Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 16
fallna Norðmanna í síðasta stríði. Slíka
minnisvarða má sjá í flestum sveitum Nor-
egs. „Fall for landet sitt“, stendur á þeim
mörgum. Á leiðinni heim að skólahúsinu,
sagði Vist mér, að hér hefði komið íslenzk-
ur maður fyrir allmörgum árum, hátt sett-
ur við islenzka útvarpið, nafnið mundi
hann ekki. Hefði sá verið mjög kviklegur,
viðræðugóður í bezta lagi og fróður i forn-
um sögum. „Var hann lágvaxinn og sköll-
óttur?“ spurði ég. „Stendur heima“, svar-
aði Vist. Þetta var auðvitað enginn annar
en Helgi Hjörvar, og kannaðist Vist strax
við Nafnið. En hér hefði lika komið, fyrir
fáum missirum annar Islendingur, lýð-
skólastjóri ásamt dóttur sinni, ekki mundi
Vist heldur nafn hans, en bætti við til
skýringar: „Hann var í eigin bíl, griðar
finum og góðum bíl“. „Var það hár mað-
ur og kraftalegur, hvass á brún og ein-
beittur á svip?“ spurði ég. Jú, það stóð
heima. „Hét hann ekki Bjarni Bjarnason
frá Laugarvatni?“ „Jú, einmitt,“ sagði
Vist og kannaðist þá við nafnið. Svo bætti
hann við og brosti: „Þið þekkist vist allir,
lslendingar“. — Vist bauðst til að sýna
mér skóla sinn, og þáði ég það, en varð
að hafa hraðan á, því að tíminn fór að
verða naumur, en mig langaði til, að lita i
kringinn mig á leiðinni ofan í kaupstaðinn.
Eftir lauslega skoðun á skólanum kvaddi
ég leiðsögumann minn með þakklæti fyrir
vinsemd hans og fræðslu. Hann er maður
hlýr og hógvær i viðmóti og vekur traust
og góðan þokka strax við fyrstu kynni.
Lagði ég nú af stað gangandi áleiðis til
kaupstaðarins. Það er falleg leið, trjáraðir
með fram veginum alla leið, en í gegnum
þær sér yfir tún, akra, skóga og bænda-
býli, en fjöll og hæðir blasa við þegar
lengra dregur. — Á þessum slóðum gerðist
fátíður og hræðilegur atburður fyrir rúmri
hálfri öld (1893). Ægilega mikið jarðfall
hljóp fram hér í dalnum með slíkum feikn-
um, að 112 manns létu lífið i þeim ham-
förum. Auk þess fórust mörg hundruð
kvikfénaður. Jarðfallið hljóp um 8 km.
leið niður dalinn og tók með sér marga
bæi og komust þar fáir lífs af, tún og gróð-
urlendi kaffærðist í leðjunni og margar
jarðir gereyddust.
Þetta var ekki venjulegt skriðufall, eins
og við þekkjum hér á landi. Eftir slysið
var farið að grafast fyrir orsakimar. Var
borað ofan í jörðina umhverfis hlaupið.
Kom þá í ljós, að á ýmsum stöðum niðri,
lágu óhemju mikil lög af útþynntum leir,
eins og fljótandi grautur. Sums staðar
sökk borinn skyndilega af eigin þunga allt
að 40—50 m. ofan í eðjuna. Af þessu og
ýmsu fleiru réðu menn það, að útþynnt
leireðja hafi legið undir spildunni, sem
sprakk framm. Enn eru hér i dalnum lág-
lend mýrarsvæði, sem álitið er, að hvíli á
svipaðan hátt ofan á þessurn fljótandi leir-
lögum. En þar hagar svo til, að þau geta
ekki fengið framrás í neina átt, og því ekki
hætta á öðmm eins ósköpum og 1893.
Gamalt fólk í Veradal man eftir þessum
atburði og ýmsar ritaðar heimildir eru til
um hann. Kona nokkur á bænum Skjör-
dal var úti stödd nóttina sem ósköpin
dundu yfir og sá hlaupið. Henni segist
svo frá, að það hafi komið í þremur flóð-
bylgjum, með stuttu millibili. Sú fyrsta
var minnst, en sú næsta tók með sér allt,
sem fyrir varð og kastaðist með feiknar
afli þvert yfir dalinn, svo að leirgrautur-
inn spýttist langt upp í brekkur. Bétt á
eftir kom þriðja og mesta flóðbylgjan, og
veltist með ægihraða niður dalinn. Tók
hlaupið með sér heil bæjarhverfi, dunur
og dynkir kváðu við, en vatnsstrókar og
leirgusur stóðu hátt i loft upp. Á flóðsvæð-
inu fómst, eins og áður er sagt, 112
manns; þeir, sem af komust björguðust
á ýmsan hátt, og næsta furðulegan, sum-
ir. Margir sigldu á húsunum eða braki
úr þeim, sem barst út dalinn. ýmsir sjón-
arvottar hafa lýst þessari ógnarnótt. Flek-
ar úr húsum, rúm, stólar, borð og önnur
húsgögn veltust og byltust í leirflóðinu og
innan um allt þetta menn og dýr. Neyðar-
óp fólksins og öskur og kvein í skepnum
kváðu við hvaðanæfa. Frost var um
nóttina og stinningsgola. Fólk þusti að til
að reyna að bjarga. En það var ekki hægt
um vig. Menn lögðu flotbrýr út á leðj-
una, stóra planka og tré, sumir reyndu
að nota skíði. Nokkrum var bjargað á
þennan hátt. Sums staðar sást kannske
ekki nema höfuð eða hönd upp úr leðj-
unni. Ung stúlka, sem borizt hafði 3 km.
