Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 8

Akranes - 01.05.1950, Blaðsíða 8
legum hætti. Þá fyrst er gengið að því með oddi og egg að starfrækja út í æsar þau tæki, notfæra sér þekkingu og starfsað- ferðir, sem farið var að tíðka með hinum stærri menningarþjóðum, og þar höfðu gefið bezta raun. Hefur þetta starf borið svo mikinn árangur í vörnum, bata og fullkomnum rannsóknum, áð vakið hefur athygli, eigi aðeins innan lands, heldur og með öðrum þjóðum. Svo mikla athygli hefur þetta glæsilega starf Sigurðar Sig- urðssonar vakið á alþjóða vettvangi, að hann hefur verið kvaddur þar til ráða- gerða, og boðið starf í þágu alþjóðaherkla- vama, sem hann hefur þó hafnað í því formi, sem það var boðið. Slík afrek geta fámennar þjóðir unnið á sviði alþjóða, í visindiun, menningar- og mannúðarmálum. f því, sem lífgar og læknar, og tryggir frið, frelsi og öryggi, hetur en nokkur vopn, sem múgmennska stórþjóðanna á að stýra. Þrjú stig, — þrjú tímabil. Þetta em vafalaust mikilvægustu áfangar í berklavamastarfseminni hér á landi: 1. Stofnun og starfsemi heilsuhælisfélag- anna og bygging heilsuhælisins á Víf- ilsstöðum. 2. Berklavamalögin frá 1921 og endur- skoðun þeirra 1939. 3. Stofnun Berkla-yfirlæknisembættis 1935- í sambandi við berklaveikina beinist at- hygli kunnáttumanna sérstaklega að þessu þrennu: 1. Að finna sjuklingana, og þá sérstak- lega sýkilberana. 2. Að lækna þá, leiðbeina og hjúkra. 3. Að taka við þeim og verja þá frekari áföllum, er sjúkrahúsvistinni líkur. Með byggingu hælisins á Vífilsstöðmn má því segja, að hafizt hafi verið handa á miðþætti þessa máls. Er það náttúrlega eins og á stóð fyllilega afsakanlegt. Bæði þiu-fti þá ekki að „leita“ að berklasjúkl- íngum, enda þá ekki þekking á eðli veik- innar slik sem síðar, t. d. á þeirri hættu, sem stafar af sjúklingum, sem geta auð- veldlega verið smitberar, án þess áð þeir eða læknir viti af. Með stofnun embættis berkla-yfirlækn- is er fyrst fyrir alvöru ræktur sá mikil- vægi þáttur að „leita“ að berklasjúkling- um. Gerði Sigurður Sigurðsson þetta strax að aðalþætti starfs síns. Fyrst með þvi að efla og auka berklavamastöðina í Beykja- vik, — sem minnzt hefur verið á áður. — Eftir þær endurbætxn- og aukna starf varð það að samkomulagi milli Sjúkra- samlags rikis og bæjar, að hver aðili fyrir sig greiddi 1/3 kostnaðar við hana. Hefur starf þessarar stöðvar farið vaxandi ár frá ári. — Voru t. d. síðastliðið ár rannsak- aðir nálega 1/3 af öllum bæjarbúmn, fyrir utan fjölda fólks utan af landi, sem þar kemur einnig oft til skoðunar. Á árinu 1949 var því skipaður sérstakm yfirlækn- ir þessarar stöðvar, dr. med. Óli Hjaltesteð, sem um margra ára skeið hefm unnið með berklayfirlækni að berklavömum, og getið sér hinn bezta orðstír. Árið 1938 var komið upp berklavama- stöð á Akmeyri, sama ár á Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum, og 1939 á fsafirði og í Siglufirði. Stöðvar þessar em allar vel búnar tækjum og þjóna ekki aðeins þeim læknishémðum, er þær liggja í, heldur nálægum héruðum svo vitt, sem til þeirra verður náð. Láta þær í té ókeypis skoðanir og hvers konar leiðbeiningar i berkla- varnamálum. Hin almenna berklaskoðun. Eins og kunugt er og að var vikið, eru til svonefndir berklaberar, eða smitberar. Þettu 'fólk getur verið lengi meðal al- mennings nokkurn veginn frískt, án þess að vita, að það sé berklaveikt eða beri veikina. Þetta fólk er því hið allra hættu- legasta gagnvart útbreiðslu veikinnar. Þess vegna er það hin mesta nauðsyn að vera vel á verði gagnvart þessari hættu. Bezta ráðið er því, að sem flestir og helzt allir korni við og við til skoðunar í hinum ýmsu berklavamastöðvum. Fyrii- því hóf Sigurður Sigmðsson hér sína róttæku berklaskoðun 1945, þar sem svo að segja hvert mannsbarn í hænum var skoðað. Vakti þetta mikla athygli víða utan lands, því að þá hafði enn mjög óviða farið fram svo gagnger rannsókn í þó svo stóm bæjarfélagi. Finnst berklayfirlækni það sérstaklega í frásögm færandi, hve yfirleitt var auðvelt að fá fólk til skoðunar. Síðar var þessi skoðun hafin víðar um land með svipuðum árangri, sem í Reykjavik. Nú er slík skoðun orðin svo almenn, að sum árin er yfir 20% af þjóðinni berkla- skoðað, og komst þetta áminnsta ár 1945 yfir 40% af íhúum alls landsins. Árangurinn er ótrúlegur. í sambandi við þennan merka kafla, skal svo að lokum vikið að hinum ótrú- lega árangri, sem náðst hefur hér á landi í lækkandi dánartölu af völdum herkla- veiki frá 1930. Árið 1930 er dánartalan 21,6 af hverj- um 10 þúsund landsmanna. Árið 1947 er dánartalan 5,3 af hverj- um 10 þúsund landsmanna. Árið 1948 er dánartalan 3,4 af hverj- um 10 þúsund landsmanna. III. Lokaþátturinn. — Lífið sigrar. f einum kafla hér á undan, — hönd dauðans — hef ég sem áhorfandi lýst hinu dapmlega viðhorfi sjúklinganna, eins og mér kom það fyrir sjónir. Ég held að þetta sé rétt myhd af hinrnn liðna tíma. En það, sem nú vekur jafn mikla undrun, er einmitt hin gagngera breyting á við- horfi sjúklinganna sjálfra til þessa bleika hölvalds. Eins og vonleysið var mikið og almennt hjá þeim áðm, virðist mér nú ríkja meðal þeirra birta og bjartsýni, og trú á lífið og möguleika þess. Þrátt fyrir þá stýfingu eða skerðingu á lífsmætti, 56 AKRANES

x

Akranes

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.