Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 6

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 6
Athyglisverðar framfarir 1 lýsisiðnaðinum Mörg undanfarin ár hafa tveir ungir verkfræðingar úr Reykjavik verið hér á Akranesi við og við á vertiðum, í þvi skyni að vinna að tilraunum til endurbóta á hræðslu lifrarinnar. Þessir menn eru: Ingi Bjarnason, Þorlei'fs H. Bjamasonar og Hörður Jónson, kaupmanns Bjömssonar í Grófinni, báðir efnafræðingar að mennt. Þeir hafa frá fyrstu tíð tekið nám sitt og starf mjög alvarlega. Voru um mörg ár við nám og i „praxis“ við Þýzka og Amer- íska háskóla og fiskiðnstöðvar. Þeir hafa lagt óhemju verk í að finna upp og útbúa fullkomnari tækni við bræðslu og full- nýtingu allra þeirra verðmæta, sem er að finna í lifrinni. Þetta umstang þeirra og erfiði hefur engan veginn verið unnið fyrir gýg, því að þeir hafa nú þegar séð mikinn árangur iðju sinnar. Hér verður nú nokkuð gjör sagt frá þessum nýju tækjum þeirra og þeim endurbótum, sem fullyrða má, að þeir hafi þegar unnið með þessari nýju aðferð í sambandi við lifrarbræðslu. Að ferð, sem segja má að sé gjörbylting frá fyrri aðferðum í sambandi við lifrar- og lýsisvinnslu, sem þó hafði tekið miklum framförum fyrir tilverknað innlendra og erlendra manna. T. d. fyrir markvisst starf Ásgeirs Þorsteinssonar iðn-verkfræð- ings í Reykjavík. pottsins eða kerjanna áður). Potturinn er tvöfaldur, en þegar bræðsla fer fram, er hólfið fyllt með heitu vatni. í pottinum er rafknúin hræra, er snýst um 150 snún- inga á mínútu, og hrærir óaflátanlega í pottinum. Þegar viðtengdur mælir sýnir. að lifrin sé orðin 50 stiga heit, er hún orð- in fullhrærð í þessu keri. (Hitann má auka frá þessu, ef hraða þarf vinnslunni). Fró þessu keri rennur maukið svo í álíka stórt ker, en fer þaðan gegn um rafsegul, er safnar saman þeim önglum eða öðru járni, sem kann að hafa verið í lifrinni. Frá rafseglinum fer lifrar-maukið í tæt- ara, — sem með litlu handtaki má láta vinna fínt eða gróft. — Frá tætaranum er hinu tætta mauki dælt upp i ker, sem komið er fyrir á palli yfir lýsisskilvind- unni. í kerinu er hræriverk eða spaðar, sem halda efninu í hreyfingu, svo að það setjist aldrei til. Frá þessu keri rennur efnið svo til skilvindunnar, er nú skilur það. Frá skilvindunni er því svo dælt í annað ker, þar sem það er skilið í annarri skilvindu, og er að því loknu fullunnið lýsi. öll þessi tæki — undanteknum skil- vindunum og sjálfum rafseglinum — hafa þeir Ingi og Hörður sagt fyrir um smíði á, —- og verið smíðuð í Vélsmiðjunni Hamar h.f. í Reykjavík. II. Lýsing á vélum og vinnslu. Þegar lifrin kemur til verksmiðjunnar, rennur hún af bílnum í þar til gerða þró i bræðsluhúsinu sjálfu, en hún tekur ca. 20 tonn. (Mesta lifur, sem nokkru sinni hefur borizt til verksmiðjunnar á einum degi, var tæp 27 tonn. En nú í vetur varð dags lifur aldrei meiri en um 14 tonn. Þaðan rennur lifrin í pott eða ker, sem tekur ca. 800 litra. (Svarar það til gufu- melgresi, og flutt heim strax og gefið kúnum. Mjólkuðu þær afburða vel af melnum. Var það á annað hundrað hesta sum árin, og var geymt í stökkum úti á