Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 10

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 10
I mannrauna-skóla alla ævi. Konan sem hér er átt við, er ekkjan Björg Gísladóttir að Reynivöllum hér í bæ. Hún fluttist hingað fyrir 38 árum. Síðan hefur hún gengið á meðal vor, sem hin hægláta, prúða kona, afskiptalítil um annarra hagi, enda haft nóg um að hugsa á eigin heimili. Hún er dul og fáskiptin og virðist í fyrstu jafnvel fráhrindandi. Manni hefur ætíð virst hún vera einmana, en við kynningu er hún hlý og viðkvæm, enda mædd og margreynd í hinum stranga mannrauna-skóla lífsins. Móðurlaus að þremur nóttum liðnum. Björg er fædd á Vattarnesi í Múlasveit i Barðarstrandasýslu 16. sept. 1881. For- eldrar hennar voru: Gísli Andrésson bóndi á Hamri í Múlasveit og Jóhanna Jóns- dóttir, vinnukona á næsta bæ. Björg fædd- ist í þennan heim áður en Gísli faðir hennar kvæntist. Björg byrjaði snemma að firina and- gust og mótlæti í lífinu, því þriggja nátta var hún f'lutt frá móður sinni, og hafði síðan ekkert af henni að segja. Hún var flutt á heimili föður síns og eignaðist þar stjúpu. Þama var hún til 18 ára aldurs og réði sig þá sem vinnukonu að Svína- nesi í sömu sveit og var þar í góðu yfirlæti hjá þeim valinkunnu sæmdarhjónum, Guðmundi hreppstjóra Guðmundssyni og konu hans, Sæunni Sæmundsdóttur. „Út vil ek“. Ekki er að efa, að með Björgu hefur þegar búið nokkurt táp, og eigi síður þraut- segja. Hana langaði því til að afla sér ein- hverra menntunar, fjár og frama. Hún fór til Reykjavikur til að læra saumaskap, því hún mun vera mjög handlagin. — I Reykjavik var hún í þrjú ár. Stutt viðdvöl í Garðinum. Næst leiddu forlögin hana suður í Garð, til að vera þar vetrarkonu við útgerð hjá Guðmundi skósmið Guðmundssyni. Gift- ust þau 1912 og fluttu það sama ár til Akraness. Síðan hefur Björg dvalið hér, og er auðheyrt að það væri hennar síðasta og versta eldraun, ef hún væri neydd til að yfirgefa sitt litla hús. Hetja í hamingjuleit. Því var sjálfsagt likt farið um Björg og okkur hin, að hún hefur verið i leit að hamingju í lifinu. Eins og áður er sagt, eignaðist hún maka, góðan dreng. Hún eignaðist með honuin yndislegan dreng, sem í skírninni hlaut nafnið Guðmundur Björgvin. Þessara sólskinsbletta naut Björg ekki lengi, því mann sinn missti hún 1916 (úr berklum) og einkasoninn það sama ár, aðeins 23. vikna gamlan. Skyldan kallar. Björg eignaðist mörg hálf-systkini. Hef- ur ætíð verið með þeim öllum kær og náin vinátta, eins og góðum systkinum sæmir. Einn bi'æðra hennar var Davíð Gislason. sem um fjölda ára var stýrimaður á skip- um Eimskipafélagsins og lét þar síðast líf- ið við störf sín, er hann fórst með Detti- fossi við strendur Englands. Davið var tvi- kvæntur. Fyrri konu sína missti hann frá þremur börnum. Hið elzta var þá þriggja ára, hið næsta tveggja og hið þriðja 20 vikna. Þessi einstæðings-kona, með blýþungar sorgir að baki, færist nú ekkert minna í fang, en að taka hingað til sín öll börn bróður síns. Hún ól þau síðan upp — að mestu styrktarlaust, — því á þeim árum var Davið sjúklingur, og oft lítið um at- vinnu. En engum trúði hann fremur en Björgu, fyrir hinum ungu börnum sínum. Ekkert af þessu ofbauð Björgu, og yfir engu kvartaði hún. Þetta var sjálfsögð skylda frá hennar sjónarmiði, og hún hef- ur aldrei skotið sér undan skyldum lífsins. Yngsta barnið var stúlka, sem