Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 15

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 15
lirattur stígur og fór ég þar upp. Sá ég að þarna var lítil kirkja eða kapella. Inn um glugga sá ég altari fyrir stafni og stóðu þar dýrlingamyndir og annað, sem benti til að hér væri um kaþólskt hi'vs að ra;ða. Þessi kapella var vigð árið 1930, á 900 ára ártíðardegi Ölafs helga, cn þá voru hátíðahöld mikil hér uni slóðir. Skáldkon- an Sigrid Unset gaf fé til byggingarinnar og halda þar kaþólskir menn guðsþjón- ustur 29. júlí ár hvert. — Ég tyllti mér á tröppurnar og naut veðurblíðunnar. Fugl- ar kvökuðu í öllum áttum, flugur suðuðu, maurar skriðu önnum kafnir fram og aft- ur og blessuð sólin skein í björtu heiði. Allt í kring voru hávaxin tré, tígulegar furur og grannvaxnar, stafnhvítar bjarkir, sem kepptust við að springa út. I gegnum greinaþykknið sá út yfir Veradalsbyggð, sem er breið og blómleg. Mér fannst mikið til um að vera hér kominn á þessar sögu- stöðvar, en átaldi sjálfan mig 'fyrir, að hafa ekki verið svo forsjáll að útvega mér góðan uppdrátt af Stiklastöðum og um- hverfi þeirra. Þá hefði mér verið hægra um vik, að átta mig á stöðum og örnefn- um. Sömuleiðis hefði ég átt að rifja upp og lesa frásögn Snorra í Heimskringlu um Stiklastaðabardaga, en nú var þetta ógert og galt ég þess. — en timinn leið og ekki til lengri setu boðið. Ég stillti myndavél- ina og lét hana taka mynd af þessu sér- kennilega húsi ásamt sjálfum mér, til að eiga til minninga um komuna. Síðan rólti ég niður stíginn. Skammt frá, uppi i hæð- inni, sá ég stóran bóndabæ, að nokkru umkringdan trjám. Datt mér í hug að ganga þangað heim og freista hvers ég yrði vísari. Þegar ég kom heim á hlaðið kom stór hundur æðandi á móti mér og gelti grimmdarlega, og var ég ekki ails kostar óhræddur við hræið. Ég gekk að útidyrum og drap á hurðu. Við það varð hundurinn sem óður og gerði sig líklegan til að glefsa í mig, en í því kom kona til dyra og hastaði á kvikindið. Ég þreif ofan hattinn og bauð góðan dag. Tók konan kveðjunni, en leit á mig hálf undrandi og ekki laus við tortryggni, sýndist mér. Hóf ég þá máls, kvaðst vera langt að kom- inn og langaði að fræðast um örnefni og sögustaði. Ekki stóð á svörum, en þótt leitt sé til frásagna, er þar skemmst frá að segja , að mér notaðist heldur illa af fræðslunni, var hvort tveggja, oð konan var hraðmælt i meira lagi og talaði einhverja mér ókennda mállýsku. Ekki duldist mér þó, að ræðan snerist að mestu um Ólaf helga, og að lokum benti konan yfir að Stikla- stöðum og botnaði ræðuna með þessinn orðum: „Og der er stötta hans“. — Þettta vissi ég nú reyndar áður, en þakkaði samt fyrir fræðsluna, kvaddi blessaða konuna litlu fróðari og labbaði sömu leið til baka. Hugðist ég nú að taka hús á hringjaran- um, stéttarbróður mírnnn og leita frekari fróðleiks. — Skólinn stendur skammt frá kirkjunni, hvit bygging úr timbri. Gekk ég nú þangað heim og leitaði inngöngu. Kom ég inn í forstofu stóra og tók að knýja hurðir. Var seint til dyra gengið og gekk svo um stund að hvergi varð ég var við neitt lífsmark. Fór ég því næst upp stiga og var þar sama þögnin. Þó var hvergi læst, er ég tók í hurðarhúna, rak ég höfuðið bæði inn í eldhús og skrifstofu, en kunni ekki við að halda lengra óboð- inn. Sneri ég við það niður aftur og út og á bak húsum og leitaði fyrir mér. Þar var húsagarður stór með blómum og trjám. Hænsni mörg vöppuðu þar um og sýnd- ist mér fyrirliðinn með sama lit og yfir- bragði og haninn okkar heima á Strönd, og galaði lystilega þegar ég kom fyrir hornið. Þarna fann ég bakdyr og stiga, upp hvern ég þrammaði og drap á næstu dyr. Var nú svarað fyrir innan, en ég lauk upp og gekk inn. Var þar fyrir miðaldra maður, lágvaxinn og góðlátlegur á yfir- bragð. — Þetta var skólastjórinn á staðn- um, kvaðst heita Paul Vist. Bar ég upp fyrir hann erindið og sagði nokkur deili á mér og ferðum mínum. Kvaðst hann reiðubúinn til allra þjónustu, sótti geysi- stóran lykil og kvaðst ráðlegast að halda til kirkjunnar. Það er talið nokkurn veginn áreiðanlegt, að Stiklastaðakirkja sé byggð á