Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 14

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 14
A norskum söguslóðum Klukkan nímlega hálí tíu, sunnudags- morguninn 15. maí, rölti ég ofan á járn- brautarstöðina í Þrándheimi. Veðrið var hlýtt og vorlegt, hægur andvari og sól- skin. Brautarstöðin er á hólma eða eyju, sem tengd er við land með stórum brúm. Fyrr hafði hún verið uppi í borginni, en þótti lítíl bæjarbót og þvi flutt. Þegar á brautarstöðina kom, keyptí ég mér farseðil til Veradals-stöðvar, en hún er norður með Þrándheimsfirði, tæplega 100 km. frá Niðarósi. Farseðillinn kostaði kr. 8.20. — Ætlun mín var að heimsækja Stíklastaði, þar sem hin fræga orrusta var háð árið 1030 og Ólafur konungur Har- aldsson féll, sem kallaður er hinn helgi. Þetta er einn af sögufrægustu stöðum í Noregi, og segja má, að Ólafur konungur væri um fleiri alda skeið þjóðardýrlingur Norðmanna. Og enn þann dag í dag, er hann það, þótt ekki sé lengur um beinan átrúnað að ræða. Norðurlandslestín beið á teinunum, löng halarrófa af vögnum og fór ég nú að leita mér að sæti við glugga, þóttist koma snemma, þvi að brottfarartíminn var ekki fyrr en kl. 10.10. — En þáð kom i ljós, að fleiri höfðu verið fyrirhyggju- samir en ég, og hvergi farm ég autt sætí við glugga, þótt ég gengi vagn úr vagni. Loks lenti ég inn í matarvagninum og sneyptíst þaðan öfugur út, sá nú hvað verða vildi. Tók ég nú þá ákvörðun að hafast við í ganginum, hengdi frakkann minn þar á snaga og tók mér stöðu við glugga. Þetta reyndist mér mesta þjóðráð, þvi að gangmegin var útsýni til fjarðar- ins ágætt og stóð ég eða rölti um gangana alla leið, eða um það bil í 3 klukkustundir. Á tílsettum tíma skreið lestin af stað og hélt norður úr borginni. I útjaðri bæjarins eru Hlaðir, þar sem jarlar sátu forðum og konungar, en í þetta sinn gafst lítið færi á að skoða þann stað, þvi að ormur- inn langi jók nú drjúgum skriðinn og borgin hvarf að baki. — Otsýni var mikið og fritt um firði og fjöll, hamrahlíðir, stöðuvötn og skóga, endalausa skóga upp um öll fjöll. Brautarstæðið er hér hrika- legt, víða sprengt gegnum kletta og framm í hamrahlíðum. Þó er hér ekki eins stór- kostlegt umhverfi og á Dofrabrautinni eða Bergensbrautinni, t. d. aðeins ein jarð- göng og ekki löng. Viða var komið við og sums staðar staðið við æði lengi. Fóru menn sér að engu óðslega, sýndist mér, röbbuðu við heimamenn á viðkomustöð- um, fengu sér hressingu i veitingastofun- um, tóku lifinu yfirleitt með mestu ró- semi. Ein stöðin heitir Hell, sennilega skritið nafn í eyrum enskumælandi fólks. En hér um slóðir er ekkert atbugavert við það að „go to Hell“, þangað fara víst margir, þvi að krossgötur eru hér. Grein- ist járnbrautin, og liggur önnur greinin austur yfir til Svíþjóðar. Ég skírði staðinn Hellu, liklega hefði a-ið dottið aftan af fyrir einhverja slysni. Nafnið fannst mér líka vel við eiga, nóg var hér af klettum og hengiflugum á næstu grösum. Mér sýndis Hella þokkalegasti staður, kynntist henni þó lítið. Liklega eiga þeir þarna sitt kaupfélag og sinn Ingólf. — Rétt inn- an við Hellu er Stjördalstöð, þar er tölu- vert stór bær og flugvöllur skammt frá. — Jámbrautin liggur hér viða alveg niður við flæðarmál, en hinn spottinn framm i snarbröttum sjávarhömrum. Inn á móts við Frosta liggur hún á kafla í djúpri og þröngri dalskoru, klettarnir virðast strjúk- ast við vagnrúðurnar og skröltið í hjólun- um verða hærra og harkalegra á meðan. En svo rýmkvast um aftur, ný útsýn opn- ast og nú er skammt til Lifangurs. Lifang- ur og Veradalur! Hvernig getur nokkur íslendingur komið á þessar slóðir, án þess að harmsagan gamla um Hrafn og Gunn- laug komi þeim í hug. Hér voru þeir á ferð fyrir nærri hálfri 10. öld. En engin skemmtiferð var það, mikil örlög og ill spunnu hér lokaþáttinn í ógleymanlegum harmleik Hér i Lífangri var Hrafn þá staddur, en