Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 22

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 22
Björnfriður Guðmundsdóttir, Arkarlæk. Edda Elíasdóttir, Heiðarbraut 9. Elíana Kristbjörg Þorláksdóttir, Deildartúni 4, Emilía Valdimarsdóttir, Heiðarbraut 71. Ema Hafnes Magnúsdóttir, Akurbraut 22. Guðriður Guðmunda Jónsdóttir, Kirkjubraut 23. Guðrún Mýrdal Björgvinsdóttir, Suðurgötú 94. Guðrún Guðbrandsdóttir, Heiðarbraut 39. Halldóra Sigrún Ámadóttir, Krókatúni 11. Hrefna Sigurðardóttir, Sunnubraut g. Inga Lóa Hallgrímsdóttir, Bjarkargrund 9. Jenny Bára Ásmundsdóttir, Suðurgötu 25. Lilja Vilhelmina Sigurðardóttir, Bakkatúni 18. Lilja Viktorsdóttir, Háteig 3. Nanna Jóhannsdóttir, Akurgerði 22. Ölöf Sigríður Magnúsdóttir, Merkigerði 4. Rannveig Edda Hálfdánardóttir, Sunnubraut 14. Svanhvít Pálsdóttir, Hjallhús. Unnur Jónsdóttir, Laugarbraut 28. Valdis Ema Halldórsdóttir, Suðurgötu 118. Þórheiður Guðbjörg Kristjánsdóttir, Skagabr. 15. Ferming í Innra-HóJmskirkju 28. mai. Sr. Jón M. Guðjónsson, fermdi. Fermingarbörn. Grímur Hvammfjörð Leifsson, Galtarvik. Guðmimdur Guðmundsson, Kúludalsá. Ingi Garðar Magnússon, Stóru-Fellsöxl. Gyða Oddsdóttir, Kjaransstöðum. Sigfriður Bragadóttir Geirdal, Kirkjubóli. Skipshöfnin á b.v. Bjarna Ólafssyni heiðruð. Á sjómannadaginn siðasta — 4. júni — var skipstjóri og skipverjar á botnvörpungnum Bjama Ölafssyni heiðraðir með hátíðlegri athöfn fyrir hið einstæða björgunarafrek 29. jan. s.l., er skips- höfnin bjargaði í hafi 14 mönnum af áhöfn botn- vörpungsins „Varðar“ frá Patreksfirði, við hinar erfiðustu aðstæður, í roki og stórsjó. Athöfnin fór fram í Bíóhöllinni, að viðstöddu fjölmenni. Hófst hún með því, að séra Jón M. Guðjónsson, sóknarprestur, ávarpaði skipstjóra og skipverja og færði þeim þakkir álysavamafélags íslands fyrir hugprúða framgöngu og afrek það, sem þeir höfðu unnið. Afhenti hann skipstjóranum, Jónmundi Gislasyni, sem vott virðingar og þakkar félagsins heiðursmerki þess úr silfri og heiðurskjal undir- ritað af stjóm Slysavamafélagsins og með árit- uðum nöfnum þeirra, er að björguninni unnu, en þeir eru, auk skipstjóra: Bjarni H. Guðmundsson, 1. stýrimaður. Sigurður Friðriksson, II. stýrimaður. Sigurjón Jónsson, 1 .vélstjóri. Valdimar Indriðason, II. Óskar Jónsson, III. vélstjóri. Haraldur Samúelsson, loftskeytamaður. Haukur Ólafsson, matsveinn. lCarl Benediktsson, kyndari. Emar Guðmundsson, háseti. Ólafur Finnbogason, háseti. Sveinn Jónasson, háseti. Þorbergur Jónsson, háseti. Þórður Sigurðsson, háseti. Séra Jón endaði ræðu sína á þessum orðum: „Bjami Ólafsson" hefur verið gæfuskip og í ör- uggri nendi skipstjóra sins, láns- og happamanns- ins Jónmundar Gislasonar og með duginikla drengi innanborðs, hefur hann siglt um vegu hins viða hafs og blessast hver för. Við biðjum þess af al- hug, að hamingjan fylgi honum jafnan og sú hin sama blessun, sem hingað til. Heill ykkur, vinir, á öllum ykkar ferðum.“ Þá mælti formaður sjómannadagsráðs, Hall- freður Guðmundsson, til skipstjóra og skipverja hlýleg þakkarorð. Þakkaði hann þeim i nafni sjó- manna og bæjarfélagsins drengilega framgöngu, bað þeim blessunar og afhenti hverjum þeirra heiðurspening Sjómannadagsins. Söng þá Karlakórinn Svanir: „Islands Hrafn- istumenn". Var athöfnin öll áhrifamikil og fögur. Frá blaðinu. Athygli þeirra, sem kynnu að vilja eignast blað- ið frá upphafi, skal vakin á þvi, að rétt væri fyrir þá að reyna að eignast það sem fyrst, því það smá gengur á upplagið. Yngra fólk — sérstaklega hér á Akranesi, — ætti og að gera sér það ljóst, hvort ekki sé rétt að tryggja sér eintak, því eftir nokkum tima verður ritið ófáanlegt i heild. Það er ómissandi fyrir Akurnesinga að eiga blaðið. Nokkur eintök eru til bundin. Þeir, sem kynnu að vilja eignast það allt, en eiga óhægt um greiðslu geta — ef þeir óska — fengið að greiða það í tvennu lagi. ATHYGLISVERÐAR FRAM- FARIR í LÝSISIÐNAÐINUM Framh. af bls. 54. fundið lykilinn, að því að vinna þessi efni líka til fullnustu, efni, sem þeir telja mjög verðmæt. 