, glaðsinna, ákaflega vinsæll og vel metinn af fólki sínu, stjórnsamur en frjáls- lyndur. Hafði verið verkmaður með af- AKRANES 5i

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.