túninu. Heyflutningamir vom verstu verkin og erfiðustu á Reykhólum, mest vegna þess, hve menn voru háðir sjávar- föllunum. Kaupstaðarferðir í Skarðstöð og Flatey tóku nú við og flutningur á lömbum í Stagley, og síðan akstur áburðar á völl og smalamennskur. Framhald í nœsta blaði. III. Árangurinn. Á þessu sviði, sem flestum öðrum, hafa orðið miklar breytingar hina siðustu óra- tugi. Umbætur, sem allar miða að því að ná sem mestum gæðum, sem aftur ræður mestu um hinn fjárhagslega ávinning eða afrakstur. I gamla daga, var sólin látin annast bræðsluna, svo kom steinbræðsla, þó gufu- bræðsla og samhliða henni — til fyllri nýtingar — lútun og ennfleiri aðferðir. Hér er aftur á móti alveg rnn nýja að- ferð að ræða. Aðferð, sem er einfaldari, ódýrari, sparsamari á vinnuafl, auk þess sem hún gerir mögulegt að fullnýta allt fast efni í lifrinni. Kunnugir vita, að þorskalifur er mis- feit eftir árstíðum, og eigi aðeins það, heldur eftir landshlutum eða veiðistöðv- um —- svæðum. — Stundum nálgast þetta að vera óskiljanlegt, þar sem nokkru mun- ar, þótt sótt sé nálega á sömu slóðir og sams konar tæki notuð við bræðsluna. Enn getur munað nokkru á sama stað, fró ver • tíð til vertiðar. Hér fer á eftir skýrsla um lýsismagn úr lifur á Akranesi, árin 1940—1949, að báðum árum meðtöldum: Meðalalýsi Sódalýsi Sarntals 0/ 0/ 1940 /O 43,6 /O 1 1,0 54,6 1941 40,5 8,3 48,8 1942 44,o 8,4 52,4 1943 43,9 8,2 52,1 1944 46,0 8,0 54,o 1945 44,9 n,9 56,8 1946 44,6 12,3 56,9 1947 47,5 12,4 59,9 Meðaltal 54,5 1948 58,4 58,4 1949 61,5 61,5 Meðaltal 60,0 Af skýrslunni sézt, að lútarlýsismagnið hækkar skyndilega 1945 um 3,9%. Það á rót sína að rekja til þess, að þá gerðu þessir sömu menn smávægilegar breyting- ar í sambandi við lútunaraðferðina, er hafði þessi miklu áhrif til aukningar lýs- ismagninu. (Þá voru þeir starfsmenn Fiskifélags Islands.) Eins og skýrslan ber líka með sér fellur lútarlýsið niður 1948, en þá er farið að nota aðferð þeirra Inga og Harðar, þar sem allt lýsi, sem úr lifr- inni fæst, er fyrsta flokks meðalalýsi. Hér fer á eftir tafla um lýsismagn, fitu og nýtingu á vetrarvertiðinni 1949: UNNIÐ I LIFUR Mán. Lýsi 0/ Fita 0/ Nýting 0/ Febr. /0 64,4 /0 66,4 /O 97,o Marz 62,5 63,5 98,3 Apríl 56,0 59,1 95,0 Maí 55,5 57,8 96,0 Febr-Mai 61,5 63,0 97,2 IV. Niðurstöður í fáum orðum. Við bræðsluna vinna nú tveir menn, það sem þrír unnu áður. Áður var 1/5 til 1 /6 lýsismagnsins — lútarlýsi — venju legast mun verðminni. Aulc þess sem vitis- sódinn og hin sérstaka vinnsla kostaði mikið. Eins og tölumar hér að framan sýna, er nú allt lýsið 1. flokks meðalalýsi, — algerlega soralaust. Við þessa aðferð lýs- isvinnslunnar má og geta þess mikilvæga atriðis, að nú er notað sem svarar aðeins 1/3 af því eldsneyti — brennsluolíu, — móts við það, sem notað var með hinni gömlu aðferð. Eins og hér má líka sjá, er nú eftir í lifrinni, aðeins um 2,8% af lýsi og fitu leysanlegum efnum, en með þessari nýju aðferð er mögulegt að vinna fituna, sem eftir verður og allt mjölefni lifrarinnar. Verkfræðingamir ætla nú að þeir hafi Framh. á bls. 70. AKRANES 54

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.