staðnum, þar sem Ölafur Haraldsson féll. Ýmsar helgisögur mynduðust um þennan stað, þegar eftir dauða konungs. Svo segir Snorri: „Þórir hundur gekk þar til, er var lík Ólafs konungs, og veitti þar umbúnað, lagði niður líkið og rétti og breiddi klæði yfir. Og er hann þerði blóð af andlitinu, þá sagði hann svo síðan, að andlit kon- ungs var svo fagurt, að roði var í kinn- um, sem þá að hann svæfi, en miklu bjartara en áðr var, meðan hann lifði. Þá kom blóð konungsins á hönd Þóri og rann upp á greipina, þar er hann hafði áðr sár fengið, og þurfti það sár eigi umband þaðan í frá; svá greri það skjótt". — Þá segir Snorri frá þvi, að Þorgils bóndi á Stiklastöðum sá, ásamt Grími syni sinum, Ijós loga yfir valnum, þar sem lík kon- ungs lá og livarf ekki, þótt líkið væri flutt til kofa nokkrus þar í grendinni. Og enn segir frá því, að blindur maður, er leit- aði næturskjóls í kofa þessum, hafi fengið blóð á fingur sér er hann þreifaðist þar fyrir. En er fingumir, votir, komu við augu hans féll af þeim blindan og varð hann sjáandi. — Ekki leið nema eitt ár frá falli konungs imz hann var hátíðlega tekinn i tölu sannheilagra dýrlinga. En Niðarós varð miðstöð Ólafsdýrkunarinnar, þvi þangað var líkið flutt og jarðsett, en á þeim stað var síðar reist hin fræga og fagra Niðaróskirkja. En á Stiklastöðum er talið, að fyrst hafi verið reist timbur- kirkja á staðnum, þar sem konungurinn féll. Núverandi steinkirkju telja fróðir menn frá miðri 12. öld. Ekki hefur sú kirkja staðið óbreytt tfrá upphafi; á ýms- um tímum hafa verið gerðar breytingar og viðbyggingar, en í aðalatriðum er þó byggingin hin sama. Við siðaskiptin var kirkjan rúin mestöllu skrauti sínu og helgimyndum, svo sem urðu örlög margra annarra kirkna um þær mundir. — Þegar verið var að endurbæta og hressa upp á Stiklastaðakirkju fyrir hátíðína 1930, var meðal annars hreinsað burtu aldagamalt kalklag innan af veggjunum. Kom þá í ljós að undir kalkinu voru mynd- ir og málverk á hinum fomu veggjum. Voru þá til fengnir sérfróðir menn, að hreinsa kalklagið. Kom þá fram í dags- ljósið fjöldi mynda og veggskreytinga frá fyrri öldum, en flestar eru þær heldur daufar og ógreinilegar. Má þó sjá, að þetta eru biblíu- og heilagra manna myndir, eins og titt var í kaþólskum sið. Kórinn er skreyttur veggmálverkum allt í kring, en þau eru nýleg, öll gerð á þessari öld, að mig minnir. Mest ber þar á myndum frá Stiklastaðaorrustu og atburðum úr ævi og fráfalli Ólafs konungs helga. Þar sézt draumur konungs fyrir bardagann, tfall hans og hversu blóð hans læknar sár Þóris hunds og upplýkur augum hins blinda manns. Er þar ofið saman sögulegum at- burðum og helgisögnum kirkjunnar. Stærsta myndin er altaristaflan sjálf. Er það Kristsmynd og ólík flestum öðrum slíkum myndum sem ég hef séð. Páll Vist sagði mér, að við fyrstu sýn felldu ýmsir sig ekki við túlkun listamannsins i þessari mynd, en reynslan væri, að þvi betri og þekkilegri þætti mönnum myndin, sem þeir sæju hana oftar. Ekki kann ég að dæma um þá hluti, en mér varð starsýnt á myndirnar i kórnum og langaði til að horfa á þær miklu lengur. Sá, sem þær gerði, heitir Alf Rolfsen, sonur Nordal Rolfsen, sem er kunnur sagnritari og fræðimaður. Mikill skírnarfontur úr steini er í kirkjunni, forn mjög. Hann tekur víst upp undir heila tunnu atf vatni, enda frá þeim tímum, þegar börnum var dýft ofan i vatnið við skírnina. Undir alt- arinu á að vera steinn sá, sem Ólafur konungm- hallaðist upp að, er hann féll. Áður fyrr kvað steinninn hafa verið einn þeirra, sem altarið er byggt af. Sagan segir, að konungur nokkur, sem bagaður var á fæti, hafi gert bæn sína við altarið. Hafi þá kné lians snert steininn, en við það varð hann heill á samri stundu. Allt þetta og fleira sýndi Vist kennari mér og sagði og leysti greiðlega úr öllinn spurningum mínum. En nú var klukkan orðin hálf fjögur, og 12 mínútum fyrir fimm varð ég að vera kominn á brautar- stöðina, til að ná i lestina til Niðaróss um kvöldið. — Uti tfýrir kirkjunni staðnæmd- umst við litla stund hjá minnismerki um AKRANES 63

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.