Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 20

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 20
og yfir hina löngu gangbrú yfir Gullbergs-sund til Lálands. Þar við sundið beint á móti Nýjakaupangri stóð hlaðan, stór og reisu- ieg. Þegar þangað var komið voru drengimir látnir draga um rúmin og sætin við borðið. Það gekk nú ekki alveg hljóðlaust af. Svefnsalurinn var uppi á efri hæð. Það var 'feikistór salur og stóðu rúmin í röðum. — Svo kom nú fyrsta máltíðin. Það var glaumur. Sá sem næstur mér átti að vera, en var nú í rauninni aðalforinginn, þótt ég fyrir aldurssakir væri það að nafninu til. Hann stakk upp á því við borðið, að þeir kölluðu mig afa. Þvi var tekið með dynjandi fagnaðarlátum. Hann gjörði þetta í bezta skyni, en mér var nú ekki vel við það, því mér leizt svo á hóp- inn að ekki mætti gefa þeim undir fótinn með að gjöra sér, ef til vill, dælla við „afa“, en þeir annars mimdu gjöra við yfir- fornigja sinn. En þetta var nú allt svo ósköp elskulegt, að ég gat ekki þakkað skyldleikann. Svo um kveldið, er þeir áttu að fara að sofa, fór nú gamanið að grána. Fjo-st héldum við auðvitað kvöldbænir úti á fallegum stað í öfurlitlu rjóðri, en það var grænn blettur umkringdur af trjám. Einn af hinum foringjunum hélt bænagjörðina. Heldur fannst okkur lítil eftirtekt vera, og þó var það ekki tiltölulega órólegt. — En er þeir voru allir komnir upp á loftið og voru að komast í rúminu, varð ekki litill glaumur og órói. Það var ekki mögulegt að fá nokkra kyrr eða ró. Þegar þeir voru háttaðir, spjölluðu þeir saman, hentu koddum og öllu lauslegu sin á milli. Það hefur nú þótt löngum brenna við, að erfitt sé að koma á kyrrð fyrsta kvöldið, það bætti nú ekki um, að orðið var kolniðamyrkur í loftsalnum, aðeins stóð lítill lampi á borði við stigagatið, en hann gjörði aðeins myrkrið enn sjáan- legra. — Maður reyndi auðvitað að þagga niður í þeim, en það kom að engu gagni. Loksins stakk einn af hinum imgu foringjum upp á að lesa fyrir þá sögu. Svo náðum við i eina sögu og foring- inn fór að lesa við borðið. Það sljákkaði nú nokkuð í þeim, og af því að sagan var lítið spennandi, og foringinn las hana dræmt upp, þó fór nú svo á endanum, að þeir sofnuðu allir. Var þó klukkan orðin langt gengin í tólf á miðnætti. Svo fórum við for- ingjamir niður í eldhús og fengum þar kaffi, og héldum þar bænagjörð saman. Síðan fylgdu þrír af fornigjunum ráðskon- unum þangað, sem þær áttu að vera á nóttinni, því að það var ekkert húsrúm i hlöðunni fyrir þær, og sváfu þær á bóndabæ skammt frá, hér um bil 22 kilómetra. Fjórði foringinn fór upp að sofa, en ég beið eftir afturkomu hinna. Það var yndislegt i næturkyrðinni að ganga fram og aftur á hjallimnn meðfram hús- hliðinni. Framhlið hússins sneri út að Gullbergssundi, og fyrir handan það beint á móti, lá Nýi-Eaupangur á Falstri með sinum nálægt 12000 íbúum og spegluðust ljósin fallega í sundinu. — Þetta var yndislegur staður. Fyrir ofan mig á efri hæð hlöðunn- ar snem fjórir eða fimm gluggar, eða réttarasagt opin vindaugu með engu gleri í. En fyrir þeim vom stórir hlerar, sem stóðu nú opnir dag og nótt. Eg gat í kvöldkyrðinni heyrt andardrátt hinna 54 sofandi drengja. Eg gekk lengi á hjallinum og bað fyrir mér og flokknum. Það var í mér nokkurs konar hrollur að hugsa til þeirra 10 daga, sem framundan lógu. Eg vissi þá ekki að þetta væri nokkurs konar undirbúningur fyrir mig að sumarbúðastarfi heima. Næsti dagur gekk all vel. Vér héldum Guðsþjónustu úti í lundinum, og svo var gengið meðfram ströndum þrjá eða fjóra kilóm., þangað sem var ágætur og hættulaus baðstaður í sund- inu. Drengirnir spömðu ekki að kalla mig afa (Bedstefar), en þeir vom mér góðir og kurteisir. Ég fór að venjast við þetta. Sunnudagskvöldið var nú samt heldur hóvaðasamt í svefnsaln- mn, en nú vomm við viðbúnir að svæfa þá með bragðdauM sögu. — En á þriðjudaginn varð ég var við, að drengirnir höfðu uppgvötað þetta bragð og ég heyrði strák einn segja við annan: „Nú skal vi ikke lade dem narre os í Aften“ (nú skulum við ekki láta þá leika á okkur í kvöld). Svo að ég bjóst nú ekki við góðu. Kveldið kom. Þegar átti að fara að halda kvöldandagtina, þá fór