leið í flóðinu, stóð í leirmaukinu upp í
geirvörtur í 15 klukkustundir með lítið
bam í fanginu. Barnið var dáið. þegar til
þeirra náðist, en stúlkan hélt lífi. Svipaðar
sögur eru til um ýms atvik frá björgun-
inni, bæði manna og dýra eftir að leir-
grauturinn tók að setjast til og þéttast. —
Þessa nótt var héraðslæknirinn i Veradal
i sjúkravitjun þar i dalnum. Hann segir
frá því, að þegar hann á heimleiðinni
nálgaðist staðinn, þar sem hlaupið varð
klukkustund síðar, hafi hesturinn fyrir
vagni hans skyndilega orðið ram-staður
og hafi slíkt ekki komið fyrir i annan
tíma. Læknirinn beitti svipunni, en klár-
inn skalf á beinunum og spyrnti við fót-
um. Loks hafðist hann þó af stað, tók
sprettinn alveg óviðráðanlegur og linnti
ekki fyrr en heima á hlaði á Stiklastöðum.
Allt þetta var ég að hugsa um og rifja
upp, meðan ég labbaði milli trjágarðanna,
sem köstuðu notalegum skuggum á sól-
bakaðan veginn. Hér í dalnum má enn sjá
merki þessara miklu náttúruhamfara. En
náttúran keppist við, með hjálp manns-
handarinnar, að græða sárin. Á hlaup-
svæðinu eru nú stór svæði þakin birki-
skógi eða akurlöndum. Ég lét augun
hvarfla út yfir dalinn. Það var vor í
lofti, spóar sungu og ég hélt mig heyra i
stelkinum. Ungt fólk kom hjólandi í hóp-
um á móti mér, léttklætt og masandi.
Piltarnir voru á skyrtunni, ungu stúlkum-
ar höfðu blóm í hárinu og sólgleraugu.
Það var sunnudagur í dag og leiðin lá
upp í sveit, út um hliðar og skóga. Mér
varð hugsað heim, skyldi nú hafísinn vera
farinn og farið að hlýna? Skyldi vera farið
að grænka og birkihríslurnar í garðinum
heima farnar að springa út? Það var ekki
gott að segja, „Það sumrar svo seint á
stundum“. — En vorið kemur nú samt,
og ekkert veit ég nú fegra en vorið heima.
-— Klukkan rúmlega hálf fimm þramm-
aði ég þreyttur og sveittur inn á járn-
brautarstöðina í Veradal.
Frímann Jónasson.
1 ÞjóSleikhúsinu
Hið nýja Þjóðleikhús hefur verið vel sótt siðan
það var opnað til sýninga. Sjálfsagt fyrst og
fremst til þess að sjá hið nýja musteri leiklistar-
innar. Einnig til þess að fá samanburð ýmsra
ágætra leikara i sömu hlutverkum nú, og i hin-
um gömlu húsakynnum. En siðast, og ekki sizt
til þess að vera vottar að miklum list-viðburði, er
hér á landi var i fyrsta sinni sýnd og sungin
ópera.
Um húsið sjálft skal ekki rætt að þessu sinni,
þar sem það hefur verið rækilega gert hér í
blaðinu á öðrum stað.
Það var eðlilegt í alla staði að Nýársnóttin yrði
sýnd við opnun hússins. Ef til vill lika eðlilegt að
hið næsta verkefni yrði Fjalla-Eyvindur. En aldrei
hef ég verið neitt hrifinn af þessu verki Jóhanns
Sigurjónssonar. Finnst að i veigamiklum atriðum
sé þar rangtúlkuð sagan sem stuðst er við, því
fremur sem ýmislegt í fari persónanna virðist
stangast illa við sögu vora og þjóðareðli. Sem
þriðja leikrit hefði átt hetur við, að sýna eitthvert
af leikritum Kambans.
tmsum þykir mikið koma til Islandsklukkunn-
ar. Sjálfsagt má eitthvað gott segja um þetta
hrafl-sýnishorn þriggja bóka Kiljans. Vel sagðar
setningar á stangli, sem er eins og slöngvað inn
á mögulegum og ómögulegum stöðum. Og liklega
væri ljóminn ekki mikill yfir þessu leikriti —
sem slíku -— ef ekki Jón Hreggviðsson og Jón
Grindvíkingur væru svo frábærilega vel leiknir
af Brynjólfi Jóhannessyni og Lárusi Pálssyni, og
þó alveg sérstaklega Lárus, sem leikur alveg
meistaralega og bregzt aldrei bogalistin í þessu
hlutverki.
Leiksviðin — hér á landi — eru frámunalega
leiðinleg, — næstum ömurleg. — Persónan Snæ-
friður Islandssól kemur manni spánskt fyrir sem
islenzk kona, svo og túlkun skáldsins að ýmsu
leyti á Arne Ameus.
Þama er rétt lýst eymd þjóðarinnar og umkomu-
leysi, en það virðist þá líka heldur litið gert til
þess að finna mótvægið, með þvi að draga fram
af jafnmikilli ást og umhyggju það bezta i fari
þjóðarinnar. Það sem mátti fullsanna, — að jafn-
vel þegar kúgunin og niðurlægingin var mest, —
mennt og menning, sem fyllilega þoldi saman-
burð nálægra þjóða.
Það er leitt með eins mikið skáld og Kiljan er,
að hann skuli sí og æ, helzt vilja vellta sér upp
úr skit og búa til skit og ata auri hin fegurstu
djásn og dóma þjóðarinnar.
Heimsókn hinna sænsku gesta frá konunglegu
AKRANES
64