andaðist aðeins þriggja ára. Drengirnir tveir virt- ust vaxa og dafna eins og fíflar i túni, en skjótt bregður sól sumri. Orkan var ósmá. Til þessa hafði Björg leigt hér víða, oft í litlum húsakynnum og þrengslum í sambýli við aðra. Hana langaði til að eignast þak yfir höfuðið og vera ein með sorgir sínar og vonbrigði, drauma og dáðir. Með ofurkappi og eindæma dugnaði réðst hún 1921 í að byggja sér hið snotrasta hús, vestan til við Bárugötu og nefndi Reyni- velli. Þarna lifði hún fyrir „börnin sin“, og þarna vill hún deyja með öllum sínum brostnu vonum. Þetta litla hús hennar hafa verið sannkallaðir reynzluvellir. — Þar hefur hún nú misst allt, sem hún hef- ur unnað og lifað fyrir. Annar drengur- inn hennar dó upp kominn á Vífilsstöðum, og hinn, sem lika var berklaveikur, hefur nú dáið með vofeilegum hætti, við hennar eigin bæjardyr. „Guð sendir mér hjálp eins og hann hefur alltaf gert. Hann bregst ekki, eða það fólk, sem hann sendir til hjálpar“. I huga Bjargar er bjart um minningu sr. Sigurðar Jenssonar prófasts í Flatey, Björg var fyrsta barnið sem hann skírði í Múlasveitinni. Harrn húsvitjaði og kann- aði lestur og kunnáttu barna, eins og góðra klerka var siður. Þegar hann kom i fyrsta sinn til að kynna sér lestrarkunnáttu Bjargar, fannst honum svo mikið til um þekkingu hennar, að hann gaf henni Nýjatestamennti. Síðan þykir Björgu vænt um þessa bók og er henni all kunnug. — Guð leggur venjulega líkn með þraut. Hann hefur gefið Björgu þá trú og það traust sem nægir henni, og frá henni verð- ur ekki tekið. Eins og sorgir og andstreymi virðist hingað til hafa haft þetta litla hús að skotspæni, mun Guð nú snúa þaðan þeim bitra brandi. Hann hefur gefið þess- ari góðu konu þrek til þess að taka á sínar herðar erfið hlutverk, sem flestir hefðu talið sér óviðkomandi. Hún hefur ekki skotið sér undan skyld- unum, heldur gengið fagnandi móti þeim og hlotið til þess náðargjöf af hendi Drott- ins. Styrk til að stríða og sigra, þar sem hún hefur ávallt hugsað um aðra, en sett sitt eigið i skuggann. Héðan af mun nú líka vonandi „lifsstriði" hennar lokið, en hún eiga iframundan sólroðið ævikvöld i kyrrð og friði i litla húsinu. — Húsinu, sem svo mörg hriðin hefur dunið á, en hún treyst, að vera mundi þó undir ör- uggri ve’rnd Drottins sjálfs. Þessu þarf að lyfta með henni. Af tilefni, sem hér verður ekki rakið, neyddu rukkarar úr Reýkjavík Björgu til að veðsetja sér þetta litla hús hennar fyrir 1 o þúsund króna skuld vegna annarra. Eins og nærri má geta er Björg aleigna- laus, og hefur engar tekjur, nema lög- boðin ellilaun, sem eru rúmar 3000 kr. á ári. Hún er neydd til að greiða þessa áminnstu skuld á 10 árum. Verður þannig árleg greiðsla hennar um eða yfir 1500 krónur. Viðkomandi skuldheimtumenn hafa verið beðnir að gefa henni eftir helming skuldarinnar, gegn greiðslu á hinum helmningnum. Því hafa þeir neitað, en hins vegar lofast til að gefa eftir kr. 2500. 00 ef hitt yrði greitt að fullu. Ég vil því skora á Akumesinga að skjóta saman nægjanlegu fé handa Björgu, til að nema á brott þann áhyggju-skugga, sem nú hvílir svo þungt á henni. Eigi aðeins fjár- hagslega — þar sem henni er þó alveg of- vaxið, — en að auki veldur henni stöð- ugum áhyggjum og kvíða, út af þeirri hættu, að litla húsið hennar verði nú að siðustu selt oifan af henni. Ó. B. B. 58 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.