að rigna. Vér urðum svo að vera inni. Bekkjum úr borð- stofunni var raðað upp, og lítið borð var þar, sem ég sat við, því ég átti að enda. Það var orðið koldimmt og ég sá ekki drengja- skil þar á bekkjunum. Það var ekki hægt að syngja fyrir dimm- unni, en yfir fáum kvöldum ævi minnar finnst mér eins bjart og þessu kvöldi. Eig gat rétt aðeins séð til við týruna að lesa kaflann í Nýja-testamentinu. Eg hafði búið mig undir að tala um orð Jesú: „Hvar sem tveir eða þrir eru samankomnir i mínu nafni, þar er ég mitt á meðal“. É las svo upp Jóh. 20, 19—29, um opinberun Jesú fyrsta páska- dagskvöld. — Eg talaði svo nokkra stund um þáð, að Jesú væri hér mitt á meðal vor, eins virkilega og hann var hjá lærisvein- unum páskadagskvöldið. Ef hann vildi gæti hann allt í einu látið oss sjó sig eins og þá. Allt í einu fannst mér eins og allt breytast. Ég fann að eftirtekt drengjanna varð svo lifandi. Eg sá þá ekki, en ég fann að þeir hlustu og voru gripnir. Mér sjálfum fannst að ég aldrei hefði fundið virkilega* næi*veru Krists eins og þá. Ég varð sjólfur gripinn og undursamlega glaður í anda. Eg túlk- aði þessa gleði mína. Svo þegar ég hafði svo beðið og endað með Drottinlegri bæn, þá sagði ég: Ég held drengir, að þér hafið fund- ið sjálfir nærveru Krists, og að vér á þessari stundu höfum haft sérstaka heimsókn hins Heilaga. Nú finnst mér að vér mættum sýna hinum háa gesti sérstaka kurteisi, með þvi að vér göngum svo hægt upp stigann, að hann braki sem minnst og svo skuluð þér fara þegjandi hver að sínu rúmi. hátta sig i snatri og segja ekkert hver við annan, hugsa svo um Jesúm, hver fyrir sig og sofna útfrá því. Foringjarnir þurfa svo ekki að lesa neitt fyrir yður. Þér getið þetta, ef þér viljið. — Góða nótt! Það merkilega varð, svo að langt yfirsteig von mína. Dreng- irnir læddust bókstaflega upp. Margir leystu af sér skóna og gengu upp stigann á sokkaleistum. Svo gekk ég hljóðlega upp milli rúmanna og bauð þeim kyrrlátlega góða nótt með handar- bandi. Srnnir af drengjunum tóku um hönd mína og þrýstu hana milli beggja handa sér, og sögðu i hálfum hljóðum: „Tak Beste- far!“ — Mér lá við að gráta. Við foringjanir fórum allir niður. Ég gekk 'fram á hjallann. Eftir fimm mínútur eða svo, heyrði ég hinn rólega andardrátt hinna sofandi drengja. — Eg var svo hrærður og fylltur af hátíð, að ég varla hafði lyst á að drekka kaffið. Það var sams konar hrifning yfir hinum ungu foringjum og bænastundin bar þess líka merki. — Svo fór einn upp, en við hinir fylgdum ráðskonunum. E>að var gengið hægt og talað um þetta og aðra andlega hluti. Leiðin lá fyrst dálítinn spöl fyrir endann á skógarbeltinu, sem var bak við skálann og með fram því héldum vér svo eftir þjóðveginum til bóndabýlisins. Svo snerum vér foringjarnir til baka. — Þegar vér komum að skógar- betlinu og fórum fram hjá skálanum, greip oss allt í einu nær öfboðs skelfing. 1 beina línu til skálans blossaði upp ógurlegur eldsbjarmi, sem bar við himin upp yfir hin háu tré, og lýsti i gegnum laufið. Það var ekki annað að sjá, en að skálinn hinu megin við beltið stæði í ljósum loga. Myndin af þessari rammbyggðu, stóru hlöðu með hinum sterku, þurru viðum, standandi í björtu báli með 54 dýrmætum drengjum í fasta svefni upp á 2. hæð, var svo ægileg, að vér tókum til fótanna. Eg held, að ég aldrei hafi hlaupið sem þá, og eitt er ég viss um, að aldrei hef ég, hvorki fyrr né síðar, fundið aðra eins angist. Þá fékk ég að reyna, hvernig sálin getur oft án hljóðs eða orða, æpt til Guðs. Eg fann að ég gæti ekki af- borið það ef verulegt slys yrði. E>egar ég nálgaðist skógarnefið, sem beygja þurfti fyrir heim að skálanum, hætti ég að hlaupa af öllum kröftum, til þess að koma ekki allt of móður og æstur að, og reyndi til að ná hugarjafnvægi. — Svo er ég kom fyrir skógarnefið niður að sundinu, sá ég mér til mikillar gleði, að elds- voðinn og hið stóra bál var fyrir handan sundið í Nýkaupangi. Ég herti nú aftur á hlaupinu, því mér datt í hug, að allt væri nú á ringulreið í skálanum ef einhver hefði vaknað og séð hið mikla bál. — En allt var kyrrt og hljótt, er vér komum. Eg gekk upp í 68 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.