Gunnlaugur hafði þá verið einn vetur við konungshirðina á Hlöðum. Þangað fréttir hann, að Hrafn muni vera lagður a'f stað frá Lifangri áleiðis til Sví- þjóðar. Biður hann þá ekki boðanna, fer til Lífangurs og veitir fjandmanni sínum eftirför upp Veradal, „og kom þar að kveldi jafnan, sem Hrafn hafði áðr verið um náttina“. — En örlögin gefa ekki grið og Gunnlaugur legg- ur nótt við dag unz fundum þeirra ber saman: „Og um morgininn í sólarroð, þá sá hvorir aðra. Hrafn var þar kominn, sem voru vötn tvö, og meðal vatnanna voru vellir sléttir. Þar heita Gleipnisvellir. En fram i vatnið annað gekk nes lítið, er heitir Dinganes. Þar námu þeir Hrafn við í nesinu....“. — En þarfleysa er að rekja hér svo kunna sögu, en ég get ekki annað en verið að hugsa um og rifja upp þessa löngu liðnu atburði, þar sem ég stóð við vagngluggann, og lét augun hvarfla um þessar söguslóðir. Mikið langaði mig til að sjá staðinn milli vatnanna tveggja, en þess var nú ekki kostur, allt of mikið iir leið, austur undir landamærum. Finnur prófessor Jónsson rannsakaði staðhætti og telur fund þeirra Hrafns og Gunnlaugs hafa.orðið við Breivatnið, milli Sandvíka og Melen. Þar gengur lítið nes út í vatnið og telur prófessorinn það vera orrustustað- inn. Það var siðasta hólmgangan i Noregi. Á Lifangur-stöð var staðið við stundar- korn. Ég var orðinn svangur og tróðst ásamt mörgum fleirum inn í veitingasal stöðvarinnar, til að reyna að ná í ein- hverja lífsnæringu. Þar var ekki greiður gangur, fleiri voru svangir en ég. En eftir harða sókn tókst mér að ná í mjólkurglas og tvær brauðsneiðar með mysuosti, en í því var kallað í hátalara: I.estin er að fara! „Tak plass!“ Ruddist þá lýðurinn út og höfðu ýmsir nauman tíma að ljúka sín- um skammti. Ég hvolfdi í mig úr glasinu, þreif sneiðamar og lét berast út með straumnum. Komst ég klaklaust inn í minn vagn og át sneiðarnar þar i gangin- um, var ég ekki einn um það. — Var nú skammt til Veradalsstöðvar. Þar hypjaði ég mig út og tók að spyrjast fyrir um leiðina til Stiklastaða. Var mér sagt, að þangað væru 4 km., en engir áætlunarbíl- ar á þessum tíma. Leitaði ég uppi bílstöð og spurði hvað bíll kostaði þessa leið. „Þrjár og sextíu“, sögðu þeir. Settist ég svo inn í fína „drossíu" við hliðina á ung- um manni, sem var hinn ræðnasti. Alla leiðina til Stiklastaða var ekið um trjá- göng, var þama mjög fallegt, allt að færast í marzskrúða, sól og sumarbliða. — Að skammri stund stóð ég úti fyrir kirkjunni á Stiklastöðum, en til annarrar handar var allstór bygging, og sagði bílstjórinn mér, að það væri bamaskóli sveitarinnar, væri skólastjórinn jafnframt „klokker“ eða kirkjuvörður, og mundi vera heillaráð að hitta hann og leita fræðslu og upplýs- inga um staðinn. — Þakkaði ég bílstjór- anum fyrir þægilegheitin, borgaði honum þessar 3 kr. og 60 aura, og skildum við það. Tók ég nú að svipast um á þessum sögu- fræga stað og leggja niður fyrir mér, hvemig bezt væri að verja tímanum. — Varð mér fyrst fyrir, að ganga upp á hæð- ina, þar sem Ölafsstyttan stendur, nokk- urn spöl frá kirkjunni. Styttan stendur á hól eða hæð og eru stór tré í kring, en þau næstu höfðu verið höggvin nýlega, og var eins og tunnubotnar lægju á jörð inni, þar sem stofnarnir höfðu verið sag- aðir í sundur. Á þessum stað er talið að Kálfur Árnason hafi hulið lík Ólafs kon- ungs, eftir fall hans og eru um það ýmsar helgisögur. Styttan er granítstöpull fer- strendur að neðan, en efst sívöl súla með krossi. Á súlunni er svohljóðandi áletrun: „Þessi stytta er reist árið 1805 til minn- ingar um Ólaf konug Haraldsson, kallað- an hinn helga, sem féll í ormstunni við Stiklastaði hinn 29. júlí 1030.“ Skammt frá er önnur hæð, vaxin fal- legum trjám. Sá ég í gegnum laufið, að hús stóð þar inni í lundinum og var á turn, líkt og á kirkju. Þangað upp lá 62 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.