Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 23

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 23
Arður til hluthafa Á aðalfundi H.f. Eimskipafélags Islands 10. júní 1950, var samþykkt að greiða 4% — fjóra af hundraði — í arð til hluthafa fyrir árið 1949. Arðmiðar verða innleystir í aðalskrifstofu félagsins í Reykjavik, og hjá afgreiðslumönnum félagsins um allt land. Athygli skal vakin á þvi, að samkvæmt 5. gr. sam- þykkta félagsins er arðmiði ógildur, hafi ekki verið kraifizt greiðslu á honum áður cn 4 ár eru liðin írá gjalddaga hans. Skal hluthöfum þvi bent á, að draga ekki að innleysá arðmiða af hlutabréfum sínum, svo lengi að hætta sé á, að þeir verði ógildir. Nú eru i gildi arðmiðar fyrir árin 1945—1949, að báðum árum með- töldum, en eldii arðmiðar eru ógildir. Þá skal ennfremur vakin athygli á þvi, að enn eiga allmargir hluthafar eftir að sækja nýjar arðmiðaarkir, sem afhentar eru gegn stofni þeim, sem festur er við hlutabréfin. Eru þeir hluthafar, sem enn eiga eftir að skipta á stofninum og nýrri arðmiðaörk, beðnir að gera það sem fyrsL. Afgreiðslumenn félagsins um allt land, svo og aðalskrifstoifan i Reykjavík, veita stofnunum við- töku. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. TILKYNNING um uppbótargreiðslur til ellilífeyrisþega og öryrkja fyrir bótatímabilið 1. júlí 1949 til 30. júiií 1950. Tryggingaráð hefur ákveðið að neyta lieimildar þeirrar, er siðasta alþingi veitti þvi, iil þess að greiða uppbætur á ellilifeyri, örorkulifeyri, örorkustyrk og makabætur fyrir bótatímabilið frá í. júli 1949 til 30. júni 1950. Uppbætur þessar nema 10% af fram angreinduni bótágreiðslum, og liefur Tryggingastofnun ríkisins lagt fyrir umboðsmenn sina að greiða uppbtrlur þessar í einu lagi fyrir ncfnl tímabil, um leið og júnigreiðsla fer fram, þ. e. loka- greiðsla fyrir yfirstandandi bótaár. Uppbæturnar greiðast bólaþegum á venjulegan hátt, eða þeim sem hefur löglegt utnboð til að taka á móti bótunum. Hafi bóta- þegi látizt á timabilinu, greiðast uppbæturnar til eftirlifandi maka. Um greiðslu visitöluuppbótar saiukvæmt lögum um gcngis- skráningu o. fl. verður tilkynnt siðar. Reykjavik, 7. júni 1930. Tryggingastoímm ríkisins. Nr. 14/1950. TILKYNMNG frá skömmtunarstjóra Samkvæmt. heimild í 3. gr. reglugerðar frá 23. sept. 1947, um vöruskömmtun, takmörkun á sölu, dreifingu og afhendingu vara, hefur verið ákveðið að úthluta skuli nýjum skömmtunarseðli, er gildir frá 1. júlí 1950. Nefn- ist hann „þriðji skömmtunarseðill 1950“, prentaður á hvítan pappir, i brúnum og fjólubláum lit, og gildir hann samkvæmt þvi, sem hér segir: REITIRNIR: Sykur nr. 21—30 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 gr. af sykri hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 30. september 1950, þó þannig, að í júlí mánuði 1950, er óheimilt að afgreiða sykur út á aðra af þessum nýju sykurreitum en þá, sem bera númerið 21, 22 og 23. REITIRNIR: Smjörlíki nr. 11—45 (báðir meðtaldir) gildi fyrir 500 grömmur af smjörlíki hver reitur. Reitir þessir gilda til og með 30. september 1950. „Þriðji skömmtunarseðill 1950“ afhendist aðeins gegn því, að úthlutnarstjórum sé samtímis skilað stofm af „öðrum skömmtunarseðli 1950“ með áletruðu nafni og heimilisifangi, svo og fæðingardegi og ári, eins og form hans segir til um. Jafnframt hefur verið ákveðið að „skammtur 7“, af „Fyrsta skömmtunarseðli 1950“ skuli halda gildi sinu fyrir 250 grömmur af smjöri til og með 31. júlí 1950. Neðantaldir skömmtunarreitir halda gildi sinu eins og hér segir: „Skanmitur 7 og 8“ (rauður litur) af „Fyrsta skömml- unarseðli 1950“, gildir hvor fyrir 250 grömmum af smjöri til og með 31. júlí 1950. „Skammtur 9“ (fjólublár litur) af „öðrum skömmt- unarseðli 1950“, gildir fyrir einu kílógrammi af sykri til sultugerðar, til og með 30. september 1950. „Skammtar 10 og 11“ (fjólublár litur) af „Öðrum skömmtunarseðli 1950“ gilda hvor fjæir einu kíló af rúsínum til og með 31. júlí 1950. Fólki skal bent á að geyma vandlega „skammta 12—17“, af þessum „Þriðja skömmtunarseðli 1950“ ef lil kæmi, að þeim yrði géfið gildi siðar. Reykjavik, 30. júni 1950. SKÖMMTUNARSTJÓRI. PRENTVERK AKRANESS H.F. Prentar fyrir yður: BLÖÐ — BÆKUR — TÍMARIT ALLS KONAR SMÁPRENTUN. AKRANES 71

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.