Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 13

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 13
er talað sé um þjóðleikhús, því að Reykja- vík muni vaxa fljótt frá þeirri íbúatölu. Til þess að geta nokkuð spáð um stærð slíks húss til frambúðar, þurfi að athuga rækilega vöxt og viðgang bæjarins undan- farið. Gera sér grein fyrir framtíðarfjölg- un, einnig með hliðsjón af svipuðum staðreyndum í nágrannalöndunum. Að þvi er snertir hugboð Indriða um vöxt bæjar- ins, segir hann svo í áminnstri grein: „Eftir 1880 var það reiknað út með lik- indareikningi, að Reykjavík mundi hatfa 5000 íbúa 1907, og 10 þúsund 1931. Nú er hér 10 þúsund manns 1907. Ætti bær- inn að vaxa framvegis eins og hann hef- ur vaxið 1899—1907, eða tvöfaldast á 8 árum, yrðu bæjarbúar: 1915 20 þús. 1923 40 — 1931 90 — En það er ómögulegt, þvi að til þess þyrfti mestur hluti landsmann að flytja hingað. Á öldinni sem leið, og til 1906 tvöfald- ast íbúatalan á hverju 21 ári, eftir því ættu íbúar Reykjavíkur að verða: 1928 20 þús. 1949 40 — 1970 80 — og 50 þús. manns nálægt ig6o. Þriðji útreikningurinn, sem þykir lik- legastur, er að gjöra ráð fyrir, að því sem næst 500 manns flytji sig til bæjarins ár- lega annars staðar frá, og að bærinn vaxi árlega um 10 af þúsundi fyrir það að fleiri fæðist hér en deyi árlega. Þá ætti framtíð Reykjavíkur að vera þessi: 1907 10 þús. 1923 20 — 1936 30 — 1948 40 — 1959 50 — 1968 ÖO — 1977 70 — 1985 80 — og hér mn bil 100 þús. árið 2000. — Við reikninginn er það að athuga, að bærinn vex of seint, þegar sækir á öldina, en lik- legast heldur fljótt framan af. Eftir þvi sem landsmönnum fjölgar meira yfirleitt, eftir því flytja fleiri menn sig i kaupstaði ag bæi, ef því fer fram, sem á sér stað í öðrum löndum, að sveitafólkinu fjölgi ekki. En svo hefur verið á íslandi frá 1801 til 1901. Hér er verið að gjöra ráð fyrir leikhúsi handa höfuðstaðnum, en sá bær verður liklegast bær með 50 þús. manns eftir 50 ár og með 100 þús. manns eftir 100 ár, og það allt, þótt hér finnist ekkert gull, og þó hér séu engir námar". Indriði telur, að leikhús, sem tæki 300 áhorfendur, ætti að nægja Reykjavík i 100 ár, eða jafnvel lengur. Fyrstu árin yrði ekki leikið oftar en nú er gert, eða um 40 sinnum á án. Þegar Reykjavikingar væru orðnir ig þús. yrði að líkindum leikið þar þrisvar á hverjum tveimur vikum. Þegar þeir yrðu 20 þús., yrði að leika tvisvar i viku, og leikvöldunum ifjölgaði eftir því sem bærinn yxi. Þegar Reykjavíkingar væru orðnir nálægt go þús., yrði líklega leikið hér á hverju kvöldi allan veturinn, segir hann. Næst gerir hann svo áætlun um stærð leikhússins og áætlar byggingarkostnað þannig: 1. Veggir, gólf þak á þessu húsi hefur byggingar- meislari áætjað að kosti kr. 80.000.00 2. Hitavél og hitaleiðsla kr. 20.000.00 3. Grunnur kostaði (nú um þetta leyti.......... kr. 16.000.00 4. Rafmagnsljós og áhöld öll til þess ........... kr. 23.000.00 g. Sæti handa áhorfendum kr. 3.000.00 6. Ctbúnaður á leiksviðinu sjálfu, vélar, húsbúnaður handa þvi, tjöld og fl. . . kr. 20.000.00 Samtals kr. 164.000.00 Þá gerir hann og áætlun um rekstrar- kostnað, og kemst að þeirri niðurstöðu, að hann muni verða árlega kr. 13.910.00 — fyrir utan kaup til leikenda o. fl., en að heildartekjur þyrtu að verða um 24 þús. kr. til þess að mæta öllum útgjöldum, og yrði ríkissjóður þá að greiða sem næst 10 þús. kr. halla. Framhald í nœsta blaÖi. AKRANES 61

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.