1 skýrslu sinni til S.F.A. fyrir árið 1949, segja þeir svo um þetta efni: V. Vitamín-kjarnfóður úr lifrar- úrgangi. „Þorskalifur inniheldur um 6—7% aif eggjahvítuefnum, sem til þessa hafa farið forgörðum. Hin nýja lifrarvinnsluaðferð okkar, gerir mögulegt að vinna þessi verð- mætu efni ásamt þeirri fitu, um 2% miðað við lifur, sem tapast. Þegar vinnsla þessara úrgangsefna er orðinn veruleiki fæst 100% nýting úr lifrinni. Á síðastlið- inn vertíð höfum við framkvæmt all um- fangsmiklar rannsóknir og tilraunir í Akranesbræðslunni, til þess að undirbúa væntanlega vinnslu á lifrar-úrgangi. Við teljum, að undirbúningsstarfið sé nú svo langt komið, að vinnsla geti hafizt í byrj- un vertíðar 1951. Frá teknisku sjónarmiði mætti koma upp nauðsynlegum vélum þannig, að vinnsla gæti hafizt á næstu vertíð, en með því að óvíst er enn um verð á framleiðslunni, og að við höfum enn ekki fengið fulla reynslu á geymslu- hæfni vörunnar, teljum við varlegra að fá enn eina vertíð til undirbúnings og áfram- haldandi rannsókna“. VI. Að lokum þetta. Það, sem hér var tekið úr skýrslu þeiiTa, var ritað 23. júní 1949. Af því sem þar er fram sett, má sjá, hve þeir eru var- færnir i ályktunum, og vilja ekki, að með þeirra ráðum sé miklu kostað til, eða neinn hlutur talinn fullviss, fyrr en reynslan hefur sannað það. Allt starf þessarra manna í sambandi við þetta mál, hefur mótazt af þessari miklu samvizkusemi. Þeir hafa fyrirboðið að fleipra nokkuð um væntanlegan árangur og yfirburði þessarar aðferðar, þótt fyrir löngu væri sýnilegt, að hér var ekki um neitt 'fálm að ræða. Ég vildi gjarnan, að slík væri varfærni og vísindamennska allra þeirra manna íslenzkra, sem nú og siðar fást við mikilsverðar uppgötvanir eða vísindastörf á hvaða sviði sem er. Hér er áreiðanlega um mikilsverða framför að ræða og fjárhagslegan ávinn- ing. Eigi aðeins fyrir einstaklinga, heldur þjóðarbúið í heild. Einhverjir — örfáir — hafa þegar lagt drög fyrir að notfæra sér þessa nýju aðferð þeirra, en vonandi koma fleiri á eftir. Hér hafa ungir, efnalillir menn verið að glíma við að koma sér upp eigin rann- sóknarstofu, til þess að vinna framleiðslu landsmanna og þjóðinni gagn. Til þess að geta fullnotað þekkingu sína og fengizt við víðtækar rannsóknir, þarf mikil verk- færi og ýmis konar tæki. Þvi minnist ég á þetta hér, ef það mætti verða til þess að auka skilning gjaldeyrisyfirvaldanna, að neita slíkum mönnum ekki um leyfi fyrir nauðsynlegum áhöldum til þess að geta með elju og atorku fært þjóðina fram á leið, sérstaklega -á þeim sviðum, sem auka má framleiðsluna og gera hana arðbærari og útflutningshæfari. í viðtali, sem ég átti nýlega við þá verk- fræðingana, báðu þeir mig, — ef ég segði nokkuð frá þessu í blaði mínu — að láta í ljós þakkir þeirra til stjórnar S.F.A. og starfsmanna, fyrir hvað þeir hafi mátt hafa frjálsar hendur um allt í þessu sam- bandi. Hvað þeir hefðu trúað þeim ótak- markað. Það þykist ég hafa gert með þess- um orðum. Ó. B. B. AKRANES AUGLÝSING FRÁ SKÖMMTUNARSTJÓRA Ákveðið hefur verið að „skammtur 10“ aif öðrum skömmtunarseðli 1950, skuli vera lögleg innkaupaheimild fyrir 1 kg. af rúsinum til og með 31. júlí 1950 Jafnframt hefur verið ákveðið, að „skammtur 11“ af öðrum skömmtunarseðli 1950, skuli halda gildi sínu fyrir 1 kg. af rúsínum til og með 31. júlí 1950. Reykjavík, 30. júní 1950. Skömmtunarstjóri. 70

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.