Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 9

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 9
sem þessi leiða veiki að sjálfsögðu veldur fólki enn, þrátt fyrir margvíslega breytt viðhorf gagnvart veikinni. Áður fyrr voru það fyrirmyndar læknar og vitrir menn og konur, sem léð var trú og sú hin and- lega víðsýni, sem hrutu ísinn og lögðu fram fé og krafta til þess að hefta þennan heljardraug. Nú hafa hinir vitrustu og vösk ustu menn sjúklinganna sjálfra, með hinn eldlega áhuga heildarsamtaka þeirra, vað- ið fram á vigvöllinn og snúið öllu við með trú og töfrum. Þeir hafa gengið berserks- gang, séð og sigrað og sópað almenningi í sigurgöngu þeirra að settu marki, sem þegar er séð að þeir muni ná. Nú koma sjúklingarnir sjálfir til þess, að leiða farsællega til lykta þann þriðja, og ef til vill erfiðasta þáttinn, sem hér var minnzt á áður í kaflanum þrjú stig, þrjú tímabil. Að hyggja fullkomlega upp þann þáttinn, sem taka á við sjúklingunum er sjúkravistinni lýkur, með meiri eða minni árangri. Vandinn mesti. — Vinnuheimili. Eins og hér hefur greinilega verið að vikið, — og þarf þó ekki að taka fram, — hafa hælin og berklavamimar yfirleitt unnið hér ómetanlegt gagn i að hefta út- breiðslu veikinnar og lækna hina sjúku. En síðasti þátturinn — og ef til vill sá mikilvægasti — hafði verið um of van- ræktur, og ef til vill vanmetinn. Hvernig gera mætti þá virka, vinnandi menn, er þeir höfðu læknast. Þ. e. sjá þeim fyrir starfi, sem þeim hæfði fullkomlega, miðað við starfsþol og þekkingu í hverju tilfelli. Starfi, sem á ný gerði þá að virkum borg- umm, — lifandi verum. — Ekki lengur í vörn, heldur í sókn eftir lífsins mestu gæð- um, sem miði að eigin fullkomnun, um Jeið og þvi sé hagað þannig, að í þvi sé — helzt samhliða — fólgið spor til almennra þjóðheilla. Þetta mikla vandamál og erfiða skref í þessu sambandi, var fyrst hugsað og stig- ið af sjúklingunum sjálfum og liinum dugmiklu forystumönnum þeirra, með þeim eindæma dugnaði, festu og fyrir- mynd, sem lengi mun i minnum haft. Eigi aðeins hér á landi, lieldur víða um lönd, er þetta frægt orðið og til sígildrar l'yrinnyndar. Hafa berklalæknar og land- læknir verið öruggir stuðningsmenn þeirra í þessari mikilsverðu viðleitni. Fyrsta sporið. Þegar hér var komið sögu, voru starf- andi berklahæli á þessum stöðum: Á Víf- ilsstöðum, Kristnesi, á Reykjum í Ölfusi og í Kópavogi. Ýmsir víðsýnir áhugamenn úr hópi sjúklinga, fóru nú að brjóta lieil- ann um það, livort, eða á hvem hátt, sjúkl- mgarnir sjálfir gætu orðið virkir og var- anlegir þátttakendur í baráttunni gegn AKRANES berklunum. Þetta var i rauninni sameigin- Jegt áhugamál allra berklasjúklinga, þótt ekkert hefðu þeir enn gert með sameigin- legu átaki til að vinna fyrir þessa hugsjón. Við nánari umræður og athugun gerðu þeir sér Ijóst, að fyrsta skrefið í þessa átt, ætti að vera skipulágður félagsskapur meðal berklasjúklinga sjálfra. Það myndi meira en nokkuð annað örva þá og styrkja til starfs, sem ef vel væri á haldið, aðeins gæti leitt til góðs, bæði fyrir þá sjálfa og málefnið. Fyrir ötula forgöngu ýmissa þeirra. sem þá dvöldu á lieilsuhælunum, var þessi hugsjón að veruleika með stofnun S.f.B.S. Samband íslenzkra berklasjúklinga var stofnað á Vífilsstöðum 23. og 24. október 1938, með þátttöku fulltrúa frá öllum lieilsuhælum landsins, Landspitalanum og Landakoti. — 26 fulltrúum alls. Þegar með stofnun sambandsins hefst markvisst starf og sigursæl ganga þessara samtaka. Fljótlega eru formlega stofnuð félög á öllum heilsuliælum landsins, enn- fremur i Reykjavík, Vestmannaeyjum og fleiri stöðum. Þeir Jiófu margvislega út- breiðslustarfsemi, bæði í blöðum og út- varpi og var alls staoar vel tekið. Sam- bandið kom og á framfæri við alþingi ýmsum tillögum. Og þótt alþingi lilypi þá þegar eklvi af sér hornin í því sambandi, hefur það síðar tekið vel á málaleitan þeirra og orðið S.f.B.S. að ómetanlegu gagni. Allur almenningur, og eigi síður læknasléttin í lieild, tók samtökum þess- um opnum örmum. og lielur æ síðan reynzt þeim eindreginn og öruggur bak lijarl. Undir fullum seglum. Eklcert benti tii, að liér væri um sjúlta menn eina að ræða eða sinnulitla. Þeir létu hendur standa fram úr ermum. Eigi um hugsjónir einar og hugarflug, lieldur fastmótuðum skoðunum raunsærra manna, skírð í eidi mannrauna, sem eng- inn getur skilið til fulls, nema sá sem reynt Jiefur. Forystumenn samtakanna, og þeir sem mest vinna þeim enn i dag, hafa allir verið sjúklingar á hælum landsins, þótt eigi séu sumir þeirra það lengur. Eins og að var vikið, urðu sjúklingarnir of oft vottar að þvi, að „útskrifaður" sjúkl- ingur varð að þola þá þungu raun, að inn- ritast á hælið aftur, eftir skamma dvöl utan þess. Við ianga eða skamma veru á hælinu liafði hann slitnað úr tengslum við lifið. Við starfið, vini og vandamenn, leiksystkini, lærdóm, vonir og, ef tii vill, voldugar hugsjónir. Ekkert af þessu fann liann aftur. Honum var ofaukið alls staðar. Það var hvergi að finna starf við lians hæfi, eða hann í ofurkappi tók sér fyrir hendur það, sem honum var ofætiuri eða óhollt eins og heilsu han var háttað, þótt væri hann „útskrifaður". Gangan á liælið í annað eða þriðja sinn var því næsta erf- ið, og árangurinn tíðast einn, að dvelja þar skamma stund og deyja. Enginn þekkti því eða sá betur þessa skókreppu, en sjúklingarnir sjálfir. Starf þeirra og áliugi beindist því að einu marki, að leysa þennan mikla vanda. En hvernig var það hægt? Hér var ekki aðeins um fátæka menn að ræða, lieldur sjúka menn og öreiga. Til þess að hrinda í framkvæmd aðal-áhuga- málinu og því, sem bezt gagnaði i þessari baráttu, þurfti mikið fé. Hvar átti að taka það? Framhald í næsta blaSi. Braggaborgin, sem notast var viS fyrst á Reykjalundi. / sundinu sézt á eitt hinna nýju húsa. — 57

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.